Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ FriðgerðurBára Daníels- dóttir, ávallt nefnd Fríða, fæddist í Reykjavík 27. nóv- ember 1942. Hún lést á heimili sínu 23. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Ellert Pétursson, f. 13. júní 1900, d. 14. júní 1977, og Guð- laug Jónína Jóhann- esdóttir, f. 18. mars 1910, d. 31. maí 1969. Systkini Fríðu eru: Einar, f. 6. september 1927, d. 8. maí 2001, Vigdís, f. 15. febrúar 1935, Mál- fríður Agnes, f. 25. nóvember sínu, m/s Selfossi, 27. mars 2001. Foreldrar hans voru hjónin Finn- bogi Kristjánsson skipstjóri og Lovísa S. Elífasdóttir húsmóðir. Uppeldisfaðir hans var Einar G. Helgason. Börn þeirra Fríðu og Finnboga eru: 1) Sigríður, f. 9. september 1961. Börn hennar og Jóns Hrafns Guðjónssonar eru: a) Hrafnhildur Karla, maki Benedikt Magnússon, sonur þeirra Magnús Indriði, b) Guðjón Arngrímur og c) Stefán Karl. 2) Lilja Björk, f. 20. mars 1963, maki Rúnar Kjart- ansson, dætur þeirra eru Jónína Bára og Sigríður Sandra. Af fyrra hjónabandi á Lilja þá a) Finnboga Ríkharðsson, maki Marit Hveding, börn þeirra eru Michell og Alex- ander og b) Sævar Ríkharðsson. 3) Kristján Finnbogi, f. 8. maí 1971. Börn hans og Maríu Báru Jón- atansdóttur eru Arnar Daníel og Kristín Ásta. Fríða verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1936, d. 3. febrúar 2006, Pétur Jóhann- es, f. 16. september 1938, d. 26. maí 1979, Jónína Helga, f. 3. september 1940, Örn Sævar, tvíburabróðir Fríðu, f. 27. nóv- ember 1942, Gunn- laugur Guðmundur, f. 15. ágúst 1945, d. 30. nóvember 1998, Unnur, f. 19. mars 1947, og Freyja Kol- brún, f. 14. sept- ember 1948. Fríða giftist 26. desember 1961 Finnboga Finnbogasyni skip- stjóra, f. í Reykjavík 11. sept- ember 1940, d. um borð í skipi Elsku amma, nú þegar þú ert sofnuð svefninum langa þá streyma fram minningarnar um þær fjöl- mörgu stundir sem við áttum saman. Það voru ófáar heimsóknirnar sem enduðu á því að hvíslað var ,,amma, má ég gista?“ og ef útlitið var svart var sparisvipurinn settur upp og þá var sigurinn oftast unn- inn. Svo var haldið út í sjoppu þar sem við tókum spólu og keyptum ís og nammi. Oftast var einnig farið morguninn eftir í JL-húsið eða Kola- portið, þaðan komum við yfirleitt með ýmislegt góðgæti og dót. Bestu kjötsúpu í heimi gerðir þú, hún var svo ljúffeng að það var ekki hægt að komast hjá því að borða tvisvar yfir sig. Svo var hún enn ljúf- fengari þegar mamma og pabbi sáu ekki til, því þá sigtaðirðu súpuna fyr- ir mig, það fannst mér alltaf best. Ég á alltaf eftir að muna eftir fyrsta skiptinu sem ég kom með Benna til þín. Við ætluðum bara að fá eina spólu lánaða hjá þér, en þú talaðir svo mikið við Benna, þurftir að fá að vita allt um hann. Ég var farin að skammast mín ansi mikið og langaði orðið bara að hverfa ofan í gólfið. En þarna þurfti hann að heita því að elska mig alla ævi, aðeins sautján ára. Þegar við loksins losn- uðum þá var klukkan orðin svo margt að við þurftum að fara beint heim að sofa. Allar þessar stundir og hinar ætla ég að vera dugleg að segja Magnúsi Indriða frá svo að hann muni alltaf hvað hann átti elskulega langömmu. Elsku amma, ég veit að afi tekur vel á móti þér, nú þegar þið fáið að vera aftur saman. Þín Hrafnhildur Karla, Benedikt og Magnús Indriði. Það fækkar í systkinahópnum af Skúlagötunni, systkinum sem rík eru af elsku og samkennd. Það var í febrúar sl. sem við fylgdum Maddý til grafar. Nú fylgjum við Fríðu syst- ur hennar. Bræðurnir Pétur, Einar og Gulli kvöddu með nokkurra ára millibili. Þegar litið er yfir farinn veg er þarft fyrir okkur hin að vita, hve kát- ínan, samheldnin og glaðværðin ein- kenndi Skúlagötusystkinin. Minn- ingabrot æskunnar með Fríðu og fjölskyldu, gistinætur bæði í Hlíð- unum og á Nesinu. Siglda frænkan sem bar í okkur leyndardóma út- landanna, útlenskt nammi, Andrésar Andarblöð og myndatyggjó eru hug- ljúfar æskuminningar. Seinna varð það sjálfsagt í þínum huga þegar þú sigldir með Boga að versla fyrir aðra það sem ekki fékkst hér eða var of dýrt. Flest af því var eitt og annað sem verðandi og ný- bakaðar mæður þurftu á að halda, óléttuföt, barnaföt, rúm eða stólar frá Mothercare. Bestu þakkir fyrir einlæga gleði, greiðvikni og gjaf- mildi. Votta ég Siggu, Lilju og Krist- jáni og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur sem og eftirlifandi systkinum hennar. Fríða mín, inni- hald ljóðsins Einmana finnst mér hafa átt við þig eftir makamissinn. Hvíl í friði. Hvílan er auð. Ég vaki. Vindur hvín um vetrarnótt. Frá gluggans silkitjöldum berst niður – sem af fjarlægum úthafs – öldum; ó að þær gætu borið mig til þín! (Helgi Hálfdánarsson) Jónína Holm. Friðgerður Bára Daníelsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURBJARNAR ÞORLEIFSSONAR, Maríubaugi 123, Reykjavík. Hulda Fríða Ingadóttir, Þorleifur Sigurbjörnsson, Catherine Elisabet Batt, Magna Huld Sigurbjörnsdóttir, Ármann Fr. Ármannsson, Ingi Guðmundsson, Hildur Pálsdóttir, Jón Ó. Guðmundsson, Erla Guðný Gylfadóttir, Andri Ingason, Birta Ingadóttir, Sara Huld Ármannsdóttir, Thelma Huld Ármannsdóttir, Alexander Batt Þorleifsson, Guðný Dís Jónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SESSELJA GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 33, er látin. Jarðarför verður auglýst síðar. Grétar Kjartansson, Jón Kjartansson, Jóhanna Kjartansdóttir, Ólafur Magnússon, Guðrún Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGÐALENA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Austurgerði 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 27. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 5. desember kl. 13.00. Hannes Vigfússon Ómar Hannesson, Anna Karlsdóttir, Elín Hannesdóttir, Baldur Hannesson, Særós Guðnadóttir, Haukur Hannesson, Bryndís Hannesdóttir, Halldór Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SIGURBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR, Túngötu 2, Grenivík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudag- inn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. desember kl. 13:30. Sigfús Jónasson, Sigurveig María Sigvaldadóttir, Sigurður Marinó Kristjánsson, Stefán Jónasson, Bryndís Albertsdóttir, Þórður Jónasson, Fanney Lára Einarsdóttir, Birgir Jónasson, Þórdís Hólmfríður Jónsdóttir, Þorbjörg Jónasdóttir, Kristinn Sigurðsson, Steinunn Jónasdóttir, Ómar Grétar Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR BOATWRIGHT, Hulduhlíð 11, Mosfellsbæ, áður búsett á Akranesi og í Bandaríkjunum, lést fimmtudaginn 30. nóvember. Sálumessa verður sungin í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 7. des- ember kl. 10.30. Minningarathöfn fer fram sama dag í Akraneskirkju kl. 14.00. David E. Boatwright, Helen Kuszmaul, Brad Kuszmaul, Jónína Chamberlain, Jon Chamberlain, Sigrún H. Boatwright, Halldór Ingi Haraldsson, David J. Boatwright, Lenna Boatwright og barnabörn. Kristín Gunnarsdóttir ✝ Kristín Gunn-arsdóttir fædd- ist á Hæðarenda í Grindavík 3. sept- ember 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 7. nóvember síðastliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 16. nóv- ember. um. – Dídí og bíltúr- arnir til Grindavíkur, þar sem ættingjarnir bjuggu. – Dídí og hlát- urinn. – Dídí sem vann allan daginn á leik- skólanum og hafði okkur hjá sér þegar hún skúraði þar í dagslok. – Dídí og brauðið girnilega sem stóð smurt á borðinu á morgnana, en hún og Dóri farin til vinnu. – Dídí sem spurði alla tíð frétta af mér og mínum. – Dídí sem sagði alltaf „..og hvað er að frétta af Gillimann mín- um?“. – Dídí sem ég hitti síðast á Borgarspítalanum, veik fullorðin kona, alltaf jafn falleg og góð. Í gegnum tíðina hefur mér oft ver- ið hugsað til hennar og fyllst þakk- læti fyrir að hafa þekkt þessa ynd- islegu og umfram allt hjartahlýju konu. Elsku Lára, Hanna og fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð en veit að minningin um ynd- islega móður og vinkonu lifir með okkur öllum. Unnur (Unnella). Þegar ég settist nið- ur að loknu amstri dagsins í dag og fletti blöðunum, rak ég mér til mikillar skelfingar augun í tilkynningu um jarðarför Dídí sem fram fór þennan sama dag. Miður mín að hafa misst af dánartilkynningunni og ekki kvatt hana á viðeigandi hátt, sest ég niður og skrifa nokkur minningarbrot: Dídí sem tók mér opnum örmum. – Dídí sem hafði fallegt og milt hjarta- lag. – Dídí og Dóri og Lára og Hanna. – Dídí sem var alltaf fín og falleg, kát og skemmtileg. – Dídí og öll börnin sem hún elskaði og helgaði tíma sinn. – Dídí sem átti ekki mikið af veraldlegum auði en fallegt heim- ili, fullt af hlýju og hjartagæsku. – Dídí sem opnaði heimili sitt fyrir mér og leyfði mér alltaf að gista með til- heyrandi dásemdum. – Dídí með rúllur í hárinu um helgar. – Dídí og bíltúrarnir út í náttúruna með smurt nesti og teppi. – Dídí, forsöngvari í Moskvitsinum og rauða Renaultin- Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.