Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 37 MINNINGARMÓT Ottós Árna- sonar hefur unnið sér fastan sess í dagatali skákmanna sem eitt skemmtilegasta mót hvers árs á Ís- landi. Undir öruggri forystu Tryggva Leifs Óttarssonar, for- manns Taflfélags Snæfellsbæjar, hefur félagið haldið mótið í fimm ár í röð. Fyrir tilstilli öflugra stuðnings- aðila á borð við Snæfellsbæ, Hrað- frystihúss Hellissands ehf., Fisk- markaðs Íslands, Olís, Deloitte, Söluskálann ÓK í Ólafsvík og fleiri öflugra fyrirtækja hefur tekist að laða að marga af bestu og efnileg- ustu skákmönnum landsins. Þessu til viðbótar hefur traust vinátta mynd- ast á milli heimamanna og skákdeild- ar KR enda formenn félaganna, Tryggvi og Kristján Stefánsson, skemmtilegir menn með afbrigðum. Það voru misjafnlega þreyttir skákmenn sem mættu á BSÍ kl. 10 á laugardagsmorguninn til að taka rútuna áleiðis til félagsheimilisins Klifs í Ólafsvík þar sem minningar- mótið fór fram. Fjörugar umræður spunnust snemma á meðal farþega um landsins gagn og nauðsynjar en í Mosfellsbæ var rútan stöðvuð til að nokkrir skákmenn gætu veitt forseta sambands síns stuðning í forvali ónefnds stjórnmálaflokks. Upp úr klukkan eitt kom rútan á leiðarenda og ljóst varð að um metþátttöku yrði að ræða þar sem alls 71 skákmaður tók þátt í mótinu. Afmælisbarnið og sjávarútvegsráðherra landsins, Ein- ar K. Guðfinnsson, var sérstakur boðsgestur og hélt hann góða tölu þar sem gildi skákarinnar fyrir menningu íslensks samfélags var undirstrikað. Það er reyndar merki- legt að fyrir tveimur árum setti koll- egi Einars, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra mótið. Ári síðar var Sturla vant við látinn vegna veislu- halda við sextugsafmæli sitt en Ein- ar kippti sér ekki upp við að mæta á staðinn þó að hann ætti 51 árs af- mæli og lék hann fyrsta leik mótsins fyrir Helga Ólafsson stórmeistara. Í fyrstu fjóru umferðunum voru tefldar hraðskákir þar sem hvor keppandi hafði sjö mínútna umhugs- unartíma. Að þeim loknum höfðu stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Helgi Áss Grétarsson fullt hús vinn- inga ásamt Davíð Kjartanssyni, Jóni Viktori Gunnarssyni og Ingvari Þ. Jóhannessyni. Þá var tekin pása og keppendur fengu tækifæri til að bragða á ljúffengu bakkelsi og öðru góðgæti sem eiginkonur mótshald- ara höfðu sett saman. Sem endranær var stemningin á mótinu hin vinaleg- asta og kökurnar góðu runnu ljúf- lega niður. Að kaffinu loknu tók al- varan við og fyrsta umferðin af fjórum hófst þar sem umhugsunar- tíminn var 20 mínútur á hvorn kepp- anda. Helgi Ólafsson lagði þá Jón Viktor að velli á meðan Davíð Kjart- ansson tefldi hratt og örugglega með hvítu gegn greinarhöfundi. Í stað þess að tefla á tvær hættur tefldi Davíð afar rólega og beið eftir að slæleg tímanotkun andstæðingsins myndi taka sinn toll. Á ákveðnum tímapunkti kom eftirfarandi staða upp þar sem hvítur átti leik. 1. Hxe8+ Hxe8 2. Dh1! Mjög óvenjulegur leikur en um leið athyglisverður. Hvítur þrýstir á riddarann á d5 meðfram h1-a8 lín- unni og við það skapast taktískir möguleikar sem svartur áttaði sig ekki á. 2. … Hd8?! 3. He1 Bc6?? Skelfilegur afleikur. Svartur hefði staðið síst lakar eftir 3. … Dd7. 4. Bxd5! Bxd5 5. Dxd5! Bg7 svart- ur hefði orðið mát eftir 5. … Hxd5 6. He8#. 6. Bf4 og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson hélt sigurgöngu sinni áfram og eftir að hafa lagt greinarhöfund að velli í sjöundu um- ferð hafði hann enn fullt hús vinn- inga. Hann gerði jafntefli við Arnar E. Gunnarsson í lokaumferðinni og gulltryggði sigurinn á mótinu á með- an Davíð Kjartansson kórónaði óvænta en góða frammistöðu með sigri á Ingvari Þ. Jóhannessyni. Lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1. Helgi Ólafsson 7½ vinning af 8 mögulegum. 2. Davíð Kjartansson 7 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 6½ v. 4.–8. Helgi Áss Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Gunnar Björns- son, Hjörvar Steinn Grétarsson og Gunnar Kr. Gunnarsson 6 v. 9.–11. Ingvar Þ. Jóhannesson, Kjartan Guðmundsson og Hrannar Baldursson 5½ v. Sigfús Almarsson stóð sem fyrr vaktina í elhúsinu og fengu keppend- ur að móti loknu að gæða sér á úrvals fisk- og kjötmeti. Í verðlaunaafhend- ingunni kom í ljós að Hjörvar Steinn Grétarsson varð afar sigursæll en hann varð hlutskarpastur í unglinga- flokki og í flokki skákmanna undir 2.000 stigum. Lenka Ptácníková varð efst í kvennaflokki en Sigurður Scheving varð efstur heimamanna. Þegar verðlaunahafar höfðu stigið af sviðinu voru dregnir út happdrætt- isvinningar í boði Eddu útgáfu og 12 tóna. Skákþyrstir skákmenn sumir hverjir héldu áfram að tefla á meðan á þessu stóð og héldu ró sinni þó að aflaskipstjórinn Kristján Jónsson fengi sig og aðra til að syngja í karaoke. Það var mat sumra að lag Bítlanna Hey Jude hefði verið eft- irminnilegasta lag kvöldsins. Í rútunni á leiðinni heim suður stjórnaði Helgi Ólafsson spurninga- keppni og spurði m.a. um textabút úr áðurnefndu bítlalagi. Hinsvegar var ein skemmtilegasta spurningin nokkurn veginn á þessa leið: Hvaða eyju var hershöfðinginn MacArthur neyddur til að yfirgefa með herlið sitt í seinni heimsstyrjöldinni og hvað sagði hann af því tilefni? Rétt svar var að MacArthur þurfti að yf- irgefa Filippseyjar og hann sagði: ,,I will be back!“ Það stóð og heima vegna þess að MacArthur endur- heimti eyjarnar 1944–1945 rétt eins og skákmennirnir munu að ári koma aftur á minningarmót Ottós Árna- sonar í Ólafsvík í Snæfellsbæ. Helgi Ól. ósigrandi í Ólafsvík Minningarmót Ottós Árnasonar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra lék fyrsta leik mótsins fyrir Helga Ólafsson. Fjölmenni Metþátttaka var á minningarmóti Ottós Árnasonar. SKÁK Taflfélag Snæfellsbæjar 5. MINNINGARMÓT OTTÓS ÁRNASONAR 2. desember 2006 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Morgunblaðið/Alfons Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson fyrstu Íslandsmeist- arar í Butler-tvímenningi Jón Baldursson og Þorlákur Jóns- son eru verðugir Íslandsmeistarar í Butler-tvímenningi 2006. Þeir leiddu mestallt mótið og þótt að þeir gæfu aðeins eftir í lokin var munurinn 20 impar eftir að 55 spil höfðu verið spiluð. Annað sætið kom í hlut Ómars Freys Ómarssonar og Örlygs Ör- lygssonar og þriðja sætið nýkrýndra Íslandsmeistara í Parasveitakeppni 2006, Hrundar Einarsdóttur og Vil- hjálms Sigurðssonar. Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson unnu sagnkeppnina Íslandsmót í sagnkeppni var hald- ið fyrsta sinni sunnudaginn 3. des- ember og hafði þar landsliðsparið, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson nauman sigur með 75,9% skori. Bjarni og Sigurbjörn fengu 253 stig af 330 mögulegum, en fast á hæla þeirra komu Björgvin Már Kristinsson og Sverrir Kristinsson jr með 75% skor sem jafngildir 250 stigum. Gísli Steingrímsson og Sveinn Þorvaldsson náðu 72,9% skori eða 243 stigum. Keppendur lýstu yfir ánægju sinni með þetta nýja mót, en þátttaka var í dræmara lagi, aðeins 9 pör sögðu 33 spila þraut. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 1. des. var spilað á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Jens Karlsson – Friðrik Hermannsson 249 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 248 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 247 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 247 A/V Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 258 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 246 Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsdóttir 239 Guðni Ólafsson – Ingólfur Þórarinss. 229 Efstir í stigakeppninni á föstudög- um eru þessir. Albert Þorsteinsson 113 Oliver Kristófersson 103 Guðrún Gestsdóttir 97 Sæmundur Björnsson 91 Gullsmárinn Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 11 borðum fimmtu- daginn 30. nóvember. Efst voru í NS: Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 267 Ari Þórðarson – Díana Kristjánsd. 255 Helgi Sigurðsson – Ragnhildur Gunnarsd. 247 AV Elís Kristjánsson – Páll Ólason 293 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 259 Jón Bjarnar – Jón Jóhannsson 238 Í tvímenningi 27. nóvember voru Auðunn Bergsveinsson og Sigurður Björnsson efstir í NS og Halldóra Thoroddsen og Hlaðgerður Snæ- björnsdóttir í AV. Í tvímenningi 20. nóvember voru Leifur Jóhannesson og Óli Gíslason efstir í NS og Oddur Jónsson og Ein- ar Markússon í AV. Spilað alla mánu- og fimmtudaga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Meistarar Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. FRÉTTIR GUÐNI Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur, Einar Kr. Guðfinnsson al- þingismaður og ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra og gestakennari við stjórnmála- fræðiskor H.Í., verða frummælend- ur á opnum hádegisfundi stjórn- málafræðiskorar H.Í. og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á morgun, miðvikudag. Fundurinn fer fram í Öskju náttúrufræðahúsi Há- skólans kl. 12–13.15 í tilefni bókar Guðna Th. Jóhannessonar – Óvinir ríkisins. „Um fátt er meira rætt þessa dag- ana en hleranir íslenskra stjórn- valda á tímum kalda stríðsins. Starf- rækt var öryggisþjónusta innan lögreglunnar, heimilað var að hlera síma þingmanna, ritstjóra dagblaða, verkalýðsforkólfa og ýmissa vinstri manna er töldust ógna öryggi rík- isins á þeim tíma. Haldnar voru spjaldskrár yfir þá sömu með upp- lýsingum sem a.m.k. að hluta voru afhentar bandaríska sendiráðinu. Bók Guðna Th. Jóhannessonar sagn- fræðings, Óvinir ríkisins, sem kom út í síðustu viku fjallar um þessar hleranir og upp- lýsingasöfnun og sama gerði Þór Whitehead pró- fessor í grein í Þjóðmálum fyrr í vetur. Hvað rétt- lætti slík inngrip í friðhelgi einkalífs þessara manna? Voru þeir slík ógn við öryggi ís- lenska ríkisins að þessi inngrip væru eðlileg? Var þetta misnotkun á valdi í pólitískum tilgangi eða nauðsynleg- ur þáttur í öryggisgæslu stjórnvalda á þessum tíma?,“ segir í fundarboði. Fundinum stýrir Ólafur Þ. Harð- arson, prófessor í stjórnmálafræði. Hleranir ræddar á opnum fundi Jón Baldvin Hannibalsson Einar K. Guðfinnsson Guðni Th. Jóhannesson ALÞJÓÐADAGUR sjálfboðaliðans er 5. desember. Tvær deildir Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurdeild og Kópavogsdeild, fagna deginum með opnu húsi. Sjálf- boðaliðar deildarinnar eru í fréttatil- kynningu hvattir til að fjölmenna. All- ir aðrir eru velkomnir sem vilja kynna sér starfið og lyfta sér upp í tilefni dagsins. Hjá Reykjavíkurdeild verður opið hús kl. 15–18 á Laugavegi 120, 5. hæð. Boðið verður upp á heitt kakó og með- læti. Klukkan 17 verða dregnir út happdrættisvinningar sem velunnar- ar hafa gefið sjálfboðaliðum. Hjá Kópavogsdeild verður opið hús kl. 19.30–21 í Hamraborg 11, 2. hæð. Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur les upp úr nýjustu bókum sínum. Börkur Hrafn Birgisson gítarleikari og Elísabet Eyþórsdóttir söngkona flytja lög af geisladiskinum Þriðja leiðin. Eldhugar Kópavogsdeildar flytja leikþátt og nemendur í söng- námi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur flytja lög. Í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans opnar Rauði kross Íslands nýjan og endurbættan vef á slóðinni www.redcross.is. Einnig verður opn- aður vefurinn www.sjalfbodalidi.is þar sem áhugasamir geta fengið upp- lýsingar um sjálfboðastörf. Sjálfboðaliði.is er netsíða sem frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar á land- inu öllu geta notfært sér. Einstakling- ar, hópar eða jafnvel fyrirtæki geta skráð sig til sjálfboðastarfa og félaga- samtök í landinu geta lagt verkefni inn í miðlunina. Hver sá sem skráir sig á sjalfboda- lidi.is getur valið þau verkefni og fé- lagasamtök sem hann/hún hefur áhuga á að leggja lið og hversu mikl- um tíma varið er til sjálfboðastarfsins. Með styrk frá Ungu fólki í Evrópu (UFE) var ráðist í verkefnið og mun Vinnumiðlun ungs fólks með stolti opna netmiðlunina á alþjóðadegi sjálf- boðaliðans í dag, þriðjudaginn 5. des- ember, klukkan 19.30 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5, og eru allir vel- komnir. Opið hús á degi sjálfboðaliðans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.