Morgunblaðið - 05.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 05.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 39 Atvinnuauglýsingar Óskum eftir starfsfólki Vegna mikillar aukningar viðskiptavina í fyrir- tækjaþjónustu Kerfis leitum við að hressu starfsfólki sem er til í að vinna með okkur í ört vaxandi fyrirtæki. Við óskum eftir starfsfólki í eftirfarandi starf ● Þjónustufulltrúum í útkeyrslu á ýmsum vörum fyrir kaffistofuna t.d. kaffi, rekstrarvörum, drykkj- arvatni o.fl. ásamt tilfallandi lagerstörfum. Helstu kröfur í þessi störf ● Aldur 18-45. ● Snyrtimennska og heiðarleiki. ● Frumkvæði og jákvæðni. ● Reyklaust fyrirtæki. Lögð er mikil áhersla á að fólk eigi auðvelt með mannleg samskipti. Við bjóðum uppá góðan starfsanda í góðu fyrirtæki í mikilli stækkun Kerfi er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu og sölu á kaffi- og vatnsvélum. Kerfi selur einnig allar aðrar rekstrarvörur sem tilheyra kaffistofunni. Vinsamlegast sendið umsókn með mynd á netfangið bjarni@kerfiehf.is Umsóknir berist fyrir 10. desember. Smiðir óskast Óska eftir 1-2 smiðum í tímabundið verkefni til jóla við byggingu sumarbústaðar í Borgarfirði. Góð aðstaða og húsnæði. Upplýsingar í símum 897 6121 og 698 3404. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar boðar til auka-aðalfundar þriðjudaginn 5. desember 2006 kl. 20.30 á Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er haldinn vegna væntanlegrar sam- einingar Starfsmannafélags Akraness við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um næstu áramót. Fundarefni: 1. Tillaga til lagabreytingar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bjarkarbraut 5, íb. 01-0301, Dalvíkurbyggð, (215-4691), þingl. eig. LMS ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Tollstjóraembættið, föstudag- inn 8. desember 2006 kl. 10:00. Gránufélagsgata 19, 01-0101, Akureyri (214-6607), þingl. eig. Hermann Rúnar Stefánsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstu- daginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Grænagata 4, 01-0101, Akureyri (223-0948), þingl. eig. Arnrún Magn- úsdóttir og Friðrik Valur Karlsson, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf., föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Guðrún Jakobsdóttir EA-144, skipaskr.nr. 1968, þingl. eig. Snuddi ehf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Akureyri og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Hafnargata 17, Grímsey (215-5499), þingl. eig. Brynjólfur Árnason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Hjallalundur 7a, 01-0101, Akureyri (214-7439), þingl. eig. Ólöf Vala Valgarðsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. des- ember 2006 kl. 10:00. Jódísarstaðir, 01-0101, eignarhl. Eyjafjarðarsveit (215-9019), þingl. eig. Halldór Heimir Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., Sparisjóður Norðlendinga og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudag- inn 8. desember 2006 kl. 10:00. Karlsbraut 20, Dalvíkurbyggð (215-4995), þingl. eig. Gísli Steinar Jó- hannesson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. desem- ber 2006 kl. 10:00. Karlsrauðatorg 4, Dalvíkurbyggð (215-5014), þingl. eig. Þuríður Svava Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. des- ember 2006 kl. 10:00. Melbrekka-Rauðhús, lóð 21, Eyjafjarðarsveit (215-9361), þingl. eig. Anna Kristín Hansdóttir og Natural White ehf., gerðarbeiðandi Kaup- þing banki hf., föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Svarfaðarbraut 6, 50%, eignarhl. Dalvíkurbyggð (215-5280), þingl. eig. Gunnar L. Hjartarson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., föstudag- inn 8. desember 2006 kl. 10:00. Þingvallastræti 18, Akureyri (215-1850), þingl. eig. Anna Kristín Hans- dóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Ægisgarður nhl. Arnarneshreppur (215-7207), þingl. eig. María Stein- unn Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sandgerð- isbær, föstudaginn 8. desember 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 4. desember 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilkynningar KÓPAVOGSBÆR „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Ljóðasamkeppni Lista- og menningarráð Kópavogs minnir á að skilafrestur í árlegri ljóðasamkeppni undir heitinu “Ljóðstafur Jóns úr Vör” er til og með 15. desember 2006 og utanáskriftin er: „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs b.t. Sigurbjargar H. Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör sunnudaginn 21. janúar 2007. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar; eftir það verður þeim eytt. Félagslíf Jólafundur í kvöld ! Jólafundur Lífssýnar verður haldinn í Bolholti 4 (4. hæð) í kvöld, þriðjudagskvöldið 5. desember kl. 20.30 Jólahelgileikur og skemmtun. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir 500 kr. Allir velkomnir Stjórnin.  EDDA 6006120519 I  FJÖLNIR 6006120519 III  HLÍN 6006120519 IV/V I.O.O.F. Rb. 4  1551258- Raðauglýsingar sími 569 1100 DORIT Otzen ræðir um vændi og mansal í erindinu „Hið blinda auga lýðræðisins“ í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 5. des., kl. 17. Í fréttatilkynningu kemur fram að Dorit Otzen sé umsjónarkona ýmissa úrræða fyrir konur í vændi í Danmörku og er gestur Stígamóta í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Otzen hefur í áratugi séð um rekstur Hreiðursins í Kaupmannahöfn sem er athvarf fyrir vændiskonur á götunni og úr- ræðið „Stöðvum verslun með kon- ur“ sem er þjónusta stjórnvalda við konur sem seldar hafa verið man- sali í dönskum klámiðnaði. Dorit hefur einnig haft umsjón með mörgum fleiri úrræðum fyrir konur í danska klám- og vændisiðn- aðinum og hún er forseti Inter- national Abolitionist Federation sem eru elstu samtök í heimi gegn vændi. Í fyrirlestri hennar „Hið blinda auga lýðræðisins“ dregur hún saman 25 ára norrænar rann- sóknir á vændi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Ræðir um vændi og mansal FÉLAG einstæðra foreldra býður til formlegrar opnunar nýrrar skrif- stofu í Aðalstræti 9, 2. hæð, miðviku- daginn 6. desember kl. 16. Kynnt verður bætt aðstaða, stór- efld starfsemi og nýjungar í starfi og þjónustu félagsins. Léttar veitingar verða í boði. Jóhanna Kristjónsdóttir, stofn- andi félagsins, flytur ávarp. Laufey Ólafsdóttir, formaður félagsins, kynnir þau verkefni sem fyrirhuguð eru á komandi ári. Oktavía Guð- mundsdóttir félagsráðgjafi og Katr- ín Theódórsdóttir lögfræðingur kynna þjónustu sína við félagsmenn. Að erindum loknum verða umræður. Ný skrifstofa Félags ein- stæðra foreldra FIMMTUDAGINN 7. desember heldur Guðjón Bergmann tveggja stunda fyrirlestur í samstarfi við Eddu útgáfu á Grand hóteli Reykjavík með yfirskriftinni Fyr- irgefningin: Heimsins fremsta lækning. Þetta er í annað skiptið sem fyr- irlesturinn er haldinn á stuttum tíma vegna mikillar eftirspurnar, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlest- urinn er nefndur í höfuðið á bók eftir Gerald Jampolsky sem Guð- jón þýddi af ensku fyrir rúmum sex árum og kom upphaflega út hjá Leiðarljósi ehf. en hefur nú verið endurútgefin af Eddu útgáfu. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og stendur í rúma tvo tíma. Aðgangs- eyrir er 2.500 kr. Hægt er að mæta beint á fyrirlesturinn eða skrá sig á www.gbergmann.is. Fyrirlestur um fyrir- gefninguna ÁRLEG Jólasala Iðjuþjálfunar geð- deildar Landspítalans við Hring- braut verður fimmtudaginn 7. des- ember frá klukkan 12 til 15.30 síðdegis. Markaðurinn er haldinn í anddyri geðdeildarhúss LSH við Hringbraut. Þar verða að venju vandaðar handunnar vörur á vægu verði; úr- val leirmuna, vörur unnar af tré- smíðaverkstæði og saumastofu. Ágóði sölunnar rennur til starfsemi iðjuþjálfunar en þangað koma bæði sjúklingar af geðdeildunum við Hringbraut og fólk utan úr bæ í end- urhæfingu. Markmið iðjuþjálfunar er að meta færni skjólstæðinga, hvetja þá og styðja til sjálfstæðis við daglega iðju. Iðjuþjálfun veitir námsstyrki tvisvar á ári í framhaldi af sumar- og jólamarkaði. Hún getur því gegnt margvíslegu og veigamiklu hlut- verki í bata margra sem glímt hafa við geðsjúkdóma, segir í frétta- tilkynningu. Kaffi og veitingasala verður á staðnum. Jólasala Iðjuþjálfunar geðdeildar VODAFONE á Íslandi hefur hrund- ið af stað átaki til að endurvinna og endurnýta eldri farsíma sem lands- menn eru hættir að nota. Farsím- arnir verða yfirfarnir og endurunnir eða lagfærðir og síðan sendir til Afr- íku, Austur-Evrópu og Asíu. Þar verða þeir seldir fyrir brot af upp- haflegu verði. Margir farsímar sem fólk leggur til hliðar eru í nothæfu ástandi og koma því í góðar þarfir í þróun- arríkjunum þar sem uppbygging farsímakerfa er mun hagkvæmari en lagning landlínu. Á slíkum svæð- um telst farsími ekki munaður held- ur nauðsynlegt öryggis- og sam- skiptatæki. Kostnaður við símtækin sjálf hefur verið einn helsti þrösk- uldur fyrir því að þessi ríki nái að innleiða símatæknina í stórum stíl. Fólk sem kemur með farsíma til Vodafone getur fengið 1.000 kr. upp í nýjan GSM-síma eða lagt 1.000 kr. í Samfélagssjóð Vodafone. Fyr- irtækið leggur einnig 1.000 kr. á móti hverjum farsíma sem það fær í hendur. Stefnt er að því að veita úr Samfélagssjóðnum í janúar á næsta ári. Morgunblaðið/G. Rúnar Söfnun hafin Þingmenn úr umhverfisnefnd Alþingis ýttu farsímasöfnun Vodafone formlega úr vör. Rannveig Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Mörður Árnason og Kolbrún Halldórsdóttir með nokkra gamla síma. Vodafone endurvinnur gömlu farsímana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.