Morgunblaðið - 05.12.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.12.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 45 dægradvöl Staðan kom upp á minningarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Havanna á Kúbu. Sigurvegari mótsins, Vassily Ivansjúk (2741) frá Úkraínu hafði svart gegn heimamanninum Jes- us Nogueiras (2554). 40 … Hxh4+! 41. gxh4 c2 42. Bxe2 d2! og hvítur gafst upp enda getur hann ekki komið í veg fyrir að svartur fái drottningu. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Vassily Ivansjúk (2741) 6½ vinn- ing af 10 mögulegum. 2. Evgeny Bareev (2683) 6 v. 3. Ka- mil Miton (2638) 4. Lenier Dominguez (2655) 4½ v. 5.–6. Lazaro Bruzon (2648) og Jesus Nogueiras (2554). SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Íslendingasveitin. Norður ♠K865 ♥ÁD32 ♦ÁD103 ♣7 Vestur Austur ♠G109 ♠743 ♥KG10 ♥9764 ♦92 ♦K54 ♣109653 ♣842 Suður ♠ÁD2 ♥85 ♦G876 ♣ÁKDG Suður spilar 6♦ og fær út hjarta- gosa. Íslendingasveit Tony Kasday vann Norður-Ameríkumótið á haustleik- unum á Hawaii - „Keohane Swiss Teams“ - en það er annað af tveimur stórmótum leikanna. Í sveitinni spiluðu landsliðsmennirnir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson, auk Hjördísar Eyþórsdóttur og Kasday. Spilið að of- an kom upp í síðasta leik mótsins í við- ureign við sveit Mahaffey sem endaði í þriðja sæti. Sex tíglar voru spilaðir á báðum borðum. Bjarni fékk út spaða- gosa sem skapaði engin vandamál. Hinum megin fann Þorlákur hjarta- gosann út. Kínverjinn Fu Zhong var sagnhafi og hann valdi að drepa á ásinn og reyndi síðan að henda þremur hjört- um niður í lauf. En Jón í austur gat trompað fjórða laufið og fékk svo ann- an slag á tígulkónginn: einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 beygja, 4 glyrna, 7 veik, 8 fárviðri, 9 miskunn, 11 skrifaði, 13 hlífa, 14 jarðarför, 15 kjáni, 17 vítt, 20 sjór, 22 seiga, 23 meðalið, 24 hafna, 25 heyið. Lóðrétt | 1 trjástofn, 2 komumanni, 3 heimili, 4 stólpi, 5 fatnaður, 6 streyma, 10 svana, 12 ræktað land, 13 bók- stafur, 15 áfjáð, 16 for- smán, 18 ósætti, 19 veð- urfarið, 20 rófu, 21 bráðin tólg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hraklegur, 8 pokar, 9 illur, 10 inn, 11 líðan, 13 sænga, 15 barðs, 18 áttan, 21 vit, 22 lygna, 23 túðan, 24 varfærnar. Lóðrétt: 2 rokið, 3 körin, 4 efins, 5 uglan, 6 spöl, 7 erta, 12 auð, 14 æst, 15 báls, 16 ragna, 17 svarf, 18 áttir, 19 tuðra, 20 nánd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Í hvaða bandaríska stórblaðibirtist harðorður leiðari gegn af- stöðu Íslendinga varðandi bann við botnvörpuveiðum í úthöfundum. 2Miklar umræður hafa orðið umnauðsyn vegabóta á aðalvegum út frá borginni vegna banaslyssins á laugardag og forstöðumaður rann- sóknarnefndar umferðarslysa sagt brýnt að aðskilja akstursleiðir á veg- unum til að fyrirbyggja slík slys. Hver er hann? 3 Íslenskur rithöfundur hefur veriðtilnefndur til ítölsku Nonino- verðlaunanna. Hver er hann og fyrir hvaða verk? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hversu mörg jólaljós verða í ljósaskreyt- ingum Orkuveitu Reykjavíkur? Svar: 85 þúsund ljós á 70 ljósatrjám og 250 upp- lýstum skreytingum. 2. Borgarfulltrúar vinstri grænna hafa sent kæru til félags- málaráðuneytisins? Út á hvað gengur kæran? Svar: Að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun verði dregin til baka þar sem lagaheimildir skorti. 3. Komin er út á geisladiski Brynjólfsmessa? Hver er höf- undurinn? Svar: Gunnar Þórðarson. 4. Geir Þorsteinsson hefur boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hvaða starfi gegnir Geir nú? Svar: Framkvæmdastjóri KSÍ. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    SÁLIN hans Jóns míns, popp- hljómsveit Íslands, hefur verið iðin við kolann undanfarin ár. En í stað þess að hjakka á gömlum slögurum, eitthvað sem hún gæti hæglega komist upp með, er nýjum verk- efnum stöðugt hleypt af stokkunum. Temabundin plötutvenna, söng- leikur í kjölfarið, tónleikar með Sin- fóníuhljómsveitinni (þar sem öll lögin voru samin sér- staklega fyrir það verkefni) og svo ný plata fyrir síðustu jól. Meðlimir hafa greinilega ríka þörf fyrir að beita sér og takast á við eitthvað nýtt, frekar en að koma sér þægilega fyrir í hægindastólum og fylgjast með stefgjöldunum tikka inn. Samstarf Sálarinnar við Gosp- elkór Reykjavíkur er af þessum meiði en hugmyndin fæddist fyrir um ári. Kórinn hefur sótt í sig veðr- ið jafnt og þétt hin síðustu ár, undir styrkri stjórn hins ástríðufulla stjórnanda og píanista, Óskars Ein- arssonar. Þegar ég frétti af þessum sam- slætti hugsaði ég sem svo að það væri aðeins tvennt í stöðunni, ann- aðhvort gengi þetta upp eða þá alls ekki. Blessunarlega er hið fyrra upp á teningnum. Lög Sálarinnar öðlast hér nýtt og annars konar líf og gospelklæðin sem þau skrýðast smellpassa. Nýjustu lög sveit- arinnar, þ.e. lögin af Sól- og Mána- tvennunni, Vatninu (sinfóníuplatan) og af plötunni sem út kom í fyrra, Undir þínum áhrifum, ganga einkar vel upp í þessu samhengi. Textarnir þar eru oft á einhvers konar óræðu andlegu plani (Sól og Máni sér- staklega) og iðulega á björtum nót- um. Þeir falla því ágætlega undir þann kristilega ramma sem tónleik- arnir voru í. Tvö ný lög eru þá á plötunni, „Þú trúir því“ og „Handrit lífsins“ en þau voru samin sér- staklega með þessa tónleika í huga. Eldri lög, eins og „Ekkert breytir því“ sem opnar tónleikana, og „Get- ur verið“ frískast upp; dýpkað er á dramatíkinni í hinu fyrrnefnda með kórsöngnum á meðan hið síðast- nefnda er rifið upp með ósviknu gospelstuði. Bæði kór og hljómsveit eru þannig að græða hvor á öðrum, maður finnur og heyrir hvernig báð- ir aðilar eggja hvor annan áfram. Lag eins og „Upplifun“ er skínandi gott dæmi um þetta; Stefán Hilm- arsson söngvari á stórleik; dettur inn í mikla innlifun og sömu sögu er að segja af kórnum. Platan er tvöföld, þ.e. geisla- og mynddiskur, og bætir mynddisk- urinn enn frekar á upplifunina. Þar er og að finna heimildarmynd sem lýsir tilurð þessa verkefnis. Lifandi í Laugardalshöll er verð- ug viðbót í safn Sálaraðdáenda en einnig þeirra sem hugnast tónlist flutt af krafti og ástríðu. Amen. Af lífi og sál TÓNLIST Geisla- og mynddiskur Hljóð- og myndupptaka frá tónleikum Sál- arinnar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur hinn 15. september 2006 í Laugardalshöll. Sálin, Óskar Einarsson og Þóra Gísladóttir útsettu lögin en Sam- úel J. Samúelsson útsetti fyrir blást- urssveit. Guðmundur Jónsson stýrði hljóðupptöku en Óskar Einarsson stýrði hljóðeftirvinnslu á kór. Addi 800 og Sveinn Kjartansson tóku upp og Axel Árnason, Haffi Tempó og Daði Dax gengu frá í hljóðveri. Þorvarður Björgúlfsson stýrði myndupptökum og klippti. Sena gefur út. Sálin & Gospel – Lifandi í Laugardalshöll  Arnar Eggert Thoroddsen Sálin Arnar Eggert segir Lifandi í Laugardalshöll vera verðuga viðbót í safn Sálaraðdáenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.