Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu eina ógnvænlegustu mynd ársins óklippta í bíó ...ef þú þorir! Þeir eru að fylgjast með þér Þeir eru að elta þig Horfðu í augun á þeim Og þú ert orðinn sýktur HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI Sýnd með íslensku og ensku tali DÝRIN TAKA VÖLDIN! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Casino Royale kl. 10 B.i. 14 ára Deck the Halls kl. 6 og 8 Saw 3 kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Mýrin kl. 6 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 5 og 8 Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 3.40, 5.50, 8 Pulse kl. 10.20 B.i. 16 ára Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Open Season m.ensku.tali kl. 3.50 Skógarstríð m.ísl.tali kl. 4 Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap Sími - 564 0000Sími - 462 3500 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. eeee S.V. Mbl. Jólamyndin 2006 3 VIKUR Á TOPPNUM! 40.000 MANNS! 38.000 MANNS! Listaháskólinn, Skipholti 1 - Kan-adíski ljósmyndarinn David McMillan heldur fyrirlestur um ljós- myndir sínar frá Chernobyl en hann hefur frá árinu 1994 heimsótt svæð- ið og eru myndir hans einstök heim- ildavinna um hnignun staðarins. Fyrirlesturinn er í LHÍ, Skipholti 1 í dag, 5. des. kl. 17, og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Þjóðminjasafn Íslands - Skoð-unarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ævintýralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safn- búð og notalegt kaffihús. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Ítalska kvikmyndin La cittádelle donne (1980) eftir Fe- derico Fellini, eða Kvennabær- inn eins og hún hefur verið köll- uð á íslensku, verður sýnd í Bæjarbíói kl. 20. Snáporaz (Mar- cello Mastroianni) eltir konu sem hann hrífst af í lest, inn á hótel þar sem hann lendir á yf- irgengilega femíniseraðri kvennaráðstefnu. Þarna koma fyrir margvíslegar týpur allt frá einlægum karlhöturum, hórum og tán- ingsstúlkum upp í mjúkar og móðurlegar eldri konur. Konurnar hafa völd- in alla myndina í gegn og ef til vill er Fellini að fjalla hér um martröð flag- arans, sem í þessari stöðu ræður ekki neitt við neitt. Leikarar: Marcello Mastroianni, Anna Prucnal, Bernice Stegers, Jole Silvani, Ettore Manni. Myndin er með íslenskum texta. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16. Miðasala opnar ca. hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500. Sjá: www.kvikmyndasafn.is Tónlist Hafnarborg | Ég man þau jól – jólatónleikar 7. og 13. desember kl. 20. Flutt verða gömlu góðu amerísku jólalögin sem þekkt eru með Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahailiu Jackson o.fl. í djass- og swing-útsetningum. Lög eins og White Cristmas, Christmas Song, Have yourself a merry little Christmas og mörg fleiri. Jólaveðurspá, hádegistónleikar í Hafn- arborg 7. desember kl. 12. Kurt Kopechy og Antonia Hevesi leika fjórhent á píanó. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar frá sept- ember til maí eru haldnir tónleikar í hádeg- istónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hall- grímskirkju heldur áfram þegar Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja spuna um þekkt jólalög og jólasálma á saxófón og orgel fimmtudag 7. des. kl. 20. Tónleikarnir marka upphaf sálmadagskrár á 8 tónleikum á 25. starfsári Listvinafélags Hallgrímskirkju. Miðar: 1.500 kr. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram sunnudaginn 10. desember kl. 17 með tónleikum kammerkórsins Schola cantorum og Björns Steinars Sólbergs- sonar orgelleikara sem flytja aðventu- og jólasálma og sálmaforleiki eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson. Miðaverð er 1.500 kr. Myndlist Art-Iceland.com | Gunnar S. Magnússon og Álfheiður Ólafsdóttir sýna verk sín af hjartans lyst. Opið er frá 12–18 virka daga og 12–16 á laugardögum. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og myndband á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni Tryggvagötu 15. Til áramóta. Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru til- raun höfundar til að vinna úr sjónrænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Café 17 (verslunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er æv- intýri út af fyrir sig. Allir velkomnir. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir með sýningu á grafíkverkum sín- um til 17. des. Opið föst.–laug. kl. 14–18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 8.30–16. Gallerí Lind | Sigurrós Stefánsdóttir er listamaður desembermánaðar í Galleríi Lind, Bæjarlind 2, Kópavogi. Til 8. des. Gallerí Stígur | Myndlistarsýning Auðar Ingu Ingvarsd. til 10. des. Opið þriðjud.– föstud. frá kl. 13–18 og laug. kl. 11–16. Gallerí Sævars Karls | Myndlistarmað- urinn Gunnar S. Magnússon sýnir ljós- myndir sem hann hefur tekið af fólki á ferð um miðborgina undanfarin ár til 7. des. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „ … eitthvað fallegt.“ er sam- sýning með listamönnum gallerísins auk gesta. Opið: þri.–fös. kl. 12–18, laug. kl. 12– 16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006 til 21. jan. Tekið er á móti 8 ára skólabörnum í samstarfi við Borgarbókasafnið Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjars- infónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Til 21. jan. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“. Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, með sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Jónas Viðar gallerí | Kristinn G. Jóhanns- son sýnir grafík. Opið föst.–laug. 13–18. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Listasalur Mosfellsbæjar | Nú stendur yfir sýning á verkum Ólafar Oddgeirsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar til 9. des. Ófeigur listhús | Skólavörðustíg 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Til ára- móta. Opið á verslunartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir í Skaft- felli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég missti næstum vitið“ á Vest- urveggnum. Til 23. des. www.skaftfell.is. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðu handverki listfengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðings. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorg í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „ … hér er hlið himinsins“ sem Borgarskjalasafn Reykja- víkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju. Aðgangur er ókeypis. Til 7. jan. Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasögum til Íslands í gegnum aldirnar. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónas Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans á Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Opið mán.–föst. kl. 13.30–15.30. Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska húsinu er jólastemningin allsráðandi og húsið er skreytt hátt og lágt. Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleym- anleg upplifun á aðventunni. Í krambúð hússins er jólakrambúðarstemning og boð- ið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Til 23. des. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv- intýralegt ferðalag gegnum 1.200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Op- ið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Bækur Borgarbókasafn Reykjavíkur – Kringlu- safn | Brot af því besta. Fimmtudags- kvöldið 7. des. kl. 20 í anddyri Borgarleik- hússins. Upplestur og léttur jóladjass. Rithöfundarnir Árni Björnsson, Ingunn Snædal, Óskar Árni Óskarsson, Stefán Máni, Steinar Bragi og Þórunn Erla Valdi- marsdóttir lesa úr nýjum verkum sínum. Skemmtanir Reykholtskirkja | Freyjukórinn, ásamt ungu fólki úr Borgarfirði, verður með jóla- tónleika í Reykholtskirkju 8. des. kl. 20. Frumfluttur verður nýr jólatexti „Eitt lítið jólatré“ eftir Ásdísi Ingimarsdóttur í út- setningu Gunnars Ringsted og „Vísa á jóla- kvöldi“, texti þýddur af Bjarna Guðmunds- syni á Hvanneyri. Uppákomur Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Kópavogsdeild Rauða krossins heldur upp á daginn og býður öllum sjálfboðaliðum deildarinnar til hátíðar 5. des. í Hamraborg 11 frá kl. 19.30–21. Dagskráin er fjölbreytt. Einar Már Guðmundsson rithöfundur les upp úr bókum sínum, flutt verða tónlistar- atriði og Eldhugar sýna leikrit. Veitingar. Mannfagnaður Aflagrandi 40 | Jólafagnaður föstudaginn 8. des. Húsið opnað kl. 18. Glæsilegt jóla- hlaðborð, söngur og fleira. Skráning í Afla- granda 40, sími 411 2700. Allir velkomnir. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir | Á jóla- fundinum verða flutt skemmtileg erindi m.a. um Matthías Jochumsson, Ólafíu Jó- hannsdóttur, Hannes Hafstein og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hvernig leiðir þeirra lágu saman í kvenréttindabaráttu á sínum tíma. Tónlistaratriði, kaffi og piparkökur. Fyrirlestrar og fundir Kvenfélag Seljakirkju | Okkar árlegi jóla- fundur verður í kvöld í Seljakirkju kl. 19.30. Munið jólapakkana og jólaskapið. Stjórnin. Listaháskólinn, Skipholti 1 | Kanadíski ljósmyndarinn David McMillan heldur fyr- irlestur um ljósmyndir sínar frá Chernobyl en hann hefur frá árinu 1994 heimsótt svæðið og eru myndir hans einstök heim- ildavinna um hnignun staðarins. Fyrirlest- urinn er í LHÍ, Skipholti 1 í dag, 5. des. kl. 17. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Orkugarður | Miðvikudagserindi Orku- stofnunar – Vetni á vagninn kl. 13. María Maack fjallar um vetnisverkefnið Ectos og framtíðarmúsík um hámörkun á nýtni og fjöldaframleiðslu vetnisfarartækja. Að- gangur ókeypis. Sjá: www.os.is. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður hald- in í dag kl. 15 í fundarsal Seðlabanka Ís- lands, Sölvhóli. Málshefjandi er Ásgeir Jónsson hagfræðingur og ber erindi hans heitið: Hlutverk peningamagns, M, í stjórn peningamála. Þjóðminjasafn Íslands | Þorsteinn Helga- son, dósent í sagnfræði við Kennarahá- skóla Íslands: Er til rétt saga? Um kanón í sagnfræði og sögukennslu. Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands kl. 12. Í er- indinu verður sagt frá viðleitni manna til að festa slík atriði í sessi með valdboði eða gylliboðum, og kynntur slíkur „kanón“ um rétta íslenska sögu. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Jólaljósaferð um Reykjanesbæ 15. des. Eldri borgarar velkomnir. Nokkur sæti laus. Skráning í s.: 892 3011. Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði, leikföngum, borðbúnaði o.fl. alla miðvikudaga kl. 13–17 í Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Úthlutun á mat- vælum alla miðvikudaga kl. 15–17. Sími 892 9603. Úthlutun til fólks óháð búsetu og kyni. Fjölskylduhjálp Íslands | Bráðum koma blessuð jólin. Fjölskylduhjálpin hvetur landsmenn að gefa fatnað, leikföng og borðbúnað vegna opnunar flóamarkaðar í lok nóvember í Eskihlíð 2–4 Rvík í þágu efnalítilla fjölskyldna. Tökum á móti mið- vikudaga eða eftir samkomulagi kl. 13–17. Svarað í s. 892 9603. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 5. desember er: 22269. Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrkt- arhópur | Félagið Höndin stendur fyrir mál- þingi í Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Að- alræðumaður er Jóhannes Jónsson í Bónus. Fundarstjóri er Kári Eyþórsson fjöl- skylduráðgjafi. Þema kvöldsins er jólakvíði. Eru jólin hátíð barnanna eða helsi hinna fullorðnu? Kaffiveitingar. staðurstund Söfn Grunnsýning - skoðunarferð Fyrirlestur Ljósmyndir frá Chernobyl Kvikmyndir La cittá delle donne (1980) eftir Federico Fellini í Bæjarbíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.