Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeeeJón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL FRÁFÖLLNUHINIR - ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ - 23. nóv - 6. des. NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16 ára BÖRN kl. 6 - 8 B.i.12.ára MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 10:10 B.i. 16.ára DA ZERO A DIECI (Frá einum upp í tíu) kl. 5:50 L'UOMO IN PIÙ (Honum er ofaukið) kl. 8 IL MIRACOLO (Kraftaverkið) kl. 10:10 Sýningartímar ROFIN PERSÓNUVERND kvikmyndir.is eeee H.J. Mbl. STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR HÉR VIÐ Í STÓRBROTINNI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF. UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA 78.000 gestir! / KEFLAVÍK SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ CASINO ROYALE kl. 10 B.I. 14 THE LAST KISS kl. 8 B.I. 12 ADRIFT kl. 10:15 B.I. 16 / AKUREYRI STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ NATIVITY STORY kl. 8 - 10 B.I. 7 THE GRUDGE 2 kl. 10 B.I. 16 SANTA CLAUSE 3 kl. 6 LEYFÐ Ítalska kvikmyndahátíðin heldur áfram í nokkra daga (4.-6. des) vegna fjölda áskorana. Misstu ekki af því besta í Ítalskri kvikmyndagerð. HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS BÖRN eee A.S. MBL Munið afs lá t t inn HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI árnað heilla ritstjorn@mbl.is (Okur)fiskverð ÉG sendi línu vegna skrifa „Mið- aldra húsmóður“ um fiskverð sem birtist í Velvakanda nýlega. Ég fór í mína venjulegu fiskbúð, keypti þar smálúðuflök á kr. 1.300 kr.kílóið, spjallaði við afgreiðslu- mennina að venju, ræddi við þá um heima og geima, þar á meðal um miklar verðhækkanir á fiski sem bæði ég og þeir höfðu heyrt af, hjá þeirri keðju sem greinilega væri að yfirtaka allar fiskbúðir á höfuðborg- arsvæðinu. Þessir ágætu afgreiðslumenn töldu sig heldur hætta fisksölu frek- ar en kynna þau okurverð fyrir sín- um viðskiptavinum (þessir menn eru reyndar hættir nú eftir yfirtöku „keðjunnar“ á þeirra verslun). Tveimur vikum síðar fór ég aftur í mína fiskbúð, keypti þar mín smá- lúðuflök og fékk þau í hendur og greiddi. Kannaðist ekki við verðið og spurði um kílóverð, það reyndist vera kr. 1.950. Ég fékk einnig upp- lýst að mínir gömlu afgreiðslumenn væru hættir, hafa líklega staðið við stóru orðin. Ég hef heimsótt flestar fiskbúðir á svæðinu, þar er svo til alls staðar sama sagan. Ég hefði talið að þegar um er að ræða aðalfæðu fólksins í landinu, þá myndi þessi samkeppn- isnefnd margumtöluð, láta til sín taka og koma í veg fyrir slíka keðju- myndun, þar sem einn fisk-hringur virðist vera búin að yfirtaka um 90 % af markaðinum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Ég og mín fjölskylda erum hætt að versla í fiskbúðum, við förum í Kolaportið á laugardögum, þar eru allar mögulegar tegundir af úrvals fiski, nýr fiskur í lofttæmdum um- búðum og verðið aðeins helmingur þess sem boðið er upp á í einok- unarbúðunum. Einnig er Bónus og reyndar aðrir stórmarkaðir með fisk, stundum misjafn að vísu. Þeir sem ekki þekkja Kolaportið ættu að skoða þar matvælamarkaðinn sem er til fyr- irmyndar varðandi umgengni og hreinlæti. Ég legg til að „Miðaldra hús- móðir“ og fleiri skoði málið. Með kveðju, 261127–4749. Rangfærslur í Velvakanda ÁSTÆÐA er til að leiðrétta nafn- lausar rangfærslur í Velvak- andadálki Morgunblaðsins síðastlið- inn sunnudag sem komu fram undir fyrirsögninni „Ísafold 90% auglýs- ingablað“. Þar heldur „Lesandi“ því fram, með leyfi og liðsinni Morg- unblaðsins, að nær ekkert lesefni sé í tímaritinu Ísafold, eða aðeins 10% tímaritsins. Hið rétta er að um 63% blaðsins er lesefni, eða 123 síður, sem er með því lengsta í íslenskri tímaritasögu. Auglýsingahlutfall í Ísafold er fullsambærilegt við tíma- rit innanlands sem erlendis. Óskandi er að umsjónarmenn Velvakanda verði betur vakandi fyrir slíkum rangfærslum í framtíðinni. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Ísafoldar. Leiðrétting Í Velvakanda nýlega var mishermt að höfundur leikritsins Sandbylur væri Thorsteinn Marinósson. Hið rétta er að hann heitir Þorsteinn Marinósson. Er beðist velvirðingar á þessu. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 40ára af-mæli. Í dag, 5. desem- ber, er fertug Brynhildur Jónsdóttir (Krúsa), Eið- istorgi 9, Sel- tjarnarnesi. 70ára af-mæli. Í dag, 5. desem- ber, er sjötug Guðfinna Lilja Gröndal. Hún fagnar tímamót- unum í faðmi fjölskyldunnar. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar Rauða kross Íslands og söfnuðu þær kr. 6.321. Þær heita: Díana María Jakobsdóttir, Irma Gná Jóngeirsdóttir, Sif Björgvins- dóttir, Halldóra Björgvinsdóttir og Harpa Lind Jakobsdóttir. Úrslit í kjöri Al-þjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, á knattspyrnu- manni ársins 2006 verða gerð heyrinkunn 18. desember nk. Þeg- ar hefur verið tilkynnt hvaða þrír leikmenn urðu efstir í kjörinu en þeir eru Ítalinn Fabio Cannavaro, sem leikið hefur með Juventus og Real Madrid á árinu, Frakkinn Zinedine Zidane, sem lék með Real Madrid áður en hann lagði skóna á hill- una eftir HM og Bras- ilíumaðurinn Ronaldinho, sem leikur með Barcelona, en hann hefur hlotið nafnbótina undanfarin tvö ár. Fátt kemur á óvart á þessum lista. Leikmennirnir eru allir merkir og vel að heiðrinum komnir og hitt spillir heldur ekki fyrir að þeir leika með „réttum liðum“. Þar á Víkverji við að í fimmtán ára sögu verð- launanna hafa leikmenn fimm félaga einokað þau. Þrjú þeirra eru ítölsk, Inter Milan (1 skipti), AC Milan (2) og Juventus (3) og tvö spænsk, Barcelona (6) og Real Madrid (3). Gott og vel. Allt eru þetta stór- veldi í sparkheimum og hafa samtals unnið Evrópubikarinn átta sinnum á þessum fimmtán árum og ófáa meistaratitla heima fyrir. En fleiri félög hafa átt velgengni að fagna á þessu tíma- skeiði. Kemur þá Man- chester United fyrst upp í hugann. Þrátt fyrir átta Englands- meistaratitla hafa leik- menn Rauðu djöflanna ekki haft erindi sem erfiði, ekki einu sinni árið 1999, þegar félagið vann sögufræga þrennu, deild, bikar og Evrópubikar. Raunar er það æp- andi tölfræði að enginn leikmaður með ensku félagi hafi verið kjörinn knatt- spyrnumaður ársins hjá FIFA. Vík- verja dettur strax nokkrir menn í hug sem verðskuldað hefðu tignina: Roy Keane, Peter Schmeichel, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp, Thierry Henry, Steven Gerrard, Frank Lampard og John Terry. Flestir þessara manna væru búnir að ná kjöri hefðu þeir verið á mála hjá fimmveldinu góða. Þegar kemur að þjóðerni leik- manna er breiddin meiri en alls hafa sjö lönd lagt til sigurvegara, þar af Brasilía sjö sinnum og Frakkland þrisvar. England vitaskuld aldrei. Og merkilegt nokk, Spánn ekki held- ur. Ítalía aðeins einu sinni. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is   dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 5. desember, 339. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi- daga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Hlutavelta | Þessar stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 6.037 kr. Þær heita Agnes Ómarsdóttir, Þórdís Ragna Ragn- arsdóttir og Sigurbjörg Kreye Úlfars- dóttir. Leikkonan Liz Hurley hefursagt að hún vilji eignast tvö börn í viðbót, en hún á fyrir hinn fjögurra ára Damian með kvik- myndaframleiðandanum Steve Bing. Hurley stefnir á að ganga upp að altarinu ásamt indverskum unnusta sínum, Arun Nayar, í mars á næsta ári og er sögð vilja fjölga í barnahópnum í kjölfarið. Mun hún þegar hafa valið nafn á börnin, Fred og Daphne, eftir að Damien krafðist þess að systkini sín yrðu nefnd eftir persónum í uppáhaldsteiknimyndinni sinni: Scooby Doo.    Fólk folk@mbl.is Hin 37 ára gamla leikkona Re-née Zellweger er sólgin íbreskan mat. Leikkonan ljóshærða,sem hefur nú samþykkt að leika í þriðju kvikmyndinni um Bridget Jones, hefur játað að hún hafi full- an skilning á ást Breta á ristuðu brauði og bökuðum baunum í morgunmat.    Bandaríska Óskarsveðlauna-leikkonan Gwyneth Paltrow móðgaði ófáa landa sína þegar hún lét þau orð falla í nýlegu viðtali við portúgalska dagblaðið Dirario de Noticias að Bretar væru mun skemmtilegri og siðmenntaðri þjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.