Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 51 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 24 89 8 4. febrúar 10 daga ferð - 9 nætur Jamaica Frá 99.690 kr.* Beint flug Sand Castles Sunset Jamaica Grande Resort Glæsileg lúxusgisting Gran Bahia Principe Jamaica – glænýtt lúxushótel Opnar 15. des. 2006 Allt innifalið í 10 daga - frá aðeins 119.790 kr. Allt innifalið í 10 daga - frá aðeins 114.790 kr. Gran Bahia Principe Jamaica – allt innifalið Mjög gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina í hjarta Ocho Rios með góðri aðstöðu. Aðstaða og aðbúnaður hótelsins var endurnýjað nýlega. Glæsilegur garður með 5 sundlaugum, veitingastöðum, börum o.fl.. Herbergi eru með sjónvarpi, síma, loftkælingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Örstutt er í mannlífið fyrir þá sem kjósa að leita út fyrir hótelið. Gott 3ja stjörnu hótel við ströndina, skammt frá Sunset Beach Resort. Vel búin herbergi, með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og ísskáp. Öll herbergi með svölum. Sundlaug, garður, bar, veitingastaður, móttaka. Góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldari gistingu með minni þjónustu, en frábæra staðsetningu og gott verð. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Stórglæsilegt og splunkunýtt fimm stjörnu glæsihótel við ströndina í Runaway Bay. Hér finnur þú alla þá þjónustu í fríinu sem hægt er að óska sér. Glæsilegan garð með 3 sundlaugum, barnalaugum, fjölda veitingastaða, bara, verslana, líkamsrækt og tennisvöllum. Golfvellir og fjölbreytt sjósport í nágrenninu. Hótelið er með 700 herbergi sem öll eru svítur með nuddbaðkari. Öll herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Þetta er stórglæsilegt hótel og örugglega eitt það allra besta á Jamaica – hér er dekrað við þig í aðbúnaði og þjónustu. Allt innifalið: • Morgunverðarhlaðborð • Hádegisverðarhlaðborð • Kvöldverður (val um 5 veitingastaði) • Innlendir drykkir • Aðgangur að diskóteki hótelsins • Aðgangur að líkamsrækt • Sólbekkir, sólhlífar og handklæði • Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin • Minibar m/vatn, gos og bjór (fyllt á daglega) • Köfunarkennsla í sundlauginni (1 klst.) • Frítt á brimbretti, tennis, báta án mótors eða reiðhjól (í 1 klst.) Hvað er í boði • 5 veitingastaðir • 5 barir • 3 sundlaugar • Verslanir • Öryggishólf (gegn gjaldi) • Barnagæsla • Líkamsrækt • Heilsulind • Barnaklúbbur • Tennisvellir • Fjölbreytt sjósport • Diskótek • Píanó bar, Karaoke bar og sport bar • Mótor- og reiðhjólaleiga • Læknisþjónusta • Golf, Runaway Bay Golf Club • Kayakar • Skemmtidagskrá fyrir börnin Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica ríkir einnig einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og með þeim fegurstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem eru einstakar og láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir sem hafa komið til Jamaica eru flestir sammála um að eyjan hafi einstakt aðdráttarafl. Hún er einn þessara heillandi áfangastaða Karíbahafsins sem laða ferðmenn til sín aftur og aftur. *) Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Sand Castles í 9 nætur. Verðdæmi eru netverð á mann m.v. í gistingu tvíbýli. Verð getur breyst án fyrirvara. Öll herbergi eru svítur Hin nýfrá-skilda Britney Spe- ars sást ný- verið bregða sér á salernið á skemmtistað í Los Angeles ásamt meint- um nýjum kærasta, Brandon Dav- is. Brandon, sem er erfingi að miklum ol- íuaðæfum, var áður besti vin- ur Parisar Hilton en þau tala ekki saman eftir hatrammt uppgjör fyrr á árinu. Er haft eftir Brandon ný- verið að Paris sé kynþáttahatari sem kalli svertingja öllum ljótum nöfnum. „Hún er kynþáttahatari og sömu- leiðis heimsk,“ sagði Brandon og vandaði fyrrum vinkonu sinni ekki kveðjurnar. „Ég þarfnast einskis frá henni. Hún er ekki lengur vin- kona mín. Hún er einfaldlega ekki góð mann- eskja.“ Brandon hefur einnig ráðist með miður fögr- um orðum að partíljóninu Lindsay Lohan en hann sagði að hún lyktaði af niðurgangi. Nú er að sjá hvernig rætist úr vinskap hans og Britney.    Mikið hefur verið fjallað ummeinta þungun áströlsku leik- konunnar Nicole Kidman. Kidman hefur hins vegar vísað öllum slíkum sögusögnum á bug sem kjaftæði og tilbúningi fjölmiðla. Kidman, sem á tvö ættleidd börn með Tom Cruise – hina 13 ára gömlu Isabellu og hinn 11 ára Conor, segist ekki hafa hug- mynd um hvernig sá orðrómur komst á kreik að hún og eiginmaður hennar, Keith Urban, ættu von á barni. „Eina stundina er því haldið fram að ég sé of mjó, þá næstu að ég sé of feit og að það hljóti að vera vegna þess að ég sé ólétt. Þetta er mjög ruglingslegt allt saman,“ er haft eft- ir Kidman á slúðurveitunni An- anova. „Mamma hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ólett. Ég sagði henni að svo væri ekki og að hún myndi frétta af því fyrst þegar þar að kæmi. Og við hlógum að þessu öllu saman því það er það eina sem hægt er að gera.“    Stjörnuparið Madonna og GuyRitchie er sagt sækja sér hjóna- bandsráðgjöf þessa dagana í þeirri von að bjarga sex ára hjónabandi sínu. Halda margir því fram að sam- band þeirra hafi náð botninum eftir hina umdeildu ættleiðingu malavísks drengs, Davids Banda.    Fólk folk@mbl.is Danski leikarinn Janus Bakrawi,sem leikur einn af leyni- lögreglumönnunum í spennuþátta- röðinni Erninum, fékk að vita að persóna hans yrði látin hverfa úr þáttunum einni viku áður en upp- tökur hófust á hans síðasta þætti. Mörgum dönskum sjónvarpsáhorf- endum var brugðið þegar þeir urðu vitni að því þegar þátturinn var sýndur í fyrradag að hinn vinsæli lögreglumaður Nazim Talawi féll fyrir byssukúlu leyniskyttu þegar hann og félagar hans eltu uppi serb- neska stríðsglæpamenn í Berlín. Það er ekki á hverjum degi sem ein af að- alpersónunum í dönskum fram- haldsþáttum er tekin af lífi. Bak- rawi, sem hefur verið hægri hönd Hallgríms lögregluforingja og vinur, var brugðið þegar hann fékk sent handritið að sínum síðasta þætti. „Mér varð bilt við og hringdi strax í Jens Albinus (Hallgrím) og spurði hvort hann vissi hvernig á þessu stæði. Ég spurði sjálfan mig hvort ég hefði ekki staðið undir vænt- ingum og hvort þeir vildu með öllum ráðum losna við mig úr þáttunum. Við Jens komumst síðan að þeirri niðurstöðu að það væri í rauninni mjög tilhlýðilegt að kveðja Nazim. Hann deyr eins og hetja á vettvangi í örmum síns besta vinar.“ Bakrawi hafði afþakkað mörg til- boð um hlutverk vegna leiks síns í Erninum, m.a. draumahlutverk í kvikmynd Davids Cronenbergs, Eastern Promises.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.