Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. E R T A S N ÍK IR S N Ý R u sa m jö ll le ik u r u m fó ts p or ís ó ! h ve r va r h ér ? ar þ að kr u m m iþ ó m eð sk ar ða ar þ að sk ol la n m jó m eð ve ið ik ó! h ve r va r h ér ? að va r sá se m h ljó p íb u rt og h ó! g n áð il ok s h ei m ef ti r gö n u h la ir h ar ðf en n io g h ja rn n ót ti n n i ar ðh ú si n u h ú kt u b ræ ðu rn ir t ð gr jó th el lu n a lo p p n ir g la n gþ re yt ti r n ót ti n n i eg ar ég só tt if en gi n n ís kj óð u n lg d u gl yr n u rn ar h ön d m in n i m yr kr in u g ly ft id já sn in u h ró ðu gu r yl lt iá st ei n b or ði ð g te n d ra ði ljó s m yr kr in u ei r b ey gð u si g fr am og b ir tu st f i n sk eg gj að ir -ö n u gi r jó si n u u ri n n sl ét ti ú r gr et tu n u m n s ká m u gi r sv ei n ar n ir u m ru ðu :„ jó lin “ jó si n u ál fu r se tt is t ég íh el lis m u n n an g n au t þ es s se m ef ti r va r f ke rt u n u m g d ei ld iþ ví m eð re fn u m og h r lu m þ yk ir ok ku r b et ra ra gð ið en ljó si ð f ke rt u n u m ó! f gá ir ðu u n d ir h æ gr iv in d sk ei ð ú ss in s ve st an m eg in ér ðu kr ot að : ke rt as n ík ir va r h ér !“ K E R T A S N Í K I R Sí ðu m úl a 24 Ú tg ef an di St yr kt ar fé la g la m a› ra og fa tl a› ra H Ö N N U N O G R IT S N IL L D ÍS L E N S K U R M E N N IN G A R A R F U R M IK IL S V E R T M Á L E FN I M ar km i› i› m e› ge r› ís le ns ku jó la sv ei na nn a er a› au ›g a líf fa tla ›r a ba rn a og un gm en na og re nn ur al lu r ág ó› it il st ar fs ífl ei rr a flá gu K er ta sn ík ir ít úl ku n Sj ón s og Si gg u H ei m is fæ st hj á ok ku r 5. -1 9. de se m be r2 0 0 6 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan 5– 13 m/s, hvassast norðvestan til og við austurströnd- ina. Stök él eða slydduél norðan til, annars bjart. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C VERÐMÆTI út- flutnings á vörum til Kína jókst um 73% fyrstu tíu mánuði þessa árs, frá sama tíma í fyrra, og nam 2,6 milljörðum króna. Fluttar voru inn vörur frá Kína fyrir 16,8 milljarða króna frá janúar til október en fyrir 12,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Undirrituð var viljayfirlýsing um upphaf frí- verslunarviðræðna milli Íslands og Kína á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra og Yu Guangzhou, aðstoðarutanríkisviðskiptaráð- herra Kína, í gær. Á fundinum ræddu ráðherrarnir tvíhliða sam- skipti ríkjanna og aukin umsvif íslenskra fyr- irtækja í Kína á undanförnum misserum en í dag starfa í landinu um 20 íslensk fyrirtæki með einum eða öðrum hætti. Eitt þeirra, Glitnir, opn- ar skrifstofu sína í Sjanghæ í dag, fyrst ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Viðræður um fríverslun að hefjast Samkvæmt viljayfirlýsingunni var ákveðið að fríverslunarviðræður Kínverja og Íslendinga hæfust þegar í upphafi næsta árs. Valgerður Sverrisdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að með yfirlýsingunni hefði verið stigið stórt og ánægjulegt skref í þá átt að ná samningum við Kínverja um fríverslun milli ríkjanna. Það hefði jafnframt verið athyglisvert að Kínverjar vildu taka upp viðræður beint við Íslendinga en ekki EFTA-þjóðirnar sameigin- lega. Taldi Valgerður ekki útilokað að til lengri tíma myndu samningar á breiðari grundvelli nást við Kínverja. | 14 Útflutningur til Kína jókst um 73% Heimsókn Valgerður Sverris- dóttir er í heimsókn í Kína. SÍÐASTA haftið í aðgöngum Kárahnjúka- virkjunar, milli Hálslóns og stöðvarhússins í Fljótsdal, verður borað í dag. Tilraun til þess í gær fór út um þúfur vegna bilunar í TBM 3 risabornum. Höfðu þá um 70 manns beðið í rúmlega þrjár klukkustundir eftir gegnum- brotinu, 180 m undir yfirborði Fljótsdals- heiðar. Þ.á m. var fólk frá Landsvirkjun, Impregilo, bandaríska fyrirtækinu Robbins sem framleiðir borana, og fjölmiðlafólk. Um 40 mínútna löng lestarferð yfir 12 km vega- lengd inn að stafninum líktist helst heldur hastri bátsferð þar sem mikill vatnsagi er á kaflanum frá aðgöngum 2 við Axará og má segja að hellirigni í göngunum. Heldur var heitt og loftlaust við stafninn og þegar dró af fólki var brugðið á það ráð að syngja jólalög og fara með gamanmál. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Borinn bilaði þegar ljúka átti heilborun Eftir Örnu Schram og Rúnar Pálmason TALIÐ er að lyfjafyrirtæki noti um það bil 400 milljónir króna á ári til að markaðssetja lyf hér á landi, að því er fram kom í máli heilbrigð- isráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, á Alþingi í gær. Ráðherra var þar að svara fyrirspurn Hjálmars Árnasonar, Framsóknarflokki, um jólafund Geðlæknafélags Íslands. Jólafundurinn var boðaður í sam- vinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly á Ísland eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Ráðherra sagði að sér hefði fundist það „mjög sérstakt“ sem upplýst hefði verið um jólafundinn. Hún sagði ennfremur mikilvægt að skorið yrði á öll hugsanleg hags- munatengsl lækna og lyfjafyrir- tækja. „Ég tel mjög mikilvægt að við tryggjum, eins og hægt er að læknar láti ekki glepjast af lyfja- fyrirtækjunum. Það er eðlilegt að menn fái upplýsingar og fræðslu en menn verða að gæta hófs í þessu,“ sagði hún og vísaði þar til samstarfs lækna og lyfjafyrir- tækja. „Mikil umræða hefur farið fram á vegum lækna um þessi mál og ég fagna henni. Ég höfða til sið- ferðiskenndar þeirra. Það verður að vera tryggt að sjúklingar og við öll hin getum treyst því að þetta sé í lagi.“ Lyfjafyrirtæki styrkja jólafundi Ráðherra sagði um markaðs- setningu lyfja að geysilegir hags- munir væru í húfi. „Við kaupum geðlyf fyrir tvo milljarða á ári hjá Tryggingastofnun,“ sagði hún, sem dæmi. Íslendingar nota, að sögn ráðherra, 60% meira af geð- lyfjum en Danir og Norðmenn og 30% meira en Svíar. Fræðslu- og jólafundir tveggja læknafélaga, Félags íslenskra öldrunarlækna og Félags ís- lenskra lungnalækna, eru styrktir af lyfjafyrirtækjum. Í báðum til- fellum er bjóða lyfjafyrirtækin, Icepharma og GlaxoSmithKline læknum í kvöldverð að loknum fræðsluerindum. Formaður Fé- lags lungnalækna sagði alveg ljóst að styrkur GlaxoSmithKline væri innan þeirra siðareglna sem settar hefðu verið um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Formaður Félags öldrunarlækna hafði ekki tök á að ræða við Morgunblaðið um fund- inn í gær.  Styrkja fræðsluerindi | 4 Markaðssetja lyf fyrir um 400 milljónir á ári Ráðherra segir mikilvægt að skera á hagsmunatengsl lækna og lyfjafyrirtækja Í HNOTSKURN » Hjálmar Árnason þing-maður spurði heilbrigð- isráðherra á Alþingi í gær út í jólafund Geðlækna- félags Íslands en fundurinn var boðaður í samvinnu við lyfjafyrirtæki. » Heilbrigðisráðherrasagði að tryggja yrði að læknar létu ekki glepjast af lyfjafyrirtækjum. » Hún sagði að markaðs-setning lyfjafyrirtækja hér á landi kostaði um það bil 400 milljónir á ári. ÞAU sem létust í bílslysinu á Suðurlandsvegi á laugardag er tvær bifreiðir skullu saman við Sandskeið hétu Ásgeir Jón Einarsson, 29 ára að aldri, og Svandís Þula Ásgeirsdóttir, fimm ára gömul. Ásgeir Jón var til heimilis í Fljótaseli 10, Reykjavík, og var fæddur 7. júní 1977. Hann var ókvæntur og barnlaus. Svandís Þula var til heimilis á Sandavaði 1, Reykjavík. Hún var fædd 26. febrúar 2001. Foreldrar hennar heita Hrefna Björk Sigurð- ardóttir og Ásgeir Ingvi Jónsson. Svandís Þula Ásgeirsdóttir Létust í bílslysinu Ásgeir Jón Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.