Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 332. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA * Ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira. Gefðu inneign á Framtíðarreikning Glitnis og fáðu fallega Latabæjarhúfu í Latabæjaröskju í kaupbæti.* Þú færð Framtíðarreikning í næsta útibúi Glitnis eða á www.glitnir.is. RÓLEGHEITAJÓL Í SUMARBÚSTAÐ Á AÐVENTUNNI OG BLÁA LÓNIÐ Á AÐFANGADAG >> 22 18 dagar til jóla SÞ, Washington, London. AFP. | Grannríki Kyrrahafsríkisins Fídjí-eyja og vesturveld- in fordæmdu í gær valdarán hersins aðfara- nótt þriðjudags og stöðvuðu þegar alla þró- unaraðstoð við ríkið. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Kofi Annan, hvatti til þess að „lögleg ríkisstjórn Fídjí“ yrði þegar í stað látin taka við á ný og ágreiningur leystur með frið- samlegum viðræðum. Bandaríkin og fleiri stórveldi hafa um hríð varað her Fídjí ein- dregið við að grípa til valdbeitingar í deilum við Laisenia Qarase forsætisráðherra. | 15 Reuters Byssan ræður Fídjí-hermenn við húsa- kynni forsætisráðherra landsins í gær. Fordæma valdarán Eftir Steinþór Guðbjartssonsteinthor@mbl.is JÓHANN Freyr Jóhannsson út- skrifaðist sem húsasmíðameistari fyrir tæpu ári en hann gerir ekki ráð fyrir að geta starfað við iðnina eftir að ekið var á bifreið fjölskyld- unnar þar sem Jóhann var á ferð á Suðurlandsveginum ásamt ófrískri eiginkonunni og 18 mánaða dóttur þeirra. Mæðgurnar, Hrönn Veronika Runólfsdóttir og Veronika Jó- hannsdóttir, sluppu ótrúlega vel úr slysinu og Hrönn fæddi heilbrigðan soninn Grétar Jóhann Jóhannsson 7. október, en slysið hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna. Hjónin segja að slysið hefði ekki orðið á tvöföld- um Suðurlandsveginum og leggja áherslu á að tvöfalda verði alla vegi út frá höfuðborgarsvæðinu. „Tvö- faldur vegur er eina leiðin til að koma í veg fyrir svona slys.“ | 6 Sjá fram á breytt líf í kjöl- far alvarlegs slyss í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Eina leiðin „Tvöfaldur vegur er eina leiðin til að koma í veg fyrir svona slys,“ segja þau Jóhann og Hrönn. Hjónin segja að tvöfalda verði Suðurlandsveg Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRN Íraks ætlar að senda fulltrúa til grannríkjanna og fá þau til að taka þátt í ráðstefnu um of- beldið í landinu og finna ráð til að stöðva það, að sögn Nouri al-Mal- ikis forsætisráðherra í gær. Virðist hann hafa horfið frá andstöðu sinni við að önnur ríki hafi afskipti af vandanum en tekur þó fram að ráð- stefnan verði að vera haldin í Írak. „Þegar búið er að hreinsa póli- tíska andrúmsloftið munum við kalla saman svæðisbundna ráð- stefnu og þangað munu ríki sem vilja stuðla að stöðugleika og ör- yggi í Írak senda fulltrúa,“ sagði Maliki. Væntanlegur varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, Robert Gates, sagði í þingyfirheyrslum að Bandaríkin væru ekki að vinna Íraksstríðið en heldur ekki að tapa því „eins og sakir standa“ og stað- an væri ekki viðunandi. Hann sagði að hernaðarárás á Íran vegna kjarnorkudeilnanna kæmi aðeins til greina sem örþrifaráð. Þing- nefndin samþykkti í gær einum rómi tilnefningu Gates. Óháð nefnd um Íraksmálin mun afhenda George W. Bush forseta tillögur sínar í dag. Maliki vill ráðstefnu með grannríkjum Gates segir Bandaríkin ekki vera að vinna stríðið Í HNOTSKURN »Robert Gates sagði aðkoma myndi í ljós á allra næstu árum hvort ástandið í Írak myndi lagast hægt og bít- andi. Veruleg hætta væri á að í staðinn yrði stórstyrjöld á öllu svæðinu. GERT er ráð fyrir rúmlega 13,7 milljarða króna rekstrarafgangi á A-hluta starfsemi Reykjavíkurborgar á næsta ári sam- anborið við rúmlega eins milljarðs króna halla á þessu ári. Þetta kemur fram í frum- varpi til fjárhagsáætlunar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kynnti á blaðamannafundi í gær. Hann sagði áætl- unina endurspegla nýjar áherslur í rekstri borgarinnar og boðaði markvissari og ábyrgari rekstur. | 14 Rekstrarafgangur verði á næsta ári ♦♦♦ Brussel. AFP. | Framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins (ESB) hvatti í gær til þess að aðildarríkin drægju mjög úr veiðum á þorski og ansjósu í Atl- antshafi og í Norðursjónum á næsta ári til að vernda fiskstofn- ana. Vill framkvæmdastjórnin að þorskveiðarnar verði minnkaðar um 25%. „Við erum fullviss um að við verðum að grípa til harkalegra ráðstafana vegna þorsksins og byggjum þá skoðun á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Möltubúinn Joe Borg, yfirmaður sjávarútvegsmála í stjórninni. Þorskveiði minnki Joe Borg SÖNGFUGLAR sem búa í borg þurfa að syngja af mun meiri krafti og í hærri tóntegund en ætt- ingjarnir í sveitinni þegar þeir reyna að laða að sér maka, segir í Aftenposten. Ástæðan er hávaðameng- unin í borgunum. Hol- lenskir vísindamenn hafa komist að þess- ari niðurstöðu eftir miklar rannsóknir. Segja þeir borgarfuglana gefast upp á að nota lægstu tónana sem drukkni í mesta hávaðanum sem sé umferðarniður. Umferðarniður heftir ástarlífið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.