Morgunblaðið - 06.12.2006, Side 8

Morgunblaðið - 06.12.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðjón sagði mér að það væri alveg kraftaverki líkast hvað svona smá múslubiti gæti haft mikil áhrif á bragðlauka kjósenda. VEÐUR Í líflegum umræðum á Alþingi ígær vakti Guðjón Ólafur Jóns- son, þingmaður Framsóknar, máls á ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, flutti á flokksstjórnarfundi flokksins í Keflavík:     Það sem eink-um hefur vakið athygli er sú afdráttarlausa niðurstaða hv. þingmanns að kjósendur treysti ekki þingmönn- um Samfylking- arinnar fyrir stjórn landsins. Þetta eru í sjálfu sér engin ný tíðindi fyrir okkur sem stöndum utan Samfylkingarinnar en það er ánægjulegt að fá þetta staðfest með svo afgerandi hætti af hálfu formanns Samfylking- arinnar … Það er napur norð- anvindur sem leikur um þingflokk Samfylkingarinnar og það eru kaldar kveðjur sem formaður flokksins færir þingmönnum sem sumir hverjir hafa setið hér árum og áratugum saman.“     Ingibjörg Sólrún þakkaði GuðjóniÓlafi fyrir að vekja athygli á „merkri“ ræðu sinni og einnig fyrir að „taka upp þykkjuna fyrir þing- menn Samfylkingarinnar og vilja slá skjaldborg um þá í þingsal“. Hún beindi spjótum sínum að Fram- sókn og sagði „sjálfumgleði og and- varaleysi ekki farsælt veganesti þegar flokkar eru komnir við pilsn- ermörk í fylgi og þurfa að sækja inn á markaðinn“. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sjálfstæð- ismenn í áratugi hafa mátt „una við einvalda formenn sem ekki nota ræður á fundum til að aga sitt lið heldur gera það með öðrum hætti“ og skilja ekki „hvernig við förum að því að styrkja okkur í Samfylking- unni, nefnilega með sjálfsgagnrýni og einlægum skömmum og svívirð- ingum sem við hreinsum okkur með og stígum fram eins og goðin eftir ragnarök að lokum. Svona gera al- mennilegir flokkar“.     Vituð ér enn, eða hvað? STAKSTEINAR Guðjón Ólafur Jónsson Ragnarök Samfylkingar? SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -' -' -. -( -/ -0 12 1. 0 13 ''    4 5 6! 6! ) % 6! 6! 6! 6! 6! 6!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   -7 . 3 ( -- -' -' -/ -8 . - 6!    4 *% 9  6! )*6!    6!   *% 9  6! :  6! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 1- ' 7 - - 18 - 1-7 8 ( -- 5 6! 6! 6! ; 5 6! 5 6! 6! 6! )*6! 6!    4 9! : ;                !       " "#!  $ %  $#        "&!   "' ("   )        ' "       #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   <=    =  -         !!   *       ;  7 /  /   > * 9/1-7<9  ?       % 1  6!   4  1 %  9           ;  %   <  76   >(1-0<  !  ; 9 )*6!  :    1     7 8     9     %   @; *6  *A    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" 787 '87 88/ 798 79' 79' .// (83 -7/( 87' -0-. -/'0 -3'3 -7'/ -2'7 '--/ '0/0 -.-3 -7/2 --03 --'' -70. -/0( -/72 -8/- -/77'''0 890 '98 -90 '90 79/ 79' 797 790 09( -92 -9- -9( 79'                SIGRÍÐUR Björk Guðjónsdóttir mun sem kunnugt er taka við einu æðsta embætti innan íslensku lög- reglunnar um næstu áramót með ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipa hana í nýtt embætti aðstoð- arríkislögreglustjóra. Hún er skip- uð til fimm ára en hefur starfað inn- an lögreglunnar frá árinu 2002, í starfi sínu sem sýslumaður á Ísa- firði. Sigríður Björk segist í samtali við Morgunblaðið hafa mikla trú á þeirri nýskipan lögreglumála sem boðuð hefur verið af dóms- málaráðherra. „Nú standa fyrir dyr- um breytingar hjá lögreglunni á landsvísu þar sem markmiðin felast í aukinni sýnilegri löggæslu og skilvirkari rannsóknum hjá lögreglu,“ segir hún. „Einnig eru mörg spennandi verkefni framundan hjá embætti ríkislögreglustjóra, meðal annars stofnun greiningardeildar embætt- isins. Ég hef unnið að stofnun hennar hér innan embættisins að und- anförnu og það verður því afar áhugavert að fylgja deildinni eftir og sjá hana verða að veruleika.“ Sigríður Björk segir að áhugi sinn fyrir lögreglumálum hafi kviknað á vissan hátt þegar hún var skipuð skattstjóri Vestfjarðaumdæmis fyr- ir áratug, þá 27 ára gömul. „Það má segja að starfsemi lögreglu sé á sinn hátt svipuð starfsemi skattyfirvalda með því að á vettvangi beggja þess- ara stofnana er lögð áhersla á að lögum og reglum sé fylgt um leið og innt er af hendi þjónusta í þágu sam- félagsins í heild.“ „Spennandi verk- efni framundan“ Stjórnendur Verðandi aðstoðarríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, ásamt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. STEFÁN Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkurborgar, segir að meirihluti borgarstjórnar geti ekki rökstutt 8,8% hækkun gjalda á frístunda- heimilum sem eigi að taka gildi í byrjun næsta árs. Stefán Jóhann segir að ekki sé hægt að réttlæta þessa hækkun út frá verðlagsbreytingum sem orðið hafa í landinu. Hann segist hafa beðið um skýr- ingar á þessum hækkunum á fundi ráðsins en þær hafi ekki fengist og fjármálastjóri borgarinnar hafi ekki heldur getað svarað því með fullnægjandi hætti. Ákvörðun sem rýrir kjör fjölskyldna í borginni „Þetta virðist því vera ákvörðun út í loftið, ákvörðun sem rýrir kjör þeirra fjölskyldna sem þurfa á þessari þjónustu að halda,“ segir Stefán Jóhann. Hann bendir einnig á það að í allt haust hafi hundruð barna ekki fengið pláss á frístundaheimilum borgarinnar. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess að fulltrúar sjálf- stæðismanna í borgarstjórn hafi fyrir einu ári nánast farið hamför- um yfir stöðunni sem þá var í bið- listamálum og gefið í skyn að lítið mál væri að eyða þeim biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan á þessu hausti sýnir ann- að. Hækkunin órökstudd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.