Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI HÁSKÓLI Íslands (HÍ) og Kenn- araháskóli Íslands (KHÍ) verða formlega sameinaðir hinn 1. júlí árið 2008 samkvæmt frumvarpi sem menntamálaráðherra, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hefur lagt fram á Al- þingi. Í fyrstu grein frumvarpsins segir að háskólarnir skuli sameinast undir einu nafni: Háskóli Íslands. Embætti rektors KHÍ leggst niður við sameiningu skólanna. Í annarri grein frumvarpsins segir að nemendur, sem við gildistöku lag- anna eru í námi við KHÍ, eigi rétt á að ljúka því námi við sameinaðan há- skóla, Háskóla Íslands. Þá segir í þriðju grein að sameinaður háskóli, Háskóli Íslands, taki við eignum og skuldbindingum KHÍ, við gildistöku laganna. Jafnframt segir í greininni að störf starfsmanna KHÍ muni flytjast yfir til hins sameinaða skóla, við gildistöku laganna. Í athugasemdum frumvarpsins segir að samstarf eða sameining KHÍ og HÍ hafi verið til skoðunar á undanförnum árum. „Á árinu 2002 unnu skólarnir sameiginlega athug- un á nánara samstarfi eða samein- ingu sem síðan var lögð til grundvall- ar í starfi nefndar sem mennta- málaráðherra skipaði í upphafi árs 2006 til að skoða fýsileika samein- ingar skólanna,“ segir í athugasemd- unum. Þar segir ennfremur að nefndin hafi skilað svokallaðri skila- grein í apríl 2006. Í henni segir að markmiðið með sameiningu KHÍ og HÍ sé m.a. að stuðla að eflingu háskólamenntunar á Íslandi. Háskólastofnanirnar verði með sameiningu sterkari heild sem byggi á sérstöðu og sérhæfingu þeirra beggja. Þá segir m.a. í skila- greininni að sameining skólanna skapi tækifæri sem mikilvægt sé að nýta. „Sameining háskólanna getur haft í för með sér aukna fræðilega breidd sem gefur færi á fleiri nám- skeiðum. Sameinaður háskóli verður þannig betur í stakk búinn til að auka fjölbreytni kennaramenntunar og ýmissa annarra tengdra greina.“ Morgunblaðið/Kristinn Kátir þingmenn Þótt þingmenn takist á í umræðum á þingi eru þeir kátir vinir þess á milli. HÍ og KHÍ verði sam- einaðir 1. júlí 2008 Í HNOTSKURN » Menntamálaráðherra,Þorgerður K. Gunnars- dóttir, hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp um samein- ingu HÍ og KHÍ. » Í frumvarpinu er gert ráðfyrir því að skólarnir verði formlega sameinaðir 1. júlí 2008. Á sama tíma falla úr gildi lög um KHÍ. » Við gildistöku lagannaverður embætti rektors KHÍ lagt niður. FJÖRUGAR umræður urðu um flokksstjórnarræðu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Ýmsar yfirlýsingar voru látnar falla með tilheyrandi frammíköllum og hlátrasköllum. Stjórnarliðar sögðu m.a. að ræða Ingibjargar Sólrúnar hefði falið í sér kaldar kveðjur formannsins til þing- manna sinna, en samfylkingarmenn frábáðu sér slíka umhyggju stjórnar- liða. Samfylkingarmenn sögðu m.a. að framsóknarmenn ættu að líta sér nær og Ingibjörg Sólrún sagði að fylgi Framsóknarflokksins væri kom- ið við pilsnersmörk. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformað- ur Framsóknar, sagði hins vegar að farga hefði þurft fuglunum í húsdýra- garðinum, sennilega vegna þess að í garðinum hefði fundist samfylkingar- gen. Guðjón Ó. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, hóf umræðuna. Hann gerði ræðu Ingibjargar Sólrún- ar á flokksstjórnarfundi um helgina að umtalsefni, en þar sagði hún m.a. að kjósendur þyrðu ekki að treysta þingflokknum. Guðjón þakkaði Ingi- björgu Sólrúnu fyrir þessa afdráttar- lausu yfirlýsingu en sagði um leið að formaðurinn hefði með orðunum nið- urlægt þingmenn sína. Ingibjörg Sólrún svaraði því m.a. til að þingmaðurinn væri að koma upp í örvæntingarfullri tilraun sinni til að kasta rýrð á Samfylkinguna. „Hann veit auðvitað að þingflokkur Samfylk- ingarinnar er öflugur þingflokkur, til alls líklegur á næstu mánuðum.“ Hún bætti því við að Framsóknarflokkur- inn ætti í vök að verjast; hann væri að tapa miðjunni í íslenskum stjórnmál- um, því þangað sækti Samfylkingin. Sjálfumgleði og andvaraleysi væri ekki farsælt veganesti þegar flokkar væru komnir við pilsnersmörk í fylgi. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, tók næst til máls og kvaðst vilja ræða allt annað; þ.e. eiga orða- stað við landbúnaðarráðherra vegna förgunar 56 fugla í Húsdýragarðinum nýverið. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist hins vegar vilja ræða förgun annarra fugla í þjóðfélaginu, nefnilega þeirra sem sætu í þingflokki Samfylkingarinnar. Formaður Samfylkingarinnar hefði með flokksstjórnarræðu sinni slegið heilan þingflokk af. Kvaðst hann hafa miklar áhyggjur af stöðu Samfylking- arinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, talaði á svipuðum nótum. Ýktar yfirlýsingar Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu, kvaðst frábiðja sér slíka um- hyggju „þessara góðu karla í Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki“, sagði hún. Þeir hefðu ekkert fram að færa annað en sjálfumgleði sína og andvaraleysi. Mörður Árnason, Sam- fylkingu, þakkaði samúðarkveðjur stjórnarliða en sagði að yfirlýsingar um meinta förgun þingflokks Sam- fylkingarinnar væru ýktar. Þá kvaðst Jóhann Ársælsson, flokksbróðir hans, halda að þeir sem væru í flokkum sem hefðu 8% fylgi skv. skoðanakönnun- um ættu ekki að tala um að aðrir væru rúnir trausti. Guðni Ágústsson þakkaði Ingi- björgu Sólrúnu fyrir þá miklu hrein- skilni að átta sig á því að þjóðin treysti ekki Samfylkingunni. „Þetta var auð- vitað eitthvað sem við vissum. Þetta er samsafn fólks undir regnhlíf kommanna, kratanna, Kvennalist- ans [...]“ sagði Guðni, sem gat ekki klárað setninguna fyrir frammíköll- um. Síðar sagði hann: „Svo sný ég mér að hinum fuglunum sem voru í sjálfu sér miklu dýrmætari í Reykja- vík, í húsdýragarðinum. Þeir áttu að fá að lifa en þeir urðu að deyja bless- aðir vegna þess að það fannst í garð- inum veira: H5N2 og H529.“ Þá var kallað úr þingsalnum: „Framsóknar- veira.“ Guðni svaraði að bragði: „Sennilega samfylkingargen.“ Um pilsners- mörk og sam- fylkingargen Eftir Örnu Schram arna@mbl.is JAKOB Falur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja, undrast þá tölu sem heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, nefndi í umræðum á Alþingi í fyrradag, um kostnað við markaðssetningu lyfja. Ráðherra sagði að talið væri að lyfjafyrirtæki notuðu u.þ.b. 400 milljónir á ári til að markaðssetja lyf hér á landi. Jakob Falur kveðst kalla eftir því hvaðan ráðherra hafi þessa upphæð. „Ég get ekki með neinu móti áttað mig á því hvernig þessi tala er fundin út,“ segir hann. „Það er staðreynd að af hálfu ráðuneyt- isins hefur ekki verið haft samband við neitt af þeim fyrirtækjum sem starfa á þessum markaði hér á landi. Það hefur heldur ekki verið haft samband við samtök framleið- enda frumlyfja. Enda kemur þessi tala ekki heim og saman við þann raunveruleika sem við búum við í dag.“ Jakob Falur segir aukinheldur að hann átti sig ekki á því hvað ráð- herra eigi við með orðinu „mark- aðssetningu“. Hann segir að kostn- aður lyfjafyrirtækja við að halda lyfi á markaði, þ.e. þannig að það uppfylli öll leyfi, sé rúmlega ein milljón á ári. Um það bil 3.300 vörunúmer séu á lyfjaskránni, sem þýði að kostnaður við að halda þeim lyfjum á markaði, sé samtals vel á fjórða milljarð króna á ári. „Í þessu samhengi er sú tala sem ráð- herra nefndi glórulaus.“ Hann seg- ir ennfremur að sé talan sem ráð- herra nefndi sett í samhengi við heildarveltu fyrirtækjanna á mark- aði, komi í ljós að hún sé um það bil 4% af heildarveltunni. „Ef við göngum út frá því að ráðherrann hafi rétt fyrir sér hlýtur maður að spyrja: er 4% mikill kostnaður? Hvað ætli bankarnir verji miklu í markaðssetningu [miðað við heild- arveltuna] nú eða Ríkisútvarpið eða fjölmiðlarnir?“ Jakob Falur segir ennfremur, vegna ummæla ráðherrans um tengsl lækna og lyfjafyrirtækja, að mikilvægt sé að fyrirtækin geti kynnt læknum nýjustu lyfin. Það sé í raun mikilvægur hluti af endur- og símenntun lækna. „Vinnuveit- endur lækna standa sig ekki í því að leggja þeim lið í slíkri endur- og símenntun en lyfjafyrirtækin hafa þar komið sterklega til aðstoðar.“ Undrast tölu heil- brigðisráðherra Segir mikilvægt að fyrirtækin geti kynnt læknum nýjustu lyfin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.