Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/G. Rúnar Þemakeppni Við verðlaunaafhendingu eru, frá vinstri, Halldór Már Sæ- mundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs EJS, sigurvegarinn Árni Torfason og Jón Agnar Ólason á markaðsdeild Morgunblaðsins. NÝVERIÐ efndi mbl.is til hönnunarsamkeppni um flottasta þemað fyrir síður á bloggsvæðinu blog.is. Fjölmargar tillögur bárust, en verðlaunin fyrir besta þemað voru Dell Latitude D520-fartölva frá EJS. Sérstök dómnefnd mbl.is valdi svo besta þemað, en höfundur þess er Árni Torfason. Hans útlitsþema ásamt innsendingunum sem völdust í 2. og 3. sæti standa notendum blog.is til boða sem útlit frá og með deginum í dag. Fleiri þemu sem bárust munu svo bætast við á næstunni. Úrslit í þemakeppni blog.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR ALLAR líkur eru á því að kona verði í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingarnar í vor, að sögn formanns kjör- dæmisráðs. Ragnheiður Hergeirs- dóttir, sem vermdi sætið, hefur tilkynnt að hún muni ekki taka það, en hún verður bæjarstjóri nýs bæj- arstjórnarmeirihluta í Árborg. Prófkjör Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi fór fram 6. nóvember, en stjórn kjördæmisráðs staðfesti úrslit- in 24. nóvember. Í tveimur efstu sæt- unum eru alþingismennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvins- son, í þriðja sæti er Róbert Marshall og í fjórða sætinu var Ragnheiður Hergeirsdóttir. Guðrún Erlingsdóttir er í fimmta sæti listans. Hún lenti í sjötta sæti í prófkjörinu, á eftir Jóni Gunnarssyni alþingismanni, „en vegna reglna um kynjakvóta datt hann út og Guðrún kom inn“, segir Kristinn. Hann segir tvennt hægt að gera í þeirri stöðu sem upp sé komin. „Ann- ars vegar er hægt að leita út fyrir rað- ir þeirra sem voru í prófkjörinu og hins vegar er verið að skoða þá sem voru í prófkjörinu. Þá er spurningin sú hvort einhver af þeim sem lentu aftar myndi færast upp og þá hver. Svo er þetta líka spurning um hvort Guðrún Erlingsdóttir færist upp í fjórða sætið eða hvort þangað komi einhver önnur,“ segir Kristinn. Hlutfall kynjanna sem jafnast Hann segir samþykktir flokksins í raun ekki gera ráð fyrir þeirri stöðu sem komin sé upp eftir að Ragnheið- ur hætti við að taka fjórða sætið á list- anum. Uppstillingarnefnd muni vinna að því næstu daga að ákveða hver taki sætið en nefndin hafi í störfum sínum reynt að hafa hlut kvenna og karla sem jafnastan. Í lögum Samfylking- arinnar sé kveðið á um að hlutfall kvenna á framboðslistum eigi að vera að minnsta kosti 40%. Kristinn segir að á sunnudag fari fram kjördæmisfundur í Reykja- nesbæ. „Þar stefnum við að því að leggja fram framboðslista fyrir kjör- dæmisþingið sem tekur síðan endan- lega afstöðu til listans.“ Líkur á að kona verði í 4. sætinu FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi var ákveðinn á fundi í Valhöll sl. laug- ardag. Listinn verður lagður fyrir miðstjórn flokksins en staðfestingu miðstjórnar þarf á framboðslista, svo að hann verði borinn fram í nafni flokksins. Listinn er sem hér segir: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 41 árs, menntamálaráðherra, Hafnarfirði. 2. Bjarni Benediktsson, 36 ára, al- þingismaður, Garðabæ. 3. Ármann Kr. Ólafsson, 40 ára, bæjarfulltrúi, Kópavogi. 4. Jón Gunnarsson, 50 ára, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, Kópavogi. 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir, 39 ára, aðstoðarmaður ráðherra, Garðabæ. 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 57 ára, bæjarstjóri, Mosfellsbæ. 7. Rósa Guðbjartsdóttir, 41 árs, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði. 8. Bryndís Haraldsdóttir, 29 ára, varaþingmaður, Mosfellsbæ. 9. Pétur Árni Jónsson, 28 ára, ráð- gjafi, Seltjarnarnesi. 10. Sigríður Rósa Magnúsdóttir, 45 ára, bæjarfulltrúi, Álftanesi. 11. Sjöfn Þórðardóttir, 34 ára, verk- efnastjóri, Seltjarnarnesi. 12. Þorsteinn Þorsteinsson, 62 ára, skólameistari, Garðabæ. 13. Örn Tryggvi Johnsen, 41 árs, vélaverkfræðingur, Hafnarfirði. 14. Guðni Stefánsson, 68 ára, stál- virkjameistari, Kópavogi. 15. Gísli Gíslason, 42 ára, lífeðlis- fræðingur, Álftanesi. 16. Stefanía Magnúsdóttir, 64 ára, varaformaður VR, Garðabæ. 17. Valgeir Guðjónsson, 54 ára, tón- listarmaður, Seltjarnarnesi. 18. Hilmar Stefánsson, 26 ára, nudd- ari, Mosfellsbæ. 19. Elín Ósk Óskarsdóttir, 45 ára, óperusöngkona, Hafnarfirði. 20. Guðrún Edda Haraldsdóttir, 29 ára, markaðsstjóri, Seltjarn- arnesi. 21. Almar Grímsson, 64 ára, bæj- arfulltrúi, Hafnarfirði. 22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, 59 ára, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Kópavogi. 23. Gunnar Ingi Birgisson, 58 ára, bæjarstjóri, Kópavogi. 24. Sigríður Anna Þórðardóttir, 60 ára, alþingismaður og fyrrver- andi umhverfisráðherra, Mos- fellsbæ. Framboðslisti í Krag- anum samþykktur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.