Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 15 ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HERSHÖFÐINGINN Voreqe Bain- imarama, eða Frank eins og hann er betur þekktur, lýsti því yfir í sjón- varpsávarpi í gær að hann hefði tekið sér forsetavald á Fídjí og að Laisenia Qarase forsætisráðherra hefði verið settur frá völdum. Bainimarama hafði um nokkurt skeið hótað að koma Qar- ase frá en þetta er fjórða valdaránið á Kyrrahafseyjunni á síðustu tveimur áratugum. Jafnframt hefur Bainimarama var- að við að hermönnum kunni að verða fjölgað á götum eyjarinnar en ástæð- ur valdaránsins voru sagðar spilling í stjórn forsætisráðherrans fyrrver- andi sem hefði staðið fyrir „þöglu valdaráni“ gegn íbúum Fídjí. Valdaránsmennirnir hafa numið nokkur ákvæði stjórnarskráarinnar úr gildi, ásamt því sem Bainimarama hefur þegar skipað lækninn Jona Baravilala Senilagakali sem bráða- birgðaforsætisráðherra, leyst upp þingið og myndað bráðabirgðastjórn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær nýjar kosningar verða haldnar. Josefa Iloilo, fyrrverandi forseti, sagðist hvorki hlynntur eða mótfall- inn valdaráni Bainimaramas. „Ég fer fram á að þið sýnið stillingu og styðjið herinn í þessu pólitíska að- lögunarferli sem mun ryðja brautina fyrir nýja Fídjí,“ sagði hershöfðing- inn á blaðamannafundi í gær. „Qarase hefur þegar staðið fyrir þöglu valdaráni með mútum, spillingu og umdeildum lögum.“ Við það tilefni bætti hann við, að valdatakan væri aðeins tímabundin og að herinn hefði ekki í hyggju að handtaka fyrrverandi ráðherra. Aðdragandinn langur Aðdragandi valdaránsins hefur verið langur, mikil spenna hefur ríkt á milli Qarase og Bainimarama, sem hefur verið afar ósáttur við hugmynd- ir þess fyrrnefnda um að veita skipu- leggjendum síðasta valdaránsins í landinu árið 2000 sakaruppgjöf. Gekk hershöfðinginn raunar svo langt, að hóta valdaráni í júlí 2005 yrðu valdaránsmennirnir náðaðir. Í lok október reyndi Qarase að koma Bainimarama frá völdum en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá hefur hershöfðinginn gert at- hugasemdir við lagasetningu þings- ins, sem nú hefur verið leyst upp, og sagt þær ganga gegn hagsmunum indverska minnihlutans, sem telur um 40% af 900.000 íbúum Fídjí. Qarase sagði í viðtali frá heimili sínu í höfuðborginni Suva, sem her- menn umkringdu, að ránið væri ólög- legt og að það myndi hafa skelfilegar efnahagsafleiðingar, en nokkrir ráð- herrar voru þar saman komnir. Hafði Qarase áður skýrt frá því, að hann byggist við því að verða fluttur á Nukulau-eyju, þar sem George Speight, sem leiddi valdaránið árið 2000, er hafður í lífstíðarfangelsi. Fordæmt af grannríkjum Stjórnvöld grannríkjanna Ástralíu og Nýja-Sjálands hafa fordæmt valdaránið og hótað refsiaðgerðum. Þannig sagði John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, það áfall fyrir lýðræðið á Fídjí en hann hafði áður tjáð Qarase að ástralski herinn yrði ekki sendur til eyjarinnar. Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, tók í sama streng og sagði rán- ið sýna fram á „ótrúlegan hroka“ af hálfu hersins. Ennfremur hafa stjórnir beggja ríkja lagt bann við heimsóknum embættismanna nýju stjórnarinnar. Her Fídjí-eyja tekur völdin Reuters Valdarán Bainimarama hershöfðingi hefur tekið sér forsetavald á Fídjí. Í HNOTSKURN »Tvö valdarán voru framiná Fídjí 1987, þriðja 2000. » Indverski minnihlutinn áættir að rekja til launa- manna sem breska heims- veldið flutti til Fídjí. »Bainimarama taldi Qaraseganga á réttindi þessa fólks með lagasetningum. »Orðrómur hefur verið umfólksflótta frá Fídjí í ástr- ölskum fjölmiðlum. Hanoi. Manila. AFP. | Að minnsta kosti 55 fórust og 26 er enn saknað eftir að fellibylurinn Durian reið yfir Víet- nam í gær, að sögn þarlendra emb- ættismanna. Miklar rigningar fylgdu Durian, sem náði allt að 120 km hraða á klukkustund og er talið að þúsundir heimila hafi eyðilagst þeg- ar hann gekk yfir landið. Hann olli einnig miklu tjóni á af- skekktri eyju á Suður-Kínahafi, þar sem á níunda hundrað bátar og skip sukku í fárviðrinu. Stjórnvöld í Víet- nam voru við öllu búin og bönnuðu fiskiskipum að leggja úr höfn. Er flutningur fólks frá hættusvæðum talinn hafi bjargað þúsundum. Mest hefur manntjónið af völdum Durians orðið á Filippseyjum, þar sem minnst 1.266 eru ýmist taldir af eða saknað eftir að hann olli gífur- legum aurflóðum í síðustu viku. Líkt og í Víetnam fylgdu honum miklar rigningar á Filippseyjum sem ollu flóðunum. Þarlend stjórnvöld áætla, að bylurinn og flóðin hafi ýmist eyði- lagt eða skemmt allt að 230.000 heimili. Tugir fórust í Víetnam Washington. AP, AFP. | Geimvís- indastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur kynnt áform um að senda geimfara til tunglsins árið 2020 með það að markmiði að reisa þar bækistöð sem á að nota þegar fram líða stundir til að senda geimför til fjarlægari hnatta. Gangi áformin eftir verður þetta í fyrsta skipti frá árinu 1972 sem geimfarar eru sendir til tunglsins. Gert er ráð fyrir því að frá árinu 2024 verði alltaf ein- hverjir geimfarar í tunglstöðinni. NASA lýsti stöðinni sem langtíma samstarfsverkefni fjórtán geim- vísindastofnana heimsins. Líklegt er að stöðin verði reist á suðurskauti tunglsins vegna þess að þar nýtur sólar lengst. Suðurskautið er því ákjósanlegt fyrir geimstöð sem knúin er með sólarorku. Undirbúa mannaða ferð til Mars Gert er ráð fyrir því að fyrstu fjögur árin dvelji geimfararnir aðeins í eina viku í senn á tungl- inu til að reisa geimstöðina. Frá árinu 2024 gerir NASA ráð fyrir því að fólk búi í tunglstöðinni í hálft ár í senn. Eitt af markmið- unum með tunglstöðinni er að undirbúa mannaða ferð þaðan til Mars. NASA sagði í fyrra að gert væri ráð fyrir því að fyrsta mannaða tunglferðin myndi kosta 104 milljarða, sem svarar 7.000 milljörðum króna. Geimvís- indastofnunin vildi ekki áætla hversu mikið það kostaði að reisa tunglstöðina. Áður en geimfarar verða send- ir til tunglsins er ráðgert að senda þangað ómönnuð geimför sem eiga að annast undirbúnings- vinnu, rannsaka lendingarstaðinn og hvaða efni á tunglinu hægt væri að nýta í stöðinni. Ætla að senda menn til tungls- ins 2020                             !        "       #    $   %&'%( )      *         )  +       "       "         .//0%!%123  ',-       - .&&   '&/       45+60!%123 !"  # !     "   $ % 0                   "    &  #%    '      7!//238460%+6!%,+42/960/85+6.32//2:4%23 +6!3+46/2/8+6.3:!%2//!% () *%      "  *     +  #          1        #   2   " $ ,-  +     *  % 1          +            $      (*./ 0-        #   /* 1 -  "#% 2 '&& 3*22,24 (5657(85$ *  ' 9     :      !" 0 ' ;0< " "  <0= > ?; (*./ 0- @ - /     -# ?!(?*  "/  / AA / B  %"  2$ % "     ) "  /A ) '         C     - 3     "      + !          4        " 2 STÖÐUG mengunarský sem skyggja á ræktarland í Suður-Asíu draga úr hrísgrjónauppskeru á Ind- landi og ógna þannig hugsanlega fæðuframboði í þessu næstfjölmenn- asta ríki heims sem telur á annan milljarð manna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn bandarískra vísinda- manna sem fundu út að skýin draga úr uppskeru með því að minnka úr- komu og sólskin, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, skýrði frá í gær. Allt frá því á níunda áratugnum hafa Indverjar glímt við minnkandi uppskeru og fundu rannsakendurnir þetta út er þeir leituðu orsakanna sem eru eru einnig raktar til aukins magns gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu. Fyrr í vikunni var skýrt frá því, að þörf væri á nýjum afbrigðum jarð- argróðurs sem gæti lagað sig að breyttu og hlýrra loftslagi. Gagn- stætt því sem áður var talið eru ský- in ekki talin veita vörn gegn lofts- lagsbreytingum með skuggavarpi sínu, betra sé að þynna skýjahuluna og draga úr mengun eigi að takast að snúa þróuninni við. Mengun dregur úr uppskeru ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.