Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU GERT er ráð fyrir því að á morg- un samþykki allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna fiskveiðiályktun sem meðal annars tekur til stjórn- unar fiskveiða á úthöfunum. Samn- ingaviðræður um ályktunina hafa staðið lengi yfir og um hana staðið nokkur styr, einkum um það hvort setja skuli alþjóðlegt bann við veiðum í botnvörpu á úthöfunum eða þeim hlutum þeirra þar sem svæðisbundnar fiskveiðistjórnun- arstofnanir eru ekki til staðar. Bandaríkin drógu sig í hlé Samkomulag um bannið náðist ekki, þrátt fyrir ákafa sókn Ástr- ala, sem voru studdir af hópi landa eins og Nýja-Sjálandi, Palá, Nor- egi, Suður-Afríku og Indlandi. Bandaríkjamenn hafa lengst af staðið gegn slíku banni en fyrir síðustu lotu viðræðnanna sneru þeir blaðinu við. Hins vegar höfðu þeir sig lítt í frammi og drógu sig að mestu í hlé. Ísland hefur verið og er í hópi þeirra ríkja sem ekki vilja slíkt bann, heldur beita öðrum leiðum til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif fiskveiða á viðkvæm vistkerfi hafsins. Í þeim hópi eru meðal annarra ríki eins og Kanada, Rússland, Kína, Japan, Suður-Kórea, Namibía og Nígería, auk Evrópusambandsins. Ljóst er því að ekki er rétt, sem haldið hef- ur verið fram, að Ísland hafi eitt, eða með stuðningi örfárra ríkja, komið í veg fyrir að botnvörpu- bann næði fram að ganga. Ekki ágreiningur um nauðsyn verndunar viðkvæmra svæða Ekki ríkir ágreiningur um nauð- syn þess að vernda viðkvæm vist- kerfi hafsins, svo sem kaldsjáv- arkóralla, neðansjávartinda og hverastrýtur, gegn skaðlegum áhrifum fiskveiða. Á hinn bóginn hefur ríki greint á um leiðir til að ná þessu markmiði, m.a. á úthöf- unum þar sem fiskveiðistjórnun er ábótavant. Krafan um alþjóðlegt bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum er runnin undan rifjum náttúru- verndarsamtaka eins og Grænfrið- unga og þjóða, sem þeim fylgja að miklu leyti, eins og Ástrala og Nýsjálendinga. Þessar þjóðir stunda reyndar umfangsmiklar veiðar í botnvörpu, bæði innan og utan eigin lögsögu. Rök þessara þjóða fyrir alþjóðlegu banni eru einkum þau að það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir hin nei- kvæðu áhrif botnvörpuveiðanna. Rök hinna þjóðanna gegn bann- inu byggjast ekki eða þá aðeins að litlu leyti á hagsmunum þeirra sjálfra vegna slíkra veiða á úthaf- inu. Íslendingar stunda til dæmis engar veiðar með botnvörpu á al- þjóðlegum hafsvæðum. Af Íslands hálfu hefur verið lögð áherzla á að halda þeirri nálgun sem samþykkt var fyrir tveimur árum og hafna hvers konar hnattrænu banni við botnvörpuveiðum á úthafinu. Íslenzk stjórnvöld hafa staðið gegn vaxandi tilhneigingu ýmissa ríkja og félagasamtaka til að koma á yfirþjóðlegri stjórnun fiskveiða í heiminum. Litið er á málið sem prinsippmál af Íslands hálfu. Vert sé að hafa í huga í þessu sambandi að ýmis félagasamtök hafa kynnt skýrar áætlanir um að ná fyrst fram banni við botnvörpuveiðum á úthafinu en í framhaldi af því í efnahagslögsögu strandríkja. Af hálfu Íslands hefur því verið lýst yfir að að svo miklu leyti sem frek- ari hnattrænna aðgerða væri talin þörf, bæri að fela viðkomandi sér- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Mat- væla- og landbúnaðarstofnuninni, FAO, það hlutverk, enda um afar tæknilegt og flókið mál að ræða. Ekki væri hægt að alhæfa um skaðsemi einstakra veiðarfæra, til dæmis botnvörpu, sem væri bæði afar mismunandi að gerð og notuð með ólíkum hætti og við ólíkar að- stæður. Stórir hlutar hafsbotnsins, einkum mjúkir sandbotnar, þörfn- uðust ekki sérstakrar verndar. Ís- land benti á að allsherjarþingið gæti m.a. beint því til FAO að semja tæknilegar leiðbeiningar- reglur um botnveiðar á úthafinu og kalla jafnframt til fundar þeirra ríkja sem stunda slíkar veiðar. Gild rök gegn alþjóðlegu banni Ljóst er að afstaða þeirra ríkja, sem eru andvígar alþjóðlegu banni Mismunandi leiðir að sama markinu Fiskveiðar Samkomulag er um nauðsyn þess að vernda viðkvæm svæði á úthöfunum eins og hverastrýtur. Ágreiningur er um leiðir til þess. Gert er ráð fyrir að allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykki á morgun fiskveiðiályktun sem tekur meðal annars til stjórnunar veiða á úthöfunum. Hjörtur Gíslason kynnti sér innihald ályktunarinnar en þar eru ákvæði til að sporna við veiðum með botn- vörpu sem kunna að skaða lífríki hafsins en alþjóðlegu banni við slíkum veiðum hafnað. Í HNOTSKURN »Ríki eins og Ísland, Kan-ada, Rússland, Kína, Jap- an, Suður-Kórea, Namibía og Nígería, auk Evrópusam- bandsins, voru andvíg al- þjóðlegu banni. »Bandaríkjamenn hafalengst af staðið gegn banni en fyrir síðustu lotu viðræðn- anna sneru þeir blaðinu við, en höfðu sig lítt í frammi og drógu sig að mestu í hlé. » Íslendingar stunda engarveiðar í botnvörpu á al- þjóðlegum svæðum, en í fyrra voru 365.000 tonn af botnlæg- um fiski og skelfiski tekin í togveiðarfæri innan lögsögu. »Kveðið er á um hertar að-gerðir til að vernda við- kvæm vistkerfi hafsins fyrir skaðlegum fiskveiðum. Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.