Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 17 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Umsóknir um jólaúthlutun eru dagana 6., 13. og 14. desember. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. í sjávarútvegi AVS AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum: í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna i sjávarútvegi. Lögð verður áhersla á verkefni sem snerta fiskeldi, líftækni, veiðar, vinnslu, búnað, gæði og markaði. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna i þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í markaðsverkefni bleikjuafurða. Veitt verður sérstakt 10 milljóna króna framlag næstu þrjú ár til markaðs- og sölustarfs í bleikju. Þessum fjármunum verður úthlutað í gegnum AVS. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007. í aflaheimildir til áframeldis á þorski. Sjávarútvegsráðherra hefur til ráðstöfunar sérstakar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Aflaheimildirnar eru ætlaðar þeim sem vilja stunda tilraunir með áframeldi á þorski Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 22. janúar 2007 merktar: „Úthlutun á þorskaflaheimildum til áframeldis.“ í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í líftækni. Áhersla er lögð á verkefni sem hafa sterka tengingu við atvinnulífið og leiða til tækni- og nýsköpunar á landsbyggðinni. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2007 sérstaklega merktar: „Líftækninet í auðlindanýtingu.“ Upplýsingar um líftækninetið veitir Jóhann Örlygsson (jorlygs@unak.is). Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu, www.avs.is, þar sem nálgast má leiðbeiningar um gerð umsókna. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Skúlagata 4, 101 Reykjavík. www.avs.is, avs@avs.is við botnvörpuveiðum, hefur orðið ofan á. Það eru mikil og gild rök fyrir því að standa gegn alþjóðlegu banni. Þau felast meðal annars í þeirri yfirlýsingu náttúruverndar- samtaka að þau stefni að því að botnvörpuveiðar verði ekki aðeins bannaðar á úthöfunum, heldur einnig innan efnahagslögsögu ríkja. Þar eigum við Íslendingar mikilla hagsmuna að gæta. Á síð- asta ári veiddum við 365.000 tonn af fiski og skeldýrum í togveið- arfæri innan lögsögu okkar. Verð- mæti þess afla nam um tveimur þriðju hlutum aflaverðmæta af botnlægum tegundum. Auðvitað er hægt að veiða hluta þessa magns í önnur veiðarfæri, en sjálfstæðar þjóðir vilja að sjálfsögðu stjórna veiðum innan eigin lögsögu eins og þær telja bezt og án afskipta ann- arra. Hertar aðgerðir í þágu verndunar Þótt fiskveiðiályktunin, sem gert er ráð fyrir að samþykkt verði á morgun, mæli ekki fyrir um botn- vörpubann er kveðið á um hertar aðgerðir til að vernda viðkvæm vistkerfi hafsins fyrir skaðlegum fiskveiðum. Er því beint til ríkja og svæðisbundinna fiskveiðistjórn- unarstofnana að grípa til sérstakra varúðarráðstafana í þessu skyni. Ísland tók virkan þátt í því að al- mennt samkomulag næðist um raunhæfar leiðir sem væru til þess fallnar að skila árangri. Samkomulagið felur í sér raun- verulegar verndunaraðgerðir þar sem öll ríki skulu innan tveggja ára setja reglur um veiðar skipa sinna á úthafinu með tilliti til verndunar viðkvæmra vistkerfa hafsins, einhliða eða á vettvangi svæðisbundins samstarfs. Skulu ríki vernda sérstaklega þau við- kvæmu hafsvæði sem þegar eru þekkt og stöðva jafnframt veiðar án tafar þar sem slík svæði upp- götvast. Að því er varðar svæði þar sem engin svæðisbundin fisk- veiðistjórnunarstofnun er til stað- ar skulu ríki annaðhvort setja slík- ar verndunarreglur eða leggja algert bann við botnvörpuveiðum skipa sinna. Samkomulagið nú hef- ur það í för með sér að viðkvæm- um hafsvæðum á úthafinu verður fyrst og fremst ógnað af veiðum skipa óábyrgra ríkja sem kjósa að framkvæma ekki þær ráðstafanir sem allsherjarþing SÞ leggur til. Hættuleg fordæmisáhrif Hið sama hefði átt við þótt al- tækt alþjóðlegt bann hefði verið samþykkt, enda ekki við því að bú- ast að viðkomandi ríki myndu frekar framfylgja því. Frá vernd- unarsjónarmiði er því varla raun- verulegur munur á þessum tveim- ur leiðum, en altækt bann hefði hins vegar haft veruleg neikvæð áhrif á löglegar og ábyrgar veiðar ríkja sem stjórna veiðum skipa sinna með virkum hætti, auk þeirra hættulegu fordæmisáhrifa sem nefnd voru að framan. Deilan snýst í raun ekki um að vera með eða á móti veiðum í botn- vörpu, heldur um leiðir til að ná settu sameiginlegu marki til að koma í veg fyrir að þær skaði við- kvæm vistkerfi úthafanna. hjgi@mbl.is „NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands telja afar brýnt að Ísland skýri málstað sinn sérstaklega þeg- ar málið verður afgreitt formlega af allsherjarþinginu þann 7. des- ember. Að fram komi með skýrum hætti hvernig íslensk stjórnvöld vilja vernda líffræðilegan fjöl- breytileika hafsbotnsins þar sem stjórnlausar botnvörpuveiðar valda ómældum skaða.“ Þetta kemur meðal annars fram í bréfi, sem Árni Finnsson, formað- ur Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, hefur sent umhverfis- ráðherra, Jónínu Bjartmarz, vegna andstöðu Íslands við alþjóðlegu banni við botnvörpuveiðum á út- höfunum. „Nýverið mistókst 61. allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í New York að binda endi á stjórnlausar botnvörpuveiðar á úthöfunum. Af- leiðing aðgerðaleysis alþjóða- samfélagsins verður sú að stjórn- laus rányrkja bontvörpuskipa mun halda áfram og – líkt og fram hef- ur komið í fjölmiðlum víða um heim – átti Ísland stóran þátt í að koma í veg fyrir að samkomulag næðist um ábyrgar aðgerðir,“ seg- ir Árni í bréfinu. „Umhverfisráðherra benti ný- verið á að hvalveiðar gætu haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands og gert starf Íslands að umhverf- ismálum á alþjóðavettvangi erf- iðara en ella. Hætt er við að af- staða Íslands, í umræðu um tímabundna stöðvun botnvörpu- veiða á úthafinu þar sem engir svæðisbundnir fiskveiðisamningar eru fyrir hendi, muni valda enn meiri skaða fyrir ímynd landsins sem ábyrg fiskveiðiþjóð og leiða til einangrunar í alþjóðasamfélag- inu,“ segir meðal annars í bréfi Árna. Ísland skýri málstað sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.