Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,9% og var 6327 stig við lokun markaða. Gengi bréfa 365 hækkaði um 6,06%, bréf FL Group um 1,7% og bréf Bakkavar- ar um 1,3%. Bréf Össurar lækkuðu um 0,44% og bréf Flögu um 0,4%. Krónan veiktist um 0,2% í við- skiptum í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá Glitni. Gengi dollarans er 68,13 krónur, pundsins 134,33 og evrunnar 90,70. Úrvalsvísitala hækkar ● DÖNSK birtingarhús mæla ekki lengur með því við auglýsendur að þeir auglýsi í fríblöðunum þremur, sem borin eru í hús í Danmörku, að sögn viðskiptavefjar Berlingske Tid- ende. Segir blaðið ástæðuna þá að hvorki lestrartölur né dreifing hafi verið í samræmi við loforð útgefanda fríblaðanna. Stór hluti upplagsins sé skilinn eftir úti á götum eða á um- ferðarmiðstöðvum og því séu blöðin orðin eins og önnur götufríblöð. Mæla ekki lengur með fríblöðum í Danmörku ERLENDIR fagfjárfestar eiga nú um 4,7% hlut í Icelandair Group Holding hf. en erlendir aðilar keyptu um 43% af þeim hlutum sem upp- haflega voru í boði til fagfjárfesta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk á mánudag. Meðal þessara erlendu aðila eru stórir breskir bankar og stórir sænskir lífeyrissjóðir, sam- kvæmt upplýsingum frá Glitni. Í boði voru 185 milljónir hluta á 27 krónur á hlut, alls 18,5% af hlutafé félagsins og var verðmætið tæpir 5 milljarðar. Alls óskuðu fjárfestar eft- ir að kaupa 380 milljónir hluta og var umframeftirspurn því 105%. Allt hlutafé selt Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, talsmanns Icelandair, eru þeir er- lendu fagfjárfestar, sem keyptu í út- boðinu, 15–20 talsins, aðallega á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Um er að ræða lífeyrissjóði, banka, eign- astýringarsjóði og tryggingafélög. Guðjón sagði að þetta væri senni- lega í fyrsta skipti sem erlendir að- ilar tækju með þessum hætti þátt í hlutafjárútboði í aðdraganda skrán- ingar í Kauphöll Íslands og forsvars- menn Icelandair væru mjög ánægðir með þessar viðtökur og það traust sem þær sýndu á íslenskum flug- rekstri. Samkvæmt upplýsingum frá Fram kemur í tilkynningu Iceland- air til Kauphallar Íslands að í að- draganda útboðsins voru seldir 180 milljónir hluta, eða 18% í félaginu. Áður höfðu fjórir hópar fjárfesta keypt um 63,5% í félaginu. Að loknu útboðinu nú, þar sem 18,5% hlutafjár voru seld, er því 100% hlutafjár Ice- landair Group Holding seld og hlut- hafar í félaginu alls um 1.300 talsins. „Ég er fullur tilhlökkunar að tak- ast á við að efla fyrirtækið og styrkja með nýjum eigendum, ekki síst vegna þess að meðal nýju eig- endanna eru fjölmargir samstarfs- menn sem keyptu hlutabréf í fyrir- tækinu,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Jón Karl Ólafsson Stórir breskir bankar hluthafar í Icelandair GRÍÐARLEGA hraður vöxtur kín- verska hagkerfisins gefur íslenska bankanum Glitni, sem nú hefur opn- að skrifstofu í Sjanghæ, fyrstur ís- lenskra banka, fjölmörg tækifæri til vaxtar í Asíu. Glitnir, sem horfir nú fyrst og fremst á fjármálaþjónustu við verkefni í sjávarútvegi, jarð- varmanýtingu og í skipaiðnaði á al- þjóðamarkaði, lítur því svo á að með því að hasla sér völl í Kína, og vera í návígi við m.a. íslenska og norska viðskiptavini sína sem þar eru með starfsemi, hafi verið rétt og tíma- bært skref í útrás bankans. „Hér í Kína sjáum við mikil tæki- færi til vaxtar í þessum verkefnum,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, í samtali við Morgunblaðið á nýju skrifstofunni í Sjanghæ sem er vel staðsett í fjármálahverfi borgar- innar, í skýjakjúfi sem telur fleiri tugi hæða. Stjórnun skrifstofunnar verður í höndum Jiang Zhu. „Okkar viðskiptamódel byggir á því að skilja og hafa þekkingu á við- komandi atvinnugrein og geta fylgt okkar viðskiptavinum eftir í ákvörð- unartöku þar sem samskiptaboðleið- ir eru stuttar og málin ganga hratt fyrir sig,“ segir Bjarni um ástæður útrásar bankans til Kína. „Til að geta nýtt þessar aðferðir okkar til fulls þurfum við að vera á staðnum.“ Jarðvarminn nýttur Síðasta sunnudag var formlega tekin í notkun hitaveita í kínversku borginni Xian Yang sem Glitnir fjár- magnar en hitaveitan er samstarfs- verkefni kínverskra og íslenskra orkufyrirtækja. Bjarni segir að í jarðvarmanýt- ingu sjá Glitnir mjög mikil vaxtar- tækifæri á næstunni, sérstaklega til húshitunar. „Við teljum að á næstu áratugum muni Kínverjar hverfa frá kolanýtingu sem meginorkugjafa til húshitunar að verulegu marki og nýting jarðvarmans er mjög öflugur orkugjafi til að koma í staðinn. Hér er geysileg mengun og það blasir við að þegar hægt er að skipta slíkum orkugjafa út hjá sveitarfélögum þá velja þau það. Okkar ögrun verður að finna réttu samstarfsaðilana heima á Íslandi og hér í Kína til þess að ýta þessum verkefnum úr vör.“ Ekkert er enn í hendi varðandi fleiri verkefni í jarðvarmanýtingu, en Bjarni og Magnús Bjarnason, hjá fjárfestinga- og alþjóðasviði Glitnis, segjast binda vonir við að þegar kín- versk stjórnvöld sjái árangurinn í Xian Yang, þar sem hitaveitan mun innan fárra ára verða sú stærsta í heimi, muni fleiri verkefni fylgja í kjölfarið. Þá eru tækifærin í sjávar- útvegi ekki minni. Kínverjar neyta fisks allra þjóða mest. Þar er öflugt og vaxandi fiskeldi sem og fram- leiðsla á sjávarafurðum. Glitnir með forskot Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra var viðstödd opnun skrif- stofu Glitnis. Hún segir útrás ís- lenskra banka einstaka og eftir henni sé tekið víða. „Það er mál manna að hér í Kína verði mikil framþróun og mikil uppbygging á næstu árum. Þetta þýðir gríðarleg tækifæri. Með því að vera snemma í þessu ferli eins og Glitnir er, er bankinn að skapa sér ákveðið for- skot,“ segir hún. Í nálægð við hrað- vaxandi hagkerfi Glitnir fyrstur íslenskra banka til að opna skrifstofu í Kína Ljósadýrð Sérstakur bátur sigldi um fljótið í Sjanghæ með stóru ljósa- skilti, í tilefni opnunar skrifstofu Glitnis í fjármálahverfi borgarinnar. Í HNOTSKURN »Mikill vöxtur er í Kína ogt.d. talið að neysla sjávar- afurða eigi eftir að aukast um 40% til ársins 2020. »Nálægð við íslenska ognorska viðskiptavini bank- ans er m.a. ástæða þess að Glitnir opnar skrifstofu í Kína. »Bankinn hyggst aðstoðakínverska viðskiptavini við að komast á markaði á Norð- urlöndum og víðar í Evrópu. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur í Sjanghæ sunna@mbl.is KÍNA er áttunda landið í þriðju heimsálfunni þar sem Glitnir hefur drepið niður fæti með opnun skrif- stofu. Skrifstofan í Sjanghæ telur nú fjóra starfsmenn. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir erfitt að átta sig á því núna með hvaða hraða hún muni þróast í nánustu framtíð. „Við erum bjartsýn en með báða fætur á jörðinni. Það eru mörg tækifæri hérna og ef við lendum í samstarfi við rétta aðila með réttu verkefnin þá er hægt að vaxa hér mjög hratt. Þetta getur orðið mjög mikilvægur þáttur fyrir okkur og undið upp á sig en þetta getur líka tekið langan tíma. Það er langtíma verkefni að koma sér hér fyrir en ég hef séð það hér í Kína að yfirleitt verða breytingarnar hraðari en haldið er í fyrstu,“ segir hann. Áfram á sömu braut Spurður um hvað taki næst við hjá Glitni eftir opnun skrifstofu í Kína segir Bjarni: „Okkar markmið hefur verið að styrkja okkar stöðu á Norðurlönd- unum og í Bretlandi. Síðan að geta þjónustað þessar greinar sem við höfum alþjóðlegan áhuga á. Fyrir okkur var opnun bæði í Norður- Ameríku og Asíu mjög mikilvæg og það höfum við nú gert á þessu ári. Markmiðið verður að halda áfram á þessari sömu braut. Það er engin ein ný staðsetning annarri fremur sem við þurfum á að halda. Við þurfum að styrkja okkur frekar í Norður-Ameríku og á Norðurlönd- unum og á það munum við leggja áherslu á næsta ári. Stefnan er skýr, hún hefur verið að skila verð- mætaaukningu ár frá ári og við telj- um að haldi áfram sem horfir náum við fram þeim vexti og arðsemi sem við þörfnumst,“ segir Bjarni Ár- mannsson. Áttunda landið – þriðja heims- álfan hjá Glitni Kína Bjarni Ármannsson með kynningu í Sjanghæ í gær. $;<    $;<# 1#=9        '( )*# +&, '( )' * '( )* - &  -. )&" +&, '( /""#0 +&, '( 1 +&, '( + %" '( '( 2",'3 4  5,6 %" '( 1 %" 4  '( 7  '( 7&* & '( 89/: '(%( '( ; '(     2< '(  +&, '( =*  * +&, '( >?  '( @7A )/ B ! '( B!:0: '( C0: '(   !  "# 8'3 8:  #'( $%&' !   / +  '( ,: ' ( !                                                                       9 #:",  B%&: $ &"  5, 8 ( (  (( (( ((  ( ( ( ( ( (  ((  (( ( (  (( ( ( ( ( ( ( ( (  ( ( (( 9 9 9 (( 9 9 9 ( (                   9  9                          9       C:", $ "D )B ( E ) 0  #:",      9 9 9 9 9 9  8$: #:"(# : > F 8G-       H H B82 I)A        H H J)J  @7A 8&""(        H H @7A 50' >""      H H =J2A I&K L&        H H

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.