Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 19

Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 19 MENNING + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða VISA Lán er hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur samið um útgáfu á nýútkominni glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Sér grefur gröf, í Svíþjóð, Nor- egi, Tékklandi og Slóvakíu. Áð- ur hefur verið gengið frá samn- ingum um útgáfu í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Þýskalandi, Ítal- íu, Spáni, Dan- mörku, Grikk- landi og Póllandi. Alls hefur þá verið samið um út- gáfu á bókinni á 25 tungumálum. Öll forlögin sem hafa tryggt sér útgáfuréttinn á nýrri bók Yrsu festu einnig kaup á Þriðja tákninu eftir hana. Áður hefur verið greint frá því að þýskt framleiðslufyr- irtæki að nafni Ziegler Film hefur tryggt sér réttinn til að kvikmynda Þriðja táknið. Hafa erlendir fram- leiðendur einnig sett sig í samband við Veröld til viðræðna um kaup á kvikmyndarétti á Sér grefur gröf. Dómar um Þriðja táknið í sænsk- um fjölmiðlum hafa verið afar lof- samlegir, að sögn Péturs Más Ólafssonar hjá Veröld. Sagan er sögð „skemmtileg morðsaga eftir nýja glæpasagnadrottningu“. Þá sagði einn gagnrýnenda að Ísland sé „komið með sinn fulltrúa í nor- rænu meistaradeildina í glæpasög- um“ Sér grefur gröf situr í þriðja sæti metsölulista Morgunblaðsins yfir skáldverk. Yrsa í meistara- deildina Sér grefur gröf þýdd yfir á 25 tungumál Yrsa Sigurðardóttir SÖGUSAGNIR um að Bergljót Jónsdóttir sækist eftir starfi óperu- stjóra Norsku óperunnar fengu byr undir báða vængi á mánudaginn. Þá tók leik- hússtjóri Håg- land Teater, Tone Lein, við stöðu Bergljótar í stjórn óper- unnar. Í samtali við vefútgáfu Berg- ens Tidende í gær voru sögusagnirnar bornar undir Bergljótu sem vildi hvorki neita þeim né játa en benti á að hún hefði í raun og veru sagt sig úr stjórninni í ágúst. Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 11. október sl. en ekki er upplýst um nöfn umsækjenda. Bergljót gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra Listahátíðarinnar í Bergen um nokkurra ára skeið. Bergljót óperustjóri? Bergljót Jónsdóttir JÓLAVAKA Óperukórs Hafn- arfjarðar verður haldin í Víði- staðakirkju klukkan 20 í kvöld. Jólatónleikar kórsins eru orðn- ir árlegur viðburður í menning- arlífi Hafnfirðinga og er dag- skráin helguð jólunum og anda þeirra. Á efnisskrá kvöldsins eru fjölbreytt jólalög úr ýms- um áttum eftir íslenska sem er- lenda höfunda. Við flutninginn hefur kórinn fengið til liðs við sig þau Lenku Mátéovu org- anista og Gunnar Gunnarsson flautuleikara, auk aðalundirleikara kórsins, Peters Máté. Kórstjóri er Elín Ósk Óskarsdóttir. Jólatónleikar Óperukór Hafnar- fjarðar í jólaskapi Elín Ósk Óskarsdóttir ANNAÐ rússneska skálda- kvöldið af þremur fyrir jól verður í MÍR-salnum, Hverf- isgötu 105, í kvöld klukkan 20. Í þetta sinn er dagskráin helg- uð rithöfundinum Lév Tolstoj og verkum hans. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ræðir um Tolstoj og ævi hans, Timofei Zolotúsky flytur spjall sem hann nefnir „Tolstoj og kirkj- an“, Baldvin Halldórsson les upp úr nýútkomnum þýðingum Gunnars Dal á smásögum Tolstoj og Benedikt Lafleur segir frá útgáfu þýðinganna. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Bókmenntir Tolstoj á skálda- kvöldi MÍR Skáldið Lév Tolstoj HLJÓMSVEITIN Spaðar hef- ur gefið út fjórðu geislaplötu sína, Stundaglasaglaum, og efnir af því tilefni til útgáfu- tónleika í Iðnó í kvöld. Á nýju plötunni er m.a. að finna tillögu að nýjum þjóðsöng Evrópu og hippalegan Kaliforníubrag, sungið er um silungsveiði auk þess sem hlýða má á Grettis sögu á sex mínútum. Meðlimir Spaða eru: Guð- mundur Andri Thorsson, Dr. Gunnar Helgi Krist- insson, Aðalgeir Arason, Guðmundur Pálsson, Magnús Haraldsson, Guðmundur Ingólfsson og Sigurður G. Valgeirsson. Tónleikar Spaðar með útgáfu- tónleika í Iðnó Guðmundur Andri Thorsson „ÞETTA er gíf- urlega merkileg listsöguleg sýn- ing. Hún fjallar um hóp lista- manna sem í upp- hafi tuttugustu aldar breytti stefnu málverks- ins,“ segir Ólafur Kvaran, safn- stjóri Listasafns Íslands, um sýn- inguna Frelsun litarins sem opnuð verður í safninu hinn 15. desember. Þar mun gefa að líta verk eftir marga af fremstu listamönnum Frakka á 20. öldinni, þar á meðal Henri Matisse og Auguste Renoir. Sýningin markar upphaf frönsku menningarhátíðarinnar Pourqoui- pas og segir Ólafur að kalla megi sýninguna forleik að hátíðinni. „Þetta er eiginlega fyrsta atriðið í þessari stóru menningarhátíð og það má jafnvel segja að sýningunni ljúki þegar hátíðin hefst,“ segir Ólafur, en Pourqoui-pas hefst í lok febrúar. Djúp spor Að sögn Ólafs vísar titillinn til þess að þeir listamenn sem um ræðir hafi gjörbreytt þeirri notkun lita sem verið hafði ríkjandi í málverkum á þessum tíma. „Liturinn var ekki notaður lengur á einhvern skynræn- an hátt heldur til að tjá tilfinningar, hugmyndir og viðhorf listamannsins gagnvart myndefninu, sem var af ýmsu tagi, til dæmis módel, uppstill- ingar og borgir,“ segir Ólafur. „Þetta var byltingarhópur í listasögunni og þess vegna voru gagnrýnendur nefndir villidýrin. En þetta eru lista- menn sem hafa markað mjög djúp spor og það er mikill viðburður að sýna verk eftir Henri Matisse á Ís- landi.“ Ólafur segir að þar sem þetta sé í fyrsta skipti sem verk eftir Matisse eru sýnd hér á landi hafi verið ákveð- ið að vera einnig með litla sýningu á verkum eftir Jón Stefánsson á sama tíma, en Jón var eini Íslendingurinn sem lærði hjá Matisse. „Námið skipti miklu máli varðandi þau frönsku áhrif sem Jón varð fyrir í sinni eigin myndlist og sem hann miðlaði áfram til annarra íslenskra listamanna. Það voru ekki bara áhrif frá Matisse heldur voru það fyrst og fremst áhrif frá Paul Cézanne sem Jón kynntist í skólanum hjá Matisse því hann var grundvöllurinn í kennslunni hjá Mat- isse. Það er eiginlega sú tenging sem er ekki síður mikilvæg,“ segir Ólaf- ur. Mikil verðmæti Verkin á sýningunni eru ekki ein- ungis menningarsöguleg verðmæti, heldur er einnig um töluverð pen- ingaleg verðmæti að ræða. „Ég held að tryggingaupphæðin fyrir þessi rúmlega 50 verk sé rétt tæplega tveir milljarðar,“ segir Ólafur og bætir því við að töluverður viðbún- aður hafi verið vegna flutnings verk- anna hingað til lands. „Það kom fylgdarmaður frá safninu í Bordeaux sem fylgir sýningunni eiginlega hvert skref í þessum flutningi og er viðstaddur þegar verkin eru tekin upp. Þeir eru með ákveðið örygg- isferli sem er alveg sérhannað fyrir flutning á sýningum eins og þessari.“ Alls verða 52 málverk eftir 13 listamenn sýnd í þremur sölum Listasafnins. Sýningin kemur frá Fagurlistasafninu í Bordeaux, Musée des Beaux-Arts, og sýning- arstjóri er Olivier Le Bihan, safn- stjóri Fagurlistasafnsins. Myndlist | Sýning á verkum þekktra franskra málara í Listasafni Íslands Byltingarhópur listamanna ÓLAFUR Kvaran segir að Frelsun litarins fjalli um þann róttæka þátt lista- sögu 20. aldar þegar franskir málarar, með Matisse í fararbroddi, leystu lit- inn úr viðjum fyrirfram gefinna gilda sem höfðu verið ríkjandi í málverkinu. Á myndinni eru Sylvaine Lestable, safnvörður og aðstoðarsýningarstjóri sýningarinnar, og Ólafur Ingi Jónsson forvörður að taka upp verkin í gær. Tilfinningaleg túlkun Morgunblaðið/ÞÖK ♦♦♦ Morgunblaðið/ÞÖK Í HNOTSKURN » Á sýningunni verða 52verk eftir 13 þekkta franska málara, þar á meðal Henri Matisse, Raoul Dufy, Oskar Kokoschka, André Lhote, Pierre Auguste Renoir og Félix Vallotton. » Sýningin markar upphaffrönsku menningarhátíð- arinnar Pourqoui-pas sem hefst með formlegum hætti í lok febrúar. » Þetta er í fyrsta skipti semverk eftir Matisse eru sýnd hér. » Tryggingarverðmætiverkanna á sýningunni er tæplega tveir milljarðar króna. » Sérstakur fylgdarmaðurfrá Fagurlistasafninu í Bordeaux fylgdi sýningunni hingað til lands. » Á sýningunni verða einnigverk eftir Jón Stefánsson sem var eini Íslendingurinn sem lærði hjá Matisse. Henri Matisse Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.