Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 21 SUÐURNES „MÉR fannst byrjunin ganga mjög vel og dvölin lagðist vel í mig. Það koma síðan dagar þegar allt gengur á afturfótunum og maður verður þungur í skapinu. Undir þeim kring- umstæðum er gott að eiga góðan vin eins og Karl,“ segir Vilhjálmur Þór Jónsson, 22 ára Keflvíkingur sem stundar nám við íþrótta- lýðháskólann í Sönderborg í Danmörku. Vilhjálmur Þór var á starfsbraut í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og vann um tíma á leikskóla. Hann hafði um tíma reynt að komast í skóla sem hentar honum, meðal annars til Bandaríkjanna. Vegna andlegrar fötlunar sinnar kom Vilhjálmur alls staðar að lokuðum dyrum, þar til móðir hans, Brynja Sigfúsdótt- ir, komst í samband við Ungmennafélag Ís- lands sem hefur samstarfssamninga við íþróttalýðháskóla í Danmörku. Við athugun UMFÍ kom í ljós að íþróttalýðháskólinn í Sönderborg var reiðubúinn að taka við Vil- hjálmi ef liðveitandi fengist með honum. Karl F. Jörgen Jóhannsson, tvítugur Norðfirð- ingur, bauð sig fram í það hlutverk og þeir fé- lagar hafa stundað námið í Sönderborg í vetur og gengur vel. Sagt er frá dvöl þeirra í grein Jóns Kristjáns Sigurðssonar, ritstjóra í Skin- faxa, tímariti UMFÍ, sem kemur út á næstunni og birt viðtöl við Vilhjálm og móður hans, Karl og fleiri sem að málinu koma. Byggt er á greininni í umfjöllun þessari. Gott að setjast niður með vini Vilhjálmur Þór hefur stundað íþróttir og tónlistarnám og hefur það verið honum gott veganesti út í lífið, að sögn móður hans. Hann hefur meðal annars verið í kringum lið meist- araflokks Keflvíkinga í körfubolta og sá um að leikmenn hefðu nóg vatn að drekka. Vilhjálmur segist viss um að hann hafi mjög gott af dvölinni í Sönderborg og hún hafi gert hann að sterkari einstaklingi. Flest hafi leikið í lyndi en þegar hann missi fótanna verði allt ómögulegt og þá sé gott að setjast niður með Karli og ræða málin. „Þegar mér líður aftur á móti vel er gaman að lifa,“ segir Vilhálmur Þór. Hann segist sjá lífið í öðru ljósi. Gott sé að bæta öðru tungumáli í safnið, þótt danskan hafi verið erfið. Hann segist verja öllum frí- stundum í íþróttasalnum og nefnir að hann hafi einnig fundið sig sérstaklega vel í mynd- listinni. Brynja Sigfúsdóttir, móðir Vilhjálms, segir áframhaldandi skólagöngu Vilhjálms óljósa. Það hafi verið tilraun að senda hann í íþrótta- lýðháskólann en hún er viss um að námið eigi eftir að nýtast honum vel. Víkkar sjóndeildarhringinn Karl Jörgen Jóhannsson segir að með því að fara með Vilhjálmi til Sönderborg hafi sér gef- ist kjörið tækifæri til að víkka sjóndeild- arhringinn, þroskast og taka meiri ábyrgð en hann hafi gert til þessa. „Þetta hefur tvímæla- laust nú þegar þroskað mig og ég ætla að vona að veran í Danmörku eigi eftir að nýtast mér í framtíðinni,“ segir Karl. Hann segir að samstarfið við Vilhjálm hafi oftast gengið vel. „Eins og í öllum hjónabönd- um slettist stundum upp á vinskapinn en okk- ur Vilhjálmi hefur tekist að leysa þau vanda- mál sem upp hafa komið hverju sinni.“ Segir Karl að Vilhjálmur sé glaðsinna og auðvelt að kynnast honum. Þá sé hann mikill áhugamað- ur um íþróttir og hafsjór af fróðleik um marg- ar greinar. Karl er sjálfur mikill áhugamaður um íþróttir og hefur keppt á skíðum og leikið knattspyrnu með liði Fjarðabyggðar í knatt- spyrnu, auk þess sem hann hefur æft badmin- ton og frjálsar íþróttir og lagt stund á kajak- róður og fjallgöngur. Hann hyggst leika með knattspyrnuliði í Sönderborg eftir áramótin til að koma sér í góða æfingu fyrir sumarið. Um 40 Íslendingar stunda nám í vetur í þeim sex íþróttalýðháskólum í Danmörku sem UMFÍ hefur samið við. Skólarnir eru vítt og breitt um Danmörku og hefur hver sína sér- stöðu. Hægt er að stunda nám í skólunum í fjóra, fimm eða níu mánuði og í þeim er hægt að ná sér í þjálfararéttindi í flestum íþrótta- greinum. Í Skinfaxagreininni kemur fram að hægt er að sækja um styrk til UMFÍ auk þess sem skólarnir veita afslátt af skólagjöldum. Gott að eiga vin þegar illa gengur Ljósmynd/Jón Kristján Sigurðsson Íþróttamenn Vilhjálmur Þór Jónsson og Karl Jörgen Jóhannsson eru mikið í íþróttasalnum eftir skóla. Vilhjálmur er sérstakur körfuboltaáhugamaður en Karl meira fyrir fótboltann. Í HNOTSKURN »Yfir 40 Íslendingar stunda nám í vet-ur í þeim sex dönsku íþróttalýðhá- skólum sem UMFÍ starfar með. »Vilhjálmur Þór Jónsson er fyrstiandlega fatlaði einstaklingurinn sem fær skólavist í Sönderborg og verkefnið er tilraun hjá skólayfirvöldum. »Áður hafði hann alls staðar komið aðlokuðum dyrum. Vilhjálmur Þór Jónsson og Karl Jörgen Jóhannsson eru í íþróttalýðháskóla í Sönderborg í Danmörku LANDIÐ Borgarfjörður | Myndarleg húsa- kynni eru á Mið-Fossum í Andakíl sem formlega voru tekin í notkun um síðustu helgi. Þarna eru um 2.700 fm² undir þaki, reið- skemma, hesthús fyrir um 80 hross og vélageymsla. Og utan- dyra er fullkominn skeiðvöllur. Allar byggingar og umhverfi þeirra er einstaklega snyrtilegt hjá eigendum Mið-Fossa, Ár- manni Ármannssyni og Láru Friðbertsdóttur. Við vígsluathöfnina, sem á sjötta hundrað manns sótti, stað- festi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, samning Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri og eigendanna um full afnot skól- ans af mannvirkjum endurgjalds- laust næstu 12 ár. Hestamanna- félögin Faxi í Borgarfirði og Grani á Hvanneyri fá sömu kjör. Myndarleg uppbygging Morgunblaðið/Davíð Pétursson Ölfus | Mikið var um að vera á hesta- og vörusýningunni Skeifnaspretti 2006 sem haldin var í Ölfushöllinni, skammt austan Hveragerðis, um helgina. Góð hestasýning var á Skeifna- spretti og auk þess mikil dagskrá fyrir áhugafólk um hestamennsku með sýningum og fyrirlestrum. Þá var kynning rúmlega tuttugu fyrir- tækja á vörum og þjónustu tilheyr- andi hestamennskunni. Í Ölfushöllinni var sýning á akrýl- myndum Þórkötlu Elínar Sigurðar- dóttur sem er grafískur hönnuður og hefur málað hestamyndir frá barn- æsku. Margir gestir voru á sýningunni og þangað komu líka ferfættir gestir. Meðal þeirra voru mánaðargömlu folöldin Hans og Gréta frá Feti. Líf þeirra er kraftaverki líkast frá því þau misstu móður sína skömmu eftir fæðingu. Meðal annarra gesta má nefna Eldjárn frá Tjaldhólum sem kynntur er sem hæst dæmdi klár- hestur í heimi og Stáli frá Kjarri sem kynntur var sem hæst dæmdi stóð- hestur í heimi. Sýning á hestum og vörum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hestamyndir Þórkatla Elín Sigurðardóttir hefur málað hestamyndir frá því hún var barn. Hún sýndi akrýlmyndir í Ölfushöllinni. JÓLATILBOÐ FÓLK EHF Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 ::: 103 Reykjavík Sími 588 4422 ::: www.folk-ehf.is TÍSKA GÆÐI BETRA VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.