Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 22
|miðvikudagur|6. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Fyrir liðlega tuttugu árum ákvað hópur fólks sem dvaldi á Reykjalundi að stofna göngu- hópinn Flækjufætur. » 24 heilsa Þegar fólk fer að huga að mat- argerð fyrir jólin er ráð að velta fyrir sér hvernig gera megi upp- skriftir hollari. » 24 hollráð Fimm listakonur reka Listaselið á Skólavörðustígnum þar sem þær selja hönnun sína og bjóða upp á piparkökur og kaffi. » 23 hönnun S inn er siður í hverju landi og reyndar heimili ef því er að skipta. Þegar jóla- stressið grípur landann tekur fjölskylda ein í Garðabæ sig til og fer í sumarbústað ásamt vinafólki þar sem er föndrað, bakaðar piparkökur og farið í göngu- túra. Hjónin Erna Ingólfsdóttir og Run- ólfur Hilmar Júlíusson bjuggu í Þýskalandi um árabil, nánar tiltekið í Hamborg. Þau fluttu heim fyrir fjór- um árum og búa nú í Garðabæ ásamt syninum Tómasi Þórði Hilmarssyni. „Við fluttum heim þegar ég var sex ára,“ segir Tómas, kallaður Tommi. „Ég man þess vegna ekki mikið eftir því hvernig þetta var,“ bætir hann við og mamma hans tekur við. „Við fór- um alltaf út í skóg eða eitthvað annað að rölta á aðfangadag,“ segir Erna. „Eftir að við komum heim ákváðum við að reyna að halda þessu þó að allt annar gangur sé í öllu hérna heima. Á meðan við bjuggum úti komum við aldrei heim til Íslands um jól af því að allir voru í einhverju stresskasti og við hittum engan. Við komum þess vegna frekar heim um páska. Þá var miklu meiri tími til að hitta fólkið.“ Þetta segir Erna til komið vegna þess að þó að þau söknuðu auðvitað fjöl- skyldunnar hafi þeim í raun liðið bet- ur úti í Þýskalandi þar sem þau hafi einfaldlega verið í sinni rútínu. Í sumarbústað í byrjun desember Í aðdraganda jólanna nú orðið hafa þau lagt áherslu á að gera eitthvað saman á aðfangadag. „Þó ekki sé ann- að en að fara og labba í Heiðmörk,“ segir Erna „Við höfum farið í Bláa lónið, við höfum farið í sund, í raun al- veg haldið okkur við það að vera búin að öllu og eiga ekki eftir einhverjar rosalegar reddingar, heldur viljum við gera eitthvað skemmtilegt.“ Eftir hádegi á aðfangadag snýr Erna sér að matargerð en feðgarnir keyra út pakka. Það eru fleiri siðir sem fjölskyldan í Garðabæ hefur tamið sér, einn þeirra er að fara í sumarbústað í byrj- un desember. „Já, yfirleitt fyrstu eða aðra helgina,“ segir Erna. „Við höf- um notað bústaði fyrirtækjanna sem við höfum verið að vinna hjá í það og það sinnið,“ bætir hún við. „Þá tökum við með okkur eina seríu sem við klessum á einhvern glugga, jóla- diskarnir eru hafðir með og tilbúið piparkökudeig. Svo höfum við eitt- hvað með okkur til að dunda okkur við. Við erum dugleg að labba og hlustum á jólatónlist,“ segir Erna létt. „Við förum líka í snjókast,“ læðir nú Tommi að og bætir við að frændur hans fari með í sumarbústaðinn. „Já, þau bjuggu líka úti í Þýskalandi í mörg ár,“ segir Erna og hlær. „Það spilar líka inn í. Allir hafa upplifað það að vera í einhverjum öðrum gír og vilja halda því áfram.“ Dagatal úr bréfpokum Einhverjir gætu álitið sem svo að það að pakka öllu saman til að fara í sumarbústað gæti einfaldlega aukið stressið þegar svo stutt er til jóla, en Erna hlær að þeirri hugmynd. „Þetta er svo gott,“ segir hún. „Þarna er maður bara sæll og glaður með sínar piparkökur, það er bakað og föndrað og lesnar bækur. Strákarnir leika sér úti og þetta er algjör slökun,“ bætir hún við með áherslu. „Okkur finnst þetta ómissandi í jólaundirbún- ingnum.“ Fjölskyldan er langt frá því hug- myndasnauð þegar kemur að föndr- inu og ekki eru lagðar stórar upp- hæðir í hráefnið. Tommi er duglegur að búa til nýstárlegar skreytingar og má nefna sem dæmi að í fyrra fór Erna í verslun ÁTVR og sníkti brúna bréfpoka sem í meðförum Tomma breyttust í dáindis fínt jóladagatal. Sykurmolar hafa líka fengið sinn sess og búnir voru til stjakar fyrir teljós sem lýsa upp eldhúsglugga fjölskyld- unnar í Garðabæ fyrir jólin og bjóða þannig gesti og gangandi velkomna í hús. Föndrari Tommi segist hafa gaman af að fara í snjókast við frændur sína.Ódýrt Það er ekki hráefniskostnaðinum fyrir að fara við jóladagatalið sem búið er til úr bréfpokum. Í Bláa lónið á aðfangadag Ekki eru allir óskipulagð- ir þegar kemur að und- irbúningi jólanna þó að slíkt vilji gjarnan loða við stressaða Íslendinga. Sigrún Ásmundar heimsótti fjölskyldu sem kann ráð til að koma í veg fyrir jólastressið. sia@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Góð hugmynd Stjakarnir eru búnir til úr sykurmolum. Þeim er raðað á réttan hátt og límdir saman jafnóðum. „Þá tökum við með okkur eina seríu sem við klessum á einhvern glugga, jóladiskarnir eru hafðir með og tilbúið piparkökudeig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.