Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.2006, Qupperneq 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ TÍMINN líður, enn er kominn des- ember og því styttist óneitanlega í jólin. Margir eru eflaust farnir að huga að jólamatnum og sumir jafn- vel komnir með vatn í munninn yfir öllum kræsingunum sem ætlunin er að borða um hátíðirnar. Þar sem jólahátíðin, og í raun all- ur desembermánuður hjá sumum, er mikil matarhátíð er miklvægt fyrir okkur að huga að því hvernig við getum gert jólahátíðina og matinn sem henni fylgir heilsusamlegri. Ef litið er á hátíðamatinn þá er vel hægt að gera smáar breytingar á matreiðslu í átt til hollustu án þess að það þurfi að hafa mikil áhrif á bragð matarins, enda er flestum mikilvægt að jólasteikin bragðist eins og jólasteik. Þættir eins og að nota fituminni rjóma í sósuna og sýrðan rjóma í staðinn fyrir majones í salatið geta gert jólamatinn aðeins léttari og get- ur haft nokkuð að segja þegar litið er á að flestir borða nokkrar jóla- máltíðir yfir hátíðirnar. Meðlætið er einnig mikilvægt, borðum vel af grænmeti með matnum, rauðkál, salat og kartöflur er eitthvað sem flestir bjóða upp á með jólasteikinni og er um að gera að borða meira af því og jafnvel þá minna af steikinni og sósunni. Svo er auðvelt að bjóða upp á girnilega ávexti í eftirrétt eða a.m.k. með eftirréttinum. Vatn með reykta matnum Við skulum heldur ekki gleyma því að vatn er ágætis drykkur með matnum um jól eins og aðra daga, allavega er allt í lagi að hafa vatns- glas til hliðar við aðra drykki. Þetta á ekki síst við þegar við erum að borða saltan og reyktan mat sem mörg okkar borða talsvert af um há- tíðirnar. Eins og flestir vita þá er slíkur matur ekki sá hollasti sem við veljum okkur og því um að gera að neita slíks matar í hófi jafnt um há- tíðirnar sem og í annan tíma. Það er svo um að gera að borða hægt, njóta matarins og hætta að borða þegar líkaminn er búinn að fá nóg. Fyrir utan það að reyna að borða hollara þegar við setjumst niður við jólamatinn, heima hjá okkur eða þeim jólaboðum sem flest okkar fara í, er ýmislegt fleira sem við getum gert til að huga að heilsunni um há- tíðirnar. Léttur matur milli veisluhalda Þetta eru þættir eins og að gleyma ekki morgunmatnum, borða léttari mat daganna á milli veislu- halda og baka hæfilegt magn af smá- kökum og borða þær í hófi. Einnig er um að gera að velja ávexti fram yfir sætindi í millibita þar sem ávextirnir eru margir hverjir ein- staklega góðir á þessum tíma, hver kannast ekki við girnilegu jólaeplin og mandarínurnar, sem margir nota sem borðskraut um hátíðirnar og eru ekki síður góð til að borða. Svo er auðvitað að nota tímann sem gefst til að hreyfa sig, fara út að ganga, í líkamsrækt eða út að leika með börnunum. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Morgunblaðið/Kristinn Hátíðamatur lag- aður að hollustu Ragnheiður Ásta Guðnadóttir meistarprófsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands í starfsnámi á Lýðheilsustöð Gott Jólasteikina má gera hollari með ýmsum hætti. Íöll þessi ár held ég að aldreihafi verið einn einasti sunnu-dagur þar sem enginn hefurmætt,“ segir Bergþóra Gísla- dóttir, einn af stofnfélögum Flækju- fóta, en það er gönguklúbbur sem hittist vikulega á fyrirfram ákveðnum stað á höfuðborgarsvæð- inu til göngu. „Einu sinni mættum við bara tvö en þá var svo mikill klofsnjór að það var ómögulegt að komast úr sporunum.“ Vinkona hennar og göngufélagi til 20 ára, Sólveig Sørensen, tekur undir þetta. „Eina helgin á árinu sem er undanskilin göngu er jólahelgin. Ef aðra hátíðisdaga ber upp á sunnu- dag, s.s. páska og hvítasunnu, göng- um við daginn eftir. Það er pró- gramm allan ársins hring.“ Félagar eru flestir komnir á full- orðinsár, líkt og klúbburinn sjálfur, en upphaf hans má rekja til dvalar á Reykjalundi árið 1986. „Þarna var fólk sem var í endurhæfingu eftir hjartaaðgerð, sumir höfðu glímt við lungnaveikindi og aðrir voru að jafna sig eftir slys,“ segir Bergþóra og Sól- veig kinkar kolli. „Ég hafði fengið brjósklos í hálslið og gigt upp úr því þannig að bakgrunnur fólks fyrir verunni þarna var mjög ólíkur. Smám saman myndaðist kunn- ingjahópur og þegar við fundum hvað við höfðum hresst við dvölina ákváðum við að halda í félagsskapinn og stofna gönguklúbb. Makarnir komu inn í þetta líka og við byrjuðum að ganga á hverjum sunnudegi.“ Miklar breytingar Formlegur stofnfundur var 23. ágúst 1986 eins og sérstök funda- gerðarbók vitnar um og þar er einnig skráð markmið hópsins, sem er að „byggja upp líkama og sál með sam- eiginlegum stuðningi klúbbfélaga.“ Nafn hópsins er hins vegar runnið undan rifjum eins stofnfélagans, ungrar stúlku sem dvaldi á Reykja- lundi þar sem hún var að jafna sig eftir alvarlegt bílslys. „Fæturnir hlýddu henni ekki svo hún grínaðist með að hún væri hálfgerður flækju- fótur. Þetta gripum við á lofti og not- uðum sem nafn á hópinn okkar.“ Um fjórtán manns stóðu að stofn- uninni auk maka en flest fólkið var þá um og yfir fimmtugt þótt yngra fólk hafi af og til slegist í hópinn. „Í gegn- um tíðina hefur orðið geysilega mikil breyting á hópnum,“ útskýrir Sól- veig. „Nokkrir af gömlu félögunum eru látnir en það hefur líka bæst í hópinn. Við höfum gjarnan látið vini og vandamenn vita af okkur og lengi vel vísuðu sjúkraþjálfarar á Reykja- lundi og HL–stöðinni fólki til okkar. Auðvitað eru sumir sem sjá fljótt að þetta hentar þeim ekki en svo eru aðrir sem vilja helst ekki missa úr einn einasta göngudag.“ Í dag telur allur hópurinn rúmlega 30 manns en algengt er að 10–12 manns mæti í göngu hverju sinni en á göngublöðum hópsins má sjá á hvaða stað á að hittast sunnudagana fram- undan. Það getur verið við Korpúlfs- staði, Rauðhóla, í Skammadal, Elliða- árdal, Fossvogi, Öskjuhlíðinni, við Hafnarborg og Hvaleyrarvatn og svo mætti lengi telja. „Svo er fastur liður að þegar halla fer að jólum göngum við Laugaveginn og í miðbænum til að skoða jólaskreytingarnar,“ segir Sólveig. Fengið marga hjartakalla Gengið er í u.þ.b. klukkustund og regla er að einhver taki með kaffi á brúsa svo hægt sé að spjalla yfir kaffibolla að göngu lokinni. Enda er félagslegi þátturinn ekki síður mik- ilvægur en hreyfingin. „Þetta hefur gefið manni heilmikið,“ segir Berg- þóra. „Við þekktumst ekkert áður en maður er búinn að eignast marga vini í gegnum þennan hóp.“ Sólveig segir mögulegt að sameig- inleg reynsla félaganna á Reykja- lundi hafi átt sinn þátt í að þjappa fólkinu saman. „Þeir sem hafa komið inn í hópinn síðan hafa oft verið í ein- hverjum svipuðum aðstæðum og við vorum á sínum tíma. Við höfum til dæmis fengið marga hjartakalla eins og við köllum þá, þ.e. menn sem hafa farið í gegnum hjartauppskurð og þurft að taka sig í gegn eftir það. Í rauninni hefur það þó ekki skipt öllu máli heldur samveran og að við höf- um það gaman.“ Ekkert hefur vantað upp á gam- anið því í gegnum tíðina hefur hóp- urinn hist fyrir utan göngurnar í sumarbústaðaferðum, leik- húsferðum, jólahlaðborðum og við fleiri tækifæri. „Eftir því sem fólkið fór að eldast höfum við breytt einu og öðru en útiveran og félagsskapurinn er eftir sem áður ákaflega mikils virði,“ segir Sólveig. „Eða eins og ein í hópnum sagði um daginn,“ segir Bergþóra, „þá veit ég hreinlega ekki hvað maður ætti að gera á sunnudög- um ef ekki væri gönguklúbburinn.“ Flækjufætur fyrir líkama og sál Morgunblaðið/ÞÖK Göngugarpar Á göngu um Fossvogsdalinn, fremst eru Sólveig og Bergþóra, önnur og þriðja t.h., en á endanum við hlið þeirra stendur Unnur Haralds- dóttir sem einnig hefur verið með frá upphafi. „Allir skrifa í gestabók þegar við göngum og í árslok eru verðlaun veitt fyrir bestu mætinguna.“ Sameiginleg dvöl á Reykjalundi varð til þess að Flækjufætur hófu reglulegar göngur. Síðan eru liðin 20 ár og Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir komst að því að enn hittist fólkið í hópnum vikulega til að ganga. Félagsskapur Gengið er í um klukkustund og hópurinn skiptir sér gjarnan svo allir geti gengið á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.