Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 25 Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÍSLENZKIR karlar verða allra karla elztir á Norðurlöndum, 79 ára, en konur á Álandseyjum ná hæstum aldri, að meðaltali 84 ár- um. Íslenzkar konur verða næst- elztar, um 82 ára gamlar. Græn- lendingar ná lægstum aldri Norðurlandabúa. Þetta kemur fram á vef Hag- stovu Færeyja, en frétt þar byggir á nýjustu útgáfu af Tölfræðiárbók Norðurlanda. 75 til 80 ára Athygli vekur hve lágum með- alaldri Grænlendingar ná. Ný- fæddur drengur á Grænlandi get- ur aðeins reiknað með að ná 65 ára aldri en stúlkan stendur að- eins betur. Þar er meðalaldurinn 70 ár. Jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndum geta búizt við því að ná 75 ára og 80 ára aldri. Skýringin á því er sú að lík- ur á því að Grænlendingar deyi ungir eru miklu meiri. Gert er ráð fyrir að skýringin sé sjúkdómar og slys en það kemur ekki fram í ár- bókinni. Ör hækkun meðalaldurs Það sem einkennir þróun með- alaldurs er nokkuð ör hækkun hans bæði hjá konum og körlum. En konurnar ná yfirleitt hærri aldri en karlar, þó munurinn fari minnkandi. Meðalaldur þeirra hækkar hraðar en kvennanna. Þá er athyglivert að sjá hve miklar sveiflur eru á meðalaldri fólks á Álandseyjum. Skýringin á því kann að vera fámenni á eyjunum. Danskar konur ekki langlífar Þegar litið er á meðalaldur karla og kvenna innan danska ríkjasambandsins, kemur í ljós að þar hafa Færeyingar vinninginn. Þar er meðalaldur karla 77 ár og kvenna 81 ár. Annars eru Fær- eyingar í miðjunni á þessu skala, þegar litið er á Norðurlöndin í heild. Að Grænlandi undanskildu lifa konur í Danmörku mun skem- ur en konur annars staðar á Norð- urlöndum, ná ekki 80 árum að meðaltali. Grænlendingar verða ekki gamlir ) *  +,, KKK(&#('& M M M M M M M   M M M M M M M         ! "#$% &  ' ()* &+ " "  Íslenzkir karlmenn ná hæsta meðalaldrinum á Norðurlöndum Kvæðamannafélagið Iðunnheldur árlegan jólafund í Gerðubergi föstudaginn 8. desember kl. 20 að venju. Meðal efnis á dagskrá fundarins er umfjöllun Hilmars Arnar Hilmarssonar allsherjargoða um jól í heiðnum sið og kristnum og Smári Ólason tónlistarfræðingur flytur jólatengt efni. Þá mun Pétur Björnsson flytja rímu og vitaskuld gengur Skálda um salinn. Vatnsnesingar skiluðu í Skáldu tveimur sléttuböndum á síðasta fundi. Agnar j. Levy, Hrísakoti, orti: Gera náum Skáldu skil, skreyta fáum línum, bera þráum einhvern yl, ykkar gáfum fínum. Náðum hérna fínum fund, færum þakkir blíðar, kváðum núna stutta stund stemmu tökum síðar. Á síðasta fundi orti Jói í Stapa um nýútkomna ljóðabók sína, Axarsköft: Undur gerast ýmis hér ójá því er miður. Ég er orðinn opinber axarskaftasmiður. Og Sigmundur Benediktsson flutti ritdóm: Jói fagurt mótar mál, Myndrænt ljóðastefið. Hlut af sínum hug og sál hefur okkur gefið. VÍSNAHORNIÐ Jólafundur Iðunnar pebl@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum til Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum innanlands er miðvikudagurinn 7.12. 14.12. 20.12. www.postur.is Komdu tímanlega Finndu pósthúsið næst þér á með jólakortin Sjálflíman di og sjálflýs andi jólafrímer ki ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 34 58 11 1/ 06 STÓRVIRKI! SAGA BISKUPS- STÓLANNA Fátt er jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir báðir. Saga þeirra er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt þúsund ár. Þeir voru höfuðstaðir trúarlífs landsmanna framan af öldum en einnig menningar og mennta og voru umsvifamiklir at- vinnurekendur til sjávar og sveita. Má segja að landinu hafi verið stjórnað þaðan um margra alda skeið og þar komu við sögu svip- miklir biskupar og aðrir kirkjuhöfð- ingjar. SAGA BISKUPSSTÓLANNA - bók sem allir Íslendingar verða að lesa!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.