Morgunblaðið - 06.12.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 06.12.2006, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Gests-dóttir fæddist á Seyðisfirði 3. apríl 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 25. júní 1890, d. 4. apríl 1970, og Gest- ur Jóhannsson, f. 12. janúar 1889, d. 12.3. 1970. Systkini Kristínar eru Val- gerður, f. 1921, Guðrún, f. 1922, Jón, f. 1924, d. 1961, Friðrika, f. 1927, tvíburasystirin Hólmfríður, f. 1929, og Daníel, f. 1932. Eftirlifandi eiginmaður Krist- ínar er Sigurður Þorkelsson, f. 1. maí 1930. Þau gengu í hjónaband 2. apríl 1960. Börn Kristínar og Sigurðar eru: 1) Jóhann, f. 15. október 1954, maki Ingibjörg unarprófi. Kristín vann um árabil í Landssmiðjunni og hjá Skóg- rækt ríkisins. Kristín hafði ætíð brennandi áhuga á matargerð- arlist. Hún lét drauma sína ræt- ast, söðlaði um og hóf nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1986. Með námi rak Kristín eigin veisluþjónustu. Kristín gerðist matreiðslukennari og kenndi börnum í Mýrarhúsa- skóla og Hvaleyrarskóla mat- argerðarlist. Á árunum 1981– 1993 komu út fimm mat- reiðslubækur eftir Kristínu, sem voru myndskreyttar af eig- inmanni hennar. Um 17 ára skeið, frá 1984–2001, skrifaði Kristín pistla um mat í Morgunblaðið sem nefndust Matur og matgerð, sem Sigurður myndskreytti. Kristín og Sigurður bjuggu á Ránargötu 9a í Reykjavík fram til ársins 1991 að þau fluttu í Grænagarð á Garðaholti í Garðabæ þar sem þau höfðu stundað skógrækt í fimm áratugi. Útför Kristínar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Steinunn Sigurð- ardóttir, f. 15. maí 1958, börn þeirra eru Berglind María, Karen Bjarney, Steinunn Kristín og Sigurður Jóhann. 2) Hólmfríður, f. 16. desember 1960, maki Ágúst Þór Gunn- arsson, f. 6. ágúst 1957, börn þeirra eru Ragnhildur, Sig- urður og Gunnar, sambýlismaður Ragnhildar er Júlíus Ingi Jónsson. 3) Bjarney, f. 30. mars 1963, maki Þór Sverrisson, f. 7. desember 1961, börn þeirra eru Kristín, Fannar, Þórunn og Kolbeinn, sambýlismaður Krist- ínar er Kristján Björn Tryggva- son og barn þeirra er Ísak Þór. Kristín ólst upp á Seyðisfirði. Hún hóf nám í Verzlunarskóla Ís- lands og lauk þaðan versl- Tengdamóðir mín Kristín Gests- dóttir er látin. Hún lést eftir stutta sjúkdómslegu aðeins 77 ára gömul. Hún var alltaf hress og jákvæð og alltaf tilbúin að halda veislu. Enda var hún þekkt fyrir veislur sínar. Hún gaf út margar matreiðslubækur og skrifaði mataruppskriftir og ýmsa fróðleiksmola í Morgunblaðið í mörg ár. Siggi eiginmaður hennar mynd- skreytti bæði bækurnar og greinarn- ar. Hún var svo þekkt fyrir þetta að þegar erlend vinkona þeirra hjóna kom í heimsókn og tók sér leigubíl á Keflavíkurflugvelli til að komast til þeirra, var nóg að segja „Kristín co- okbook“. Leigubílstjórinn vissi alveg um hverja var að ræða og kom vin- konunni á réttan stað. Fyrir um 30 árum kom ég á heimili þeirra hjóna í fyrsta sinn. Mér er það enn í fersku minni. Allir forvitnir um stelpuna sem var búin að krækja í einkasoninn. Systurnar kíktu pí- skrandi út um eldhúsdyrnar, Siggi sat í sínum húsbóndastól með mola- kaffið sitt og Stína umvafði mig strax eins og ég væri ein dóttirin. Enda hefur mér alltaf liðið þannig síðan að ég væri ein dóttirin. Síðan fór ég að taka þátt í öllum veisluhöldunum og alltaf var tilefni til að kalla fjölskyld- una saman, hvort sem það var sum- ardagurinn fyrsti, páskadagsmorg- unn, jóladagur eða bara venjulegur sunnudagur. Fjölskyldan kölluð saman, bara til að vera saman og allt- af stækkaði hópurinn. Fyrst komu stelpurnar fjórar og fleiri og fleiri og nú síðast litlu strákarnir þrír og langömmustrákurinn. Fjölskyldu- ræktin alltaf í fyrsta sæti. Nú síðustu vikurnar hafa barnabörnin líka sótt mikinn styrk í hvort annað og gefið okkur hinum mikið. Ég kveð Kristínu tengdamóður mína með mínum uppáhaldssálmi og þakka fyrir allt: Mærin helg, sem himni frá heyrir bænir jörðu á. hlusta er ég bljúgur bið: Barni þínu veittu lið. Ave, ave, ave María. Miskunnar og mildi er, mærin helga von hjá þér. Þegar vandi vitjar mín, vil ég leita helst til þín Ave, ave ave María. Þegar loksins líkaminn leggst til hvíldar hinsta sinn, heitust bæn og ósk mín er að þú biðjir fyrir mér. Ave , ave, ave María. (Þýð. Torfi Ólafsson.) Ingibjörg. „Skerðu nú hækilsvöðvann og færðu mér, Gústi minn.“ Þessa ósk- aðir þú þér ávallt, Stína mín, þegar þið Siggi snædduð með okkur lamba- læri. Matur og matgerð var þitt líf og yndi. Þegar fór saman ríkt hug- myndaflug, góður smekkur, dugnað- ur og stjórnvísi þá töfraðir þú fram glæsilegt veisluborð á skömmum tíma. Stjórnsemin fór þó að vísu stundum í taugarnar á sumum. Fjölskylduveislurnar á jóladag, fyrst á Ránargötunni og síðan í Grænagarði eru mér ógleymanlegar. Bláa matarstellið, silfrið sem þú hafðir keypt á fornsölum og í Kola- portinu, tauservíettur og servíettu- hringir með nöfnum allra barna- barnanna. Veisluföngin voru m.a. hangikjöt, rófustappa, steikt eggja- hræra, hvít- og rauðkálssalat, ég hlakka til jólanna því þessi hefð lifir áfram. Þú varst stríðin. Gerðir mér nokkrar skráveifur, en það var ekki hægt annað en að fyrirgefa þér því þú varst gædd svo mörgum kostum. Þú vildir skipta þér af málum og grípa inn í atburðarás hjá þínum nánustu. Mér er það minnisstætt þegar Fríða hafði setið í festum í átta mánuði á Íslandi eftir að ég hafði haldið til náms í Danmörku að mér barst svohljóðandi skeyti yfir hafið: „Gifting 2. apríl. Þín Fríða.“ Ég tel fullvíst að þú hafir komið þarna við sögu. Ekki er öruggt að við hefðum komið því í verk að gifta okkur ef ekki hefði verið fyrir þína tilstuðlan. Þú varst alltaf smekklega klædd og áttir falleg föt. Í sumar þegar við tengdasynirnir færðum fyrir þig fataskápinn töldum við sautján síð- buxur í skápnum. Það fannst okkur óþarflega mikið en þú sagðir að þetta væri algert lágmark. Þú varst reynd- ar búin að leggja drög að því að fara í Smáralindina að kaupa þér buxur fyrir jólin. Þú varst hörkudugleg og ýttir okkur með reglulegu millibili út úr þægindahringnum. Ekki veit ég hvað hefði orðið úr honum tengda- pabba hefðir þú ekki rekið á hans fjörur. Þið drifuð ykkur í skóla á miðjum aldri, þú í kennaranám og hann í myndlistarnám. Geri aðrir betur. Það var stutt í kímnina. Þegar ég var að dást að tölvustýrðu bylgju- dýnunni þinni á spítalanum um dag- inn spurðir þú hvort ég vildi ekki bara koma upp í og prófa. Þegar þú fréttir af því að Ragnhildur þín væri orðin framkvæmdastjóri og að hún ætti von á barni þá spurðir þú hvort hún væri ekki framkvæmdastjóri hjá Bumbufélaginu. Stína mín, nánasta fjölskylda var með þér síðustu stund þína, þú gafst okkur dýrmæta gjöf. Á leiðinni heim fórum við að Skógstjörn þangað sem þið Siggi komuð svo oft. Þar nutum við tunglskins, stjörnubirtu og stór- fenglegrar sýningar norðurljósa og yljuðum okkur við minningar um þig. Þinn tengdasonur, Ágúst Þór Gunnarsson. „Ég vil fá að sjá þann pilt sem gengur í svona vel burstuðum skóm.“ Þetta voru fyrstu orð tilvon- andi tengdamóður minnar hennar Kristínar til mín sumarið 1983, þeg- ar ég fór að gera hosur mínar græn- ar fyrir Bjarneyju, yngri dóttur hennar og Sigurðar. Þessi orð voru upphafið að farsælu sambandi í rúm 23 ár. Þetta var á þeim tíma þegar Kristín var að skrifa sínar fyrstu matreiðslubækur og hvort sem mér líkaði betur eða verr var ég sjálfskip- aður í hóp hinna tilraunadýranna í fjölskyldunni. Steikt, soðið, bakað og jafnvel hrátt lambakjöt rataði inn fyrir varir mínar og bragðlaukarnir upplifðu sínar bestu stundir. Okkur Kristínu samdi alltaf vel þótt ekki værum við alltaf sammála og hún setti svip sinn á líf mitt og fjölskyldu minnar. Hún var stolt af sístækkandi afkomendahópi sínum og var hvetjandi og leiðbeinandi fyr- ir allan hópinn og óþreytandi í að baka og elda með þeim. Síðustu árin voru Kristínu erfið sökum veikinda en alltaf var hugs- unin skýr og hugurinn mikill. Sig- urður studdi hana með ráðum og dáð í öllu því sem hún gerði og þarfn- aðist. Það lýsir því best hvers konar manneskja Kristín var og hvaða áhrif hún hafði á okkur öll, að þegar að dánardeginum kom voru allir af- komendur hennar, stórir og smáir hjá henni þar til yfir lauk. Mig langar fyrir hönd stórfjöl- skyldunnar að þakka öllum þeim sem önnuðust tengdamóður mína á LSH í Fossvogi og Reykjalundi fyrir góða umönnun og þá sérstaklega starfsfólki A-7 fyrir að gera okkur kleift að eyða síðustu dögunum með henni. Ég þakka ættmóður samfylgdina. Þinn tengdasonur, Þór Sverrisson. Sólin var að setjast vestan við Keili, rauðglóandi geislar hennar hurfu smám saman og kvöldhúmið rann upp, það var komið kvöld í lífi Stínu sem var umvafin ástvinum sín- um. Kristín var fædd og uppalin á Seyðisfirði dóttir Hólmfríðar Jóns- dóttur og Gests Jóhannssonar í Múla, þau voru gott fólk og fram- sýnt. Börnin þeirra sjö voru dugleg og margt var örugglega brallað þar á bæ. Seyðfirðingar voru í þá daga dá- lítið sérstakir, sagt var að þeir töluðu dönsku á sunnudögum, borðuðu spröku þegar aðrir borðuðu lúðu og bolludagurinn hét flengingardagur. Stína og krakkarnir í bænum fóru snemma á fætur þann dag og eins og hún hefur sagt sjálf, „ruddust inn í nágrannahúsin“ og flengdu heimilis- fólkið í rúmum sínum, borðuðu svo bollur með þeim síðar um daginn. Foreldrar Stínu gerðu sér grein fyr- ir mikilvægi menntunar barna sinna og áður en langt um leið varð þögn í Múla. Unglingarnir farnir burt til náms. Stína fór til Reykjavíkur gekk þar í Verzlunarskólann. Í Reykjavík kynntist hún Sigurði og bjuggu þau lengst af á Ránargötunni ásamt börnunum þremur. Ég kynntist Stínu og Sigga á sjöunda áratugnum þegar ég giftist Daníel bróður henn- ar. Það var alltaf gaman að heim- sækja þau, bæði mjög gestrisin og krakkarnir fjörug og skemmtileg. Bæði hjónin áttu sér draum þótt ólíkir væru. Sigurður hafði áhuga á skógrækt og á Álftanesi breytti hann urð og grjóti í unaðsreit. Stína hafði áhuga á næringarfræði og matar- gerð. Teningunum var kastað þegar Stína á miðjum aldri skellti sér í Kennaraháskólann. Hún varð sér- fræðingur í matargerð, kenndi börn- um í grunnskólum að borða hollan mat. Þótt draumarnir væru ólíkir runnu þeir saman og nýtt tímabil samvinnu tók við. Stína kom þekk- ingu sinni á framfæri með útgáfu matreiðslubóka sem Siggi mynd- skreytti. Hún kom með ýmsar nýj- ungar í matargerð og í umfjöllun um bókina „220 ljúffengir lambakjöts- réttir“ bendir Stína á að okkar ís- lenska lambakjöt hafi sérstöðu fram yfir lambakjöt annarra þjóða, þar sem féð lifi sumarlangt á fjallagróðri. „Sá fjallagróður gefur kjötinu sér- stakt villibragð,“ sagði hún. Ég held að engum hafi dottið í hug að borða hrátt hangikjöt með gúrkum og vín- berjum nema Stínu. Hún var sífellt að finna leiðir til að gera gott hráefni að góðum mat. Hún og Siggi voru með fastan þátt um næringarfræði og matargerð í Morgunblaðinu í mörg ár og eitt er víst að snúðarnir hennar eru bestir. Það varð mikil breyting í lífi þeirra hjóna þegar þau fluttu úr skarkala borgarinnar í unaðsreitinn sinn á Álftanesi, Grænagarð. Þau voru komin í paradís. Þar er fagurt útsýni til allra átta og skógurinn iðandi af lífi. Heimili þeirra fallegt og notalegt og gestrisni þeirra hjóna einlæg. Stína var mikill fagurkeri og listrænt handbragð hennar og flottur stíll á því sem hún tók sér fyrir hendur. Ég kveð þessa hugmyndaríku mágkonu mína, Kristínu Gestsdótt- ur, með söknuði og sendi Sigurði, Jó- hanni, Fríðu, Bjarneyju og fjölskyld- um þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Auður Stella. Hún amma okkar var engin venju- leg amma, hún var ekta nútíma- amma. Smekkkona og einstaklega glæsileg. Eins og afi segir alltaf: „Hún amma ykkar var sætasta stelp- an í bænum.“ Hún var alla tíð mjög sjálfstæð og vissi hvað hún vildi, flutti ung ein í bæinn og vílaði hlutina ekki fyrir sér. Hún skellti sér í skóla á sextugsaldri, tók kennararéttindin og fór að vinna sem matreiðslukennari. Hún kenndi fyrstu árin í grunnskólanum okkar og þá voru það tvær litlar stoltar tát- ur sem mættu í matreiðslu til ömmu. Það var líka gott að geta alltaf hlaup- ið til ömmu í skólanum þegar eitt- hvað bjátaði á. Við systurnar bjuggum fyrir neð- an ömmu og afa fram að sjö og átta ára aldri. Við vorum alltaf á hlaupum upp og niður, þurftum alltaf að sýna ömmu og afa allt sem okkur þótti merkilegt. Fengum mola í kaffi hjá afa og hjálpuðum ömmu að gera til- raunir inni í eldhúsi sem við enduð- um oftar en ekki á að borða með bestu lyst. Amma var uppfull af hug- myndum og þá sérstaklega í eldhús- inu, í gegnum tíðina höfum við smakkað margt furðulegt, í minning- unni er rúgbrauðsísinn einna furðu- legastur. En þó að ýmislegt óvenju- legt hafi litið dagsins ljós í eldhúsinu hennar ömmu þá galdraði hún mun oftar fram heilu veislurnar eins og hendi væri veifað. Veisluborðin hennar voru þau allra glæsilegustu og voru jafnmikið sælgæti fyrir aug- að eins og fyrir bragðlaukana. Ferm- ingarborð okkar systranna líða okk- ur seint úr minni, voru meira eins og listaverk en veisluborð. Amma skrifaði nokkrar mat- reiðslubækur og í mörg ár vikulegar matreiðslugreinar í Morgunblaðið. Þessar greinar hennar og bækur urðu mjög vinsælar og fyllumst við alltaf jafnmiklu stolti þegar fólk fatt- ar hver amma okkar var. Ömmu fannst alltaf gaman að minnast sög- unnar um útlenska vinkonu hennar sem var á leiðinni í heimsókn en vissi ekki hvar amma átti heima, sagði bara að hún væri að leita að Kristínu cookbook og komst á leiðarenda. Amma var góður penni og skrifaði ekki bara matreiðslubækur, hún lumaði einnig á barnabókum sem reyndar voru aldrei gefnar út. Henn- ar helstu prófarkalesarar vorum við systurnar og munum við helst eftir jólasveinabókinni þar sem jólasvein- arnir voru orðnir þreyttir á þessu sí- fellda rápi í glugga landsins og skelltu sér til Spánar um jólin. Hún amma var nefnilega mikið jólabarn, eiginlega eitt mesta jóla- barn sem við vitum um. Þegar amma var í mat á aðfangadagskvöld var sko ekki hægt að taka pakkana upp ró- lega, hún amma sá um að halda okk- ur í fimmta gír. Hún gat rifið upp pakka á methraða og tók engar pás- ur á milli. Endaði yfirleitt þannig að hún var búin með alla sína á undan öllum öðrum og sat í sófanum í miðri gjafahrúgunni sem umkringdi hana: „Ég hlýt að eiga einhvern eftir.“ Þegar við hugsum um ömmu dett- ur okkur helst í hug lummubakstur. Jú, og líka grillbrauð á sumrin. Sitj- um úti á palli í sólinni í Paradís og grillum brauð til að borða með ömmu og afa og spjalla um daginn og veg- inn. Oftar en ekki var umræðuefnið við barnabörnin en amma hafði alltaf mikinn áhuga á því sem afkomend- urnir voru að gera og montaði sig af okkur hvert sem hún fór. Hún var líka mikill húmoristi og hefur nú síð- ustu ár ekki bara verið amma heldur góður vinur og félagi sem gaman var að grínast og hlæja með. Amma skilur eftir sig stóra og samheldna fjölskyldu. Við fengum öll Kristín Gestsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Laufásvegi 60, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. desember, kl. 13:00. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Sophia H. Osvaldsdóttir, Einar Kristinsson, Davíð H. Osvaldsson, Anna Guðfinna Osvaldsdóttir, Guðrún Osvaldsdóttir, Guðmundur Osvaldsson, Rut Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG S. PÁLSDÓTTIR, fyrrv. prófastfrú í Stafholti, lést mánudaginn 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnar H. Bergsson, Guðmundur P. Bergsson, Gerður Daníelsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Kristín Björnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Guðleifsson, barnabarnabörnog aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.