Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 33

Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 33
að vera með henni og kveðja hana síðasta daginn hennar hér á jörð. Það var sorglegur en um leið falleg- ur dagur sem þjappaði fjölskyldunni enn frekar saman, einmitt eins og amma hefði viljað. Það verður skrýt- ið að hittast án ömmu í framtíðinni en við erum á sama tíma ánægð og þakklát fyrir að eiga svona margar góðar minningar sem við getum brosað að og hlegið að saman. Elsku amma, þú verður fallegasti engillinn á fallegustu stjörnunni. Við erum óendanlega stoltar af að vera barnabörnin þín. Þínar Berglind og Karen. Elsku amma, eins og þú veist var ég sú eina úr nánustu fjölskyldu sem gat ekki verið hjá þér daginn sem þú fórst. Og mikið ofboðslega þótti mér það erfitt. Því gladdi mig mikið að heyra að ritningargreinin mín frá fermingu hefði fyrir tilviljun legið opin á náttborðinu við hlið þér þegar þú fórst. Ég veit að þetta er tákn um að ég var hjá þér í huga mér. Þið afi gerðuð alltaf mikið fyrir okkur krakkana. Ég man vel eftir Uppsölum á Ránargötunni þar sem við fengum að vera í friði fyrir full- orðna fólkinu og Grænigarður er al- gjör paradís. Það var alltaf nóg um að vera í heimsóknum. Þú leyfðir okkur oft að hjálpa þér í eldhúsinu og ég man sérstaklega vel eftir öll- um marsipandýrunum sem við feng- um að gera; páskaungar, sætar mýs og bleikir grísir. Það vantaði ekki hugmyndaflugið enda óskaði ég þess alltaf að þú værir matreiðslukenn- arinn minn. Nú eru jólin á næsta leiti og tími kærleika og samverustunda að renna í garð. Það verður ósköp skrýtið að mæta í Grænagarð á jóla- dag og vita að þú verður ekki þar. Þú varst jú svo mikið jólabarn. En ég veit að þú verður hjá okkur í anda og fylgist með okkur. Þú munt eflaust fussa og sveia yfir því að við séum ekki að nota réttu silfurskeiðarnar í sósuna eða að hangikjötið verði of salt en ég veit að þú munt líka brosa yfir hlátrasköllunum í okkur. Ég ber langömmubarn undir belti og svo skemmtilega vill til að ég er einmitt sett á afmælisdaginn þinn. Það væri aldeilis skemmtilegt ef sú dagsetning myndi standast. Bless, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Ragnhildur Ágústsdóttir. Elsku amma Stína. Þegar við horfum til baka er okkur efst í huga þegar við stóðum við eldavélina með spaða í höndum og lummur fastar við pönnuna. Þú leiðbeindir okkur við eldamennskuna í nánast hvert skipti sem við komum í heimsókn. Við munum ávallt minnast þín með skakka stráhattinn úti á palli í sólinni. Við gleymum því ekki þegar við komum í Grænagarð eitt sumarið að byggja trjákofann í skóginum. Í huga okkar heyrum við þig hringja kúabjöllunni til að kalla okkur inn í hádegismat. Amma, við munum eftir svipnum þegar þú gafst okkur brauðsúpuna og spurðir okkur síðan hvort okkur þætti hún ekki góð. Innst inni vissir þú hið gagnstæða. Elsku amma, í raun ertu ekki far- in því þú munt alltaf lifa í minningum okkar og vera hjá okkur í hjartanu. Við höfum og munum alltaf líta upp til þín. Vertu yfir og allt í kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín barnabörn Sigurður, Steinunn og Þórunn. Elsku amma. Þú hefur alltaf verið svo góð og skemmtileg. Það var allt- af svo gaman að heimsækja ykkur afa í Grænagarði. Þið leyfðuð okkur að byggja kofa og gera fullt af skemmtilegum hlutum. Mér finnst vænt um að þú komst alltaf á tón- leikana mína. Ég á eftir að sakna þín. Þinn Sigurður Jóhann. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Úr Dýrunum í Hálsaskógi) Þetta er lagið mitt til þín. Þitt langömmubarn Ísak Þór. Fyrsta skýra minningin um Stínu frænku og raunar ein af frumbernsk- uminningunum var þegar hún kom eitt sinn sem oftar að passa mig. Hún hafði með sér stífan grænan pappír, settist niður við að föndra og úr varð jólatré sem var sett saman úr tveim- ur hlutum svo það stóð sjálft. Síðan var það skreytt með marglitu papp- írsskrauti. Þvílíkt ævintýri! Og gegn- um æsku mína fylgdu ævintýrin Stínu frænku. Fjallabílsferðirnar milli flugvallarins á Egilsstöðum og Seyðisfjarðar þar sem afi og amma bjuggu voru rosalega langar, hastar og þreytandi. Til að stytta okkur börnum tímann sagði hún sögur af álfum, tröllum og huldufólki sem bjó í klettum og grjóti í því tilkomumikla og hrjóstruga landslagi sem leiðin lá um. Sögurnar runnu lipurlega fram, verst að þetta voru engin skráð Grimms-ævintýri svo góð saga varð aldrei endurtekin. Jólatréð græna var bara það fyrsta sem ég man eftir frá hendi Stínu. Hún var flink og viljug við öll verk og ótrúlega hraðvirk. Það lék allt í hönd- unum á henni. Ég var um það bil sjö ára þegar hún gaf okkur systrum í jólagjöf hvorri um sig sett af dúkku- fötum. Í hvoru voru útprjónuð húfa með dúski, trefill og vettlingar í bandi. Þetta var sett upp á spjald, hefði ekki verið fínna þótt það hefði verið keypt í búð! Það leið langur tími þar til við tímdum að losa fínheitin af spjaldinu. Önnur barnsminning um Stínu var þegar hún bjó í risíbúð í Grjótaþorp- inu. Hvert tilefnið var er nú gleymt, en hún var að leggja á fram kaffiborð og til þess að skreyta það teygði hún sig út um gluggann og nældi í nokkra rauða berjaklasa af reyniviðnum sem þar óx. Þetta var löngu fyrir þann tíma sem það tíðkaðist að fara út í náttúruna og bera í hús óætan gróð- ur, bara til þess að gleðja augað. Stína var listakona í matargerð og veisluhöldum en best var þegar hún sá sjálf um framsetninguna. Það var allt svo smart og flott. Einhver góður kokkur sagði mér einhvern tímann að helmingurinn af galdrinum við frá- bæra máltíð væri einmitt þetta með augað. Þar brást Stína ekki. Stína tók upp á því eins og fleiri góðar frænkur að eignast sína eigin fjölskyldu, bónda og þrjú mannvæn- leg börn, sem í fyllingu tímans drifu af miklum myndugleik í því að stækka garðinn enn. Samt hafði hún alltaf tíma fyrir og áhuga á okkur hin- um. Á Ránargötunni var gestrisnin slík að það var eins og henni væri ekki gert ómak heldur greiði með því að við systur þægjum að mæta í fæði þegar mamma og pabbi voru í útlönd- um. Og þrátt fyrir sinn eigin hóp og öll járnin sem hún var með í eldinum við vinnu, nám á fullorðinsárum, út- gáfu matreiðslubóka og matarpistla- skrif í Moggann, svo fátt eitt sé nefnt, gaf hún sér í allnokkur skipti tíma til þess að bjóða smáfólkinu mínu í heimsókn, bara því prívat. Það voru bakaðir kanilsnúðar og alls kyns fí- gúrur, ekki bara hversdagslegar kúlubollur og fleira skemmtilegt gert. Eiga þau frá þessum stundum einstakar æskuminningar um ömmu- systur sína. Hlýjar og kærar kveðjur til Sigga, sem stóð eins og klettur við hlið Stínu alla þeirra tíð, svo og alls afkomenda- hópsins frá okkur, af meiði Gunnu, systur Stínu, sem biður fyrir sérstak- ar kveðjur frá sér. Hólmfríður Árnadóttir. Það var haustið 1991 sem ég kynnt- ist Kristínu, þá vorum við bæði að byrja að kenna við Hvaleyrarskóla. Það sem við áttum sameiginlegt var að við vorum bæði sérgreinakennar- ar. Hún var matreiðslukennari og ég var fljótur að átta mig á því að hún var mjög fær á sínu sviði. Hún var mjög minnug og mundi hvað öll börnin í skólanum hétu. Þegar sýningar voru í skólanum stóð ekki á henni að tjalda til öllu því besta. Á einni sýningunni var hún með langborð með alls konar húsum eða með réttu var þetta eiginlega heilt þorp, sem gert var úr hollustu- brauði. Kristín og Sigurður maður hennar héldu margar matarveislur heima hjá sér í Garðaholti og það var aldrei neinn skilinn útundan, heldur var öllu starfsfólki skólans boðið heim til þeirra. Tvær utanlandsferðir voru farnar á þessum tíma með skólanum sem við fórum saman í og voru þau mjög skemmtilegir ferðafélagar. Kristín skrifaði greinar um mat- reiðslu í Morgunblaðið til margra ára og Sigurður myndskreytti. Sig- urður kenndi einnig við skólann og teiknaði meðal annars vörður skól- ans sem eru hornsteinar Hvaleyrar- skóla og munu verða þar um ókomna tíð. Sigurði, syni, dætrum og barna- börnum öllum votta ég innilega sam- úð. Stefán E. Petersen og fjölskylda. Núna er hún Stína farin, farin til himna og við fáum ekki lengur notið návista með henni. En minningarnar lifa og ylja hjartarætur. Siggi og Stína bjuggu á Ránargötunni en á hverju vori eins og sumarboðar komu börnin þeirra austur í Segl- búðir til Dúnu, föðursystur sinnar og ömmu Bjarneyjar. Systurnar Fríða og Bjarney eru nær jafnaldra mér og var margt brallað á þessum æsku- sumrum. Mikið hlakkaði ég alltaf til þegar von var á Stínu og Sigga í heimsókn. Síðar fór ég suður og öll mennta- skólaárin borðaði ég meira og minna hjá Stínu. Og ég var svo heppinn, sérstaklega svona eftir á, að seinni tvö árin var Stína á fullu að undirbúa fyrstu bókina sína, „220 gómsætir sjávarréttir“, sem kom út 1981. Þarna opnuðust fyrir mér nýir heim- ar í matarlist. Kynntist framandi ávöxtum, grænmeti og matreiðsluað- ferðum og hafa bragðlaukarnir síðan verið bæði næmari og víðsýnni. En til að velja 220 gómsæta sjávarrétti þurfti að elda þá alla og fleiri til ofan í fjölskylduna og eins og sönnu til- raunaeldhúsi sæmdi þá voru sumir réttirnir of byltingarkenndir til að hljóta samþykki okkar eða kokksins. Árið áður en bókin kom út var fisk- meti í matinn sex daga vikunnar en fjölskyldan sagði stopp þegar sunnu- dagurinn átti líka að verða fiskidag- ur. Stína var meistarakokkur eins og allir vita sem eldað hafa upp úr bók- unum hennar eða greinunum hennar í Morgunblaðinu og vildi ég að ég hefði haft vit á biðja hana að kenna mér að elda. En ég lærði að vaska upp því það var matarskatturinn. Það lýsir dugnaði og drifkrafti hennar að hún dreif sig í Kennarahá- skólann liðlega fimmtug samfara því að skrifa vikulega í Morgunblaðið og semja matreiðslubækur. Stína var stórmerkileg kona, glæsileg, vel ætt- uð, gáfuð og skemmtileg viðræðu. Gráglettnar athugasemdir vöktu manni bæði kátínu og stundum nýja sýn á málin og sýndu vel skarpan hug hennar. Heimili Sigga og Stínu var einstaklega fallegt, listasmíðar Sigga, blóm og kryddjurtir Stínu og sameiginleg smekkvísi beggja. Hef ég aldrei komið á jafn hlýlegt og notalegt heimili og efri hæðin á Rán- argötu var, nema Grænagarð. Grænigarður er eins og sætabrauðs- hús, fullt af hjartahlýju, gersemum og góðgæti. Umhverfið einstaklega fallegt af þeirra völdum, en þau voru bæði með græna fingur. En mest lögðu þau þó í uppeldi barna sinna og barnabarna og er leitun að eins skemmtilegu og vel gerðu fólki. Elsku Siggi minn, Jóhann, Fríða, Bjarney, tengdabörn og afkomend- ur, við samhryggjumst ykkur inn- lega og þökkum yndislega kveðju- stund við kistulagningu Stínu. Guð blessi og varðveiti ykkur öll. Björn Sævar og Guðrún Marta. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 33 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON, Skriðustekk 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sesselja Guðmunda Sigurðardóttir, Helgi Sigurður Guðmundsson, Sigrún Sjöfn Helgadóttir, Stefanía Guðríður Guðmundsdóttir, Kristín Helga Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og faðir, KRISTINN STEINAR KARLSSON, húsasmíðameistari, Bugðulæk 20, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi að morgni sunnudagsins 3. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Kristinsson, Bjarndís Friðriksdóttir, Perla Dís og Birta Líf Kristinsdætur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓN GÍSLASON, Viðvík, Hellissandi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Halldór, Kristín, Elín, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÓLAFSSON, fv. yfirlögregluþjónn á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. desember kl. 13:30. Sigríður Gísladóttir, Einar S. Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Árni Kári Torfason, Tinna Rún Einarsdóttir, Viðar Helgason, langafadóttir Hildur Sigríður Árnadóttir. ✝ Móðir okkar, tengdarmóðir, amma og langamma, BJÖRG HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 4. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ásthildur Pálsdóttir, Ólafur Pálsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GÚSTA WÍUM VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis í Austurbrún 6, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 18. nóvember. Útförin var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Wíum Árnason, Gréta Árnadóttir, Eiríkur Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.