Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, amma, langamma og systir, HÓLMFRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, sem lést föstudaginn 24. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. des- ember kl. 13:00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Blindrabókasafn Reykjavíkur. Sverrir Jónsson, Charlotta Sverrisdóttir, Ásgeir Sverrisson, barnabörn, langömmubörn og María Ásgeirsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA S. GUNNARSDÓTTIR, Andrésarbrunni 5, Reykjavík, verður jarðsungin fimmtudaginn 7. desember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Rannveig Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, H. Jóhanna Hrafnkellsdóttir, Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA (STELLA) GÍSLADÓTTIR, Bakkagerði 19, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 4. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Benedikt Antonsson, Gísli Benediktsson, Eva María Gunnarsdóttir, Davíð Benedikt Gíslason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, María Gísladóttir, Einar Kristinn Hjaltested, og barnabarnabörn. ✝ Ásgeir HilmarJónsson fæddist á Egilsstöðum 14. júní 1962. Hann lést af slysförum hinn 26. nóvember síðast- liðinn. Móðir hans er Þorbjörg Eiríks- dóttir, f. 2. desember 1922. Faðir hans er látinn. Systkini Ás- geirs Hilmars eru: 1) Jón Guðmundsson, f. 1944, kona hans er Guðný Ragn- arsdóttir og dóttir þeirra er Rósa Björg. 2) Jóna Kol- brún Halldórsdóttir, f. 1951, maki Svanur Pálsson og börn þeirra eru Halldór Örn, Ragnhildur Þorbjörg og Stefán Hafliði. 3) Guðgeir Björnsson, f. 1954. Sonur hans er Björn Logi. 4) Ragn- hildur Þórólfsdóttir, f. 1956. Sonur henn- ar er Björn Viðar Aðalbjörnsson. Ásgeir Hilmar ólst upp á Eskifirði, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Egils- stöðum og nam sagnfræði við Há- skóla Íslands í þrjú ár. Ásgeir Hilmar bjó lengst af og starfaði í Reykjavík við akstur af ýmsu tagi. Und- anfarið ár vann hann hjá drátt- arbílaþjónustunni Króki. Útför Ásgeirs Hilmars verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Hilli frændi minn er dáinn langt um aldur fram. Það er sunnudagskvöld. Um mið- nættið hringir síminn og mamma segir mér að Hilli frændi sé týndur og það sé verið að leita hans. Seinna um nóttina hringir síðan Stefán bróð- ir minn og segir að búið sé að finna hann. Ragga, hann er dáinn, heyri ég bara. Ég trúði því ekki að það gæti verið satt. Að ég væri búin að missa besta frænda sem ég gat hugsað mér. Hilli frændi var 10 ára þegar ég fæddist. Hann var litli bróðir mömmu þannig að ég er búin að þekkja og umgangast hann allt mitt líf, þar sem hann passaði okkur systkinin mjög mikið þegar við vorum yngri. Eftir að ég flutti að heiman hittumst við alltof sjaldan. En sem betur fer fengu börnin mín að kynnast frænda sínum líka, en mikið vildi ég að það hefði verið miklu lengur en raunin varð. Mikið finnst okkur systkinum lífið ósanngjarnt núna. Hilli dáinn þegar lífið var farið að brosa við honum en það er ekki spurt um stund né stað. Mikið hefur skaparinn þurft góða manneskju fyrst hann tók Hilla frænda til sín. Margar á ég minningarnar um Hilla frænda sem ég ætla ekki að fara að tíunda hér. Þær verða geymdar í hjarta mínu. Elsku amma mín, missir þinn á góðum syni er mikill. Elsku mamma, Jón, Ragga og Guðgeir, missir ykkar á góðum bróður er mikill. Elsku bræður mínir og frændsystkin, miss- ir ykkar er ekki bara á góðum frænda heldur líka á góðum vini. Megi góður Guð styrkja alla ástvini Hilla frænda á þessum erfiðu tímum. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Ragnhildur Svansdóttir og fjölskylda. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa’ um horfna tíð, hjartans vinur minn. Sú sannreynd sturlar mig að við sjáumst aldrei meir Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. (Sverrir Stormsker) Mér er heiður að því að geta sagt að Hilli var vinur minn, í hinum eina sanna skilningi þess orðs. Hann prýddu einstakir mannkostir; hann var skarpgreindur, fróðleiksfús og einstaklega vel lesinn, fjölfróður og skynsamur, ásamt því að vera sérlega orðheppinn og laginn að sjá hið skondna við allar hliðar tilverunnar. Hilli var maðurinn sem allir leituðu til þegar alfræðiorðabókin var ekki við höndina. Hann var víðlesinn í bók- menntum, sögu og fjölmörgum áhugamálum. Ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni komið að tómum kofunum hjá honum. Aufúsugestur var hann og lék jafnan á als oddi yfir kaffibollanum þótt hann væri að upp- lagi dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Umburðarlyndi og þolinmæði einkenndi Hilla, hann var með stórt hjarta en við vorum bara allt of fá sem vissum allt um það. Alltaf dáðist ég að hversu laus hann var við smá- smyglina og heimóttarskapinn sem einkennir svo marga. Hilli var einnig maður mikilla hug- sjóna og lagði sitt af mörkum til að gera þennan heim betri. Á yngri ár- um lagði hann sitt lóð á vogarskál byltingarinnar með því að fara í sjálf- boðaferð til að vinna við uppskeru á Kúbu. Hilli hafði enda alltaf næmt auga fyrir smælingjanum og hugsaði um velferð hans. Við kynntumst á Gamla Garði fyrir 20 árum, leigðum svo saman í Reykjavík um hríð og héldum vin- skap óslitið eftir það. Hilli var jafnan manna fyrstur til að bregðast jákvætt við beiðni um aðstoð frá vinum sínum og margar stundirnar var hann með mér að vinna í innkeyrslunni eða í húsinu. Ekki hefðu margir verið til í að fara eftir langan vinnudag að hjálpa vinum sínum, en Hilli taldi það ekki eftir sér. Helsti ljóðurinn á greiðasemi Hilla var raunar hversu illa gekk að fá að endurgjalda greið- ann í sömu mynt. Honum fannst ófært að aðrir væru að snúast í kring- um sig og bað aldrei um aðstoð fyrr en í fulla hnefana. Margar stundir áttum við í bíl- skúrnum, stundum yfir hans bíl, stundum yfir mínum, en ávallt var vandinn leystur með íhugun og gjör- hygli. Það var sko ekki flanað að neinu, frekar en þegar hann tók til við að endurbyggja baðherbergið og laga íbúðina sína. Okkar lengstu samveru- stundir í skúrnum voru líklega þegar tímareimin á nýkeypta bílnum hans brást. Vélin þurfti mikilla lagfæringa við og Hilli, þessi hlédrægi maður, stjórnaði verkinu af miklum skör- ungsskap. Viðgerðin heldur líka ennþá þótt hvorugur verkamaðurinn hafi verið vanur. Við Ragnheiður glöddumst mjög á síðasta ári þegar Hilli kynntist Báru Bryndísi, vinkonu sinni. Hann var að vísu dulur um einkahagina eins og ætíð og tregur til frásagnar, en aug- ljóst var að með þeim var traustur vinskapur ásamt gagnkvæmri virð- ingu og væntumþykju. Hversu ósanngjarnt er ekki að vegferðinni ljúki loksins þegar allt gekk honum í haginn, hann virtist hamingjusamur og sáttur við sitt? Við Ragnheiður horfum núna löm- uð á stólinn þar sem hann sat í stof- unni hjá okkur daginn áður en hann dó. Í þeirri heimsókn ræddi hann málin, hress og kátur, og fékk jepp- ann að láni vegna fyrirhugaðrar aust- urfarar um jólin. Við Ragnheiður munum Hilla eins og hann var þá – launglettinn, með rökfastar skoðanir, strjúkandi kettinum, spjallandi um bókina á náttborðinu sínu – og þannig mun hann lifa í hugum okkar alla tíð. Við vottum Þorbjörgu móður Hilla, Ragnhildi systur hans, öðrum að- standendum, sem og henni Báru, okkar innilegustu samúð. Þau hafa öll misst svo mikið með þessum harm- dauða. Far vel, kæri vinur. Þín er svo sárt saknað að eina huggunin er að Drott- inn hlýtur að hafa tilgang með því að taka þig frá okkur á þennan máta. Ívar Pétur. Ég kynntist Hilla fyrir fjórum ár- um þegar ég hóf sambúð með Ívari Pétri. Pétur hlakkaði mjög til að kynna mig fyrir sínum besta vini – var viss um að við myndum eiga skap saman. Sú varð raunin og Hilli varð fasta- gestur hjá okkur í Karfavoginum. Það var alltaf jafnnotalegt að fá Hilla í heimsókn og spjalla um heima og geima. Oft barst talið að bóklestri, sameiginlegu áhugamáli okkar þriggja. Við höfðum ekki roð við Hilla, hann hreint og beint skóflaði í sig hverri bókinni á fætur annarri. Hilli nam sagnfræði við Háskóla Íslands og nýtti það nám sjálfum sér til gagns og ánægju. Hann var afar fróður og með stálminni. Hann flíkaði aldrei þessum kostum sínum enda sjálfshól honum ekki í blóð borið. Ég er þess fullviss að Hilli hefði unnið marga spurningakeppnina ef hann hefði fengist til að taka þátt. Við Pét- ur gerðum það stundum að gamni okkar í fyrravetur að hringja í Hilla þegar einhver spurning í Meistaran- um var að vefjast fyrir okkur og við nenntum ekki að fletta upp í alfræði- ritum. Hilli hafði nær ætíð rétt svar á reiðum höndum. Daginn sem hann dó vorum við einmitt að reyna að hringja í hann til að leita í hans viskubrunn. Þeirri símhringingu svaraði Hilli ekki, hún kom of seint. Farinn er drengur góður. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hilli, við Pétur söknum þín meir en orð fá lýst. Ragnheiður Stefánsdóttir Í dag kveðjum við æskufélaga okk- ar, Ásgeir Hilmar Jónsson. Fréttin um að Hilli vinur okkar hefði látist af slysförum kom sem reiðarslag. Um hugann fara margar hugsanir og minningar frá æsku og uppvaxtarár- um austur á Eskifirði. Við eyddum allir miklum tíma saman á þeim ár- um, þegar veröldin var ung og áhyggjurnar engar. Þau æskuár eru böðuð sólskini, frjálsræðið takmarka- lítið og athafnasvæðið náði frá fjalli til fjöru, já og raunar stundum lengst út á fjörð. Á unglingsárunum varð sviðið Austurland allt; útihátíðir á sumrin og torfærir fjallvegir voru lítil hindr- un ef á annað borð var búið að setja stefnuna á samkomur og mannamót í nærliggjandi byggðarlögum. Á menntaskólaárunum héldu sum- ir okkar hópinn á Egilsstöðum, þar á meðal var Hilli, en aðrir fóru ýmist hvergi eða annað. Í skólafríum sam- einaðist hópurinn á ný og það voru fagnaðarfundir. Og þótt leiðir skildu síðar, þegar hver fetaði sinn veg, var vissan um að eiga sér tryggan vina- hóp alltaf til staðar. Þá breytti engu þótt stundum liði langt á milli endur- funda. Hilli var hlédrægur, bar skoðanir sínar sjaldnast á torg, en lá heldur ekki á þeim þegar hann svo kaus. Oft var hart deilt í hópnum og sýndist sitt hverjum. Hann var bókelskur og víð- lesinn, þyrsti í fróðleik og þekkingu, sem leiddi hann í nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Samviskusemi, vinnusemi og dugnaður voru Hilla í blóð borin. Skoðanir hans og þátttaka í orðræðu bar vitni um sjálfstæði og frumlega hugsun – afstaðan til manna og málefna byggð á skarpri dómgreind og það var oft stutt í grág- lettni og gáska. Þessir eiginleikar, skjót og hnitmiðuð tilsvör, veittu oft umræðum í annan farveg eða gátu af sér nýjar. Sýn hans á lífið, æðruleysi, greind og þroski, ávann honum virð- ingu þeirra sem kynntust honum. Ég setti mér markmið, ég sótti fram til dáða. Ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum takmarkið mitt þráða. Kóngur vill sigla, en byr mun reyndar ráða. (Megas) Hilli var okkur náinn vinur. Með honum er genginn góður drengur, alltof snemma. Minningin um þann góða dreng mun lifa með okkur alla tíð. Við vottum móður hans, systk- inum og ástvinum okkar dýpstu sam- úð. Ásgeir Hilmar Jónsson, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingvar Kristinsson, Guðmundur Gylfason, Bernhard Bogason og Guðmundur Árnason. Kæri Ásgeir, það hvarflaði ekki að okkur vinnufélögunum þegar við kvöddumst á föstudeginum að þú mundir mæta örlögum þínum þessa helgi og létist langt um aldur fram hinn 26. nóvember. Þú varst litríkur persónuleiki og hafðir mjög ákveðnar skoðanir á líf- inu og tilverunni. Allir sem kynntust þér hrifust af þér, jafnt fullorðnir sem börn, og varð sú hrifning alltaf meiri við betri og lengri kynni. Það var nánast sama hvert um- ræðuefnið var þegar við vinnufélag- arnir tókum spjall saman, þú hafðir ávallt eitthvað til málanna að leggja og kom þá glögglega í ljós hversu víð- tæka þekkingu þú hafðir á tónlist, bókmenntum, ferðalögum, landa- fræði og fólki, þú varst alls staðar vel að þér hafðir kynnst mörgu og varst víðlesinn. Handlagni og vinnusemi voru þér í blóð borin og starfsgleði þín og tryggð var með miklum ólíkindum, það var sama hvert verkefnið var, þú tókst á við það af krafti og efldist all- ur ef á móti blés. Vildir aldrei hætta ef verki var ólokið og var þá ekki spurt um stað eða stund. Áhugamálin voru mörg tónlist, bækur, bílar, ferðalög og kajakróður sem þú hafðir stundað af kappi frá því í vor og hug- ur þinn stefndi langt til slíkra ferða- laga á komandi árum. Þú talaðir mik- ið um ferðina sem þú fórst í sumar á æskuslóðirnar fyrir austan og sigl- ingarnar þínar þar. Þú áttir svo mörgu ólokið í þessu lífi en þú sagðir og trúðir því sjálfur að örlögin yrðu ekki flúin. Það er stórt skarð höggvið í hópinn hjá Króki og það verður seint fyllt. Við þökkum þér samfylgdina og tækifærið sem við fengum til að kynnast þér, þú varst góður drengur og þín verður lengi minnst. Við vottum öllum aðstandendum Ásgeir Hilmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.