Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÆKNIR, ERTU AÐ HITTA EINHVERN ÞESSA DAGANA? BARA SJÚKLINGA HVERT FÓR HANN? HANN ER AÐ KYSSA VEIKA PÚÐULHUNDINN ÞARNA ÞETTA ER HRÆÐILEGT... ÉG ER KOMINN Á BOTNINN! MAMMA MÍN ER REIÐ VEGNA ÞESS AÐ ÉG HÆTTI AÐ ÝTA SYSTUR MINNI Í KERRUNNI SINNI... OG NÚNA ERU ALLIR KRAKKARNIR REIÐIR VEGNA ÞESS AÐ ÉG BRÁST ÞEIM Í STÆRSTA LEIK ÁRSINS! ÉG ER ORÐINN GAMALL ÉG TRÚI EKKI AÐ ÉG HAFI BROTIÐ KÍKINN HANS PABBA. ÞETTA ER DÆMIGERT! PABBI VERÐUR ALVEG BRJÁLÐUR OG ÞAÐ ER EKKI EINS OG ÉG HAFI BROTIÐ HANN VILJANDI! HANN SAGÐI MÉR AÐ FARA VARLEGA MEÐ HANN OG ÉG GERÐI ÞAÐ GERÐIR ÞÚ EKKI NEITT? NEI, EKKI NEITT! HVAÐ GERÐIR ÞÚ? ÉG VAR BARA AÐ NOTA HANN TIL ÞESS AÐ GRAFA Í GARÐINUM OG HANN BARA BROTNAÐI ÞESSI SÚPA ER ALVEG HRÆÐILEG Á BRAGÐIÐ !! ÞÚ VERÐUR AÐ HRÆRA BETUR Æ, ÉG VAR BÚIN AÐ GLEYMA ÞVÍ... ÉG VAR AÐ ÞVO ÞVOTTINN Í ÞESSUM POTTI HRAÐAFGREIÐSLA 3 EÐA FÆRRI SYNDIR ÚÐARINN HJÁ NÁGRÖNNUNUM ER AFTUR AÐ BLEYTA PALLINN OKKAR! NÚ ER NÓG KOMIÐ! ÉG ÆTLA AÐ LÁTA ÞAU HEYRA HVAÐ MÉR FINNST! EN ÉG HELD AÐ ÞAU SÉU EKKI AÐ ÞESSU VEGNA ÞESS AÐ ÞAU ERU SVO ILLGJÖRN BARA SJÁLFSELSK OG TILLITSLAUS! JÁ, EN ÞAÐ ER EKKI SVO SLÆMT ER ÞAÐ? ÞÁ ER VÍST EKKI ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG ÆTTI AÐ DVELJA LENGUR BYRJUM VIÐ EKKI AÐ TAKA UPP ÁÐUR EN SUMARIÐ BYRJAR? Í ÞESSUM BRANSA SKIPTIR HVER MÍNÚTA MÁLI... VIÐ FJÚGUM TIL KALIFORNÍU Í KVÖLD Samtökin ’78 standa fyrir við-burðadagskrá á aðventu ogum áramót. Viðar Eggerts-son er einn af umsjón- armönnum dagskrárinnar og með- stjórnandi í stjórn Samtakanna ’78: „Samtökin hafa starfað í tæp 30 ár og hefur starfsemin styrkst og auk- ist ár frá ári. Með menningar- dagskrá Samtakanna ’78 má segja að samtökin leggi ekki lengur aðeins áherslu á réttindabaráttu samkyn- hneigðra, heldur styrkjum við sjálfs- mynd þeirra og skilning á tilvist sinni og leitum þar fanga í hinum ýmsu listgreinum,“ segir Viðar. Menningardagskrá Samtakanna kringum jól og áramót hefur vaxið með hverju árinu, og teygir við- burðadagskráin sig að þessu sinni frá byrjun nóvember fram yfir þrettánda: „Fram undan er meðal annars hið sívinsæla Jólabingó Sam- takanna ’78 fimmtudaginn 7. desem- ber. Jólabingóið hefur skipað sér sess fyrir mikið stuð og stemningu og njótum við velvildar ýmissa fyr- irtækja sem gefa vinninga og er uppskeran ríkuleg, bæði fyrir félag- ið og bingógesti,“ segir Viðar, en jólabingóið hefst kl. 20.30 og er hald- ið í Regnbogasalnum í félagsmiðstöð Samtakanna ’78 á Laugavegi 3. „Við höldum að vanda jóla- bókakvöld, það fyrra, laugardaginn 9. desember kl. 21 verður sér- staklega tileinkað konum. Seinna bókakvöldið, 14. desember kl. 21, verður almenns eðlis, en segja má að bækurnar sem lesið er úr og kynnt- ar verða eigi það allar sameiginlegt að snerta á samkynhneigð með ein- um eða öðrum hætti,“ segir Viðar. „Þar koma fram ýmsir góðir gestir. Stella Blómkvist kemur að sjálf- sögðu úr skápnum með kriminella list sína, einnig skáldið góða Kristín Ómarsdóttir og Halldór Guðmunds- son mun lesa úr bók sinni Skáldalíf um viðkvæm tilfinningamál Þór- bergs, svo eitthvað sé nefnt.“ 28. desember kl. 21 efna Páll Ósk- ar Hjálmtýsson söngvari og Monica Abendroth hörpuleikari til tónleika undir yfirskriftinni Homminn og hörpuleikarinn. Loks mun blúsgyðjan Andrea Gylfadóttir halda tónleika 11. janúar með liðsinni Eðvars Lárussonar gít- arleikara. „Þá eru ónefndir geysivinsælir dansleikir Samtakanna ’78 um jól og áramót: Annars vegar verður dans- leikur föstudaginn 22. nóvember á Kaffi Reykjavík þar sem Páll Óskar þeytir skífum af sinni alkunnu snilld,“ segir Viðar. „Seinni dans- leikurinn verður á gamlárskvöld í Versölum á Hallveigarstíg 1 og þar ætlar DJ Skjöldur að framreiða skemmtilegustu danstónlist síðustu ára.“ Menningarviðburðir Samtak- anna ’78 á aðventu og áramótum eru öllum opnir. Rétt er að taka fram að kvik- myndakvöldið „Lesbískar vampírur og aðrar óknyttakonur“ sem vera átti síðastliðinn laugardag féll niður vegna veikinda. Verður kvikmynda- kvöldið því fimmtudaginn 18. janúar nk. Sjá nánar á www.samtokin78.is. Mannfagnaðir | Fjölbreyttir viðburðir hjá Samtökunum ’78 um jól og áramót Menningarjól í Samtökunum ’78  Viðar Egg- ertsson fæddist í Reykjavík 1954. Hann stundaði nám við leiklist- arskóla SÁL og lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Viðar hefur starfað jöfnum höndum sem leik- stjóri og leikari, og starfað við dag- skrárgerð fyrir Rás 1. Hann var leikhússtjóri LA 1993–1996, er for- maður Félags leikstjóra á Íslandi, formaður Leiklistarsambands Ís- lands, í stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum, og í stjórn Alþjóða leik- húsmálastofnunarinnar, ITI. Maki Viðars er Sveinn Kjartansson mat- reiðslumeistari. Leikararnir George Clooney, Cate Blanchett og Tobey Maguire stilla sér upp fyrir ljósmyndara við frumsýningu á myndinni The Good German, sem þau fara með aðalhlutverkin í. Myndin gerist í Berlín eftir síðari heimsstyrjöld og segir sögu blaða- manns sem flækist inn í morðmál við leit að fyrrverandi kærustu sinni. Leikstjóri myndarinnar er Steven Soderbergh. Reuters Góði Þjóðverjinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.