Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu eina ógnvænlegustu mynd ársins óklippta í bíó ...ef þú þorir! Þeir eru að fylgjast með þér Þeir eru að elta þig Horfðu í augun á þeim Og þú ert orðinn sýktur Sýnd með íslensku og ensku tali DÝRIN TAKA VÖLDIN! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap Sími - 564 0000Sími - 462 3500 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. eeee S.V. Mbl. Jólamyndin 2006 3 VIKUR Á TOPPNUM! 40.000 MANNS! 38.000 MANNS! The Holiday Mastercard Forsýning kl. 8 Casino Royale kl. 10 B.i. 14 ára Deck the Halls kl. 6 og 8 Saw 3 kl. 6 og 10.30 B.i. 16 ára 2 fyrir 1 fyrir Master- Card korthafa Casino Royale kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 5 og 8 The Holiday kl. 8 Mastercard Forsýning Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 3.40, 5.50, 8 Pulse kl. 10.20 B.i. 16 ára Borat kl. 6 og 10.10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Open Season m.ensku.tali kl. 3.50 JÓLAMYNDIN Í ÁR Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Vox Borealis - Raddir norðursinshalda jólatónleika í anddyri Norræna hússins fimmtudag 7. des- ember kl. 12.15. Kórinn syngur jólalög úr ýmsum áttum. Engin aðgangseyrir. Listamaðurinn Haraldur Jóns-son hefur opnað sýningu sína „Framköllun“ í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Haraldur Jónsson er fæddur í Finnlandi og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann, Kunstakademie í Dusseldorf, Þýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plasti- ques í París. Haraldur hefur sýnt myndverk sín um víða veröld, nú síðast í Ástralíu, Gróttu og Kanada en verk hans er að finna í helstu listasöfnum landsins. Haraldur hefur einnig gefið út bækurnar Stundum alltaf, Fylgjur og EKKI ástarsaga hjá bókaforlaginu Bjarti í Reykjavík. Tónlist Dillon | Hljómsveitin Royal Fortune og trúbadorinn Helgi Valur munu koma fram í kvöld kl. 21. Royal Fortune leikur angurværa jaðarmúsík, með banjó og bjögun í bland. Helgi Valur hefur getið sér gott orð að und- anförnu. Grafarvogskirkja | Kammerkórinn Vox aca- demica flytur þætti úr Messías e. Händel og Magnificat e. Bach í Grafarvogskirkju föstu- daginn 15. desember kl. 20. Ásamt kórnum koma fram 5 einsöngvarar og hljómsveitin Jón Leifs camerata. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Miðaverð 3.000/2.500 í forsölu. Sími 899 7579/ 864 5658. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hall- grímskirkju heldur áfram þegar Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja spuna um þekkt jólalög og jólasálma á saxófón og orgel fimmtudag 7. des. kl. 20. Tónleikarnir marka upphaf sálmadagskrár á 8 tónleikum á 25. starfsári Listvinafélags Hallgrímskirkju. Miðar: 1500 kr. Langholtskirkja | Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar verða í Langholtskirkju föstudaginn 8. des. kl. 18 og laugardaginn 9. des. kl. 12.30. Á fyrri tónleikunum verður orgelleikur, kórsöngur og einsöngur og á þeim síðari orgelleikur. Norræna húsið | VOX BOREALIS – Raddir norðursins halda jólatónleika í anddyri Nor- ræna hússins fimmtudag 7. desember kl. 12.15. Kórinn syngur jólalög úr ýmsum átt- um. Engin aðgangseyrir. Ráðhús Reykjavíkur | Vegna útgáfu geisla- disksins Jólaljósin ljóma mun Mosfellskór- inn halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur nk. miðvikudag 6. des. kl. 17.30. Geisladisk- urinn inniheldur 18 valin og vinsæl jólalög sem Mosfellskórinn hefur flutt á 20 ára ferli sínum. Stjórnandi er Páll Helgason. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja | Tónleikarnir fim. 7. des. kl. 20. „Perlur Valgeirs Guðjónssonar“ í flutningi Con Spirito ásamt hljómsveit og einsöngvurum (Valgeiri Guðjóns, Eyjólfi Kristjáns, Eiríki Hrafnssyni, Heru Björg Jörgensdóttur og Bjarna Daníel Þorvalds- syni). Stjórnandi er Bragi Þór Valsson. Skálholtskirkja | Skálholtskórinn heldur aðventutónleika laugardaginn 16. des. Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson, ásamt Kammmersveit. Tónleikarnir verða tvennir: Kl. 14 og kl. 17. Aukatónleikar kl. 20.30. Miðasala er hafin í síma 847 5057, verð 2500 kr. Stjórnandi er Hilmar Örn. Víðistaðakirkja | Óperukór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu jólatónleika 6. des. kl. 20. Stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir og píanóleikari Peter Máté. Sérstakir gestir eru Lenka Mátéová organisti og Gunnar Gunnarsson flautuleikari. Ljúfir tónar á að- ventunni með Óperukór Hafnarfjarðar. Myndlist Art-Iceland.com | Gunnar S. Magnússon og Álfheiður Ólafsdóttir sýna verk. Opið kl. 12–18 virka daga og 12–16 á laugard. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin myndlist- armaður sýnir teikningar og myndband á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni Tryggvagötu 15. Til áramóta. Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru til- raun höfundar til að vinna úr sjónrænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Til 15. des. Café 17 (verlsunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er æv- intýri út af fyrir sig. Allir velkomnir. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir með sýningu á grafíkverkum sín- um til 17. des. Opið föst. og laug. kl. 14–18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga. 8.30–6. Gallerí Lind | Sigurrós Stefánsdóttir er listamaður desembermánaðar í Gallerí Lind, Bæjarlind 2, Kópavogi. Til 8. desem- ber. Sigurrós sýnir aðallega olíumálverk. Gallerí Stígur | Nú stendur yfir myndlist- arsýning Auðar Ingu Ingvarsd. til 10. des. Opið þrið.-föst. kl. 13–18 og laug. kl. 11–16. Gallerí Sævars Karls | Myndlistarmaðurinn Gunnar S. Magnússon sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið af fólki á ferð um miðborg- ina undanfarin ár. Til 7. des. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „… eitthvað fallegt“ er samsýn- ing með listamönnum gallerísins auk gesta. Til 18. des. Opið er sem hér segir: þri.–fös. kl. 12–18, laug. kl. 12–16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Til 21. jan- úar. Sjá www.gerduberg.is. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“. Hafnarborg | Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sýnir í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G. Jóhanns- son sýnir grafík. Opið föstudaga og laug- ardaga 13–18. Heimasíða www.jvs.is Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Listasalur Mosfellsbæjar | Nú stendur yfir sýning á verkum Ólafar Oddgeirsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Ber sýningin yf- irskriftina „Táknmyndir“ og stendur til 9. des. Opið er frá 12–19 virka daga og frá kl. 12–15 laugardaga. Norræna húsið | Sýningin Exercise in To- uching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin í ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. desember. Ófeigur listhús | Skólavörðustig 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin stendur til áramóta, opið á verslunartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir í Skaft- felli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikninga; „ég misti næstum vitið“ á Vesturveggnum. Til 23. des. www.skaftfell.is Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma- bilinu 1946–60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „… hér er hlið him- insins“ sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hall- grímskirkju. Opið kl. 11–19, um helgar kl. 13– 17. Aðgangur ókeypis. Til 7. jan. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög- um til Íslands í gegnum aldirnar. Sjá nánar á heimasíðu: www.landsbokasafn.is Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heið- urs Jónas Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar. www.lands- bokasafn.is Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn- ingin stendur yfir til 31. desember. Sjá heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Sýningin er opin mán.–föst. kl. 13.30–15.30. Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska húsinu er jólastemningin allsráðandi og húsið er skreytt hátt og lágt. Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleym- anleg upplifun á aðventunni. Í krambúð hússins er jólakrambúðarstemning og boð- ið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Til 23. des. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv- intýralegt ferðalag gegnum 1.200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flug- höfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrirlestrar og fundir MÍR | Skáldakvöld MÍR verður í kvöld, 6. des., á Hverfisgötu 105. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ræðir um Lév (Leo) Tolstoj, Baldvin Halldórsson leikari les upp, Timofei Zolotúsky prestur og Benedikt Lafleur út- gefandi flytja ávörp og sýnd verða atriði úr sov. kvikmyndinni Stríði og friði. Aðgangur ókeypis. Orkugarður | Miðvikudagserindi Orkustofn- unar – Vetni á vagninn – kl. 13. María Maack fjallar um vetnisverkefnið Ectos og framtíð- armúsík um hámörkun á nýtni og fjölda- framleiðslu vetnisfarartækja. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar á www.os.is Bækur Borgarbókasafn Reykjavíkur – Kringlu- safn | Brot af því besta. Fimmtudagskvöldið 7. des. kl. 20 í anddyri Borgarleikhússins. Upplestur og léttur jóladjass. Rithöfund- arnir Árni Björnsson, Ingunn Snædal, Óskar Árni Óskarsson, Stefán Máni, Steinar Bragi og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir lesa úr nýj- um verkum sínum. Mannfagnaður Aflagrandi 40 | Jólafagnaður verður hald- inn föstudaginn 8. desember. Húsið opnað kl. 18. Glæsilegt jólahlaðborð, söngur og fleira. Skráning í Aflagranda 40, sími 411 2700. Allir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun við Ráðhúsið á Akranesi mið- vikudaginn 6. des. frá kl. 10–17. Félag um lýðheilsu | Aðalfundur Félags um lýðheilsu verður haldinn miðvikudaginn 6. desember kl. 16.30, að Þönglabakka 1, nýj- um húsakynnum Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins, gengið inn af bílastæði við verslunina Nettó í Mjóddinni, hjá Miðstöð heilsuverndar, 1. hæð. Allir áhugasamir um lýðheilsu eru velkomnir fundinn. Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði, leikföngum, borðbúnaði o.fl. alla miðvikudaga kl. 13–17 að Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Úthlutun á matvælum alla miðvikudaga kl. 15–17. Sími 892 9603. Úthlutun til fólks óháð búsetu og kyni. Fjölskylduhjálp Íslands | Bráðum koma blessuð jólin. Fjölskylduhjálpin hvetur landsmenn til að gefa fatnað, leikföng og borðbúnað vegna opnunar flóamarkaðar í að Eskihlíð 2–4 Rvík í þágu efnalítilla fjöl- skyldna. Tökum á móti miðvikudaga eða eft- ir samkomulagi kl. 13–17. Svarað í s. 892 9603. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma 698 3888. Gallerí Auga fyrir auga | Opnun á ljós- myndasýningu David McMillan á myndum frá Chernobyl. 20 ár eru síðan þetta hræði- legasta umhverfisslys sögunnar átti sér stað og verk hans eru merkileg heimild- arvinna um hnignun staðarins. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 6. desember er: 11721. Landspítali Háskólasjúkrahús, Hringbraut | Jólasala Iðjuþjálfunar LSH við Hringbraut verður 7. desember milli kl. 12 og15.30. Markaðurinn er haldinn í anddyri geðdeild- arhúss LSH við Hringbraut. Þar verða vand- aðar handunnar vörur á vægu verði. Allir eru hvattir til að mæta á söluna en kaffi- og veitingasala verður á staðnum. MÍR | Jafnframt skáldakvöldi um Tolstoj í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, kl. 20 í kvöld verður þar opnuð sýning á 36 ljósmyndum í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 65 ár síðan sigurganga hersveita fasista í Sovétríkjunum var stöðvuð í orrustunni um Moskvu. Sýningin verður uppi næstu vik- urnar. staðurstund Tónlist Vox Borealis – jólatónleikar Myndlist Sýning Haraldar Jónssonar, „Framköllun“, í Skaftfelli Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.