Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 52

Morgunblaðið - 06.12.2006, Page 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 5–10 m/s, hvassara NV og A til. Bjart f. sunnan og vestan en stöku él allra syðst. Él eða slydduél NA-lands, úrkomu- minna NV til. » 8 Heitast Kaldast 2°C -5°C aktu enga áhættu! eldu í jólamatinng i FRELSUN litarins er heiti sýningar sem opnuð verður í Listasafni Íslands 15. desember nk. Þar verða sýnd 52 verk eftir marga af fremstu listamönnum Frakka á 20. öldinni, þ.á m. Henri Matisse og Auguste Renoir. Verkin á sýningunni eru jafnt menningarsögulega og fjárhagslega ákaflega verðmæt. Þau eru tryggð fyr- ir tæpa tvo milljarða króna. Sérstakur fylgdarmaður frá Fagurlistasafninu í Bordeaux fylgir sýningunni hvert skref og er við- staddur þegar verkin eru tekin úr umbúðunum. Morgunblaðið/ÞÖK Tryggð fyrir tæpa tvo milljarða Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is INNFLUTT fóður hækkaði ný- verið um 4–6% og áburður hækkar um 17–20% að því er innflytjendur hafa tilkynnt. Þessar hækkanir koma illa niður á mjólkurframleið- endum því mjólkuriðnaðurinn hef- ur lýst því yfir að mjólkurverð verði óbreytt til ársloka 2007. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), sagði að sér sýndist áburðarhækk- unin geta numið nálægt 80 aurum á hvern lítra mjólkur eða um 120 þúsund krónum á meðalbú. Kjarn- fóðurshækkunin nú gæti numið allt að 50 aurum á hvern lítra til viðbótar eða um 75 þúsund krón- um á meðalbú. „Það er grafalvarlegt og kemur beint niður á kjörum okkar ef rekstrarvörur hækka á sama tíma og við erum í verðstöðvun,“ sagði Þórólfur. Sem kunnugt er lýsti mjólkuriðnaðurinn því yfir, í tengslum við aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til lækkunar matarverðs, að mjólkurverð yrði óbreytt til ársloka 2007. Þórólfur sagði bændur ekki hafa mörg úrræði í þessari stöðu vegna verðstöðvunarinnar. Varð- andi áburðarkaup væri helst til ráða að leita hagstæðustu inn- kaupa. Innflytjendur kjarnfóðurs fylgdust nokkuð að og ekki margt úrræða á því sviði. „Sjálfsagt verð- ur þetta til að knýja enn frekar á að það sem eftir er af fóðurtollum á innfluttum fóðurblöndum verði fellt niður. Það breytir engu um framleiðslukostnað á þeim blönd- um sem við erum að kaupa, en kynni að skapa aðhald á markaði,“ sagði Þórólfur. LK birtir á heimasíðu sinni fréttatilkynningu frá Fóðurblönd- unni hf. þar sem greint er frá 4–6% hækkun á öllu framleiddu fóðri. Lífland tilkynnti svipaða hækkun á sínu fóðri í gær. Í til- kynningu Fóðurblöndunnar segir ljóst að á yfirstandandi uppskeru- ári muni fóður halda áfram að hækka erlendis. Maís, bygg og hveiti hafi hækkað um 24–37% er- lendis frá síðustu verðbreytingu fyrirtækisins. Þá hafi eina inn- lenda hráefnið, fiskimjöl, hækkað um 30% á sama tíma sem hafi áhrif á þær tegundir sem það er notað í. Innflutt kjarnfóður og áburður hækka í verði Í HNOTSKURN » Maís, bygg og hveiti hefurhækkað um 24–37% er- lendis vegna aukinnar eftir- spurnar. » Eftirspurn hefur m.a.aukist vegna aukinnar framleiðslu á eldsneyti (bio- diesel) úr þessum hráefnum. » Bandarísk yfirvöld krefj-ast þess að 8% eldsneytis séu úr þessum hráefnum. Morgunblaðið/RAX Skerðing Hækkanir á aðföngum til kúabúa eru alvarlegar og koma niður á kjörum bænda, að sögn formanns Landssambands kúabænda. Kúabændur hafa fá úrræði vegna verð- stöðvunar á mjólk Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EKKI er langt í að hægt verði að inn- heimta gjald fyrir veganotkun með akstursmælingum með GPS-tækni í stað þess að leggja skatta á bensín- og olíunotkun, segir Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra. „Ég held að það sé ekki langt í þann tíma að það sé hægt að beita þessari aðferðafræði, og við eigum að vera tilbúin með því að hefja undir- búning og fara í þetta verkefni sem fyrst,“ segir Árni. „Staðan gæti þannig orðið sú, ein- hvern tíma í framtíðinni, að það skipti ekki máli hver raunverulega á vegi landsins.“ Árni segir það sína skoðun að tví- breikka eigi Suðurlandsveg hið fyrsta, jafnvel þótt það kosti meira en svokölluð 2+1-útfærsla. Kostnaður við það geti numið fimm til sjö millj- örðum og verkið gæti tekið þrjú til fjögur ár. Spurður um fjármögnun segir Árni: „Ég held að við eigum að skoða það mjög vandlega hvort ekki er hægt að fara einkaframtaksleið í þessu. Ég held að í því gæti falist hag- kvæmni fyrir okkur.“ Tvöföldun þarf í umhverfismat Ef tvöfalda á Suðurlandsveg í stað þess að leggja þar 2+1-veg þarf framkvæmdin að fara í umhverfis- mat, sem myndi tefja verkið um marga mánuði, segir Jón Rögnvalds- son vegamálastjóri. Hann segir það sína skoðun að heldur ætti að breikka veginn í 2+1 og aðskilja akstursstefn- ur, en eyða því fé sem hefði farið í að tvíbreikka veginn í að auka öryggi annars staðar á þjóðvegum landsins. Hann segir að ekki náist miklu betri árangur í fækkun slysa með því að tvíbreikka veginn í stað þess að láta 2+1-veg duga. Kostnaðurinn við tvíbreikkun sé um 70% meiri, en hlut- fallslega fáist litlu meira öryggi fyrir þá auknu fjármuni.  Tugmilljóna kostnaður | 6 GPS-tækni í stað olíugjalds Skoða á einkaframkvæmd við tvöföld- un Suðurlandsvegar, segir ráðherra EIÐUR Smári Guðjohnsen átti drjúgan þátt í að tryggja Evrópumeisturum Barcelona sæti í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Eiður skoraði síðara mark Börsunga þegar þeir lögðu þýska liðið Werder Bremen, 2:0, á Nou Camp í Barcelona og var þetta níunda mark hans fyrir Katalón- íuliðið á leiktíðinni. | Íþróttir Reuters Níunda mark Eiðs Smára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.