Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 334. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SILKIMJÚK RÖDD INESSA GALANTE GEFUR HJARTA SITT FULLKOMLEGA ÞEGAR HÚN SYNGUR >> 63 16 dagar til jóla GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði bandarísk stjórnvöld ekki mundu fara í einu og öllu eftir tilmælum nýrrar skýrslu um Íraks- málin, að loknum fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í Hvíta húsinu í gær. Bush útilokaði einnig að óbreyttu viðræður við Írana og Sýrlendinga til að koma á friði í Írak, líkt og mælt var með í skýrslunni. Engu að síður sagði forsetinn hana „uppbyggilega“ og að þörf væri fyrir nýja nálgun í Írak, sem hann myndi fjalla um í sér- stöku ávarpi á næstunni. Þá voru þeir Blair sammála um mikilvægi þess að koma á varanlegum friði á milli Palestínumanna og Ísraela.  20 og miðopna AP Leiðtogar Tony Blair og George W. Bush forseti í Hvíta húsinu í gær. Hyggjast fara yfir skýrsluna Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is STARFSMAÐUR í hálfri stöðu vinnur að því í dag að afrita gamlar upptökur Ríkisútvarpsins yfir á aðgengi- legt form til geymslu og framtíðarnotkunar. Að mati tveggja tæknimanna hjá stofnuninni er hins vegar þörf á mun umfangsmeiri aðgerðum vilji menn tryggja framtíð þeirra heimilda sem gamlar upptökur útvarps- ins eru. Mikið af þeim verðmætum, sem leynast á safni Rík- isútvarpsins – minnisvarðar um íslenska menningu og sögu – er hins vegar einungis til í einu og upprunalegu eintaki, ýmist á lakkplötum eða segulböndum. Verði upptökurnar fyrir skemmdum er því um óbætanlegt tjón að ræða. Þessi eintök eru reglulega handleikin og notuð af starfsfólki RÚV. Að sögn tæknimannanna Hreins Valdimarssonar og Magnúsar Hjálmarssonar er hvort tveggja viðkvæmt, lakkplöturnar og segulböndin. Þótt lakkplöturnar geymist vel við kjöraðstæður á lakkið það til að molna af þeim og eins er hætt við því að segulböndin morkni. „Útvarpið hefur hins vegar verið svo heppið að kaupa vandað materíal hverju sinni. Það er e.t.v. það sem hefur bjargað málunum hingað til; það hefur yf- irleitt verið veðjað á réttan hest,“ útskýrir Hreinn sem fagnar þeirri vinnu sem þegar er hafin. Hann leynir þó ekki þeirri skoðun sinni að betur má ef duga skal. „Þarna eru menningarverðmæti sem eru að molna nið- ur.“ | 26 Verðmæti molna niður Gamlar upptökur RÚV aðeins til sem viðkvæm frumeintök SALA á jeppum hefur dregist mik- ið saman í Bretlandi en til stendur að hækka verulega skatta á þá og önnur eldsneytisfrek farartæki. Þá er mikill áróður gegn þessum bíl- um farinn að segja til sín. Að því er fram kemur í The Times var salan 15% minni í nóv- ember en í sama mánuði fyrir ári og hefur þá minnkað stöðugt á öllu árinu nema í mars. Sala lítilla fólksbíla hefur aftur á móti aukist verulega. Í Bretlandi eru jeppar oft kall- aðir „Chelsea-dráttarvélarnar“ vegna þess hve algengir þeir eru í þessu hverfi efnafólksins. 1996 var salan á þeim 78.000 en 187.000 á síðasta ári. Talsmenn bílaframleið- enda og bílasala segja, að áróð- urinn gegn jeppunum sé aug- ljóslega farinn að hafa áhrif enda sá Ben Stewart, talsmaður Græn- friðunga, ástæðu til að fagna tíð- indunum. Minni sala í „Chelsea- dráttarvélum“ ALMENNINGUR á Íslandi telur að spilling í viðskiptaumhverfinu sé að aukast og telur jafnframt að spilling hafi meiri áhrif á persónulegt líf sitt en áður. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Transparency International sem birt var í gær. Skýrslan byggist á skoðanakönnun sem gerð var með- al almennings í 157 löndum um heim allan en samkvæmt niðurstöðum er spilling næstminnst á Íslandi. Aðeins Finnar upplifa minni spill- ingu en almenningur hér á landi; Finnland hlaut einkunnina 9,8 og Ís- land 9,6 af 10 mögulegum, þar sem 10 stendur fyrir enga spillingu og núll fyrir mikla spillingu. Þrátt fyrir góða heildareinkunn hefur spilling aukist á Íslandi, Japan og Spáni á milli ára, en hér á landi upplifir al- menningur meiri spillingu í við- skipta- og einkalífinu en áður. Viðskipti fram úr stjórnmálum Í síðustu tveimur könnunum fann almenningur mest fyrir spillingu í stjórnmálalífinu en í ár telja þátttak- endur spillinguna vera mesta í við- skiptalífinu. Á skalanum frá 1 til 5 (1: engin spilling, … 5: mjög mikil spilling) hlaut viðskiptalífið einkunnina 2,8 árið 2004. Árið 2005 var einkunnin 3,0 en í ár fær viðskiptalífið 3,4 í einkunn. Mest spilling var talin vera í stjórnmálalífinu hér á landi árið 2004 sem fékk þá einkunnina 2,8. Ár- ið 2005 var einkunnin 3,1 en nú fær stjórnmálalífið 3,3 í einkunn. Íslendingar telja að spilling hafi ekki mikil áhrif á sitt eigið líf, en ein- kunnin hækkaði þó í ár. Í skýrslunni er vakin athygli á því að í sumum löndum með góða heild- areinkunn er almenningur ekki já- kvæður í garð hins opinbera. Þrátt fyrir góða einkunn Íslands gefur al- menningur baráttu ríkisins gegn spillingu mjög lélega einkunn; 34% þátttakenda segja ríkið ekki berjast gegn spillingu yfir höfuð, 27% segja baráttuna skila litlum árangri og 11% að ríkið ýti undir spillingu. Almenningur finnur fyrir aukinni viðskiptaspillingu Í HNOTSKURN » Spilling fer vaxandi á Ís-landi, Japan og Spáni, samkvæmt könnun Trans- parency International. » Almenningur telur spill-ingu vera mesta í við- skiptalífinu, næstmesta í stjórnmálum en minnsta hvað varðar fjölskyldutengsl. » Þrátt fyrir góða heildar-einkunn Íslands telur ís- lenskur almenningur hið op- inbera ekki gera neitt til að sporna gegn spillingu. www.postur.is 12.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 3 45 81 1 2/ 06 ÞEGAR líða tekur að jólum fara landsmenn að leita sér að fagurgrænum trjám til að tylla í stofur og skreyta. Krakkarnir úr leikskólanum Seljaborg í Seljahverfi gerðu sér ferð upp í Heiðmörk í gærmorgun, í fylgd jólasveinanna Giljagaurs og Ketkróks, til að sækja heppilegt tré til að skreyta á leikskólanum sínum. Morgunblaðið/Einar Falur Sóttu sér jólatré í Heiðmörk ÞÓ SVO að stríðandi fylkingar á Srí Lanka hafi undanfarið gerst ítrek- að brotlegar við skilmála vopna- hlésins frá árinu 2002 væri erfitt fyrir Íslendinga að kalla heim ell- efu friðargæsluliða sína, sem aðild eiga að SLMM-sveitunum. Vera SLMM er nefnilega ákveðinn ör- yggisventill gegn því að allsherjar- stríð brjótist út á eyjunni að nýju. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í grein um SLMM í blaðinu í dag. | 22–25 Virka sem öryggisventill ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.