Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 6
SIGGI sæti og aðrar persónur í Latabæ hafa slegið í gegn víða um heim og eiga því marga aðdáendur. Þessi unga stúlka, sem rakst á Sigga sæta í Kringlunni, hefur kannski haft áhuga á að ræða við hann um sælgætisát um jólin. Eins og flestir vita finnst Sigga nammi afar gott og freistingarnar eru margar þessa dagana. Á spjalli við Sigga sæta Morgunblaðið/Golli 6 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Kúbu í beinu flugi 16. desember. Þú bókar og tryggir þér sæti og fjórum dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kúbu 16. desember frá kr. 49.990 Ótrúlegt tilboð - allra síðustu sæti Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í viku og ís- lensk fararstjórn, m.v. stökktutilboð. Netverð á mann. HEILBRIGÐIS- og fjármálaráð- herra skýrðu frá því í fyrradag að gildistöku þrjú hundruð þúsund króna frítekjumarks vegna atvinnu- tekna örorkulífeyrisþega yrði flýtt og það tæki gildi 1. janúar næst- komandi. Í síðasta mánuði kynntu ráðherrarnir sams konar breytingar á gildistöku 300 þúsund króna frí- tekjumarks vegna atvinnutekna elli- lífeyrisþega. Að sögn Einars Árna- sonar, hagfræðings Félags eldri borgara, má skilgreina frítekjumark sem þær tekjur sem örorku- og elli- lífeyrisþegar geta haft í tekjur án þess að greiðslur almannatrygginga skerðist. Þegar um sé að ræða þær tekjur sem almennir skattgreiðend- ur geta haft, áður en til skatt- greiðslna kemur, sé yfirleitt talað um skattleysismörk eða persónuaf- slátt. Einar segir að eins og kerfið var áður hafi ellilífeyrisþegi, sem unnið hafi sér inn 10.000 krónur í atvinnutekjur, tapað bótum frá Tryggingastofnun ríkisins að upp- hæð 4.500 krónum. Svo hafi skattur verið tekinn af afganginum og hafi fólk staðið uppi með allt niður í 1.500 krónur og skerðingin í þeim tilfellum verið 85%. Lífeyrissjóðstekjur stærsti hluti tekna ellilífeyrisþega Frá og með áramótum geti ör- orku- og ellilífeyrisþegar unnið sér inn 300 þúsund krónur á ári án þess að til 39,95% skerðingar komi. Fólk geti valið á milli 300 þúsund króna frítekjumarks atvinnutekna og þess að láta 60 af hundraði atvinnutekna koma til skerðingar við útreikning tekjutryggingar. „Þetta þarf fólk ekkert að hugsa um því það er ljóst að allir sem eru með minna en 750 þúsund krónur í tekjur á ári myndu velja 300 þúsund króna frítekju- mark. Þeir sem hafa meira myndu velja að láta taka 60% af atvinnu- tekjum. Það er minni skerðing,“ segir Einar. Einar bendir á að breytingar á gildistöku frítekjumarksins um ára- mótin gildi aðeins um atvinnu- tekjur, en ekki um lífeyrissjóðs- tekjur og helming fjármagnstekna. Hvað ellilífeyrisþega varðar sé langstærsti hluti þeirra tekna, sem þeir fá og ekki eru frá hinu op- inbera, lífeyrissjóðstekjur. „Þar er skerðing frá fyrstu krónu,“ bendir Einar á. Einstaklingur sem hefur greitt í lífeyrissjóð og fær 10.000 krónur þaðan mun búa við 40% skerðingu á þeim tekjum frá og með áramótum að sögn Einars. Ellilíf- eyrisþegi sem býr einn og nýtur heimilisuppbótar frá Trygginga- stofnun muni lenda í 69% skerðingu og sköttum frá áramótum en núna sé skerðing og skattar hjá sama manni 77%. Lækkunin komi til því skattprósenta hafi lækkað um 1% og skerðingarhlutfall lækki úr 45% í 39,95%. Ekki frítekjumörk á lífeyristekjur Frítekjumörk Eldri borgarar og öryrkjar mega frá áramótum hafa 300 þúsund krónur í atvinnutekjur án þess að bætur skerðist. 300.000 króna frítekju- mörk á tekjur örorku- og ellilífeyrisþega sem taka gildi um áramót gilda um atvinnutekjur þessara hópa. Morgunblaðið/Brynjar Gauti NÍU fasteignasalar voru í október sl. sviptir tímabundið löggildingu til þess að vera fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalar. Að sögn Þorsteins Einarssonar, formanns eftirlits- nefndar Félags fasteignasala, er um að ræða ákvæði í lögum um sölu fast- eigna, fyrirtækja og skipa. Snýst málið um að yfirlýsingu endurskoðanda hafi ekki verið skilað í réttu horfi en fasteignasölum ber skylda til að skila til eftirlitsnefndar fyrir lok ágústmánaðar yfirlýsingu um fjárvörslu fyrir árið á undan. „Það eru skil sem menn eiga að klára fyrir lok ágúst og þetta er í fyrsta skipti sem þessi skilaskylda er til staðar,“ segir Þorsteinn. Hin tímabundna svipting nær til tólf vikna. Fasteignasalar tíma- bundið sviptir leyfi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Tindi Jóns- syni, nítján ára pilti, fyrir tilraun til manndráps, fjórar mishættulegar líkamsárásir, brot á vopnalögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Rétturinn staðfesti einnig dóm yfir meðákærðu, félögum Tinds, sem áð- ur hlutu fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi í héraði. Í alvarlegustu ákærunni er Tindur sakfelldur fyrir manndrápstilraun en í október á sl. ári réðst hann á ungan karlmann vopnaður sveðju eða hníf. Vopnið fannst aldrei en ákærði sagði sjálfur fyrir dómi að hann teldi jafnvel um að ræða stærstu gerð af eldhúshníf. Hjó í höfuð fórnarlambsins Ákærði hjó með vopninu að minnsta kosti tvisvar sinnum í höfuð fórnarlambsins sem hlaut af því mikla áverka, s.s. löng og djúp sár, sprungur í höfuðkúpu og blæðingu á yfirborði heilans. Einnig hlaut fórn- arlambið afar djúpt sár á hægri hendi er hann reyndi að bera hana fyrir sig til varnar. Af lýsingu vitna þótti ljóst að vopninu var beitt af miklu afli. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að hending ein hafi ráðið því að ekki hlutust af lífshættulegir áverkar og gat ákærða ekki dulist sú hætta sem lífi fórnarlambsins var búin. Ákærði Tindur var einnig sakfelldur fyrir sérlega hættulega árás á félaga fyrr- greinds fórnarlambs sem reyndi að koma því til aðstoðar og verja fyrir atlögum. Ákærði er ennfremur borinn sök- um um sérstaklega hættulega lík- amsárás í ágúst á sl. ári í miðbæ Reykjavíkur. Þar réðst hann á mann vopnaður óþekktu vopni sem á voru einn eða fleiri gaddar. Hann lét höggin dynja á fórnarlambi sínu sem hlaut allmörg punktsár á herðum og brjóstbaki, punktsár á vinstri axlar- hyrnu ásamt fleiri meiðslum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að ákærði hafi sætt gæsluvarðhaldi samfellt frá 2. október 2005. Lögð hafi verið fram vottorð forstöðu- manns fangelsisins á Kvíabryggju sem staðfesta að ákærði hafi sýnt góða hegðun, leitað aðstoðar sál- fræðings og almennt sýnt ríkan vilja til að bæta ráð sitt. Hann hefur greitt fórnarlambi sínu bætur í sam- ræmi við niðurstöðu héraðsdóms og jafnframt stundað fjarnám við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ – með góð- um árangri. Að öllu virtu þótti dóm- inum því unnt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Ekki gerst brotlegir áður Félagar hans tveir voru ákærðir fyrir aðild sína að líkamsárásum í fylgd með ákærða. Við ákvörðun refsingar þeirra kom til refsilækk- unar að þeir hafa ekki hlotið refsingu vegna lögbrota áður og þrátt fyrir að árásirnar hafi að mestu verið tilefn- islausar taldi Hæstiréttur tilefni til að skilorðsbinda dóma þeirra. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Verjandi Tinds var Jó- hannes Rúnar Jóhannsson hrl. en verjendur meðákærðu þeir Tómas Jónsson hrl. og Ólafur Eiríksson hdl. og Halldór H. Backman hrl. og Guð- mundur Óli Björgvinsson hdl. Sex ár fyrir sveðjuárás Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 19 ára pilti, Tindi Jónssyni, staðfestur af Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í 14 mánaða fangelsi fyrir am- fetamínframleiðslu í íbúð sinni í Vesturvör í Kópavogi. Ákærði var sakfelldur fyrir framleiðslu á 110,8 gr. af fíkniefninu og vörslu á vökvum og efnum sem tengdust framleiðsl- unni. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir vörslu á 64 gr. af amfetamíni, 193 amfetamíntöflum og loftskamm- byssu á heimili sínu og smáræði af fíkniefnum í bíl sínum. Hæstiréttur taldi ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að selja amfetamínið úr verk- smiðjunni og fleira. Refsing hans var ákveðin með hliðsjón af eindregnum brotavilja hans, alvarleika brotanna, játningu á sakargiftum að talsverðu leyti og aðstoð við lögreglu. Lögreglan gerði húsleit í búð mannsins í Kópavogi í nóvember 2003. Þar var mikið af vörum, m.a. óþekktir vökvar og ýmsar umbúðir er innihéldu hvítt efni, sennilega am- fetamín að mati lögreglu, og grunn- efni til íblöndunar. Fram kom í lög- regluskýrslu að ákærði hefði borið að hann hefði verið að gera tilraunir með að búa til amfetamín. Haft var samband við slökkvilið, þar sem ástæða var til að óttast efni á staðn- um vegna brunahættu og lífrænna leysi- og ætiefna. Lögregla lagði hald á varning í íbúðinni og fékk ákærða úskurðaðan í gæsluvarðhald. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi Kolbrún Sævarsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Karlmaður dæmdur fyrir amfetamínframleiðslu í Kópavogi Hlaut 14 mánaða fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.