Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 11 FRÉTTIR Rannveig Káradóttir syngur lög og texta Kristjáns Hreinssonar SMELLIN OG HUGLJÚF PLATA FYRIR YNGSTU BÖRNIN! SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 511-5656 FIOLSTRÆDE 7 3336 5656 WWW.12TONAR.IS    Sea Kelp baðlínan tilvalin í jólapakkann fyrir hann/hana        Helstu sölustaðir: Lyf og heilsa, Lyfja, Hagkaup Smáralind og Blómavalsverslanirnar.                                              ! "       # $ %   $  &'  "(       Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SAMFYLKINGIN rétti í gær fram sáttahönd til ríkisstjórnarflokkanna vegna frumvarps menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði að nú þegar samkomulag hefði náðst um að frumvarpið yrði ekki keyrt í gegn fyrir jólafrí ætti að nýta tímann til að ná þverpólitískri sátt. „Ég tel mikilvægt að við nýtum það lag sem nú er þar til að það [frumvarpið] kemur til þriðju umræðu til þess að freista þess að ná einhverri samstöðu um Ríkisútvarpið,“ sagði Ingibjörg Sólrún á fundi sem Samfylkingin boðaði með fjölmiðlafólki til að kynna tillögur sínar um Ríkisútvarpið (RÚV). „Ég held að það væri hægt að gera t.d. með því að setja yfir það pólitíska nefnd, nefnd skipaða af þingflokksformönnum flokkanna, sem myndi reyna að ná niðurstöðu í málið. Það er smáandrými núna og við eigum að reyna að nýta það,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði að svo virtist sem það áttuðu sig ekki allir á því um hvað deilan um RÚV sner- ist. „Það er ekki þannig að stjórnarandstæð- ingar hér á þinginu hafi af því einhverja sér- staka ánægju af því að teygja lopann hér í þingsalnum og reyna á þolrifin […] í stjórn- arliðinu. Það er ekki þess vegna sem við erum að tala svona mikið um Ríkisútvarpið,“ sagði Ingibjörg. Frumvarpið skapar enga sátt „Verði frumvarpið að lögum núna verður engin sátt um Ríkisútvarpið. Þá mun frekar herða á átökum um útvarpið á komandi miss- erum og árum. Við óttumst að það geti orðið til þess að við munum ekki, þegar fram líða stundir, eiga hér sjálfstætt, öflugt almanna- útvarp. Það er það sem við í Samfylkingunni leggjum megináherslu á; sjálfstætt, öflugt al- mannaútvarp,“ sagði Ingibjörg Sólrún á fund- inum í gær. Hún sagði aðspurð að hún óttaðist að vegna þeirra deilna sem mundu verða vegna fyr- irhugaðra breytinga á RÚV mundu sam- keppnisaðilar ekki sætta sig við RÚV. Vegna m.a. fyrirhugaðs nefskatts mundu óvinsældir þess aukast, og sótt yrði að því vegna þess. Það mundi svo greiða leiðina fyrir þá hugsun að ekkert væri unnið við að vera með rík- isútvarp, og í framhaldinu spyrðu menn hvers vegna ætti ekki að selja það. Rekstrarfyrirkomulagið er lykilatriði í að skapa sátt um RÚV, og ein helsta ástæðan fyrir því að Samfylkingin leggst gegn hug- myndum meirihlutans um RÚV. Í tillögum Samfylkingarinnar er lagt til að það verði sjálfseignarstofnun með stjórn sem kosin sé af Alþingi, en ekki hlutafélag eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi menntamálaráðherra. Kost- urinn við það er að þar myndast ákveðin fjar- lægð við framkvæmdavaldið, segir Ingibjörg. „Hlutafélagaformið er hins vegar það form sem þeim fyrirtækjum er almennt valið sem keppa á markaði. Við ætlumst ekki til þess að Ríkisútvarpið verði eins og hver annar sam- keppnisaðili á útvarpsmarkaði; að það beiti sér af fullri hörku í samkeppni við aðra miðla, hafandi jafnframt í farteskinu verulegan að- gang að sérmörkuðum tekjustofnum sem aðr- ir fjölmiðlar hafa ekki. Þess vegna teljum við mikilvægt, og hefur mikla táknræna þýðingu, að Ríkisútvarpið sé ekki hlutafélag eins og aðrir miðlar á þessum markaði,“ sagði Ingi- björg. Samfylkingin gagnrýnir einnig að óljóst sé hvert hlutverk hins nýja hlutafélags eigi að vera. Því sé m.a. gefið undir fótinn að RÚV sé ætlað að keppa á samkeppnismarkaði með að- stoð ríkisstyrks. Einnig séu réttindi starfs- manna ekki tryggð með þeim hætti sem vera eigi í almannaútvarpi á ábyrgð ríkisvaldsins. Nefskattur óheppilegur Samfylkingin leggur einnig til að starfs- menn komi inn í stjórn Ríkisútvarpsins, til að meirihluti stjórnarinnar endurspegli ekki rík- isstjórnarmeirihluta á hverjum tíma. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í gær áherslu á að stjórnmálamenn skipulegðu ekki fjölmiðlun í landinu; að ríkjandi stjórn- völd hefðu ekki meirihluta stjórnar RÚV á sínu forræði. Ennfremur telja þingmenn Samfylkingar- innar það óheppilegt að RÚV fái tekjur með nefskatti. Spurð hvernig eigi að fjármagna RÚV segir Ingibjörg Sólrún að afnotagjald eins og notað sé í dag sé við lýði í mörgum löndum. Einnig komi framlög á fjárlögum til greina, að því gefnu að þau stjórnist af lang- tímasamningum við RÚV en ekki skammtíma- sjónarmiðum við gerð hverra fjárlaga. Samfylkingin vill að pólitísk nefnd fjalli um frumvarp um Ríkisútvarpið fyrir þriðju umræðu á Alþingi Hægt að ná sátt um Ríkisútvarpið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynntu hugmyndir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti í gær hugmyndir Samfylkingarinnar til að ná sátt um Ríkisútvarpið ásamt Merði Árnasyni (t.v.) og Össuri Skarphéðinssyni. HÆSTIRÉTTUR hefur stytt fang- elsisrefsingu tvítugs pilts sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi í tveggja ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn stúlku úti á víðavangi við tjaldstæði í fyrrasumar. Hæstiréttur stytti dóminn í 18 mánaða fangelsi og dæmdi hann til greiðslu 800 þús- unda króna í skaðabætur. Tekið var tillit til ungs aldurs ákærða og máls- atvika. Hann var sakfelldur fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til kynferð- ismaka með því að neyða hana til að hafa við sig munnmök. Einnig var hann sakfelldur fyrir að hafa gert til- raun til að þröngva henni til samræð- is. Stúlkan þótti trúverðug í frásögn sinni. Sagðist hún hafa hitt piltinn á tjaldstæðinu og gengið með honum að trjálundi skammt frá. Eftir það mundi hún ekki eftir sér fyrr en hún hefði legið á bakinu, verið komin úr fötum að neðanverðu og strákurinn legið við hlið hennar. Þegar hann hafði brotið gegn henni sagði stúlkan hann hafa staðið upp og hún legið grátandi í grasinu. Strákurinn hefði hlegið að henni og sagst myndu drepa hana ef hún segði frá. Þegar læknir skoðaði stúlkuna sagðist hann ekki lengi hafa séð ein- stakling í eins miklu áfalli. Sálfræð- ingur sagði hana ennfremur hafa öll einkenni þess að hafa orðið fyrir áfalli. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Verjendur voru Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. Sækjandi var Sig- ríður Elsa Kjartansdóttir saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot SAMFYLKINGIN setti í gær fram fimm hug- myndir sem miða eiga að því að skapa sátt milli andstæðra sjónarmiða og starfsfrið um Ríkisútvarpið.  Ríkisútvarpið verði sjálfseignarstofnun með eigin stjórn sem Alþingi kjósi. Starfs- menn eigi að auki sæti í stjórninni til að tryggt sé að ekki myndist ríkisstjórnarmeirihluti.  Komið verði á Hlustendaþingi sem komi að stefnumótun Ríkisútvarpsins. Útvarpsráð verði lagt niður og pólitísk afskipti afnumin.  Fjármögnun Ríkisútvarpsins verði blönduð, annars vegar með ríkisframlagi og sérstökum öðrum tekjum, en hins vegar með auglýsinga- tekjum. Þær tekjur verði ekki hærri en 15– 20% af heildartekjum Ríkisútvarpsins.  Ríkisútvarpið sé almannaútvarp og dag- skráin miðist við vandaðan fréttaflutning, menningarmiðlun, fræðslu og lýðræðislega umræðu. Áhersla verði á innlenda dag- skrárgerð og nána samvinnu við sjálfstæða framleiðendur dagskrárefnis.  Ríkisútvarpið verði sjálfstætt, óháð stjórn- mála- og viðskiptahagsmunum. Starfsmenn búi við ritstjórnarlegt sjálfstæði og skýr að- greining verði mörkuð á dagskrárgerð og auglýsingum. Settar verði reglur um kostun sem taki mið af því. Skapa þarf sátt og starfsfrið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.