Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GERÐ hefur verið réttarsátt í máli Björns Friðfinnssonar, fyrr- verandi ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, gegn stjórnvöldum, sem felur í sér að Björn fær greidd laun til sjötíu ára aldurs, auk miskabóta að fjárhæð 2 milljónir króna. Yfirlýsing Björns af þessu til- efni, sem undirrituð er af Jakobi R. Möller hæstaréttarlögmanni er svohljóðandi: „Í dag lauk með réttarsátt dómsmáli, sem á rætur sínar að rekja til ársins 1996. Stefnandi, Björn Friðfinnsson, skipaður ráðuneytisstjóri í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytunum með æviráðningu, fékk í ágúst 1993 launalaust leyfi frá störfum til þess að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel í tvö ár, en Björn hafði tekið mjög virkan þátt í samningunum um EES. Það leyfi var síðar framlengt til ársloka 1996 með bréfi Finns Ingólfsson- ar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en um leið var tekið fram í bréfi ráðherra að ekki yrði um frekari framlengingu leyfisins að ræða. Vorið 1996 sagði Björn síðan upp starfi sínu hjá ESA og bjó sig til heimferðar í árslok. Fáum dögum fyrir heimkomuna bárust honum síðan boð ráðherra um að hann hefði skipt um skoðun og hygðist nú ekki fela honum starf ráðu- neytisstjóra að nýju. Engar ástæður voru tilgreindar fyrir þessum sinnaskiptum en tekið var fram að í staðinn gæti Björn fengið starf hjá undirstofnun ráðuneytisins. Fleiri tilfærslur ráðuneytis- stjóra milli ráðuneyta Björn sætti sig ekki við þetta, en niðurstaðan varð sú að hann féllst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um EES-mál um tveggja ára skeið, enda var um leið gerður samn- ingur um að hann skyldi snúa til fyrra starfs í síðasta lagi að tveim- ur árum liðnum. Þegar þar að kom var enn fyrirstaða hjá ráðherra um að Björn sneri til fyrri starfa í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en þá var ákveðið að Björn tæki við stjórn dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins til 5 ára en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðu- neytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn myndi taka við starfi ráðuneyt- isstjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu þegar 5 ára tímabilinu lyki. Ekki var staðið við það sam- komulag af hálfu nýs ráðherra þegar til kom. Var endurkomu Björns frestað um 2 ár með nýjum samningi, sem ekki var heldur efndur þegar til átti að taka. Björn höfðaði þá mál gegn ríkissjóði, þar sem aðalkrafa hans var að staðið yrði við gerðan samning um end- urkomu hans í ráðuneytið. Jafn- framt var krafist miskabóta vegna framkomu ríkisins í hans garð. Niðurstaða dómsáttarinnar sem gerð var í dag er að ríkissjóður fellst á að greiða Birni laun til fullnaðs sjötíu ára aldurs ásamt miskabótum að fjárhæð 2 milljónir króna. Ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á vegum ráðuneyta á meðan á launagreiðslum skv. réttarsáttinni stendur, en það skal þó ekki hindra Björn í að taka að sér verkefni fyrir aðra aðila. Björn telur að sáttin, sem und- irrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnu- brögðum af þess hálfu. Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. Þar til slíkar reglur verða settar er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma,“ samkvæmt yfirlýsingu Björns Friðfinnssonar. Björn fær laun til sjötugs Réttarsátt gerð í máli fyrrverandi ráðuneytisstjóra gegn stjórnvöldum NÝR forstjóri verður ráðinn að Umhverfisstofn- un, en samkomu- lag hefur tekist milli umhverfis- ráðuneytisins og Davíðs Egilsonar, forstjóra stofnun- arinnar, um að hann láti af störf- um. Verður staðan auglýst og mun Davíð gegna embættinu þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri sitt mat að þetta væri starfsemi stofnunarinnar fyrir bestu og að það væri fullt samkomu- lag um þessa niðurstöðu. Fyrir lægi úttekt á stjórn og skipulagi stofnun- arinnar og þar kæmi skýrt fram að sameining hennar hefði gengið vel í upphafi. Nú væri kominn tími til að þróa stofnunina áfram og það væri sameiginleg niðurstaða að þær breytingar sem lagðar væru til væru það viðamiklar að eðlilegt væri að nýr forstjóri stýrði því starfi. Hættir hjá Umhverfis- stofnun Davíð Egilson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.