Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 15 ÚR VERINU MEÐALVERÐ á þorski á fisk- mörkuðum í haust hefur verið hærra en nokkru sinni áður. Í októ- ber fór meðalverðið í 217,54 krónur og í nóvember varð það enn hærra, 225,86 krónur á kíló. Hið háa verð í nóvember skýrist að nokkru leyti af því að framboð þá var það minnsta sem verið hefur vegna gæftaleysis. Eyjólfur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsmarkaðar, segir hafa farið saman í haust, minna framboð og aukna eftirspurn. Því sé verðið hátt. „Fiskkaupendur, sem voru í heimsókn hjá mér í vik- unni sögðu að það vantaði fisk um allan heim,“ segir Eyjólfur. Árið í ár hefur verið mjög gott að sögn hans. Í flestum mánuðum hef- ur verið selt meira en í sömu mán- uðum í fyrra, en það ár þótti mjög gott. Á þessu ári hefur verið selt fyrir meira en milljarð í hverjum mánuði, en það hefur aldrei gerzt áður. Mest var salan í marz og maí, um 1,6 milljarðar hvorn mánuð. Þrátt fyrir að mjög lítið hafi verið selt í nóvember, nam salan þá 1,2 milljörðum króna, sem er met í þeim mánuði. Nú eru 6 til 7 fastir erlendir kaup- endur á innlendu mörkuðunum. Skozkur kaupandi er þar stærstur, en hann sérhæfir sig í skötusel. Í verðmætum talið er hann 13. stærsti kaupandinn en sá 18. mælt í magni.     ! " #  $%                     Þorskverð aldrei hærra HB Grandi hefur ákveðið að leggja ísfisktogaranum Brettingi NS 50 í byrjun marz á næsta ári. Hann hefur verið gerður út frá Vopna- firði en einkum aflað hráefnis fyrir þorskvinnslu HB Granda á Akra- nesi. Veiðiheimildir skipsins verða fluttar yfir á önnur skip í eigu fé- lagsins. Áhöfninni hefur verið sagt upp og verður reynt að ráða sem flesta í pláss á öðrum skipum fé- lagsins. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir þetta nauðsynlega hagræðingu, meðal annars í ljósi minnkandi þorsk- veiðiheimilda. HB Grandi gerir eft- ir sem áður út þrjá ísfisktogara og munu þeir afla hráefnis fyrir vinnslur fyrirtækisins í Reykjavík og á Akranesi. Þótt Brettingur sé skráður á Vopnafirði mun það ekki hafa áhrif á starfsemi félagsins þar að skipinu verður lagt. Eins og áður sagði hefur þorskafli Brettings farið til vinnslu á Akranesi og ýsa farið á markað. Mikil uppbygging á Vopnafirði Mikil uppbygging hefur átt sér stað í uppsjávarvinnslu HB Granda á Vopnafirði í ár og á síðasta ári og hefur vinnslugetan ekki aðeins ver- ið þrefölduð, að sögn Eggerts, heldur hefur öll vinnuaðstaða verið bætt mikið. Þá er kominn grunnur að frystigeymslu á staðnum, sem verður reist í vetur. Þar sem áherzlan hefur verið lögð á vinnslu á uppsjávarfiski á Vopnafirði, er botnfiskur aðeins unninn þar þann tíma, sem uppsjávarfiskur er ekki unninn. Hráefnis til þeirrar vinnslu, fyrst og fremst ýsu, hefur verið aflað á fiskmörkuðum og af ýmsum viðskiptabátum. „Þessi aðgerð er hluti af nauð- synlegri hagræðingu, en hún kem- ur því miður niður á áhöfn skips- ins. Við munum gera það sem við getum til að finna pláss fyrir mannskapinn á öðrum skipum fé- lagsins.“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson. Á fertugsaldri Brettingur er kominn til ára sinna, smíðaður 1973 og er einn hinna svokölluðu Japanstogara, sem komu til landsins á þessum tíma. Hann er 582 brúttórúmlestir og ríflega 57 metrar að lengd. Hann var lengdur 1988 og þá sett- ur í hann búnaður til heilfryst- ingar. Brettingi verður lagt Reynt að ráða sem flesta úr áhöfninni á önnur skip HB Granda – Engin áhrif á fiskvinnslu félagsins á Vopnafirði Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Í HNOTSKURN »Veiðiheimildir skipsinsverða fluttar yfir á önnur skip í eigu félagsins »Brettingur er kominn tilára sinna, smíðaður 1973 og er einn hinna svokölluðu Japanstogara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.