Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BRÉF 365 hf. hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í gær, eða um 6,5%. TM hækkaði um 1,88% og Teymi um 1,56%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% og var 6.343 stig í lok dags. Veltan nam 2,6 millj- örðum króna. Þá hækkuðu bréf Atl- antic Petroleum um 1,48% og Kaup- þing banki um 0,97%. Mest var lækkun á bréfum Mosaic Fashions, um 1,21%. Gengi krónunnar veiktist um 0,24% í gær og var 125,3 stig. 365 upp um 6,5% ● STJÓRN Seðlabanka Evrópu ákvað í gær að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig. Vextirnir eru nú 3,5% en til sam- anburðar eru stýrivextir Seðlabanka Íslands nú 14%. Hækkunin í Evrópu er nákvæmlega í takt við það sem sérfræðingar höfðu spáð. Þetta er sjötta vaxtahækkun bankans á árinu en hagvöxtur á evrusvæðinu hefur verið vaxandi og eftirspurn eftir lánsfé verið að aukast. Stýrivextir í Evrópu hækkaðir í 3,5% FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Norvest, dótturfélag Straumborgar, sem er í eigu Jóns Helga Guðmunds- sonar, kenndan við Byko, hefur síð- ustu tvær vikur verið að auka hlut sinn verulega í Kaupþingi banka. Á þessum tíma hefur félagið keypt 4,2 milljónir hluta með framvirkum samningum. Alls nemur andvirði við- skiptanna, sem fram hafa farið sex sinnum, um 3,3 milljörðum. Í fyrstu viðskiptunum, 23. nóvember, skömmu eftir hlutafjárútboð bank- ans, var gengi bréfanna í bankanum 792 en í síðustu tilkynntu kaupum, þann 5. desember, var gengið 812. Norvest er fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, sem er í stjórn Kaupþings banka og vara- maður í stjórn Norvest. Aðilar fjár- hagslega tengdir Brynju eiga alls 12,8 milljónir hluta í bankanum en framvirkir samningar eru þar af 4,2 milljónir. Af heildarhlutafé er þetta um 1,7% hlutur og markaðsvirði bréfanna rúmir 10 milljarðar króna. Samkvæmt hluthafalista yfir 20 stærstu eigendur í Kaupþingi banka þann 30. nóvember sl. var Norvest skráð fyrir 10,4 milljónum hluta, eða 1,4% af heildarhlutafé, sem gerði fé- lagið ellefta stærsta hluthafann. Bréfin sem keypt hafa verið á fram- virkum samningum undanfarið hafa verið skráð á Arion safnreikning en þau eru flest á gjalddaga í júní nk. Norvest kaupir í Kaup- þingi fyrir 3,3 milljarða Félög tengd Jóni Helga eiga orðið 1,7% hlut í bankanum smám saman gegni hún sáralitlu hlutverki fyrir fjárskuldbindingar í hagkerfinu. Eitt af hlutverkum gjaldmiðla sé að vera tæki til þess að geyma peninga, en viðvarandi háir vextir rýri hæfni gjaldmiðils- ins til að gegna því hlutverki þegar fjármagnsmarkaðurinn er jafn op- inn og virkur og er hér á landi. „Hávaxtastefna Seðlabanka Ís- lands virðist þess vegna smám saman vera að verðleggja íslensku krónuna út af markaðnum.“ Krónan verðlögð út af markaðnum? SA segja þátt krónunnar í íslensku hagkerfi fara minnkandi Morgunblaðið/Kristinn MARKAÐSHLUTDEILD krón- unnar í íslenska bankakerfinu er um 20% en í íslenska lánakerfinu í heild er hlutdeildin aðeins 13%, að því er segir í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Segir þar að á und- anförnum árum hafi ýmsar nýj- ungar á fjármagnsmarkaðnum gert hann virkari og meðal annars valdið því að lántakendur hafi betri möguleika en áður að taka lán í öðrum gjaldmiðlum en krón- unni. Þessi þróun hljóti að halda áfram og háir vextir minnki þýð- ingu krónunnar hennar fyrir hag- stjórn. Erlend lán Er í fréttabréfinu velt upp þeirri spurningu hver virkni stjórnar peningamála sé þegar fjármagns- markaðurinn verði sífellt opnari og fyrirtæki og almenningur hafi möguleika til þess að velja sér gjaldmiðil fyrir fjárskuldbindingar. „Það eru fyrst og fremst heim- ilin í landinu og tilteknir mjög af- markaðir hlutar atvinnulífsins sem eru nettóskuldarar í krónum. Við- varandi háir vextir leiða til þess að bæði heimilin og fyrirtækin leita varanlegra lausna til þess að flytja lán sín yfir í erlenda gjaldmiðla. Nú standa heimilunum til boða bílalán í erlendum gjaldmiðlum og aftur eru farnar að sjást auglýs- ingar um húsnæðislán í erlendum gjaldmiðlum. Næstu skref í þróun- inni verða væntanlega að bjóða upp á ennþá meira aðlaðandi kosti í húsnæðislánum í erlendum gjald- miðlum og leiðir til þess að fjár- magna yfirdrátt með erlendum lánum,“ segir í fréttabréfi Sam- taka atvinnulífsins. Þannig megi reikna með því háir vextir hafi í för með sér að mark- aðshlutdeild krónunnar minnki enn frekar á næstu árum og að GREINING KB banka segir að- hald ríkisins verða talsvert minna á næsta ári en gert hafi verið ráð fyrir í fjárlögum sem kynnt voru í byrjun október, að því er kemur fram í Hálffimm- fréttum deildarinnar í gær. Samkvæmt nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir níu milljarða króna tekjuafgangi ríkissjóðs á næsta ári í stað 15 milljarða eins og reiknað var með í fyrra frumvarpinu. Þá aukast gjöld ríkisins um 16,7% á milli fjárlaga. „Það verður því að teljast óheppilegt að dregið sé úr aðhaldi í ríkisfjármálum á sama tíma og Seðlabankinn er enn að berjast við verðbólgudrauginn,“ skrifar deildin. Hún nefnir tilkynningu rík- isstjórnar um lækkun matarskatts sem dæmi um þensluhvetjandi að- gerðir ríkissjóðs. Einnig hafi rík- isstjórnin ákveðið í október að fella úr gildi ákvörðun um frestun fram- kvæmda, sem áttu að sporna gegn þenslu. Þá sé í fjárlögunum gert ráð fyrir að tekjuskattshlutfall ein- staklinga lækki um eitt prósentu- stig auk þess sem persónuafsláttur hækki. „Þessar aðgerðir eru ekki til þess fallnar að draga úr þenslu í hagkerfinu og að öðru óbreyttu hvetja til áframhaldandi neyslu heimila,“ segir greining KB. Segja fjár- lög þenslu- hvetjandi Árni M. Mathiesen ( ".   ,   ". -+ /,-  $ % &'# ' () *  *    ! "#$% &'() ! " # ! "$$# * $' ( *+ "$' &'() ! ,%- &'() ! + &'() ! &$ . !  /)0 1  2()3 . !  . 1  ! 4  ! 4'# +!' ! 5$((,( +6. ! 7( ! +  )  ,  /8$ ! +  &'() ! 9#  # &'() ! :;! 6 ! <4= ", > ? ! >?  $- ! @($- ! -    .'"' 5$(0 5((  % /01   , &  ! )6 !  '  #                                                                  %)$   >.' A '   2() 5                                                                                         @)$ A B( ">  C "$!( ($ +6-  %)$            5A$ %%  : D 5E*        F F +>5/ G"=       F F H"H <4= 5$'!       F F <4= 2!- :        F F 9H/= G'I J'        F F ● VERÐ á olíufati hefur verið á bilinu 61,5 til 64 dollarar í þessari viku eftir 7,1% verðhækkun í síð- ustu viku, að því er kemur fram í Morgunkornum Glitnis í gær. Aukin eftirspurn í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC- ríkin samþykki að minnka fram- leiðslu á fundi í næstu viku hafa valdið hækkunum á olíumarkaði undanfarna daga. Er reiknað með að OPEC-ríkin dragi framleiðsluna saman um 500 þúsund tunnur á dag. Olíuverð hækkar vegna OPEC-samráðs ● STERLING-lágfargjaldafélagið, sem er í eigu FL Group, hefur tilkynnt að það muni bjóða upp á ferðir milli Kaupmannahafnar og Stokkhólms í samstarfi við sænska félagið FlyNor- dic. Samkvæmt frétt í Børsen mun þetta vera ein af mikilvægustu flug- leiðum SAS. Haft er eftir markaðs- stjóra Sterling, Stefan Vilner, að fé- lagið vilji styrkja stöðu sína í Stokkhólmi en flogið verður fjórum sinnum á dag alla virka daga. Sterling sækir að SAS í flugi til Stokkhólms „Í DAG erum við að hanna og smíða nokkrar vélar fyrir álver erlendis. Tvær fyrir Rusal, eina fyrir Alcan í Óman og tvær fyrir indverska álver- ið Balco. Auk þess erum við að smíða nokkrar vélar fyrir ISAL og Norð- urál,“ segir Ingir B. Rútsson, fram- kvæmdastjóri Stímis, en fyrirtækið sérhæfir sig í smíði og hönnun véla fyrir álfyrirtæki og lauk nýlega hönnun á vel fyrir nýsjálenskt álver. Ingi segir vélarnar mjög sérhæfð- ar og ætlaðar til notkunar í svoköll- uðum skautsmiðjum í álverum. „Þetta eru ekki vélar sem þú sérð á hverju heimili. Skautsmiðjur sjá um endurnýjun á kolaskautum sem leiða rafmagn um steypukerin, en fyrir eitt tonn af áli þarf um hálft tonn af kolum til framleiðslunnar. Vélarnar okkar eru sérhæfðar til þess að við- halda og end- urnýja þessi kola- skaut. Auk þess smíðum við ým- iskonar mæli- og rafeindabúnað, sérsniðinn að þörfum álfyr- irtækja, en sú framleiðsla er minni í sniðum,“ segir Ingi. Í dag eru starfsmenn Stímis um 20 talsins og velta fyrirtækisins er í kringum 300 milljónir króna. Ingi segir fyrirtækið hafa tekið að sér töluvert af verkefum fyrir erlend ál- ver á síðastliðnu ári og er vongóður um að framhald verði á framleiðslu til útflutnings í framtíðinni. „Í byrjun þessa árs sameinast Stímir og Vélsmiðja Hjalta Ein- arssonar, en samruninn var fyrst og fremst hugsaður til að auka getu fyrirtæksins til að taka að sér stærri verkefni fyrir erlenda aðila. Síðan þá höfum við eytt töluverðu púðri í að kynna okkur og starfsemina. Álgeirinn er talvert íhaldssamur bransi en við höfum notið góðs af því að hafa smíðað töluvert af vélum fyrir Alcan á Íslandi í gegnum tíð- ina. Sú vinna veitti okkur ákveðna viðurkenningu og opnaði dyr að fleiri verkefnum. Boltinn hefur þannig farið stækkandi og ég á frek- ar von á því að hann haldi áfram að vinda upp á sig. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að meira en helm- ingur verkefnanna verði fyrir er- lend fyrirtæki,“ segir Ingi B. Rúts- son. Smíða vélar fyrir Alcan og Rusal Í HNOTSKURN » Stímir er tíu ára gamaltfyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði og hönnun á vélum fyrir álfyrirtæki. » Starfsmenn Stímis eru um20 talsins, fyrirtækið veltir um 300 milljónum króna og starfsemin er rekin í Hafn- arfirði. » Í dag vinnur Stímir aðhönnun og smíði vélbún- aðar fyrir alþjóðleg fyrirtæki á borð við Alcan, hið rússneska Rusal og Balcan. Vélarnar eru mjög sérhæfðar og ætlaðar til notkunar í svokölluðum skaut- smiðjum í álverum. Ingi B. Rútsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.