Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær vera ósammála þeirri ályktun bandarísku Íraks- nefndarinnar, að ein af forsendunum fyrir því að koma á stöðugleika í Írak og í Mið-Austurlöndum væri að binda enda á deilur Ísraela við Pal- estínumenn og aðra nágranna þeirra. Ýmsir ísraelskir embættis- menn gerðu í gær lítið úr Íraks- skýrslunni en ljóst er, að Ísr- aelsstjórn hefur áhyggjur af því, að hún kunni að boða stefnubreytingu í Washington. „Ég er einfaldlega andvígur til- raunum til að tengja saman Íraks- málið og deilurnar í Mið-Austurlönd- um að öðru leyti,“ sagði Olmert um skýrslu Íraksnefndarinnar en í henni er hvatt til beinna viðræðna milli Ísraela, Sýrlendinga, Líbana og Palestínumanna. Olmert sagði, að enn væri ekki grundvöllur fyrir endurnýjuðum við- ræðum við Sýrlendinga og minnti á, að um það hefði heldur ekkert verið rætt á nýlegum fundi hans með George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, í Washington. Bashar Assad, forseti Sýrlands, hefur á síðustu mánuðum margoft hvatt Ísraela til nýrra viðræðna en Olmert hefur ávallt hafnað óskum um þær. Shimon Peres, aðstoðarforsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn hefði ekkert sam- ráð haft við Ísraela um innrásina í Írak og málin því ekkert skyld og ísraelska dagblaðið Yediot Aharonot hafði eftir ónefndum ráðgjafa Ol- merts, að himinninn væri „ekki að hrynja yfir okkur“. Eftir öðrum var haft, að skýrslan væri vissulega mjög slæm frá sjónarhóli Ísraela og „fari Bush að tillögum nefndarinnar, mun það valda jarðskjálfta í Mið- Austurlöndum. Það er þó ekki lík- legt, að hann geri það“. Ýmsir fréttaskýrendur eru á ann- arri skoðun og segja, að Ísraelar hafi ærna ástæðu til að hafa áhyggjur af ályktunum skýrslunnar, meðal ann- ars um Golan-hæðirnar, um „rétt“ palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna og fleira. Tæpitungu- lausar tillögur Starfshópurinn, sem vann að Íraksskýrslunni, segir berum orð- um, að Ísraelar eigi að skila Golan- hæðunum til Sýrlendinga og þá gegn því, að þeir hætti að styðja skæruliða í Líbanon og Palestínu og láti af öll- um afskiptum af líbönskum innan- ríkismálum. Að starfshópurinn skuli tala um „rétt“ palestínskra flótta- manna, a.m.k. sumra, til að snúa aft- ur til heimkynna sinna innan landa- mæra Ísraels, vekur líka mikla athygli en hingað til hefur það verið venjan að tala um flóttamanna- vandamálið með mjög óljósu orða- lagi. Sumir fréttaskýrendur sögðu, að Ísraelar ættu að fara að búa sig und- ir stefnubreytingu í Washington. „Ísrael verður að búa sig undir allt annan raunveruleika,“ sagði Dore Gold, fyrrverandi sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, í viðtali við fréttavefinn Ynet og Zalman Shoval, fyrrverandi sendiherra Ísr- aels í Washington, segir í grein í Jer- usalem Post, að nú sé ætlast til, að Ísraelar borgi fyrir ástandið í Írak en gegn því verði þeir að berjast. Ísraelsstjórn óttast nýjar áherslur í Washington AP Áhyggjur Olmert, umkringdur lífvörðum, eftir að hafa hafnað tillögum Íraksskýrslunnar á fundi með ísraelskum ritstjórum. Fyrrverandi sendiherra segir Ísraela verða að búa sig undir nýjan raunveruleika Í HNOTSKURN » Deilur Ísraela við ná-granna sína hafa staðið linnulaust eða -lítið frá stofn- un Ísraelsríkis 1948. Talið er, að þá hafi þeir rekið 700– 800.000 Palestínumenn af landi, sem nú er innan landa- mæra Ísraels. » Ísraelar tóku Golan-hæðirnar af Sýrlendingum í Sex daga stríðinu 1967 og síðan aftur í Yom Kippur- stríðinu 1973. Þeim ber að skila samkv. ályktunum SÞ. London, AFP. | Sex manns slösuðust í London í gær þegar skýstrokkur herjaði skyndilega í norðvestur- hluta borgarinnar, reif þök af hús- um og felldi tré. Um 100 hús urðu fyrir skemmdum og hundruð manna urðu að yfirgefa heimili sín. Einn hinna slösuðu var með höf- uðmeiðsl og fékk aðstoð á sjúkra- húsi, hinir voru lítt meiddir. Ský- strokkurinn, sem var um 65 metra hár, eyðilagði algerlega hlið á einu húsanna en hamfarirnar stóðu að- eins yfir í um 20–30 sekúndur. Svip- aður skýstrokkur olli mörg hundr- uð milljóna króna tjóni í Birmingham í fyrra, að sögn tals- manns sambands tryggingafélaga. „Um leið og hann snerti jörðina þeyttist allt upp í loftið, grjót, múr- steinar, ruslatunnur, allt þaut upp í loftið, þetta var eins og í Galdra- karlinum í Oz,“ sagði einn sjón- arvotta í gær, Colin Brewer. Skýstrokkur herjar á Lundúnabúa Reuters Eyðilegging Skemmdir á húsi við Chamberlayne Road í N-London. HUNDRUÐ listamanna, hvaðanæva að í Póllandi, eru nú samankomin í gamla borgarhlutanum í Kraká í suð- urhluta landsins. Komu þeir þangað með listileg líkön, sem sýna fæðingu Jesúbarnsins, og eru þá ekki að binda sig neitt sérstaklega við frásögnina um fátæklegt fjárhús, heldur gefa þeir hugmyndafluginu alveg laus- an tauminn. Hér er verið að koma einni jötunni fyrir á Sukiennice-torgi en sú glæsilegasta er verðlaunuð. Reuters Barn í jötu borið var Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRN Eþíópíu fagnaði ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær um að senda bæri 8.000 manna friðargæslulið afrísku ríkjasamtakanna IGAD til Sómalíu til stuðnings bráðabirgðastjórn landsins og sagði að hún væri löngu tímabær. „Við álítum að hrinda beri ályktuninni í framkvæmd tafarlaust vegna þess að ástandið fer versnandi í Sómalíu,“ sagði Wahide Beleye, talsmaður stjórn- valda í Addis Ababa, höfuðstað Eþíópíu. „Við lítum svo á að þetta muni skapa óstöð- ugleika í Sómalíu,“ sagði Ibrahim Adow, talsmað- ur íslamista, er nefna hreyfingu sína Íslömsku dómstólana og ráða mestu í sunnanverðri Sómal- íu. Forsvarsmenn hreyfingarinnar segjast munu berjast gegn hverjum þeim friðargæsluliðum sem komi til landsins, þeirra bíði „handsprengjuvörpur og önnur öflug vopn“, barist verði til síðasta manns. Spennan er mikil og fer hættan á styrjöld á svæðinu vaxandi. Annar talsmaður íslamista, Sheikh Abdurrahman Muddey, var harðorður. „Ég get sagt ykkur að þessi ályktun SÞ mun auka mjög mannfallið og gröfunum mun fjölga í þessu landi,“ sagði hann. Einn af helstu leiðtogum ísl- amista sagði að öryggisráð SÞ væri ekki annað en „leiksoppur“ Bandaríkjamanna. Íslamistarnir í Sómalíu eru grunaðir um samstarf við hryðju- verkasamtökin al-Qaeda og sakaðir um að skjóta skjólshúsi yfir liðsmenn samtakanna. Bráðabirgðastjórnin nýtur stuðnings Eþíópíu og Vesturveldanna, ekki síst Bandaríkjanna og telst vera eina löglega stjórn landsins. En frétta- skýrendur benda á að erfitt geti reynst að fá aðild- arríki SÞ til að leggja fram herlið til friðargæsl- unnar. Eþíópía hefur þegar sent nokkurt herlið til stuðnings stjórninni og hafa íslamistar í kjölfarið hótað að efna til jihad, heilags stríðs, gegn Eþíóp- íu. Bráðabirgðastjórnin er nánast í herkví í borg- inni Baidoa. Íslamistar ráða hins vegar öllu í Mog- adishu, stærstu borg landsins og hafa komið þar á sharia-lögum sem fylgt er eftir af mikilli hörku. Áður börðust þar fjölmargir stríðsherrar og óald- arflokkar um völdin og ringulreið ríkti á götunum. Munu margir fagna breytingunni, einnig þeir sem eru andvígir bókstafstrú íslamista. Íslamistar hóta friðargæsluliðum Nikósía. AFP. | Kýpurstjórn hafnaði í gær sem hverri annarri „háðung“ því boði Tyrkja að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir skipum og flugvélum frá Kýpur, það er að segja frá gríska hlutanum, sem er innan Evrópusambandsins. Tilboð Tyrkja er tilraun til að koma aftur af stað viðræðum um aðild þeirra að Evrópusambandinu, ESB, en sambandið hefur hótað að leggja þær alveg til hliðar eða þar til Tyrkir hafa tekið upp eðlileg samskipti við Kýpurstjórn. Tyrkir viðurkenna stjórnina hins vegar ekki, ESB viðurkennir heldur ekki stjórnina í tyrkneska hluta eyj- arinnar. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að tilboð Tyrkja, sem var þó aðeins munnlegt, væri „mikilvægt skref“ en það tekur þó aðeins til eins árs. Vænta Tyrkir þess, að á þeim tíma takist að leysa deiluna um skiptingu Kýpur. George Lillikas, utanrík- isráðherra Kýpur, sagði í gær, að tilboð Tyrkja væri skrípaleikur og minnti á að þeir hefðu sjálfir lofað að vera búnir að taka upp eðlileg samskipti við Kýpur fyrir löngu. Það hefðu þeir ekki efnt. Höfnuðu tilboði frá Tyrkjum London, Moskvu. AFP. | Akhmed Za- kajev, einn af útlægum leiðtogum Tétsníu, er viss um að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við eitrunina sem leiddi njósnafor- ingjann fyrrver- andi Alexander Lítvínenko til dauða í London hinn 23. nóvem- ber sl. Bresk yf- irvöld rannsaka eitrunina sem morðmál og í gær tilkynntu rúss- neskir saksóknarar að þeir hefðu hafið eigin rannsókn á dauða hans og tilraun til að myrða félaga hans Dmítrí Kovtun á sama hátt, en hann liggur nú í dái á sjúkrahúsi. „Þegar lögreglan sagði mér að það hefði verið eitrað fyrir honum með [geislavirka efninu] pólón-210 tengdi ég einkenni hans þegar í stað við fólk sem hefur dáið í Tétsníu,“ sagði Zakajev í viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina. „Þau eru nákvæmlega eins, svo ég er fullviss um að Rússar beittu pólóni gegn Tétsénum.“ Yfirheyra vitni í Moskvu Á sama tíma og útför Lítvínenkos fór fram í London í gær yfirheyrðu rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard vitnið Andrei Lugovoí, fyrr- verandi lífvörð í Kreml, en leifar pó- lons hafa fundist í flugvélunum sem hann ferðaðist í til og frá London og á tveimur hótelherbergjum í borg- inni þar sem hann dvaldi. Líkt og Lítvínenko gerði býr Za- kajev í útlegð í London en hann seg- ir njósnaforingjann hafa látið sig hafa skjal með „mjög áhugaverðum upplýsingum“ um blaðakonuna Önnu Politkovskaju, sem var myrt í september, áður en hann lést. Sakar Rússa um eitrunina Akhmed Zakajev
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.