Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 22
ERLENT Þ egar Anna Jóhannsdóttir fluttist með alla fjöl- skylduna til Genf í Sviss fyrir rúmu ári gerði hún ráð fyrir að vera erlendis í sex til átta ár. Það er sá tími sem útsendur fulltrúi utanrík- isþjónustunnar má gera ráð fyrir þegar hann á annað borð er sendur til starfa á erlendri grundu. Er venj- an sú að menn vinni fyrst þrjú til fjögur ár á einum pósti og flytji sig svo til og dvelji sama tíma á öðrum stað áður en haldið er heim og þráð- urinn tekinn upp að nýju í ráðuneyt- inu við Rauðarárstíg. Það er því ekki svo lítil ákvörðun að halda til slíkrar útiveru. Anna var hins vegar ánægð að komast til Genf þar sem hún hóf störf hjá fastanefnd Íslands gagnvart hinum fjölmörgu alþjóðastofnunum sem þar eru. Anna á þrjú börn sem öll eru yngri en tíu ára – níu, sex og tveggja og hálfs árs – og Genf tiltölulega barnvænn stað- ur. Börn hennar skráðust til náms í al- þjóðlegum skóla sem starfræktur er í Genf og eiginmaður hennar, sem starfað hafði í fjármálaráðuneytinu um nokkurra ára skeið, eyddi fyrsta vetrinum í að ná tökum á frönskunni. Jafnframt ætlaði hann að vera í fjar- námi við Háskólann í Reykjavík. Um miðjan ágúst sl. hringdi hins vegar síminn hjá Önnu á skrifstofu hennar í Genf. Við hinn enda lín- unnar var nýr ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu, Grétar Már Sig- urðsson, og hann átti áríðandi erindi við hana. Hann vildi vita hvort Anna væri tilbúin að flytja án tafar aftur heim til Íslands og taka við starfi for- stöðumanns Íslensku friðargæsl- unnar? Verkefnið var skýrt. Valgerður Sverrisdóttir hafði sest í stól utanrík- isráðherra í júní eftir sjö ár í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og hún hafði lýst því yfir að hún vildi breyta áherslum hjá friðargæslunni. Hún vildi „mýkja ásýnd“ Íslensku frið- argæslunnar, draga úr áherslum á þátttöku í verkefnum sem kölluðu á að útsendir friðargæsluliðar klædd- ust dags daglega herbúningum á vettvangi og bæru vopn. Valgerður vildi jafnframt að kon- um yrði fjölgað í friðargæsluverk- efnum Íslendinga; en sökum eðlis verkefnanna í Afganistan höfðu karl- ar verið í meirihluta útsendra frið- argæsluliða. Og síðast en ekki síst var Valgerður áfram um að konu yrði í fyrsta sinn falið að veita Íslensku friðargæslunni forstöðu. Þegar Grétar Már ráðuneytisstjóri bað Önnu um að taka að sér verk- efnið var hann því að biðja hana um að fylgja eftir hinum breyttu áherslum sem ráðherrann boðaði. Um leið var hann auðvitað líka að fara fram á það við hana að hún yrði holdgervingur hinnar breyttu ásýnd- ar, sem Valgerður hafði talað um. „Hversu fljótt geturðu komið?“ spurði Grétar Már. Fyrst Kabúl, svo Srí Lanka Nokkrum annasömum vikum síðar er Anna Jóhannsdóttir komin til Srí Lanka til að kynna sér verkefni sem Íslenska friðargæslan hefur þar átt aðild að sl. fjögur ár. Hún er líka komin á vettvang til að hitta fólkið sem hún ber ábyrgð á og starfar á hennar vegum, kynnast betur áhyggjum þess og athugasemdum, vita hvað brennur á fólkinu sem fylgir eftir þeim ákvörðunum sem teknar eru í húsinu við Rauðarárstíg. Til að geta tekið ákvarðanir um verkefni framtíðarinnar þarf Anna auðvitað að hafa komið á vettvang og séð með eigin augum hvers konar verkefnum Íslendingar sinna nú þeg- ar. Rímar þátttaka Íslands í nor- rænni sveit sem falið hefur verið að fylgjast með vopnahléi stríðandi fylk- inga á Srí Lanka við þær áherslur sem Valgerður Sverrisdóttir boðaði? Hvers konar verkefni á Íslenska friðargæslan yfirhöfuð að taka að sér og hvað á að ráða ákvarðanatöku þar að lútandi? Ástand öryggismála á staðnum fyrir friðargæsluliðana? Von manna um árangur (mun starf friðargæsluliða skila friði þegar til kastanna kemur)? Sýnileiki Ís- lendinga í verkefninu? Kostnaður? Eitt af því sem Anna hyggst gera, í umboði utanríkisráðherrans, í því augnamiði að breyta ásýnd frið- argæslunnar, er að reyna að stuðla að opnari umfjöllun á Íslandi. Ráð- herrann boðaði fyrir sitt leyti meira samráð við utanríkismálanefnd og Anna hefur reynst tilbúin að stuðla að betra upplýsingaflæði til fjölmiðla og þá um leið almennings. Þetta er ástæða þess að ég er sam- ferða Önnu Jóhannsdóttur þegar hún heldur upp í vikulanga heimsókn sína til Srí Lanka seint í nóvember. Þátttakan í SLMM – norrænu sveitunum sem fylgjast með hvort skilmálar vopnahléssamkomulags stjórnvalda og skæruliða Tamíla frá 2002 séu haldnir – er annað stærsta verkefni sem Íslenska friðargæslan sinnir um þessar mundir. Ellefu Ís- lendingar eru við störf á Srí Lanka, aðeins í Afganistan eru þeir fleiri, eða þrettán. Anna er þegar búin að heimsækja Afganistan, hún fór til Kabúl í viku í október. Nú er komið að því að skoða aðstæður á Srí Lanka. Samferða okkur þegar við leggjum upp í flugið til London og þaðan áfram í hið langa ferðalag til Srí Lanka eru tveir ungir lögreglumenn sem eru að fara að stíga sín fyrstu skref sem friðargæsluliðar, Jens Gunnarsson og Helga Einarsdóttir. Það tekur um tólf klukkustundir að fljúga frá London til Srí Lanka. Þeg- ar til Colombo er komið er Þorfinnur Ómarsson er kominn til að taka á móti okkur á flugvellinum. Hann hef- ur verið hér á Srí Lanka sl. sex mán- uðina, gegnir embætti talsmanns SLMM. Á leiðinni inn í borgina segir Þorfinnur okkur undan og ofan af landinu, starfinu og öðru því, sem okkur dettur í hug að spyrja um. Það tekur eina og hálfa klukkustund að komast inn í miðborg, umferðin er erfið og ökumaðurinn þarf að sýna snerpu og útsjónarsemi til að fóta sig í vægast sagt villtri umferðarmenn- ingu. Annað er ekki hægt, gerðu menn það ekki kæmust þeir ekkert áfram. „Ég veit ekki hvað Guðbrandur Sigurðsson [yfirmaður umferðarsviðs lögreglunnar í Reykjavík] myndi segja,“ segir Jens þó glettnislega um aksturslagið. Um kvöldið eigum við kvöldverð með Íslendingunum í Colombo. Það er glatt á hjalla, nokkrir Íslending- anna vinna „úti í feltinu“, fjarri höf- uðstöðvum í Colombo og eru ekki vanir að hitta svo marga landa sína í einu. Meðal viðstaddra er Jón Óskar Sólnes, hann er starfandi yfirmaður SLMM (e. Head of Mission) í fjar- veru Norðmannsins Pers Sölvbergs. Dags daglega er hann næstráðandi Sölvbergs, hann gegnir starfi fram- kvæmdastjóra SLMM (e. Chief of Staff) sem þýðir að á hans borði lenda ýmis praktísk úrlausnarefni sem þarf að leysa varðandi starfsmannamál, húsnæði SLMM, innkaup og annað þess háttar. Jón Óskar hefur áður sinnt starf- inu sem Þorfinnur hefur nú og það á einnig við um Helen Ólafsdóttur, sem VOPNASKAK Í PARADÍS Valgerður Sverrisdóttir hefur boðað nýjar áherslur hjá Íslensku friðargæslunni. Morg- unblaðið fylgdi nýjum forstöðumanni frið- argæslunnar eftir í vett- vangsheimsókn hennar til Sri Lanka, en þar eru nú ellefu íslenskir friðar- gæsluliðar. Markar nýjar áherslur Anna Jóhannsdóttir er nýr forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar. Texti og myndir | Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.