Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 29 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Ég hef verið mikið í veiði. Ljósmyndunin er mjög lík. Maður fer út í náttúruna, reynir að veiða eitthvað og kemur svo heim með aflann til að gera að honum og vinna úr,“ segir Olgeir Andrésson, félagi í Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara á Suðurnesjum. Þótt félagið sé nýlega tekið til starfa er það með öfluga starfsemi og nú stendur þriðja sýning félags- ins yfir. Ljósop var stofnað í upphafi þessa árs af nokkrum áhugamönn- um. Félagsmenn eru nú orðnir yfir fjörutíu og fer fjölgandi að sögn Ljósopsfélaganna Olgeirs og Jó- hanns Hannessonar. Félagsmenn eru á ýmsum stigum ljósmyndun- ar, byrjendur og lengra komnir. Aðstaða í Félagsbíói Félagið hefur aðstöðu til bráða- birgða í Félagsbíói í Keflavík. Þar hafa félagsmenn komið upp myrkrakompu og myndveri til eig- in nota, auk þess sem aðstaða er til að halda fundi og sýningar. Spari- sjóðurinn í Keflavík á húsið og til stendur að gera á því miklar breyt- ingar en félagið hefur aðstöðuna á meðan. Ljósop er aðili að Tómstunda- bandalagi Reykjanesbæjar og hef- ur gert samstarfssamning við Reykjanesbæ. Félagið fær ákveð- inn stuðning frá bænum gegn því að kynna ljósmyndun í skólum og víðar. Einnig er kveðið á um að fé- lagið haldi opinberar sýningar tvisvar á ári. Félagið hefur gert gott betur því nú stendur yfir þriðja sýning félagsins á þessu fyrsta ári sem það starfar. Sýningin í Félagsbíói nefnist „Sjö bananar og þrjár sítrónur“ og hún er opin frá 18 til 22 í dag en frá 13 til 22 um helgina. Sýningunni lýkur á sunnudag. Níu félagsmenn sýna og kemur greinilega fram hvað félagsmenn fást við ólík við- fangsefni. Lengi með ljósmyndadellu Olgeir og Jóhann hafa nokkuð ólíkan bakgrunn í ljósmyndun og eru að fást við ólíka hluti. Jóhann, sem starfar í Fríhöfninni á Kefla- víkurfluvelli, að sjálfsögðu við að selja myndavélar, hefur myndað frá fermingu en tók til við þetta verkefni fyrir alvöru fyrir tólf ár- um þegar að hann gekk í ljós- myndaklúbb í Verkmenntaskólan- um á Akureyri. Eftir það keypti hann sér tæki til framköllunar á filmum og stækkunar mynda og eyddi miklum tíma þar. Hann stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands og síðar fjarnám við ljós- myndaskóla í New York (NYI) og segist hafa lært mikið á báðum stöðum. Með elju og áhuga Olgeir sem vinnur hjá Flugþjón- ustunni á Keflavíkurflugvelli hefur aðeins stundað ljósmyndun í fjór- tán mánuði en hefur náð eftirtekt- arverðum áhuga á þessum stutta tíma. Hann hefur selt myndir víða um heim í gegn um myndasíðu sína og varð þriðji í veðurmynda- keppni NFS. „Ég hef stundað þetta með elju og áhuga, fyrst og fremst landslagsmyndatökur. Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmynda- gerð og ljósmyndunin er í raun næsti bær við. Með stafrænu tækninni er orðið miklu ódýrara og aðgengilegra að fást við þetta,“ segir Olgeir. „Það er ánægjan og útiveran og svo það að geta sýnt öðrum mynd- irnar,“ segir Olgeir þegar hann er spurður að því hvað hann fái út úr þessu áhugamáli sínu. Hættur að vera spéhræddur Jóhann hefur mestan áhuga á að taka ljósmyndir af fólki en hefur fiktað við margt annað eins og hann segir sjálfur og raunar má sjá á sýningunni í Félagsbíói. „Ég tók bara myndir fyrir sjálfan mig og vildi aldrei sýna neinum. Ég var svo spéhræddur. Ég sýndi í fyrsta skipti öðru fólki myndir í vor, á fyrstu ljósmyndasýningu Ljósops, og nú er ég kominn með síðu á net- inu þar sem ég set allskonar myndir inn,“ segir Jóhann. Ljósopsfélagar halda þriðju ljósmyndasýninguna á fyrsta starfsári sínu Ljósmyndun er eins og veiði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Tveir bananar“ Olgeir Andrésson og Jóhann Hannesson hafa báðir brennandi áhuga á ljósmyndun en myndir þeirra eru afar ólíkar. Í HNOTSKURN »Ljósop hefur byggt upp öfl-ugt starf á sínu fyrsta starfsári. Félagið hefur góða félagsaðstöðu í Félagsbíói í Keflavík. »Fjörutíu áhugaljósmynd-arar á Suðurnesjum eru í félaginu og félagsmönnum fer fjölgandi. Félagið er opið og eru félagsmenn á mismunandi stigum í ljósmyndun. »„Sex bananar og þrjár sítr-ónur“ sýna á þriðju ljós- myndasýningu Ljósops sem lýkur um helgina. ÞRJÚ minnstu sveitarfélögin á Suð- urnesjum undirbúa stofnun sameig- inlegrar félagsþjónustu fyrir Sandgerð- isbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga. Sveitarfélögin þrjú hafa í tvö ár verið með sameiginlega barnaverndarnefnd og hefur Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar annast þjónustu við barnavernd á öllu svæðinu. Á síðasta ári varð samstarfið víð- tækara með því að Félagsþjónusta Sand- gerðis annaðist félagsþjónustu í hinum sveitarfélögunum, gegn greiðslu. Gyða Hjartardóttir, félagsmálastjóri í Sandgerði, segir að samvinna sveitarfé- laganna að barnaverndarmálum hafi gengið vel og það sé grunnurinn að því nýja skrefi sem nú sé stigið. Sveitarfélögin þrjú muni í sameiningu reka félagsþjón- ustu fyrir öll sveitarfélögin. Til að byrja með verði þó áfram þrjú félagsmálaráð. Tveir félagsráðgjafar munu annast þjónustuna. Þeir hafa aðstöðu í ráðhúsinu í Sandgerði og einnig fasta viðtalstíma í Vogum. Sameiginleg fé- lagsþjónusta fyrir þrjú bæjarfélög Reykjanesbær | Auglýstar hafa verið til umsóknar sjávarlóðir við Brekadal í Dals- hverfi í Reykjanesbæ. Annars vegar er um að ræða sjö stórar einbýlishúsalóðir við sjávarsíðuna þar sem einstaklingar hafa forgang við úthlutun. Hins vegar er um að ræða þrjár lóðir þar sem gert er ráð fyrir fjórum húsum á hverri lóð. Þeim verður úthlutað til lögaðila. Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að einstaklingur og lög- aðili geti aðeins sótt um eina lóð. Umsókn- arfrestur er til 3. janúar næstkomandi. Hver einbýlishúsalóð kostar 7 milljónir og lóð undir hvert hús á verktakareit- unum kostar 4,5 milljónir. Allar lóðirnar eru byggingarhæfar. Auglýsa úthlutun á sjávarlóðum Vegur um Hólmaháls | Vegagerð- in fyrirhugar að endurbyggja Norð- fjarðarveg, um Hólmaháls á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Nú- verandi vegur þykir heldur mjór og hlykkjóttur með bröttum brekkum. Endurgera á 5,1 km langan kafla. Byggður verður nýr vegur utan veg- svæðis núverandi vegar, nema til endanna þar sem vegurinn tengist aftur inn á núverandi Norðfjarð- arveg og þar sem vegurinn þverar núverandi veg í Hólmahálsi Reyð- arfjarðarmegin. Áætlað er að vega- framkvæmdirnar hefjist árið 2008 og ljúki innan árs. Djúpivogur | Það sem af er desem- ber hefur oft verið einkar fallegt veður á Djúpavogi og stjörnum prýtt himinhvolfið leikið við sjáöldur íbú- anna. Norðurljós hafa logað skært, dansað innan um skýin og myndað skemmtileg og litrík ljósbrot. Fréttaritari Morgunblaðsins kom sér í kvöldrökkrinu fyrir í gamalli, upphlaðinni fjárrétt við Miðmorg- unsþúfu á Djúpavogi og fylgdist með tifandi slæðum og ljósbogum brjót- ast úr skýjum. Búlandstindurinn fylgdist sótsvartur með himinflögr- inu og auðvitað án þess að haggast. Djúpavogsbúar eru búnir að tendra ljós á sínu jólatré eins og aðr- ir þéttbýlisbúar og stendur það venju samkvæmt á túni ofan við vog- inn og blasir þar við þorpsbúum. Litslæður og ljósbogar dansa við skýin Morgunblaðið/Andrés Skúlason Unnið án slysa | Bechtel, sem byggir álver Alcoa Fjarðaáls, held- ur jafnan upp á þegar áfangar nást í slysalausum dögum. Í byrjun mánaðarins náðist það takmark í Fjarðaálsverkefninu að vinna þrjár milljónir vinnustunda án slysa sem leiða til vinnutaps, þ.e. án þess að slys hafi hlotist af þar sem starfsmaður gat ekki mætt til vinnu á næstu vakt. Segir Björn S. Lárusson, fram- kvæmdastjóri samfélagssamskipta hjá Bechtel, þennan góða árangur slá öll met og vera langt umfram það í slysalausum dögum við sam- bærileg verkefni á Íslandi. Markmið verkefnisins hafi ætíð verið að engin slys verði. Það markmið krefjist góðs skipulags, þróunar öryggisregla, þjálfunar, góðrar verkkunnáttu og réttra við- horfa en síðast en ekki síst frábærs starfsfólks. Bechtel fagnar áfanganum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðar- firði á morgun, laugardag, kl. 14–- 16. Reyðarfjörður | Á dögunum voru formlega teknar í notkun nýbygg- ingar við Grunnskóla Reyð- arfjarðar og Leikskólann Lyngholt. Nýbygging grunnskólans er 2164 m2 að stærð en eldri byggingar voru 1100 m2 og hafa allar verið endurnýjaðar. Í nýbyggingunni er m.a. fjölnota salur sem nýtist sem mötuneyti, leikhús, tónleikasalur og einnig til dansleikja og ráð- stefnuhalds. Sérgreinar hafa fengið sitt rými; skólaeldhús, mynd- og handmenntastofur, raungreina- stofa, tölvuver, listasmiðja, skóla- sel, sjóvinnustofa, vélsmiðja þar sem samstarf hefur verið við verk- stæði G. Skúlason og smíðuðu 10. bekkingar eftir eigin hönnun for- láta jólatré með blikkljósi. Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar fær 160 m2 húsnæði sérhannað til tónlistarkennslu og einnig hefur tónlistarskólinn afnot af fjölnota salnum og öðru rými í húsinu eftir þörfum. Bókasafn Reyðarfjarðar fær aðsetur á jarð- hæð hússins á 275 m2 þar sem góð aðstaða er til lestrar og náms. Leik- skólinn Lyngholt tók í notkun 400 m2 nýbyggingu en fyrir var 270 m2 bygging sem hefur verið endurnýj- uð. Nú eru 4 deildir fyrir 92 börn í leikskólanum og bættist við lista- smiðja og starfsmannaaðstaða. Aðstöðubylting Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Nýtt Glæsileg skólamannvirki hafa verið vígð á Reyðarfirði. Grunn- skólinn er í forgrunni. AUSTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.