Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 32
aðventan 32 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Kórtónleikar Á aðventu keppast kórar landsins við að syngja sig inn í hjörtu okkar og um helgina er um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Vox feminae verður með útgáfutónleika í Þjóð- menningarhúsinu á sunnudag, Söngsveitin Fíl- harmónía heldur aðventutónleika í Langholts- kirkju á sunnudagskvöld, Freyjukórinn syngur í Reykholtskirkju í Borgarfirði á föstu- dag, Kvennakór Garðabæjar er með aðventu- tónleika á laugardag og sama dag syngur Mos- fellskórinn í Mjóddinni svo eitthvað sé nefnt. Jólahlaðborð fjölskyldunnar Grýla og jólasveinarnar koma í snemmbúna heimsókn í bæinn og verða veislustjórar á Jólahlaðborði fjölskyldunnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Gleðin stendur yfir milli klukkan 11.30 og 13 á laugardag og sunnudag. Aðventudagar Sólheima Vinnustofur Sólheima verða opnar almenn- ingi milli klukkan 13 og 18 á laugardag auk þess sem brúðuleikhús verður í íþróttaleikhús- inu á staðnum kl. 13.30 sama dag. Kl. 15.30 verða tónleikar og upplestur í Grænu könn- unni þar sem Kristjana Stefánsdóttir söng- kona, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur munu troða upp. Á sunnudaginn kl. 14 verða litlu jólin í íþróttaleikhúsinu á vegum Lionsklúbbsins Ægis. Ókeypis aðgangur. Jólaljósin Ef þú ert ekki þegar búinn að varpa bjarma jólaljósa á nánasta umhverfi er ekki seinna vænna að grafa gömlu jólaseríuna upp úr kjall- aranum og skella henni út á svalir. Það eru nefnilega bara tvær vikur til jóla. Ghostigital í Liborius Snillingarnir í Ghostigital verða með tón- leika á laugardag kl. 17 í Loborius, sem er á Mýrargötu, gegnt Hamborgarabúllunni við gömlu höfnina. Bandið er önnum kafið við að kynna nýja plötu sína, In cod we trust, um þessar mundir. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark. Sund Látum streituna líða úr okkur í heitu pott- unum áður en tekist er á við hasarinn sem fylgir innkaupunum og öðrum undirbúningi jólanna. Aðventukvöld Þeir sem vilja notalega og hátíðlega stund geta farið á aðventukvöld í Árbæjarkirkju á sunnudag kl. 20. Ræðumaður verður Guðfinna Bjarnadóttir, Gunnar Kvaran leikur á selló og Guðný Guðmundsóttir á fiðlu. Þá flytja ferm- ingarbörn helgileik. Eftir athöfnina geta gestir gætt sér á heitu súkkulaði og piparkökum. Ljóð og tónar Elísabet Eyþórsdóttir og hljómsveit munu syngja og leika lög af plötunni „Þriðja leiðin“ í Von við Efstaleiti laugardaginn kl. 21. Kaffi og veitingar verða í boði SÁÁ og Súfistans. Að- gangur er ókeypis. mælt með ... Veistu, ég þarf ekki annað en aðfinna lyktina af honum, þá er égkomin aftur til fortíðar!“ segirArnhildur og á þar við stóran, for- láta jólasvein sem prýddi heimili þeirra systra þegar þær ólust upp. Elín tekur í sama streng. Sveininn góða keypti mamma þeirra í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ára- tugum, þegar hún starfaði sem flugfreyja líkt og Arnhildur gerir nú. Elín þykir með betri förðunarfræðingum á landinu og hefur mikið að gera á þessum árstíma. Það er kannski vegna þess að Arnhildur hefur ágætis aðgang að fallegu jólaskrauti í ferð- um sínum til Bandaríkjanna, að hálfs metra manninn er nú að finna í jóladóti Elínar. Dolfallnar á náttfötunum Þær segja það meðal annars mömmu þeirra að þakka að þær njóti jólanna til hins ýtrasta og séu í dag mikil jólabörn. Henni tókst frábærlega að gera mikið úr hátíðinni með jólakökubakstri og fagurlega skreyttum híbýlum. Á þeim tíma tíðkaðist ekki að byrja að setja upp skraut fyrr en jafnvel á Þorláksmessu og þegar þær vökn- uðu á aðfangadag var hún búin að skreyta allt hátt og lágt. Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar systurnar læddust fram úr eld- snemma að morgni aðfangadags og dol- fallnar stóðu þær í stofugættinni á náttföt- unum með undrunar- og aðdáunarsvip. „Mamma hefur alltaf verið rosaleg jóla- kona. Það er ofboðslega gaman að koma til hennar og einhvern veginn alltaf eins og hún sé að bæta við í jólaskrautinu.“ Feðgin spiluðu saman í messu Pabbi þeirra, Reynir Jónasson, spilaði um árabil á orgel í Neskirkju og á aðfangadag spilaði hann í tveimur messum, bæði klukk- an sex og í miðnæturmessu. Að sex messu lokinni var farið heim til mömmu sem var tilbúin með matinn. Eftir að foreldrar þeirra skildu hélst sú hefð og ekki tiltöku- mál þótt móðir þeirra hefði kynnst nýjum manni, því fleiri – því betra. Aldrei hefði andrúmsloftið verið þvingað heldur var þvert á móti mikil virðing og vinátta á milli allra aðila. Þær eru foreldrum sínum afar þakklátar fyrir þetta fyrirkomulag og segja að fleiri mættu haga hlutunum með þessum hætti. Eftir borðhald, pakka og góða sam- veru endaði kvöldið á því að allir fóru sam- an í miðnæturmessuna. Þá spilaði Arnhildur Heims um ból á trompet og pabbi þeirra lék undir á orgelið. Blaðamaður fær gæsa- húð við lýsingar systranna sem þykir þetta aftur á móti hinn eðlilegasti hlutur. Barnaleg jól Talið berst að jólabakstri og hefðum í kringum jól. „Ég er dálítið á móti því að verið sé að stressa fólk með of miklum hefðum. Allt í lagi að koma sér upp ein- hverju en svo verður maður miður sín ef það næst ekki einhver hefð sem er alltaf. Morgunblaðið/Ásdís Aðdragandi jólanna er skemmtilegastur „Við fengum oft það sama í jóla- gjöf og pössuðum okkur því vandlega að kíkja ekki á hvað hin var að fá,“ segja þær Arn- hildur og Elín Reynisdætur. Katrín Brynja Hermannsdóttir hitti systurnar til að rifja upp gamla daga og spá í barnalegt jólahald á fullorðinsárum. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís Systurnar Hér eru Arnhildur og Elín með jólasveininn hálffimmtuga sem hefur fylgt þeim alla tíð. Einn og þrír Elín er byrjuð að safna gömlu sveinunum og er staðráðin í að eignast þá alla. Eftirlæti Jólakúlan er spiladós og líka í miklu uppáhaldi hjá Elínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.