Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 33
Ég vil bara hafa gaman og slaka á, ekki of mikið stress, borða góðan mat og mikið af kökum!“ segir Arnhildur og brosir. Þær eru að eigin sögn með ólæknandi kökusýki sem stafi jafnvel af því að þær fengu aldrei svoleiðis fínirí nema á jólum. Þær segjast ekki þessar sortakonur og baki ekki „hús- móður fínar“ kökur, heldur gagngert til að leyfa börnunum að vera með í jólaundirbúningnum. Í raun snúist jólin um börnin og hvað hægt sé að gera með þeim og fyrir þau. Þá sameinist fjöl- skyldan við að gera saman hluti sem fólk annars gefur sér ekki tíma í og safnar í ljúfan minninga- banka. Í gegnum börnin fái fullorðna fólkið svo að- stoð og tækifæri til að upplifa hinn hreina og sanna anda jólanna á barnalegan og einlægan hátt. Jólakortin Í desember eyða Elín og hennar maður dágóðum tíma í að föndra jólakort, oft langt fram eftir nóttu, sötra gott rauðvín og sjá tækifæri til að gera eitt- hvað skemmtilegt saman í annars miklu annríki. Þeim finnst frábært að fá jólakort, bíða með að opna þau þar til börnin eru sofnuð og reyna að finna út frá hverjum kortin eru með því að skoða skriftina utan á umslaginu. Arnhildur segist hins vegar aldrei hafa byrjað á því að senda kort, henni finnist hún þurfa að segja eitthvað svo mikið og sérstakt við hvern og einn, það vaxi henni í augum. „Og svo er ekki til föndurbein í mér,“ segir hún, en það geti bara vel verið að hún byrji á jólakortunum þetta ár- ið … „spennan magnast!“ segir hún. „Það yrðu allir svo hissa!“ skýtur Elín inn í. Þær eru þó sammála um að persónuleg kort, ekkert endilega föndruð, séu skemmtilegri. Þá sé kannski bara alveg jafn gott að sleppa jólakortastússinu ef fólk upplifi það sem kvöð og skyldu. „Það á að vera gaman á jólum og maður ætti ekki að sligast undan hefð sem svo breytist í hina mestu kvöð og skemmir jólaandann.“ Nenni ómögulega að standa í röð Aðventan og jólahátíðin er óneitanlega sá tími sem fólk gerir vel við sig í mat og drykk. Svokölluð jólahlaðborð eru í hugum margra fastur liður á að- ventu en þær systur segjast ekki sækjast sér- staklega eftir því að komast á þau. „Ég nenni bara ekki að standa upp og bíða í röð eftir því að setja sjálf mat á diskinn minn!“ segir Elín og Arnhildur bætir við: „Æi, þessi aðferð hentar mér ekki heldur, maður hleður allt of miklu á diskinn, er svo alveg að springa og hefur ekkert pláss fyrir eftirréttina!“ Þær segja þó frábært að fólk gefi sér tíma til að hittast og borða saman í desember. Hamborgarhryggur á aðfangadag hefur verið jóla- maturinn allt frá barnæsku en Arnhildur segist mjög spennt fyrir að prófa rjúpu. Elín grettir sig og er ekkert að fara að breyta út af venjunni á næst- unni. „Mér finnst eitthvað skrýtið bragð af villi- bráð,“ segir hún og brosir hálfskömmustulega. Á jóladag fara þær ásamt fjölskyldum sínum í boð til mömmu þeirra, fá dýrindis hangikjöt og hitta fjöl- skylduna. Arnhildur bendir réttilega á að margir séu farnir að upplifa jólaboðin sem kvöð og skyldu sem verði að sinna. „Það væri gaman ef fólk gæti séð þessi boð sem tækifæri til að hitta fjölskylduna og rækta frændgarðinn. Það er svo gaman að hitta ætt- ingjana og eiga góða stund með öllu fólkinu sínu, sem gerist allt of sjaldan,“ segir hún. Elín jánkar og er sammála stóru systur. Þrátt fyrir að hafa alist upp við lítið sem ekkert jólaskraut fyrr en á aðfangadag nema einstaka kerti, þá eru þær hlynntar þeim breytingum sem hafa átt sér stað í jólaskreytingum. „Fyrsta desember vil ég vera búin að setja upp allar jólaseríur, í glugga og á svalirnar og það sér maðurinn minn um. Hann hefur ekki mörg skylduverk en þetta er eitt þeirra, þá gef ég honum rauðvín í glas og segi – byrjaðu! – Þetta virkar frábærlega!“ segir Arnhildur og skellihlær. Elín er sama sinnis, segist vilja fá seríur í alla glugga í byrjun desember. „Helst myndi ég vilja hafa seríur allt árið.“ Þær segja jólamánuðinn vera sinn uppáhaldstíma og líklegast megi að einhverju leyti rekja það til þess hvernig foreldrar þeirra leystu málin á sínum tíma. Hagur dætranna var leið- arljósið. Falleg Arnhildur heldur mikið upp á þessa sæt- indaskál sem á jólum er sneisafull af girnilegu kon- fekti, gjarnan sérvöldu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 33 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum. Góð regla er að væta kertakveikinn með vatni þegar slökkt er á kerti til að ekki leynist glóð. Munið að slökkva á kertunum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.