Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 34
matur 34 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ R enata er að halda sín þriðju jól á Íslandi. Hún er þýsku- og ensku- kennari frá Tékklandi og kennir, meðal annars nytsamlegs, ensku á leikskólanum Sólborg við Vest- urhlíð. Í Tékklandi er verslunaræði, dans í kringum jólatré og messa á miðnætti hluti af jólahald- inu líkt og hér. „Í megindráttum eru jólin þar, að minnsta kosti heima hjá mér, ekkert svo ólík þeim íslensku, þrátt fyrir að bæði mat- urinn og siðirnir séu ólíkir,“ segir Renata bros- andi. Hún segir að á aðfangadag borði þau vatnakarfa og með honum hafi þau kartöflu- salat sem er mjög dæmigert í Tékklandi. Sum- ir borði líka hvítar rúllupylsur. „Karfinn er reyndar ekkert svo góður, en svona er siður- inn. Alls konar leikir setja svip sinn á kvöldið sem eiga að segja til um komandi ár. „Við skerum epli í tvennt þverveginn og ef myndast kross í kjarnanum þá deyr maður, en ef það er stjarna deyr maður ekki. Þetta er svolítið óhuggulegt,“ segir Renata og hlær. „Við setj- um líka kerti í valhnetuhelminga og fleytum þeim á vatni. Ef „báturinn“ fer af stað fer mað- ur til útlanda eða flytur. Við köstum líka skó aftur fyrir okkur í átt að hurð, og ef táin snýr að hurðinni eru allar líkur á að maður giftist á næsta ári. En svo opnum við pakkana. Hvítt, heilt og spelt Renata ólst upp í borginni Liberec í Norður- Tékklandi en móðir hennar er úr austurhluta landsins og þaðan koma uppskriftirnar sem hún hefur valið handa lesendum Morgunblaðs- ins. „Mamma bakaði alltaf um tólf tegundir af smákökum en við máttum aldrei smakka á þeim fyrr en á aðfangadag. Þá voru þær á borðum og við vorum sífellt nartandi í þær.“ Í Tékklandi eru notaðar þrjár mismunandi hveititegundir sem fást ekki hér á landi, svo Renata notaði hveiti og heilhveiti sem bragð- aðist bara vel. „Svo mætti auðvitað líka nota spelt. Annars valdi ég líka uppskriftirnar eftir innihaldinu og því sem væri kannski óalgeng- ara hér á landi. Mér finnst Íslendingar ekki nógu duglegir við að nota hunang sem sætu í kökum. Svo notaði ég líka romm og bæði sí- trónusafa og -börk,“ segir Renata og ber á borð sex gómsætar tegundir af smákökum og rjúkandi kaffi. Namm! Rommtertlur 210 g fínt malað hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 pakki vanillubúðingsduft 125 g smjör 1 egg 1 msk. sítrónusafi marmelaði Líkjörskrem: 130 g flórsykur 2 tsk. heitt vatn 2 tsk. romm 2 tsk. brætt smjör Fyrst er það kremið. Hrærið sykri, heitu vatni, líkjör (rommi) og smjöri saman í þykkt krem sem þið notið strax. Hrærið lyftiduftinu saman við hveitið og sigtið blönduna. Bætið síðan búðingsduftinu út í, ásamt mjúku smjörinu, eggi og sítrónusafa. Gerið úr því mjúkt deig sem þið geymið í klukkustund í ísskápnum. Fletjið deigið út svo það verði um 3 mm þykkt og skerið út blóm eða aðrar myndir. Raðið þeim á smurða bök- unarplötu og bakið í forhituðum ofni við ca. 180°C þar til kökurnar eru gullnar. Þegar kök- urnar hafa kólnað leggið þá tvær og tvær sam- an með marmelaði og berið líkjörskrem ofan á. Sítrónumolar 500 g hunang 2 tsk. kanilduft ½ tsk. malaður negull 100 g rifinn sítrónubörkur 3 egg 250 g sykur 1 kg fínt malað hveiti 10 g þurrger 300 g suðusúkkulaði Bræðið hunang á mjög lágum hita, blandið kanil saman við ásamt negul og sítrónuberki. Þeytið egg og sykur saman svo úr verði þykk froða. Bætið hveiti, geri og hunangsblöndunni saman við og búið til fínt deig. Fletjið deigið út beint á smurða bökunarplötu og geymið í klukkustund. Forhitið ofninn og komið plöt- unni fyrir í miðjum ofni og bakið í 180°C í 20– 25 mínútur. Snúið brauðinu við og látið kólna. Síðan er brauðið skorið í litla teninga og bráðnu súkkulaði hellt yfir. Anisfennur 650 g fínmalað hveiti – sigtað 250 g flórsykur – sigtaður 2 tsk. matarsódi 2 tsk. kryddblanda í jöfnum hlutföllum anís, kanilduft, negulnagladuft og fennika 100 g fljótandi hunang 50 g smjör 4 egg Blandið öllu vel saman og látið deigið bíða í ísskáp yfir nótt. Fletjið deigið út svo það verði 4–5 mm þykkt og skerið út alls konar fígúrur. Berið á þær eggjahvítu eða þeytt egg áður en þær fara inn í ofn. Bakið á smurðri plötu í forhituðum ofni á 150°C í u.þ.b 5–7 mínútur. Kökurnar mega ekki vera of nálægt hver annarri á plötunni. Krem: 250 g sigtaður flórsykur 1 eggjahvíta 1 tsk. kartöflumjöl Hrærið saman þar til froða myndast. Setjið í poka og hnýtið fyrir. Klippið u.þ.b. 1 mm af horninu og notið til að skreyta. Vanillupúðar ½ kg grófmalað hveiti/heilhveiti ¼ l rjómi 250 g smjörlíki flórsykur og vanillusykur til að rúlla upp úr Myljið smjörið út í hveitið, bætið rjómanum saman við og búið til deig. Sáldrið hveiti á borð og fletjið deigið út. Skerið út margs konar litl- ar fígúrur, setjið strax á þurra bökunarplötu og bakið í mjög heitum ofni. Rúllið fígúrunum upp úr vanillusykri og flórsykri, og gæðið ykk- ur á. Kókosknettir 150 g haframjöl 80 g hunang 50 g kókosmjöl 1 msk. hveiti 50 g brætt suðusúkkulaði Bræðið smjörið, ristið í því haframjölið, blandið svo saman við kókósmjöli, hunangi og rjóma og látið kólna. Hnoðið litlar kúlur úr Hunangssætt tékkneskt jólanasl Morgunblaðið/Árni Sæberg Kökuveisla Renata Pesková við jólaundirbúninginn. Fínlegir Sítrónumolar. Skrautlegar Anisfennur. Vetrarlegir Vanillupúðar. Gómsætar Rommtertlur. Á heimaslóðum Renötu Pesková svipar jólahaldinu til þess ís- lenska en þar er m.a. siður að gæða sér á alls kyns smákökum, en þó, segir Hildur Loftsdóttir, ekki þeim sömu og oftast sjást á borðum hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.