Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 43 Í DAG fögnum við því að hafa búið við almannatryggingakerfi í 70 ár. Í dag verður einnig opnaður nýr þjón- ustuvefur Trygg- ingastofnunar. Á hverjum degi koma mörg hundruð manns í þjónustumiðstöðina á Laugavegi, aðrir hringja í þjónustuver eða senda fyrirspurnir í tölvupósti. Mörgum finnst vandratað um velferðarkerfið okkar. Starfsfólk Trygg- ingastofnunar leitast við að veita við- skiptavinum upplýs- ingar um réttindi þeirra og markmiðið er ávallt að veita sem allra besta þjón- ustu. Hluti af þessari þjónustu er að gera vefinn okkar sem best úr garði fyrir alla, enda er vefurinn sívaxandi samskipta- og þjónustutæki. Það eru spennandi tímar fram- undan, þar sem stjórnsýslan og allt umhverfi hennar mun sífellt verða rafrænna. Nú þegar eru nokkur dæmi um rafræna þjónustu hjá TR; viðskiptavinir geta sótt eyðublöð á vefinn og þar með sparað sér ferð í þjónustumiðstöð eða umboð og sum þjónustuferlin eru alveg rafræn, eins og til dæmis umsókn um Evr- ópska sjúkratryggingakortið. Einn- ig geta viðskiptavinir reiknað út hvað þeir muni fá í fæðingarorlof og lífeyri og hlaðið niður bæklingum sem gefnir hafa verið út um ýmis réttindi til almannatrygginga. Í framtíðinni verður hægt að spara viðskiptavinum mörg spor með auk- inni rafrænni þjónustu. Þrátt fyrir það verður þeim sem ekki geta eða vilja nýta sér þjón- ustuleiðir vefsins veitt þjónusta sem fyrr. Það mikilvægasta við smíði og útfærslu nýs vefs er að móta hann eftir óskum þeirra sem nota hann hvað mest. Þess vegna vildum við fá fram skoðanir sem flestra og ábendingar frá væntanlegum not- endum, og var boðað til vinnu með rýnihópum til að fá viðbrögð þeirra við nýju síðunni. Rýni- hóparnir voru mynd- aðir af fólki sem vinnur í heilbrigð- iskerfinu eða í hagsmunasamtökum þeirra sem nota þjónustu Trygg- ingastofnunar mikið. Starfsmenn fengu einnig aðgang að nýja vefnum mánuði fyrir opnun og voru duglegir að benda á hvað þeim fannst mega auka við eða bæta. Vefurinn verður að sjálfsögðu áfram í þróun. Við för- um nú að hefja ákveðið endurskoð- unarferli þar sem farið verður í gegnum allar ábendingar og at- hugasemdir, og breytingar gerðar með tilliti til þeirra. Aðaláherslurnar við gerð nýju síð- unnar voru aðgengi, nýtt útlit, grein- argóður texti og umfram allt bætt þjónusta. Starfsemi Tryggingastofn- unar miðast við, og er fyrir, fólkið í landinu. Það er í anda starfseminnar að hafa aðgengi sem best svo að allir sitji við sama borð, þó að aðgengi á vefnum eigi að sjálfsögðu alltaf að vera forgangsmál. Á síðunni reynum við að hafa auðlesnar upplýsingar sem auðvelt er að finna og höfðum til notendahópa með ólíkar þarfir frek- ar en að greina efni eftir lagaheitum eða bótaflokkum. Meðal þess sem við gerum nú til að hafa aðgengið að upplýsingum sem best er að bjóða upp á stækkanlegt letur, breytilega litasamsetningu, öfluga leitarvél og eins skilmerkilega framsetningu á texta og völ er á. Með góðri sam- vinnu við notendur vefsins stefnir TR að vottun aðgengis á næstunni. Fyrir liggur mikil vinna við að móta aðgengisstefnu og öðlast þessa vott- un. Við gerum okkur grein fyrir því að við eigum enn langt í land, en við ætlum að gera okkar besta. Aðgengi og þjónusta Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifar um almannatryggingar í tilefni af opnun nýs þjón- ustuvefs Tryggingastofnunar » Það mikilvægastavið smíði og útfærslu nýs vefs er að móta hann eftir óskum þeirra sem nota hann hvað mest. Guðbjörg Guðmundsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri í kynn- ingarmálum TR. TENGLAR .............................................. www.tr.is I. SÚ FRÉTT birtist á forsíðu Morgunblaðsins fyrir skömmu að ný stytt útgáfa Biblíunnar væri efst á met- sölulista bóka almenns eðlis þá vikuna, og í áttunda sæti yfir allar bækur á sölulista. Um er að ræða útgáfu sem heitir Biblían á hundr- að mínútum. Þetta sýnir þann mikla áhuga sem Biblían vekur nú sem fyrr. Hvað er eiginlega Biblían og hvað gerir hana svona eftirsótta? Biblían, helgirit krist- inna manna, er í raun ekki ein bók heldur safn bóka, enda þýðir orðið Biblía, sem er komið úr grísku, margar bækur og frá henni er komið útlenda orðið Biblíótek eða bóka- safn. Elstu bækur Biblíunnar, ritaðar á hebresku, geyma sögur, lög, annála og ljóð Ísraelsmanna frá því löngu fyrir daga fyrir Krists og var þeim safnað í Gamla testamentið. Gamla testamentið eins og kristnir menn kalla það er í raun hebreska Biblían eða Biblía gyðinga. Hebreska Biblían tengir saman kristna menn og gyðinga og er sam- eiginlegur arfur þeirra. Múslímar sækja líka í þann arf, því margar sögur Kóransins tengjast Biblíunni. Þannig er Abraham sem sagt er frá í Gamla testamentinu, ættfaðir bæði gyðinga, kristinna og múslíma. Nýja testamennið geymir guð- spjöllin, söguna af lífi, starfi, dauða og upprisu Jesú. Þar er einnig að finna bréf, op- inberanir og frásagnir frá fyrstu árum kirkj- unnar. II En Biblían er ekki aðeins áhugaverð sem trúarrit. Í 2000 ár hafa menn túlkað boðskap hennar í myndlist, tón- list, leiklist, bók- menntum og kvik- myndum. Áhrif hennar á hugmyndafræði og orðfæri Vest- urlanda eru ómælanleg. Þannig er í raun ómögulegt að skilja vestræna menningu án þess að þekkja Biblíuna. Lítið dæmi um það er íslenska skjaldarmerkið, en hug- myndina að landvættunum fjórum er gæta Íslands sækir Snorri Sturlu- son í Biblíuna. III Öll rit Biblíunnar lesa kristnir menn fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Postular hans predikuðu fagnaðarerindið um hann og vitnuðu í spádóma Gamla testamentisins til að skýra mál sitt. Og enn í dag túlka kristnir menn orð ritningarinnar í ljósi hans. Nýjar þýðingar og út- gáfur líta dagsins ljós og eru lesnar af ákafa – eins og bókin Biblían á hundrað mínútum. Þess vegna er Biblían líka met- sölubók – ekki aðeins hér á landi heldur um víða veröld. Biblían – metsölubók Þórhallur Heimisson fjallar um rit Biblíunnar » Öll rit Biblíunnarlesa kristnir menn fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! „Ég ætlaði ekkert að lesa hana, bara að þefa af henni eins og maður gerir við flestar bækur á þessum árstíma. En það var eitthvað við upphafið (...) sem laðaði mig inn í bókina uns ég gat ekki hætt að lesa. Flott verk.“ Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is „Með betri ævisögum íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Opinská, fróðleg, áhrifarík og umfram allt skemmti- leg. Ég mæli sterklega með þessari bók.“ Guðmundur Steingrímsson á gummisteingrims.blog.is Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn 2. SÆTI Á BÓKSÖLULISTANUM - ævisögur og endurminningar 28. nóv. til 4. des. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.