Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 45 EINS og flestir sem þekkja til í orkumálum vita, er vetni ekki orku- lind heldur orkuberi og að á Íslandi er vetni framleitt með rafgrein- ingu á vatni. Það sem færri kannski vita, er að vetni er ekki alveg nýtt í hagkerfi heims- ins. Árið 2001 var heimsframleiðsla af vetni meiri en 400 millj- ónir rúmmetra en það jafngildir rúmlega 10% af heimsframleiðslu á olíu, sem væri nóg fyrir alla bíla Evrópusam- bandsins. Samt sem áð- ur er þetta vetni er ekki notað sem eldsneyti heldur sem efnasamband í iðnaði. Í dag er 95% af vetni framleitt með jarðefnaeldsneyti og 5% með raf- greiningu vatns. Rafmagnið sem not- að er fyrir það er framleitt með jarð- efnaeldsneyti eða kjarnorku. Í dag eru stærstu vetnisframleiðendurnir olíu- og efnaframleiðslufyrirtæki; í Evrópu eru það Shell, BP (British Petroleum) og Air Liquide. Evrópusambandið styrkir til- raunaverkefnið CUTE (Clean Urban Transport for Europe) sem fram- kvæmt er í átta Evrópulöndum. Það er nú langt komið og verið að vinna nið- urstöður úr því. Ís- lenska tilraunin með vetnisstrætisvagna, ECTOS (Ecologic City TranspOrt System) var hluti af CUTE. Útkom- an úr þessum tilraunum skiptir miklu máli fyrir þau fyrirtæki sem taka þátt í þeim. Fyrir utan Daimler Crysler eru það Shell, BP og Air Li- quide en þessi fyrirtæki búa yfir mikilli þekk- ingu á vetnisframleiðslu úr jarð- efnaeldsneyti og vilja auka þekkingu sína á dreifingaraðferðum fyrir hugs- anlega aukna framleiðslu þeirra í samgöngugeiranum, því mest af því vetni sem framleitt er, er nýtt á staðnum. Það ætti því ekki að koma á óvart að þeir sem mestan áhuga hafa á þróun vetnistengdrar tækni, skuli vera hin sömu fyrirtæki og þau sem í dag eru helstu framleiðendur vetnis. Ísland mun í framtíðinni framleiða vetni með rafgreiningu þar sem jarð- hiti og vatnsafl eru meginorkuauð- lind landsins; auðlind sem nóg er af, hún er ódýr og mengar ekki. Af þeim borgum sem þátt tóku í CUTE, var Reykjavík ekki eina borgin sem próf- aði vetnisframleiðslu úr endurnýj- anlegri orkulind. Stokkhólmur notaði vatnsaflsorku og í Barcelona var vetni framleitt með sólarorku. BP hefur einkaleyfi á þeim ljósspenn- urafhlöðum sem notaðar voru í Barcelona. Með því að taka þátt í CUTE- verkefninu eru Shell, BP og Air Li- quide að stýra þróun framleiðslu vetnisorku sem eldsneyti fyrir sam- göngur. Þessi fyrirtæki eiga það vetni sem selt er en eignarréttur á vetnisframleiðslu, vetnisstöðvum og dreifingarferlinu er einmitt afar mik- ilvægt atriði. Eignarréttur á vetn- iseldsneyti mun verða jafnmik- ilvægur og eignarréttur á olíulindum og -vinnslu. Sýn Rifkin á ,,vetnishagkerfi“ er enn draumur Jeremy Rifkin leit í bók sinni Vetnishagkerfið á vetnisorku sem lausn á mörgum vandamálum, svo sem olíuþörf, óróleika í alþjóða- stjórnmálum, ójöfnuði milli ríkja í efnahagsmálum og gróðurhúsaáhrif- um. Með hugtakinu „ferli lýðræði- svæðingar“ lætur hann sig dreyma um betri heim þar sem sérhvert land, jafnvel þau fátækustu, sérhver borg, jafnvel sérhver manneskja á jörðinni geta framleitt sína eigin orku, þökk sé nokkurs konar smárafgreining- artækjum á vetni, sem nota end- urnýjanlegar orkulindir. Fyrir þá sem lesa bók Rifkin, er ljóst að þetta mögulega vetn- isorkukerfi hefur í dag ekki verið nægilega reynt. Í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár, hefur eignarrétturinn á vetnisfram- leiðslu, hvort sem er um er að ræða dreifða eða miðlæga framleiðslu, ver- ið ráðgerður í höndum stórra einka- fyrirtækja. Þau munu ákveða orku- verðið, hvar og hvernig dreifa skuli orkunni og í hvaða tilgangi. Í dag ákveða þessi fyrirtæki tímasetningu umskiptanna frá jarðefnaeldsneyti yfir í vetniseldsneyti. ,,Ferli lýðræði- svæðingar“ gegnum dreifð fram- leiðslukerfi virðist því vera langt frá því að verða að veruleika. Lokaorð Á síðastliðnum tíu árum hafa Shell og BP keypt og fengið einkaleyfi á margs konar endurnýjanlegri tækni og komið á fót miklum vetnisdeildum innan fyrirtækja sinna. Hið nýja slagorð BP er til að mynda ,,handan olíu“. Það er ekki ætlun mín að gagn- rýna skoðanir, sýnir og væntingar aðila sem taka þátt í og framkvæma tilraunir með vetni, þar sem þeir vinna eðlilega að eigin hag. Það sem ég vil benda á, er að í dag hefur að- eins hluti af mögulegri framtíð vetn- isorkukerfis verið prófaður og að nú- verandi viðhorf munu ekki leiða til róttækra breytinga í orkukerfum. Jafnvel þótt smárafgreiningartæki á vetni hafi verið á markaði í tuttugu ár og seld víða til meðalstórra og minni fyrirtækja, hafa þau ekki verið prófuð fyrir notkun í samgöngum. Mínar áhyggjur snúast um það að ef þjóðfélag okkar mun ekki prófa þessa tækni, munum við missa af mikilli byltingu í orkukerfi okkar á næstu áratugum og ekki hafa mögu- leikann á að finna hina bestu hugs- anlegu lausn fyrir okkar þarfir. Staða vetnistækni í heiminum René Biasone fjallar un vetni og orkumál »… ef þjóðfélag okkarmun ekki prófa þessa tækni, munum við missa af mikilli byltingu í orkukerfi okkar á næstu áratugum … René Biasone Höfundur er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Efni doktorsritgerðar hans er þróun vetnisnotkunar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.