Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 49 aðar voru dælir. Mátti sjá ála hrökkvast í grasi, þegar þornaði um. Sortinn hafði verið sleginn með orfi og ljá og bundið í bagga. Þegar traktorinn kom til liðs við Litlureykjamenn smíðaði Þórarinn rakstrarkonu á sláttuvélina og sló Sortann. Sökk gamli Massey Harr- isinn drjúgum í Sortanum, en sjaldan niður úr rótarbotninum á starenginu og bullaði vatn úr hverju fari. Sortinn var ekki vél- tækur að öðru leyti og voru flekk- irnir breiddir með hrífum eftir rakstrarkonuna og heyinu síðan snúið með þeim sömu hrífum. Svona var sá heyskapur. Rakað saman og sett í hrúgur eða sæti eftir þurrki og keyrt á heyvagni í hlöðu. Engjaheyið var sett í fjár- húshlöðuna handa fénu. Var auð- vitað ekki töðugæft blessuðum kúnum. Svona var þetta þá. Verkstæði á staðnum, manna- ferðir og erill. Bílar og vélar sem þurftu aðgerðar við. Skrýtnir karl- ar lifa enn í minningunni á gömlum aflóga mjólkurbílum. Ekkert var ómögulegt í huga Þórarins bónda og bifvélavikja. Tjakkaðu hann upp, sé hvað ég get gert. Reyni að möndla þetta. Og alltaf var möndl- að og gert við eftir bestu getu. Alltaf boðið í bæinn, matur og kaffi og Stella á þönum að gera öllum til góða. Börnum fjölgaði jafnt og þétt og enduðu í tölunni tíu. Fóru snemma að taka til hendinni og létta undir. Vinnan fyrir öllu og það að geta bjargað sér. Börn að sunnan komu í sveitina, einnig systkinabörn og önnur börn. Heill skari af börnum og unglingum á báðum heimilum. Niðri hjá gömlu hjónunum Vilborgu og Páli og uppi í hosilóinu í risinu. Nýtt bæjarhús reist í túnjaðrinum af eigin ramm- leik og vinnuhjúa. Iðandi líf alla daga. Kýr mjaltaðar, mjólkin flutt á brúsapallinn. Heyskapur of daga í sól og regni og líf í tuskunum. Þórarinn bóndi alls staðar, uppi á traktor, undir bílum, hrópandi skipanir, stundum með höstugu að- kalli. Ristarhlið í smíðum, þegar tóm gafst til. Stokkið upp eftir að vitja um laxanet í Hvítá. Tekið að skyggja, þegar vinnudegi lauk og litli Austinbíllinn renndi í hlað með blautan laxapokann í skottinu. Koma upp í hugann orð Jónasar: Siglir særokinn/sólbitinn slær/ stjörnuskinin stritar. Þetta var líf. Og árin líða, sambandið rofnaði aldrei við Litlureykjafólkið, þetta ágæta fólk. Þjóðlegur fróðleikur og sagnir ýmsar streymdu úr penna Þórarins Pálssonar á efri árum. Eftir allt saman var þessi maður, sem alltaf hafði unnið hörðum höndum, svona frábærlega ritfær og hafði næma tilfinningu fyrir móðurmáli sínu. Frásagnir og sög- ur komu úr faxinu og yljuðu við lestur. Kærar þakkir fyrir uppeldið og samferðina. Henni Stellu, sem fullu nafni heitir Sigríður Gísla- dóttir, sendi ég hug minn svo og börnum og öðrum afkomendum. Finnbogi Hermannsson. Þórarinn Pálsson var mikill gæfumaður í lífi og starfi. Hann setti svip á umhverfi sitt og sveit. Hann var hvers manns hugljúfi og stóð sterkan vörð um stóra fjöl- skyldu og vinahóp. Með þeim átökum og umsvifum sem fylgdu seinni heimsstyrjöld- inni hófst í raun alvöru tækni- og vélaöld á Íslandi. Ungur stóð hann við steðjann og sá hvernig faðir hans klappaði járnið og breytti því með hjálp eldsins í skeifur og ljái. Smíða- og tækniáhuginn var vak- inn hjá unga manninum; hann var vel búinn að atgervi og áhuga til að takast á við þá nýju tíma sem í hönd fóru. Kaupfélag Árnesinga var um þessar mundir orðið leiðandi þjón- ustufyrirtæki og vélsmiðjur kaup- félagsins kölluðu til sín öfluga unga menn, sem bjuggu sig undir þjónustu og lærdóm til að takast á við hina nýju vélaöld. Þórarinn nam bifvélavirkjun og vann í all- mörg ár á vélaverkstæðinu við bif- vélavirkjun og smíðar; var meðal annars við byggingu Ljósafoss- virkjunar. Hann kom því vel búinn heim á ný til að takast á við véla- öldina og þá búskaparþróun sem hér hófst á fimmta og sjötta ára- tugnum; í raun betur búinn til bú- skaparins en margur annar, því á þessu sviði lágu hin stóru tækifæri sveitanna. Þar skorti þekkingu og færni til að takast á við nýjan tíma. Þórarinn og Stella bjuggu fé- lagsbúi með Páli og Vilborgu til að byrja með, en viðgerða- og véla- þjónustu rak hann með búskapn- um. Bændurnir á bæjunum í kring áttu hauk í horni þegar traktorinn stoppaði eða vélin brotnaði í miðjum teig; þá var Þórarinn oft- ast fljótur að bjarga málunum, hljóp frá sínum verkum þótt skúr héngi yfir og hjálpaði upp á ná- granna sína. Hinn hefðbundni búskapur var jafnframt vel rekinn og arðsamur, enda þurfti stór fjölskylda mikils með. Þau hjón voru samhent, fóru vel með, bjuggu af ráðdeild og aldrei virtist skorta neitt. Lær- dómurinn til barnanna var að bjargast af dugnaði sínum og fara vel með alla hluti og ung byrjuðu þau að hjálpa til. Oft lagði Þór- arinn áherslu á þá uppeldisfræði að treysta börnum og unglingum og leyfa þeim snemma að fást við verkefnin, því það væri æfingin sem skapaði meistarann. Þórarinn var veiðimaður góður og naut þess að sækja sér afla í ár og vötn og góð skytta var hann. Mikla virðingu bar hann fyrir nátt- úrunni og kunni sem slíkur vel þá list að fara með þessa veiðiþrá og veiðimanninn í sjálfum sér. Á mannamótum var hann glað- astur allra, algjör reglumaður var hann, sagði sögur og hló dátt. Al- vörumaður var hann eigi að síður og varði sinn rétt með rökum. Röddin varð djúp og alvarleg, væri hann beittur órétti, en fljótur að sættast þegar niðurstaða lá fyrir. Mannlífið skipti hann miklu máli, var skólabílstjóri í þrjá áratugi. Við börnin talaði hann sem jafn- ingja og fylgdist vel með hvað í þeim bjó og enginn fór af jafn mik- illi gætni með farm sinn; fylgdi þeim inn í bæ væru veður válynd. Hann skráði hjá sér smásögur og minningar úr mannlífinu og náði ágætum tökum á því, enda sagnamaður sem kunni frá mörgu að segja. Þórarinn lá ekki á meiningu sinni ef því var að skipta og fór vel með gagnrýni sína, ef hann setti hana fram. Var það gert til að hjálpa viðkomandi. Þetta reyndi ég oft sjálfur og þakka fyrir. Á hrós og þakklæti var hann óspar ef hon- um líkaði niðurstaða og fannst mikið til um unnið verk. Síðustu árin hefur þessi fjör- maður búið við skerta heilsu eftir áfall. Þótt hugsunin væri rökrétt skorti tjáninguna sem maður ætl- aði að yrði óbærilegt fyrir mann sem var þessarar gerðar. Aðdáun- arvert var að fylgjast með um- hyggju fjölskyldunnar og ekki síst Stellu sem var vakin og sofin yfir honum. Þau héldu áfram að ferðast og allt var í föstum skorðum þótt heilsunni smáhrakaði. Aldrei var sagt æðruorð heldur reynt að halda sínu striki og gera honum kleift að vera heima og vera með í öllu því sem gaf honum gleði og ró. Segja má að nú á kveðjustund, þegar dauðinn skilur þau hjón að, fái orð skáldsins sterkan hljóm: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Þannig er það; hvorki heilsu- brestur né eilífðin fær aðskilið góð hjón sem hafa gefið hvort öðru allt. Þórarinn er kvaddur með virðingu og þökk. Við Margrét sendum fjöl- skyldunni okkar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson.  Fleiri minningargreinar um Þór- arin Öfjörð Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðjón Birgir. ✝ Helga Ás-mundsdóttir fæddist á Grund í Grundarfirði 17. janúar 1912. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ í Reykjavík 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ás- mundur Sigurðsson frá Vallá, f. 12. september 1868, d. 31. janúar 1919, og Kristín Júlíana Þorleifsdóttir, f. 17. júlí 1887, d. 10. febrúar 1973. Hálfsystkini Helgu voru Ingibjörg, f. 1897, d. 1898, Helga, f. 1898, d. 1898, Óskar Ingiberg Helgi, f. 1899, d. 1915, Einar, f. 1901, d. 1981, Kjartan, f. 1903, d. 1977, Jak- (Ingimarsskólanum) auk þess sem hún vann á heimilinu. 1933 fór Helga í vist, fyrst til Kjart- ans Péturssonar, sem var sonur Vilborgar föðursystur hennar og Jóhönnu konu hans. Þar var hún í nokkur ár en fór í síld til Siglu- fjarðar á sumrin. Síðan var hún í nokkur ár hjá Óskari Erlends- syni lyfjafræðingi og fjölskyldu hans en árið 1943 hóf hún störf hjá Vinnufatagerðinni Heklu og síðan Vinnufatagerð Íslands og vann þar æ síðan uns hún lét af störfum. Árið 1940 stofnaði Helga heimili með móður sinni og systrunum Ingibjörgu og Þór- leifu ásamt Ásmundi Jónatan meðan hann var ókvæntur. Bjuggu þau lengi að Öldugötu 59 í Reykjavík, þar sem Kristín móðir þeirra hélt heimili fyrir þau. Frá 1961 bjuggu systurnar ásamt móður sinni að Klepps- vegi 6. Helga flutti á Skógarbæ 2003 og bjó þar síðustu árin. Útför Helgu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. obína Ásdís, f. 1904, d. 1990, og Ásmund- ur, f. 1907, d. 1976. Alsystkini voru Ingibjörg, f. 1913, d. 1989, Jarþrúður, f. 1915, d. 2002, Þór- leif, f. 1917, d. 1985, og Ásmundur Jón- atan, f. 1919, d. 1991. Helga ólst upp með foreldrum sín- um í Grundarfirði til átta ára aldurs, en árið eftir að fað- ir hennar fórst var henni komið í fóstur hjá Ragnhildi föður- systur sinni og manni hennar Jóhannesi Sigurðssyni prentara, sem bjuggu í Reykjavík. Þaðan gekk hún í Miðbæjarskólann og var síðan tvo vetur í kvöldskóla Helga frænka er dáin, síðust af systkinunum og skilur eftir sig söknuð og góðar minningar. Helga bjó lengst af á Kleppsvegi 6 með systrum sínum, þeim Ingibjörgu og Þórleifu og með móður þeirra, Kristínu ömmu minni. Ingibjörg, Þórleif og amma eru áður fallnar frá en ekki er hægt að minnast einnar systurinnar án hinna enda voru þær allar gjarnan nefndar í sömu andránni. Þær voru „Imba, Lúlla og Helga“ og langar mig að minnast þeirra allra hér. Hver maður er ríkari af að eiga frænkur sem eru góðar við mann og við systkinin áttum þrjár á Klepps- veginum, hverja annarri betri. Amma og frænkurnar á Klepps- veginum voru fastur liður í tilver- unni og samverustundirnar með þeim eru ljóslifandi í minningunni. Blokkin þeirra á Kleppsveginum var aldrei kölluð annað en Málara- húsið á mínu heimili, enda var allt- af verið að mála hana. Heimsóknir í Málarahúsið voru oft á dag- skránni og alltaf við hátíðleg tæki- færi eins og á jólum, páskum og síðast en ekki síst á sunnudegi fyr- ir bolludag. Ekki spillti það fyrir að við tókum gjarnan leigubíl úr Stigahlíðinni í Málarahúsið en það var viðburður á þeim tíma. Við bræðurnir slógumst þá um hver mætti sitja fram í á milli leigubíl- stjórans og pabba (öryggisbelti voru ekki komin í tísku þá) og ég bað um að pantaður yrði Benz. Í Málarahúsinu vantaði aldrei upp á veitingarnar, þar fengum við Lindu konfekt og niðursoðna ávexti með ís og rjóma. Systurnar voru ólíkar þó við munum þær allar sem eina. Imba spilaði Lúdó við okkur börnin og gaf okkur Freyju gott og meira að segja Freyju páskaegg sem annars voru „raritet“ á þeim árum. Imba var mest á ferðinni af systrunum. Hún tók strætó og kom í heimsókn í Stigahlíðina og kom kannski við í Háuhlíðinni hjá Jakobínu og Ein- ari í leiðinni. Imba vildi gera öllum vel og kom gjarnan færandi hendi með eitthvað sem hún hafði keypt. Eftirminnilegust var Oster-hræri- vélin sem var mikið tækniundur. Imba var líka dugleg að ferðast og fór á hverju ári í Þórsmörkina. Lúlla var alltaf hlæjandi og svo ósköp blíð og góð við alla. Lúlla gaf okkur renninga úr prentsmiðj- unni sem hún vann í svo við höfð- um alltaf nóg til að teikna á. Lúlla bauð stundum pabba og okkur fjölskyldunni í bókbindarabústað- inn í Ölfusborgum. Ég á margar góðar minningar úr þeim ferðum m.a. þegar ég safnaði þar grasi fyrir Stjarna, hestinn hennar Lúllu. Helga var hlédrægust af systrunum en alltaf mikill húm- oristi. Helga var líka sú eina af þeim sem fékk sér smók öðru hvoru sem mér fannst einhvern veginn ekki passa inn í myndina en ekki virðist henni hafa orðið meint af því, hún lifði jú lengst. Ömmu Kristínar minnist ég ekki öðruvísi en í peysufötum og hún sat gjarnan í sama stólnum í Mál- arahúsinu. Hún spurði okkur stundum hvort við hefðum komist klakklaust í gegnum vegabréfs- skoðunina þegar við komum í heimsókn, okkur strákunum til mikillar skemmtunar. Seinni árin, þegar Helga var orðin ein eftir, var hún alltaf höfð- ingi heim að sækja, lengst af á Kleppsveginum en síðustu árin í Skógarbæ. Helga kvartaði ekki undan aðstæðum sínum þó manni fyndist vist hennar stundum vera einmanaleg. Helga hafði húmor fyrir því þegar ég hringdi í hana á Kleppsveginn og spurði hvort hún yrði ekki örugglega heima ef ég kæmi í heimsókn en á þeim tíma fór Helga varla út fyrir hússins dyr. Hún bauð alltaf upp á kók og með því og svo sælgæti þannig að helst varð maður að fara frá henni með vasana fulla. Í síðasta skipti sem við fjölskyldan hittum Helgu, fyrir tveimur vikum síðan, bauð hún okkur að venju upp á sælgæti. Hún kallaði það gúmmelaði og á leiðinni heim bað þriggja ár sonur minn um meira gúmmelaði. Ég býst við því að við köllum það bara gúmmelaði héðan í frá. Helga fylgdist vel með frændfólki sínu og hjá Helgu fékk maður fréttir af ættingjunum. Hún fylgdist vel með fréttum og samtímanum í kringum sig og í rauninni kom maður hvergi að tómum kofanum í samræðum við Helgu. Þó Helga væri tæplega rólfær síðustu árin, heimsótti hún mig og fjölskylduna nokkrum sinn- um. Hún eyddi aðfangadagskvöld- um á heimili mínu og innan um fjölskylduna sína og var við skírn yngsta sonar míns. Það var mér af- ar kært og mikilvægt að fá að hafa Helgu með mér og fjölskyldunni á þessum hátíðarstundum. Við mun- um sakna hennar og minnast henn- ar á komandi jólum. Ég held að Helga hafi orðið hvíldinni fegin þegar hún kom. Hún hafði reyndar gefið það sjálf í skyn og vissi lík- lega betur en við að tíminn væri komin. Ég kveð þig nú, kæra frænka, og þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar í gegnum tíðina. Magnús Þór Ásmundsson og fjölskylda. Helga kom á heimili foreldra minna átta ára gömul eftir andlát föður síns en Ásmundur var bróðir Ragnhildar, móður minnar, og var hún mér því meira en venjuleg frænka. Hún var elsta barn Ás- mundar og Kristínar seinni konu hans. Þau áttu þá þrjár aðrar dæt- ur og Ásmund sem var ófæddur. Helga varð okkur systrum, Ingu, Diddu og Borgu, eins og eldri syst- ir. Helga var okkur systrum ljúf og góð, eltist við okkur og hjálpaði mömmu. Þegar ég var níu ára og Helga 21 árs skildu þó leiðir. Við systur fluttum til Akureyrar með foreldrum okkar og bjuggum þar í sex ár. Helga gerðist þá vinnukona hjá frænda okkar, Kjartani Péturs- syni, en hann var sonur Vilborgar, elstu systur mömmu. Á sumrin fór hún oft í síld á Siglufjörð og heim- sótti okkur þá á Akureyri. Það er stutt síðan hún rifjaði upp með mér þegar Inga systir fæddi telp- una sína, en mamma hafði þá farið til Siglufjarðar, þar sem pabbi var á sumrin, en Helga var viðstödd fæðingu Guðrúnar. Við fluttum aftur til Reykjavíkur 1939 og Helga sýndi áfram trygg- lyndi sitt með tíðum heimsóknum og var alltaf fús að rétta hjálp- arhönd eftir að móðir mín lést í desember 1940. Ég hef oft hugsað um hve erfitt hefur verið fyrir Helgu, aðeins átta ára, að yfirgefa móður sína og systkin sem voru öll í sömu sveit, þótt þau væru sitt á hverjum bæn- um. Ég held að hún hafi borið harm sinn í hljóði og því orðið svo- lítið dul. Þegar móðir hennar og systkin voru öll komin til Reykja- víkur héldu þau heimili saman, fyrst á Öldugötunni og síðar á Kleppsvegi 6. Það var Helgu mikil uppbót að vera á ný með fjölskyld- unni. Þegar Ásmundur kvæntist sinni yndislegu konu, Hönnu Helgadóttur, bjuggu þær systur, Helga, Ingibjörg og Þórleif, með móður sinni, en Jarþrúður giftist Jóhanni Ásmundarsyni á Kverná. Helga hefði orðið 95 ára hinn 17. janúar. Við fórum iðulega í afmæli Helgu frænku og eftir að ég gifti mig og eignaðist börn fórum við öll til hennar ásamt Diddu. Ávallt var hátíð að koma til þeirra, hvort sem var á Öldugötu eða Kleppsveg. Þar voru líka Ásmundur og Hanna með sín börn. Öll börnin mín minnast þessara heimsókna með mikilli gleði. Helga kom tíðum í heimsókn til mín, oft færandi hendi. Hún vann við saumaskap hjá Vinnufatagerð- inni Heklu og svo Vinnufatagerð Íslands. Kom hún oft með buxur á drengina mína eða með páskaegg fyrir páska. Hef ég mikið fyrir að þakka. Síðustu árin dvaldi Helga á Skógarbæ og fannst gott að vera þar. Hanna mágkona hennar reyndist Helgu mjög vel og á margfaldar þakkir fyrir. Mér fannst gott að heimsækja hana og heyra hana segja frá gömlu dög- unum eða vera með henni á helgi- stund og fara með bænir: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) eða „Faðir vor“. Þessar og fleiri bænir hafði hún beðið með mér ungri og var gott að mega taka undir þær nú á gamals aldri. Ung gekk Helga í KFUK og studdi alltaf félagið með árgjaldi sínu og öðrum gjöfum. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt Helgu sem frænku og systur. Guð blessi minningu hennar. Vilborg Jóhannesdóttir. Helga Guðfinna Ásmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.