Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 51 ✝ Jón Helgason,Jónsi, fæddist í Keflavík 26. maí 1975. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 1. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helgi Ragnar Guð- mundsson, f. 18.8. 1950, og Júlía Hall- dóra Gunnarsdóttir, f. 16.7. 1954. Systk- ini Jónsa eru Gunn- ar Júlíus, f. 2.6. 1973, Logi, f. 22.6. 1981, Sandra, f. 22.9. 1986, og Sindri Snær, f. 28.12. 1991. Kona Jónsa er Selma Stefáns- dóttir, f. 26.7. 1972. Foreldrar hennar eru Stefán Dan Óskars- son, f. 11.6. 1947, og Rannveig Hestnes, f. 14.11. 1947. Dætur Jónsa og Selmu eru Aníta Mán- ey, f. 14.6. 1996, og Glóð Jónsdóttir, f. 25.6. 2001. Jónsi ólst upp í Vogum í Vatns- leysustrand- arhreppi og bjó þar alla tíð fyrir utan tvö ár á Vest- fjörðum ásamt Selmu. Ungur fór hann að vinna, 11 ára fór hann í sveit í Þórukoti í Víðidal, eftir það vann hann við ýmis störf, var til sjós, vinnumaður á Hrafnseyri við Dýrafjörð og hjá Stein- steypusögun S.H. og eignaðist síðar það fyrirtæki. Síðustu ár sín vann hann í Álverinu í Straumsvík. Jónsi verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Þetta er allt svo skrítið og óraun- verulegt. Þú sagðir alltaf við mig og fleiri að þú yrðir ekki gamall heldur ætlaðir að deyja ungur. Ég tók nú aldrei mark á þessum orð- um en þú stóðst nú heldur betur við þau. Það var alltaf svo gaman að hitta þig á djamminu því þú tókst alltaf svo vel á móti mér þegar við hitt- umst, svo var líka visst öryggi í því vegna þess að ég vissi að þú pass- aðir uppá mig. Ég man þegar við töluðum um ferðina sem þú tókst mig í þegar ég var fimm ára og þú sextán ára og við vorum á húsbílnum hans Sigga frænda. Þú gast sko hlegið að því þegar við rifjuðum þetta upp. Þú áttir að passa mig því að mamma og pabbi voru að fara í ferðalag með ÍAV á Vestfjörðum. Ég fékk allt það nammi sem barn gat dreymt um og þið voruð dug- legir að stoppa fyrir mig í sjoppum til að kaupa meira nammi. Svo í bakaleiðinni hittum við mömmu og pabba og hjónin voru sko aldeilis ekki sátt. Þú varst svolítill villingur og gerðir allt sem þér datt í hug og gerðir það alltaf af fullum hug. Þú skammaðist þín aldrei fyrir neitt sem þú gerðir, sama hvað það var. Svo varstu líka búinn að „heilaþvo“ Máneyju með því að segja að hún mætti ekki eignast kærasta nema hann myndi vinna þig í sjómann. Þú varst sterkastur og vissir sko aldeilis af því. Þú varst heldur ekki hræddur við neitt nema litlu konuna þína sem þú elskaðir meira en allt. Ég á eftir að sakna þín sárt Jónsi minn og ég veit að allir þeir sem þekktu þig vel eiga líka eftir að sakna þín. Þú varst með svo sterkan persónuleika og varst eins og segull á fólk, varst fljótur að eignast vini. Ég vona að þér líði vel þarna uppi og passir hana Ísól fyr- ir okkur. Ég mun aldrei gleyma þér, kveðja Sandra systir. Elsku Jónsi. Það er sárt að hugsa til þess að við séum að kveðja þig í hinsta sinn, okkar ástkæri tengdasonur, mágur og frændi. Það eru um ell- efu ár síðan við kynntumst þér og þann tíma ávannst þú þér kæran stað í hjörtum okkar. Þið Selma genguð í gegnum margt á ykkar lífsleið og ávallt stóðuð þið saman. Jónsi við minnumst þín sem hróks alls fagnaðar því hvarvetna er þú komst lýstirðu upp svæðið með kæti. Þú áttir auðvelt með að kynn- ast fólki og varst sannur vinur vina þinna þótt stundum hafir þú verið óþolandi stríðinn, en það fyrirgafst alltaf jafnóðum. Þú skilur eftir góð- ar minningar sem munu aldrei nokkurn tímann hverfa. Þú lifir enn í hjörtum okkar allra. Við elsk- um þig og munum hugsa vel um Selmu, Máneyju og Glóð fyrir þig. Við vitum að þú ert í góðum hönd- um, Sverrir Karl og Palli hafa örugglega tekið vel á móti þér. Þú hugsar um litlu dóttur þína, Ísól, fyrir okkur. Við kveðjum þig nú, elsku Jónsi, og þökkum þér fyrir þau ár sem við fengum að hafa þig við hlið okkar. Þú veist að þín er sárt saknað af okkur og öllum öðrum sem þig þekktu. Elsku Selma, Máney og Glóð, megi Guð styrkja ykkur, foreldra Jónsa og systkini á þessum erfiða tíma. Stefán Dan, Rannveig, Harpa, Helgi Dan og Stefán Diego. Elsku Jónsi. Það er enn svo óraunverulegt að hugsa sér þig ekki bara í vinnunni eða heima að vesenast í hundunum eða taka á móti manni með ein- hverju gríni. Þú varst svo góður við Selmu þína sem þú elskaðir óend- anlega sem og stelpurnar þínar þrjár. En við getum huggað okkur við þá hugsun að nú sértu kannski með Ísól litlu sem fór allt of fljótt og auðvitað Palla sem var meira en frændi, hann var þinn allra besti vinur. Ég sé þig samt ekki fyrir mér á himnum spilandi á hörpu og syngj- andi, þá verður þú allavega fljótt beðinn að sleppa því. Þú varst nú búinn að ráða þig til að troða upp á skemmtistað í Keflavík sem trúba- dor með gítar, þú sem kunnir ekki einu sinni á gítar. Og ég ætlaði að panta hallærislegustu hárkollu „ever“ fyrir þig. Selmu fannst það drepfyndið en var samt viss um að ef þetta gengi langt mundir þú láta vaða. En það lýsir þér svo vel, þú varst svo hvatvís og skemmtilegur. Ég trúi því að það sé líf eftir þetta líf og við eigum eftir að hittast aftur, ein mannsævi sé eins og fá ár þín megin, og því bíðir þú eftir þínum nánustu en getir í millitíðinni verndað þau. Og ef einhver var verndandi þá varst það þú í lifanda lífi. Davíð mínum finnst svolítið erfitt að hugsa til jóladags því þá mun þig vanta til að djöflast í hon- um og brók … þú varst svoddan hrekkjusvín. Ég mun ætíð halda minningu þinni lifandi fyrir börn- um okkar Gunna. Guð geymi þig bangsi mágur. Þín vin/mágkona Guðbjörg (Búbba). Elsku æskuvinur minn. Fréttin af andláti þínu gerði mig stjarfa og hugsanir frá æsku minni lömuðust. Við kynntumst tveggja ára þeg- ar mamma mín fór að vinna og ég var í pössun heima hjá þér. Við urðum strax bestu vinir enda nauðalík. Þriggja ára vorum við send í leikskóla. Það fannst okkur mikið frelsi og mikið skemmtum við okk- ur þar. Við vorum frekar óhlýðin og töluðum mikið saman enda var mikið að ræða á þessum aldri. Á þessum árum vorum við ákveðin í að gifta okkur þegar við yrðum fullorðin en samt fundum við bæði ástina annars staðar þegar leið á árin. Aðeins fjögurra ára sendu mæð- ur okkar okkur í dansskóla. Að sjálfsögðu urðum við vinirnir strax danspar. Mæður okkar sátu heima og saumuðu á okkur búninga og við eyddum ófáum helgunum í að sýna dans fyrir gamla fólkið á elliheim- ilunum. Aðeins sex ára fórum við á okkar fyrstu danskeppni. Þar náðum við fyrsta sæti og þar af leiðandi bikar, svo vel stóðum við okkur. Það var aðeins einn bikar veittur og þurft- um við að bíða í mánuð eftir öðrum til að hvort hefði sinn bikar. Ég gat ekki sætt mig við að þú geymdir bikarinn og ekki varst þú ánægður með að ég hefði hann. Að lokum skárust mæður okkar í leikinn og ákveðið var að geyma hann í skóla- stofunni okkar í Stóru-Vogaskóla. Ekki fannst okkur amalegt að horfa á bikarinn allan daginn og sýna þannig afrek okkar fyrir bekkjarfélögunum. Næsta danskeppni var ári síðar og við aðeins sjö ára. Aftur unnum við bikar og þarna sannaðist fyrir okkur hversu frábær við vorum saman. Ég man þegar þú fórst montinn með þinn bikar heim og stilltir honum upp í glugganum í herberginu þínu. Nokkrum dögum síðar var sólin búin að breyta gull- bikarnum þínum í silfur og von- brigðin sáust vel á andliti þínu. Þessu hlógum við að síðar. Við vorum saman í bekk og mæður okkar vinkonur. Í skólanum skemmtum við okkur vel, stundum of vel. Við áttum það til að masa mikið og fjörið í þér gleymist aldr- ei. Ég gat alltaf stólað á að ef mér datt eitthvert prakkarastrik í hug þá varst þú til staðar fyrir mig til að hjálpa mér að framkvæma það. Síðast þegar ég hitti þig var á endurfundum fyrir nokkrum árum. Það var svo gaman að sjá besta æskuvin minn aftur. Þegar við vor- um búin að spjalla saman í smá- stund stakkst þú upp á að fara með mig heim til þín og sýna mér kon- una þína og dóttur. Þar sá ég að þú hefðir það greinilega gott með góðri konu og yndislegri dóttur. Ég vil fá að þakka þér fyrir ynd- islega æsku sem við áttum saman. Þú átt stóran þátt í henni. Elsku Selma, Aníta, Glóð, Helgi og Júlía og aðrir aðstandendur. Megi góður guð hjálpa ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Jóna Einarsdóttir. Þarna gekk stóri maðurinn með stóra hundinn. Nágranni minn. Ég var nýfluttur í Vogana frá Hafn- arfirði og hafði ekki spáð neitt sér- staklega í það hverjir nágrannar mínir væru. En þarna var hann. Kallaður Jónsi. Og fljótlega frétti ég að stóri Rottweiler-hundurinn héti Castró. Mér fannst þeir frekar flottir félagarnir en hélt á sama tíma að við myndum nú ekki kynn- ast betur en að kinka kannski kolli til hvors annar á leið til vinnu á morgnana. Ég á leiðinni í skrif- stofustólinn og tölvuna en hann að saga steypta veggi með stórvirkum tækjum. „Góðan daginn … blessuð blíðan? „ En raunin varð önnur. Jón Helgason var uppalinn í Vog- um á Vatnsleysuströnd. Innfæddur eins og það heitir. Fljótlega komst ég að því að hann var fróðari um umhverfi sitt en margir innfæddir. Þekkti hverja þúfu eins og sagt er og gott betur, því flestum stöðum fylgdu einhvejar sögur sem menn lesa ekki í bókum. Innfæddur. Húmorinn var alltaf í forgrunni. „Raggi granni“ var ég hálfpartinn skírður af honum fljótlega, og hafði það þessa tvíræðu merkingu, báðar sannar. Hann kaus að sjá það fyndna í þessu öllu saman og taka því nú ekki of alvarlega. Þetta skil- aði sér í því að hann var ekki verkkvíðinn. Ef það þurfti að færa fjall þá var það fært. Sippoghoj. En það fer þetta enginn á húm- ornum einum saman og það átti við Jónsa líka. Hann hafði kynnst þessu öllu saman en bar það ekki á torg. Skömmu áður en ég flutti í nágrennið höfðu hann og eftirlif- andi kona hans, Selma Stefánsdótt- ir, misst barn. Ísól var tvíburasyst- ir Glóðar. Hún hafði það ekki af, eftir hetjulega baráttu, aðeins nokkurra daga gömul. Glóð hins vegar braggast vel og gefur stóru systur sinni Máney ekkert eftir. Báðar eru þær pabbastelpur. Nokkru seinna missti hann besta vin sinn, Palla, af slysförum. Þess- ar tilfinningar voru ekki í um- ræðunni dagsdaglega en leituðu á hann eitt kvöld þegar við vorum að spjalla. Það var ljóst að sorgin var þung. Hann sagðist oft sakna Palla og spáði í það hvernig það hefði verið að ala upp tvíbura. Þetta var bara alls ekki auðvelt. Jónsi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og þann- ig vildi hann hafa það. Hann og Selma höfðu bæði gaman af hunda- rækt og stóðu vel að því. Að hýsa hrafn í búri í marga mánuði á lóðinni sinni fyrir kvik- myndagerðarmann sem var að gera mynd um krumma. Ekkert mál. Að skreppa norður í réttir og hjálpa bóndanum. Minnsta málið. Kraftarnir nýttust vel enda Jónsi nautsterkur frá náttúrunnar hendi. En það var líka gaman að þessu fínlega. Strjúka nýfæddum hvolpi sem hvarf í stórum lófanum eða að föndra listilega úr grjóti hvort sem það var útikertastjaki eða stein- kross á leiði dóttur sinnar. Það þýðir lítið að vera háfleygur þegar talað er um Jón Helgason. Hann var orginal. Börn eru ekki háfleyg en sonur minn sagði: „Það eru eng- ir Vogar án Jónsa“. En það er komið að kveðjustund og ég þakka fyrir kynnin. Selmu, Máney, Glóð og Castró sendi ég samúðarkveðj- ur. Sömuleiðis foreldrum og hans stóru fjölskyldu. Ragnar Óskarsson. Kæri vinur, við hjónin þökkum fyrir að hafa kynnst þér þú varst heill í verkum þínum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Guð verndaðu fjölskyldu Jónsa frá öllu illu. Kveðja, Þorgerður og Guðbjartur. Jón Helgason (Jónsi) ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSMUNDUR EIRÍKSSON, Ferjunesi, sem lést mánudaginn 27. nóvember, verður jarð- sunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 9. des- ember kl. 14.00. Oddný Kristjánsdóttir og synir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓN GÍSLASON vélstjóri, Viðvík, Hellissandi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 11. desember kl. 13.00. Halldór Gíslason, Carolina Alquino, Kristín Gísladóttir, Sean Burnham, Elín Gísladóttir, Paul Hebdige, Guðjón Arnar, Kristjana Dögg og Mandy Pálína. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, SVEINBJÖRN KRISTINN STEINDÓRSSON, Heiði, Ásahreppi, sem lést föstudaginn 1. desember, verður jarð- sunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Sigurbjörg Finnbogadóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AXELMA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 5. desem- ber. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Fanney Júlíusdóttir, Erlendur Magnússon, Júlíus Örn Júlíusson, Anna María Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.