Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórarinn Ólafs-son fæddist í Laxárdal í Þistil- firði 5. febrúar 1908. Hann lést á Landspítala Foss- vogi 27. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Guðmunda Þorláksdóttir, f. 22. desember 1868, d. 26. maí 1957, og Ólafur Þórarinsson bóndi í Laxárdal, f. 22. maí 1875, d. 3. júlí 1966. Systkini Þórarins voru Þóra, f. 1903, d. 2001, Kjartan, f. 1905, d. 1991, Eggert, f. 1909, d. 1998, og Ófeigur, f. 1909, d. 1999, og systkini sammæðra Þórarinn Stefánsson, f. 1891, d. 1901, Þor- lákur Stefánsson, f. 1892, d. 1969, Vilborg Stefánsdóttir, f. 1894, d. 1945, Hólmfríður Stefánsdóttir, f. 1896, d. 1929, og Stefanía Stef- ánsdóttir, f. 1897, d. 1986. Þórarinn kvæntist 28. maí 1955 arinn Sturla, Halldór Andri og Gísli Ágúst. Þau eiga níu barna- börn. 2) Dagný Ólafía Gísladóttir, f. 31. ágúst 1943, gift Ragnari Tómassyni, f. 30. janúar 1939. Börn þeirra eru Ragna Þóra, Tóm- as, Dagný Ólafía og Arnar Þór. Þau eiga ellefu barnabörn. 3) Helga Gísladóttir, f. 11. nóvember 1948, gift Sigurgeiri Sigurjóns- syni, f. 4. nóvember 1948. Börn þeirra eru Helga Jenný, Sigurjón og Benjamín. Þau eiga þrjú barna- börn. Dóttursonur þeirra Þórarinn Kristmundsson, f. 8. mars 1973, ólst að mestu upp hjá þeim. Hann er kvæntur Ragnheiði Stefáns- dóttur, f. 8. ágúst 1973. Börn þeirra eru Stefán Már og Katrín Helga. Þórarinn gekk í Laugaskóla og hóf síðan nám við smíðar hjá Kjartani bróður sínum og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum á Húsavík árið 1935. Meistaraprófi lauk hann frá Iðnskólanum í Reykjavík 1943. Þórarinn vann við smíðar alla tíð. Útför Þórarins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Guðlaugu Ólafs- dóttur, f. 24. septem- ber 1924. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Guðmunda, f. 14. nóvember 1952, gift Kristjáni Þórðarsyni, f. 5. júlí 1950. Börn þeirra eru Guðlaug Þóra, Unnur Ýr, Þórður Örn og Þór- arinn Már. Þau eiga sjö barnabörn. 2) Vil- borg, f. 16. júní 1955, gift Sigmundi Erni Arngrímssyni, f. 23. október 1941. Börn þeirra eru Helga og Arnar Freyr, fyrir átti Vilborg Þórarin Kristmundsson og Sigmundur Öldu og Ásdísi. Þau eiga sjö barnabörn. Dætur Guðlaugar frá fyrra hjónabandi og stjúpdætur Þór- arins eru: 1) Lára Margrét Gísla- dóttir, f. 7. mars 1942, gift Hall- dóri Jóhanni Guðmundssyni, f. 30. desember 1938. Börn þeirra eru Guðmundur Ólafur, Guðlaug, Þór- Kær vinur og tengdafaðir fékk loks hvíldina sem hann þráði. Margs er að minnast og margt að þakka eftir tæplega 50 ára sam- fylgd. Hver hefur sína sögu af öðr- um að segja. Mig langar að segja hér frá einstöku og fallegu ástaræv- intýri. Ævintýrið byrjaði haustið 1951. Þórarinn var glæsilegur sýnum, sterkur og karlmannlegur. Hann var hamhleypa til verka og eftir- sóttur til starfa. Þetta haust var honum falið að lagfæra hús við Smyrilsveg í Reykjavík. Þegar hann gengur að húsinu verður honum lit- ið upp í glugga. Þar stóð fallegasta kona sem hann sagðist hafa augum litið. Hann hafði aldrei séð hana áður. Hann vissi ekkert um hennar hagi. En hann vissi eitt: Þessa konu vildi hann eiga! Konan var Guðlaug Ólafsdóttir, ung og fráskilin þriggja barna móð- ir. Guðlaug varð stóra ástin í lífi hans – áður en þau kynntust. Þegar kom að „kaffi“ voru örlög þeirra ráðin. Það hófst ein samfelld ástarsaga. Að því kom að þau hófu byggingu á húsi sínu á Tunguvegi 10. Hann smíðaði, hún handlangaði. Saman gerðu þau mikið úr litlu. Áratugum síðar heyrði ég ná- granna lýsa því hvernig Þórarinn fagnaði hverjum minnsta áfanga með því að knúsa konu sína og kyssa – þar sem þau stóðu á vinnu- pöllunum. Annars leit hann ekki upp frá vinnu. Saman eignuðust þau dæturnar Guðrúnu og Vilborgu. Dætrum Guðlaugar úr fyrra hjónabandi, Láru, Dagnýju og Helgu, gekk Þór- arinn í föðurstað. Systurnar fimm voru stolt þeirra og urðu síðar stoð þeirra og stytta. Þórarinn og Guðlaug áttu sinn sælureit. Það var við eldhúsborðið á Tunguveginum. Þar sátu þau löngum að spjalli, drukku sitt Bragakaffi, hlustuðu á Gufuna og lásu Tímann. Í kjallaranum hafði Þórarinn vinnustofu. Hann þurfti sífellt að hafa eitthvað að sýsla. Byggja, breyta og bæta. Guðlaug hafði lag á að leggja honum til hugmyndir. Hún setti þær fram á kankvísan hátt. Á rósamáli. Brosti svo blíðlega til bónda síns. Fyrr en varði var komin ný gluggakista, nýtt borð- stofuhorn í eldhúsið eða búið að taka niður vegg. Hann var hennar hetja. Guðlaug greindist með Alzheimer fyrir 4–5 árum. Þá var Þórarinn orðinn 94 ára. Hann var til ferða fær en sjónin döpur og heyrnin slæm. En hugurinn og viljinn voru sem meitluð í stein. Eins og alltaf. Með aðstoð dætranna fimm heim- sótti Þórarinn konu sína upp á hvern dag. Þó að Guðlaug væri í sinni fjar- lægu veröld þar sem núið eitt ríkir, ljómaði andlit hennar þegar hún sá Þórarin. Hún var alltaf skotin í sín- um karli. Hann heilsaði henni ætíð og kvaddi með knúsi og kossum. Eins og á vinnupöllunum forðum. Þau gátu ekki lengur talað saman. En þau skildu hvort annað. Margt hafði breyst en ævintýrið lifði. Hann sat við hlið hennar, hélt um hendur hennar, strauk þær og þrýsti. Allan heimsóknartímann. Öll þessi ár. Að verða 99 ára og alltaf jafn ást- fanginn. Ragnar Tómasson. Þórarinn Ólafsson, tengdafaðir minn, verður öllum þeim minnis- stæður sem honum kynntust. Eig- inkona hans, Guðlaug Ólafsdóttir, dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Þórarinn var enginn meðalmaður, hvorki til líkama né sálar. Hann var mikill og góður smiður og sérlega vinnusamur. Hann fékkst við smíð- ar frá blautu barnsbeini heima í Laxárdal og allt fram á síðasta dag heima á Tunguveginum. Í haust setti hann upp, með aðstoð fjöl- skyldunnar, millivegg í kjallara. Þótt hann væri orðinn nær blindur stjórnaði hann verkinu af þeirri festu sem einkenndi allt hans líf og störf. Hann var víðlesinn, fróður um menn og málefni og hafsjór af skondnum sögum af samferða- mönnum, enda stálminnugur. Það voru ógleymanlegar stundir þegar hann sagði hverja söguna af ann- arri, með slíkum tilþrifum að fágætt er. Hann fylgdist alltaf vel með þjóð- málum og hafði skoðanir á öllu og lét sig allt varða. Fréttatímarnir voru hans dægrastytting og áhuga- mál síðustu árin, ásamt umræðunni í kjölfar fréttanna við dætur sínar og fjölskyldur þeirra. Hann hafði alla tíð mjög ákveðnar stjórnmála- skoðanir og lá ekki á þeim. Fram- sóknarflokkinn kaus hann frá því að hann kaus fyrst þar til við síðustu alþingiskosningar að honum þótti forystan hafa brugðist. Níutíu og fimm ára gamall mat hann kosti og galla þeirra stjórnmálaflokka sem í boði voru og komst að þeirri nið- urstöðu að Vinstri grænir væru skásti kosturinn þótt ekki væru þeir algóðir því þeir „tækju aldrei á kvótamálum“. Ástin, virðingin og tryggðin við Guðlaugu var endalaus. Á hverjum degi heimsótti hann hana á Skóg- arbæ þar sem hún hefur verið sl. fjögur ár. Þessar heimsóknir voru orðnar miðpunkturinn í lífi hans. En það var ekki bara pláss fyrir Guðlaugu í faðmi hans. Hann var besti pabbi, tengdapabbi, afi og langafi sem hægt var að hugsa sér. Þórarinn og Guðlaug eignuðust 2 dætur og 3 dætur Guðlaugar frá fyrra hjónabandi tók hann að sér ungar og gekkst þeim í föðurstað. Þórarinn Kristmundsson, dóttur- sonur hans, ólst upp á Tunguveg- inum hjá ömmu sinni og afa. Tengdamóðir Þórarins, Jónína Dagný, bjó á Tunguveginum síðustu 14 ár ævi sinnar. Þórarinn var mjög barngóður og voru honum barna- börnin 19 og barnabarnabörnin 37 einkum kær. Þórarinn hefur búið einn á Tunguveginum með aðstoð fimm dætra sinna og heimaþjónustu sl. fjögur ár. Það að geta búið heima til dauðadags var honum mikils virði. Honum þótti afskaplega vænt um „morgunfrúrnar“ sínar sem komu til hans í hádeginu og gáfu honum að borða, hnepptu fyrir hann skyrt- unni og settu í hann heyrnartækin. Dæturnar fimm komu síðan til skiptis seinni partinn á daginn, fóru með hann á Skógarbæ í heimsókn til Guðlaugar. Að heimsókninni lok- inni fór hann með dætrum sínum heim í mat og spjall. Þórarinn var alltaf glaður, góður og þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann sem leiddi til þess að allt var gert með gleði og ánægju. Þórarinn tengdafaðir minn er nú allur, tæplega 99 ára gamall. Hans er sárt saknað. Kristján Þórðarson. „Ég ætlaði mér nú að reka tvo nagla, en mér var það gersamlega ómögulegt. Fyrir það fyrsta hef ég enga tilfinningu í þeirri vinstri og svo átti ég í erfiðleikum með ham- arinn í þeirri hægri.“ Þetta sagði tengdafaðir minn við mig fyrir fá- einum vikum. Hann sem fyrir fáein- um árum var enn að klifra stiga og húsþök ef þurfti að lagfæra eitt- hvað. Hann, sem alla sína starfsævi hafði haft fullt vald á hamrinum og smíðaði allt sem til þurfti, varð að játa sig sigraðan. Margur yngri maðurinn hefði fyrir löngu verið kominn á frívakt. Og fyrr en varir er komin kveðju- stund. Í rökkvaðri sjúkrastofunni eigum við okkar síðasta samtal. Í raun er það ekkert samtal. Það er þögult eintal mitt. Á þessari stundu er hugur minn fullur af þakklæti til þessa manns. Ég horfi á þetta fast- mótaða andlit, sé hann draga and- ann þunglega með löngum hléum í gegnum hálfopinn munninn. Þenn- an munn sem ég hef heyrt segja margar skondnar gamansögur af sveitungum úr Þistilfirðinum og öðrum samferðamönnum. Varirnar sem áður herptust saman við reiði- lestur yfir flokksforystunni, sem hafði brugðist öllum hugsjónum, eru nú fölar og lífvana. Ég sit og held í hönd hans. Þessa siggnúnu hönd sem þó er svo mjúk. Dæmigerð fyrir hann. Annars vegar hrjúfur og snöggur upp á lagið ef honum mislíkaði eitthvað og hins vegar þessi umfaðmandi væntum- þykja í öllu hans fasi. Í fjögur ár hefur hann farið daglega á sjúkra- húsið og heimsótt konuna sem hefur verið lífsförunautur hans í yfir fimmtíu ár. Nú mun þessi hönd ekki framar halda um hönd hennar og tjá henni á þögulan hátt alla hans elsku og virðingu. Hver vildi ekki líkjast svona manni? Og í þessari þöglu þakk- argjörð minni er það myndin af þeim sitjandi saman sem vekur mína stærstu þakklætistilfinningu. Ég er þakklátur honum hvernig hann tók mér sem tengdasyni. Ég er þakklátur fyrir öll þau óteljandi handarverk, alla þá nagla sem hann hefur rekið, alla þá alúð og þolin- mæði við endalausar endurbætur og viðgerðir á heimili okkar hjóna. En það fordæmi, hvernig maður auð- sýnir sínum nánustu ást og um- hyggju, er það sem ég þakka honum mest. Þessum manni vildi ég líkjast. Þó óttast ég að í þessum efnum verði ég aldrei annað en skugginn af honum. En þegar ég síðar um kvöldið sé hvernig sonur minn, dótt- ursonur hans, faðmar móður sína og huggar í sorg hennar, þá fæ ég enn eina staðfestingu á því að lífið held- ur áfram. Fordæmi Þórarins lifir áfram. Hann hefur ekki lifað til einskis. Fari hann í friði. Sigmundur Örn Arngrímsson. Mikil tómleikatilfinning heltekur mann þegar litið er yfir á rauða hús- ið á Tunguvegi 10. Afi og amma hafa alltaf verið þar eins og viss klettur í tilverunni, síðustu ár hefur afi samt bara verið einn í stóra rauða húsinu. Það er erfitt að vera núna á númer 7 og horfa yfir, öll ljós eru slökkt og enginn sem situr í hægindastólnum að hlusta á spól- urnar sínar. Ég kvíði mikið fyrir næstu dögum og vikum þegar þetta rennur almennilega upp fyrir manni að afi kemur hvorki röltandi yfir götuna með hattinn sinn í sunnu- dagsmatinn hjá mömmu né er hægt að skutlast yfir og sníkja sér eins og eitt kókglas með honum. Þetta er sár tilfinning sem maður hefur búið sig undir í mörg ár en trúir svo ekki að sé komin til að vera. Afi á Tungó var ótrúlega merki- legur maður, aldrei hef ég kynnst neinum sem var jafn mikið karl- menni og afi. Afi var ofboðslega duglegur og handlaginn, hann átti sínar bestu stundir þegar nóg var að gera við smíðar. Nú seinast setti hann upp millivegg í kjallaranum hjá sér aðeins nokkrum vikum áður en hann veiktist, ekki hefðu margir 98 ára gamlir afar leikið það eftir. Hann hafði líka sterkar skoðanir á öllu og fylgdist vel með fréttum þótt bæði heyrnarleysi og sjónleysi væru farin að hrjá hann. Afi var líka blíður maður og geðgóður. Þau fáu skipti sem ég fór með hann til ömmu á Skógarbæ sitja föst í minn- ingunni, þar haldast þau í hendur og fá sér einn og einn súkku- laðimola saman, þetta eru falleg og góð hjón sem ég sé fyrir mér. Alltaf var hann afi líka góður við barna- börnin og þá ekki síst mig. Þegar ég var barn og unglingur bjó ég hinum megin við götuna, þá pössuðu bæði amma og afi sig alltaf á því að eiga til nýtt gos ef ég skyldi kíkja yfir þar sem þau vissu hversu gott mér þótti að fá kalda kók með þeim. Þau björguðu líka oft svöngum maga með normalbrauði (með fullt af smjöri og sultu) þegar eitthvert óæti var í matinn á númer 7. Eftir að ég eignaðist síðan mína syni fór sá eldri mikið yfir til langafa og fékk sér mola og nýmjólk með hon- um, það er mikill söknuður að þeim stundum eins og fleirum. Skilgrein- ing mín á mikilmenni er „sá sem setur mark sitt á líf annarra manna“, ef það er einhver sem ég hef kynnst á minni stuttu ævi sem fellur undir þessa skilgreiningu er það afi á Tungó. Hann hefur sett mark sitt á marga og alltaf til góðs. Ég er betri maður eftir að hafa fengið að eiga þennan afa og er þakklátur fyrir það, hins vegar sakna ég hans mikið og votta mömmu og systrunum mína innileg- ustu samúð ásamt öllum þeim sem þekktu afa á Tungó. Afi ég elska þig og sakna þín sárt. Þinn Þórður Örn Kristjánsson. Afi minn gekk mér í föðurstað þó að sextíu og fimm ár væru á milli okkar. Ásamt ömmu veitti hann mér það öryggi, ást og hlýju sem öll börn þurfa á uppvaxtarárunum. Við eyddum ómældum tíma saman og bundumst sterkum böndum. Hann var mín stærsta fyrirmynd – ákveð- inn, tryggur og með eindæmum vel gefinn. Þegar árin liðu gerði ég mér þó smám saman grein fyrir að hann var gamall maður. Ég lá stundum andvaka á nóttunni og óttaðist að hann myndi deyja. Þannig er jú gangur lífsins, gamalt fólk deyr. Sú hugsun var óbærileg. Hvað verður um okkur ömmu? Áhyggjur mínar reyndust óþarfar því afi var vel gerður frá náttúrunnar hendi. Hann hélt líkamlegri og andlegri heilsu sem hann þakkaði fyrst og fremst miklu smjöri, rjóma og nýmjólk. Vatn þótti honum mesti óþverri og lét það ekki inn fyrir sínar varir nema í því væri vel af kaffi eða öðr- um bætiefnum. Að lokum var ég orðinn sannfærður um að hann væri ódauðlegur enda man ég varla til þess að honum hafi orðið misdæg- urt. Sennilega voru það þó ekki mjólkurvörurnar heldur kærleikur- inn sem gaf honum þessa miklu lífs- orku. Aldrei hef ég orðið vitni af jafn skilyrðislausri ást eins og hann bar til ömmu. Hún var fallegust og hafði þar að auki alltaf rétt fyrir sér. Ekkert gat haggað þeirri stað- reynd þrátt fyrir endurteknar til- raunir af minni hálfu á unglingsár- unum. Hann stóð eins og klettur við hlið hennar. Eftir að amma veiktist og flutti á hjúkrunarheimili fór að halla undan fæti. Sjónin og heyrnin versnuðu og það varð erfiðara að fylgjast með því sem fram fór í þjóðfélaginu. Hann var auk þess hættur að geta dundað sér við smíð- ar sem voru bæði hans ævistarf og tómstundaiðja. Það tómarúm var erfitt að fylla. Síðustu misseri var fremsti tilgangur lífsins að heim- sækja eiginkonuna og halda í hönd hennar í stutta stund. Það gerði hann samviskusamlega á hverjum degi með hjálp dætra sinna sem hafa verið honum ómetanlegar á þessum erfiðu tímum. Þegar hann svo veiktist skyndilega fyrir nokkr- um dögum fannst honum kominn tími til að sleppa takinu og láta náttúruna hafa sinn gang. Hann var sáttur. Ég kveð nú afa minn með sorg í hjarta en fyrst og fremst með þakk- læti fyrir allt það sem hann veitti mér. Vonandi get ég gefið konu minni og börnum það sem hann gaf ömmu, dætrum sínum og mér. Þá yrði ég stoltur maður. Þórarinn Kristmundsson. Þórarinn Ólafsson ✝ Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, ERLINGUR ARNÓRSSON bóndi á Þverá í Dalsmynni, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudag- inn 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Laufás- kirkju laugardaginn 9. desember kl. 13:30. Friðrika Jónsdóttir, Helga Arnheiður Erlingsdóttir, Þórhallur Bragason, Arnór Erlingsson, Elín Eydal, Hólmfríður Erlingsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Jón Aðalsteinn Illugason og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.