Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR látlegur í veru sinni og viðbrögðum. Við hjónin minnumst hans með þakklæti og biðjum hans nánustu allrar blessunar með orðum sr. Frið- riks úr kvæðabálki hans um Sögu Ís- lands í hnotskurn: Veljir þú Drottin, ei verður að tjóni velsæld og hamingja, ef fellur í skaut. Ísland þá verður að „farsældar fróni“, fært um að standast í sæld og í þraut. Þórir S. Guðbergsson. Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil 4:4-5). Þessi orð úr Filippíbréfinu koma upp í hugann þegar minnst er kærs Gídeonbróður Þorkels G. Sigur- björnssonar, sem nú er genginn inn til fagnaðar Herra síns. Þorkell var fyrsti forseti Gídeon- félagsins og gegndi því embætti í fulla tvo áratugi, lengur en nokkur annar. Að öðrum ólöstuðum er óhætt að fullyrða að enginn maður, í 61 árs sögu félagsins, hefur haft þau áhrif á vöxt og viðgang þess sem Þorkell G. Sigurbjörnsson. Allt frá upphafi fé- lagsins og fram til byrjunar þessa árs voru hann og hans elskulega kona Steinunn Pálsdóttir andlit félagsins út á við, meðan hennar naut við. Nú er skarð fyrir skildi, þar sem þeirra nýtur ekki lengur við. Hann var kall- aður til þessa verks, sem hann sinnti af alúð og samviskusemi. Ljúflyndi Þorkels var öllum sem hann þekktu kunnugt, svo mildur og velviljaður sem hann var, kærleiksríkur og hóg- vær, já af hjarta lítillátur. Vegna þessara mannkosta sinna var honum einkar lagið að fá menn til liðs við Gí- deonfélagið og hvetja þá og uppörva til góðra verka í þágu þess, landi og lýð til ómældrar blessunar. Annað sem einkenndi Þorkel var nánast óskeikult minni hans og yfirgrips- mikil þekking á mönnum og málefn- um, allt frá æsku hans. Var með ólík- indum hve fróður hann var um ættir manna og gat hann ávallt tengt ein- staklinga saman, hverra manna og ættar þeir voru. Aðalsmerki Þorkels var umhyggja og hlýja í garð meðbræðra sinna, í honum átti einstaklingurinn trúan og traustan vin, sem lét sér heill og ham- ingju vina sinna varða. Með Þorkeli er genginn einn af hinum trúföstu merkisberum kross- ins, erindreki í Krists stað, sem bað þess að menn létu sættast við Guð, meðan tækifæri gæfist. Um verk og störf Þorkels í þágu KFUM, Skógarmanna KFUM og Hins íslenska biblíufélags, skal ekki fjölyrt hér, alls staðar drupu bless- unardaggir í fótspor hans, hvar sem hann lagði hönd á plóg. Hvað hann var undirrituðum skal þakkað af hjarta. Kærum ástvinum Þorkels eru beðnar blessunaróskir. Blessuð sé minning vinar og þjóns Drottins, Þorkels G. Sigurbjörnsson- ar. Bjarni Árnason. Minning Þorkels G. Sigurbjörns- sonar er björt og fögur. Svipurinn var hreinn, handtakið hlýtt, orðin upp- örvandi. Það var mikil gæfa fyrir okkur yngri mennina í KFUM að eiga slíkan bakhjarl. Þorkell mótaðist af jákvæðri lífs- sýn lifandi kristindóms og bar allt til enda fagurt vitni um það besta sem sprettur af sönnu og innilegu guðs- samfélagi. Vissulega gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkju- og kristilegs starfs. Enn meira virði var þó gefandi návist hans, prúðmannleg framkoma og næmur skilningur á aðstæðum. Þau Denna áttu farsæla samleið en kærleikur hans til hennar skein jafn- vel allra skærast í veikindunum síð- asta spöl ævi hennar. Eftir andlát Dennu lifði Þorkell fyrir afkomend- urna, ástkæran einkasoninn, Sigur- björn, eiginkonu hans og syni. Þeim gaf hann ómælt það veganesti sem aldrei þrýtur ef við viljum þiggja. Þorkell var góður maður sem bar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns (Lúk. 6:45A). Nú er hann kvaddur í virðingu og þökk en einnig í þeirri fullvissu að meðan við bíðum jólanna er hann orðinn þátttakandi í eilífri jólagleði himnanna. Ólafur Jóhannsson. Kveðja frá Skógarmönnum KFUM Fallinn er nú frá sá kæri maður Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, á 95. aldursári. Þorkell var einstakur maður, en erfitt er að nota eitt orð um þennan einstaka mann en orðin hógværð og trúmennska koma fljótt í hugann. Þorkell helgaði málefnum Krists krafta sína, og eru þau mörg trún- aðarstörfin sem Þorkell tók að sér á lífsgöngu sinni. Þessi störf rækti Þor- kell af mikilli trúmennsku. Þrátt fyrir hógværðina þá var eitthvað við hann sem vakti hjá mönnum traust og þeg- ar Vestur-íslendingurinn Kristinn Guðnason kom til landsins með það í huga að stofna Gídeonfélag á Íslandi þá benti hann á Þorkel og sagði „He is the father“. Þorkell stóð undir traustinu og var í forystusveit Gí- deonfélagsins í áratugi. Þorkell sat í stjórn Skógarmanna KFUM frá árinu 1932 til 1954, í tuttugu og tvö ár. Hann sinnti þar verkum af mikilli trúmennsku á vandasömum tímum við uppbyggingu starfsins í Vatna- skógi. Ekki lét Þorkell þar staðar numið heldur tók hann sæti í stjórn KFUM í Reykjavík og sat frá árinu 1955 til 1978. Í stjórn Skógarmanna beitti Þorkell sér fyrir byggingu Gamla skálans ásamt öðrum góðum mönnum. Þá reyndi oft mjög á út- sjónarsemi því að bygging skálans fór fram á styrjaldartímum þegar erfitt var um öll aðföng. Hlýlegt viðmót og handartak var eitt af einkennum Þorkels og eru þeir margir ungu mennirnir frá ýmsum tímum sem kannast við innilegar og hlýjar kveðjur Þorkels. Menn fundu að hann bar hag þeirra fyrir brjósti. Það var með mikilli aðdáun sem við fylgdumst með einkasyninum Sigur- birni og nánasta fólkinu hans Þorkels sinna honum á efri árum og ekki síst síðustu sporin en Steinunn eiginkona Þorkels féll frá í mars síðastliðnum. Í Hebreabréfinu 4. kafla 12. versi segir: Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýg- ur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liða- móta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Þessi orð koma upp í hugann þegar lífshlaup Þorkels Gunnars er skoðað. Hans köllun var að koma Guðs orði til æsku þessa lands og á sem flesta staði. Óhætt er að segja að hann hafi svarað þeirri köllun með miklum myndarbrag og við sem eftir sitjum horfum á verk Þorkels með aðdáun og þökk. Guð blessi minningu Þor- kels Gunnars Sigurbjörnssonar. Fyrir hönd Skógarmanna KFUM Ársæll Aðalbergsson. Mér er það bæði ljúft og skylt að setjast niður og skrifa nokkur orð til minningar um kæran vin, Þorkel G. Sigurbjörnsson, því að slíkum öðlingi og heiðursmanni hef ég ekki kynnst á lífsleiðinni og mun vart kynnast öðr- um honum líkum. Hann hafði allt til brunns að bera, greind, ljúfmennsku og einstaka nærveru. Leiðir okkar lágu saman í KFUM og Gideonfélag- inu þar sem hann starfaði lengur en elstu menn muna af slíkri trú- mennsku að eftir var tekið. Hann barði ekki bumbur eða blés í lúðra til að vekja á sér athygli, slíkt var hon- um víðs fjarri. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að taka við af honum sem ritari Landssambands Gideonfélaga á Íslandi sem nú er titlað sem fram- kvæmdastjóri, en því starfi hafði hann gegnt í áratugi eða frá stofnun þess 1945 til ársins 1976. Ég þakka hér fyrir þann ómetanlega stuðning, leiðbeiningar og umhyggju sem hann veitti mér á meðan ég var ritari. Það voru vissulega forréttindi að eiga slíkan vin sem Þorkel. Minninguna um einstakan mann mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Sigurbjörn, Laufey, Þorkell Gunnar, Geirlaugur Ingi og Páll Steinar þið hafið misst mikið með stuttu millibili en Steinunn eiginkona Þorkels lést fyrr á árinu. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda um ókomna tíð. Kári Geirlaugsson. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ✝ GuðmundurRagnar Ein- arsson fæddist á Mið-Tungu í Tálkna- firði 15. janúar 1917. Hann lést 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Jóhanns- son frá Skálanesi við Breiðafjörð, f. 11. september 1868, d. 25. október 1934, og Jónína Jónsdóttir frá Álftamýri við Arnarfjörð, f. 2. ágúst 1880, d. 16. desember 1944. Systkini Guðmundar Ragnars voru Guðmundur Ragnar, f. 1901, d. 1915, Jóndís Sigurrós, f. 1903, d. 1994, Jóhann Lúther, f. 1904, d. 1997, Þorleifur Magnús, f. 1906, d. 1906, Aðalsteinn Einar, f. 1907, d. dóttir, synir þeirra eru Theodór Gísli og Sigurður Ragnar, b) Magnea Katrín f. 1947, fyrrver- andi maki Guðmundur Vestmann, dætur þeirra eru Sigrún Guðbjörg og Sigurbjörg, c) Einar f. 1952, maki Guðrún Hallgrímsdóttir, fyrrverandi maki Anna Sigmunds- dóttir, d. 1997, synir þeirra eru Lúðvík Sveinn, Guðmundur Ragn- ar og Snorri Valur, og d) Anna Þórdís, f. 1959, maki Jón Steinar Guðjónsson, dætur þeirra eru Hugrún, Berglind og Sigrún Edda. Barnabarnabörnin eru 12. Guðmundur Ragnar vann ýmis störf til sjós og lands, var m.a. á hvalveiðum frá Suðureyri í Tálknafirði og vann lengi við að leggja marmaragólf, m.a. í Hrafn- istu í Reykjavík. Hann var lengi umsjónarmaður Félagsheimilis Kópavogs og gekk þar í flest störf. Guðmundur Ragnar lauk löngum starfsferli sem húsvörður í Kárs- nesskóla. Útför Guðmundar Ragnars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1984, Sigurður Ágúst, f. 1909, d. 1991, Pálína Guðrún, f. 1911, d. 2002, Guð- bjartur Salómon, f. 1914, d. 2002, Magn- ús Friðrik, f. 1919, d. 2002, og Málmfríður Rannveig Oktavía, f. 10.12. 1921, sem lifir systkini sín. Guðmundur Ragn- ar kvæntist 16. maí 1942 Sigrúnu Magn- úsdóttur, f. 26. júní 1920, dóttur hjónanna Katrínar Gísladóttur frá Urriðafossi í Flóa og Magnúsar Hafliðasonar frá Hrauni í Grinda- vík. Börn Guðmundar Ragnars og Sigrúnar eru: a) Sigurliði, f. 1942, maki Ríkey Guðmundsdóttir, fyrr- verandi maki Guðbjörg Theodórs- Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Við kveðjum þig, elsku hjartans afi og langafi. Guð geymi þig. Sigurbjörg og Magnús Máni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Elsku afi og langafi. Við kveðjum þig með söknuði og huggum okkur með góðum minningum um þig. Sigrún og Thelma Dögg. Elsku besti afi. Vá, hvað okkur þótti vænt um þig. Þú varst búinn að vera mjög veikur allt þetta ár svo það var bara gott fyrir þig að fara þótt við vildum ekki sleppa af þér takinu. Það var alltaf smá partur af okkur sem vonaði að með einhverjum undraverðum hætti myndir þú lifa að eilífu. En þó þú sért farinn frá okkur á betri stað muntu lifa áfram í minningum okkar. Núna ertu líklega að rifja upp gaml- ar og góðar minningar með systk- inum þínum. Takk fyrir allar góðu og skemmti- legu stundirnar. Hvíldu í friði elsku afi, við vitum að þau þarna uppi taka vel á móti þér og passa þig vel. Þínar, Hugrún, Berglind og Sigrún Edda. Hann afi, nafni minn, er farinn og hann skilur eftir sig margar góðar minningar. Ég man hann úti í skúr að kenna mér að tálga og smíða allskyns hluti og dót. Hann var laginn við að láta öllum líða vel, sá það góða og skemmtilega við allar aðstæður, allt- af að grínast og koma manni til að hlæja. Hann keypti handa mér fyrstu fótboltaskóna og sú minning er mér ljúf þegar afi og amma komu með þá vestur til Ólafsvíkur og á ég mynd af okkur nöfnunum með fót- boltaskóna. Ég man líka eftir því þegar hann kenndi mér að skjóta flugur með teygju, upp í sumarbú- stað, hann var alveg ekta afi, að kenna manni hluti sem enginn annar kenndi manni. En fyrst og fremst er stærsta minning mín um hann hversu kátur og góður maður hann var, vinnusam- ur og hjálpsamur, átti alltaf tíma fyr- ir fólk. Ein besta bernskuminnigin mín er þegar ég sat með ömmu og afa og hlustaði á plötusafnið þeirra. Ein plata sem við hlustuðum oft á var Gullna hliðið, og afi útskýrði fyrir mér söguna um karl og kerlingu og samskipti kerlingar við Lykla-Pétur. Ég veit að amma þarf ekki að að- stoða afa við að komast framhjá Lykla-Pétri, því að afi var svo góður maður. Elsku afi, ég sakna þín og mun ávallt hugsa fallega til þín, en minn- ingarnar lifa. Guðmundur Ragnar Einarsson og fjölskylda. Guðmundur Ragnar Einarsson Fyrsta mynd mín af Gísla Gíslasyni rennur ljúflega fram úr björtu minni bernskunnar; það er síðdegi um haust, við Hanna frænka sitj- um í hljóðum leik fyrir dyrum þeg- ar taktfastur dynur berst úr austri og ágerist í þögninni. Melamoldin rýkur, fuglar fljúga undan með snöggum gusti, og við sjáum hvar maður með tvo til reiðar tekur á sig form í móskunni. Svo er hann skyndilega mættur: mikill hávaði á hlaði, traðk, másandi hestar, glam- ur í mélum. Brosandi reiðmaður vippar sér af baki og kallar glað- hlakkalegri röddu: Eru mömmur ykkar heima? Síðan skrýtin lykt af fötum og hestum, rakspíra og víni í bland við svitastokkið leður og hrossamóðu. Það er eins og sveitin með sætleik og unaði umvefji mig og það liggur við að ég heyri hund gelta, kýr baula í haga, ær jarma á fjalli og ána niða í fjarska. Þannig vitjaði Gísli æsku minn- ar, og æ síðan verð ég meyr er ég hugsa til þess tíma og finnst sem ég hafi orðið fyrir guðdómlegri opinberun. Gísli Gíslason ólst upp í anda ungmennafélaganna, með áhuga á velferð lands og þjóðar, en ekki síst umhyggju fyrir æsku landsins og þeim möguleikum sem biðu handan hornsins. Hann var frjór hugsjónamaður, margefldur, tilbúinn í slaginn – og tók hann. Það var hrífandi hvernig hann birtist á vettvangi, í marg- menni sem fámenni; hann kom hverjum einstaklingi fyrir sjónir sem mikilvæg persóna, sem ætti áríðandi erindi við hann sjálfan, og Gísli Gíslason ✝ Gísli Gíslasonfæddist á Haugi í Gaulverjabæjar- hreppi 30. nóvem- ber 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 23. október síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 30. október. sá laðaðist að kraft- inum. Þó var ekkert leikrænt á sveimi, hvorki úthugsuð hreyfing né hnitmið- að bros, aðeins mað- urinn hreinn og beinn og ára hans geislandi. Ingibjörg móður- systir mín giftist þessum mikilvæga punkti æsku minnar og bjó honum fagurt heimili á Hofteigi. Þar vorum við í fyrstu árlegir gestir í kaffiboði á aðfangadagskveldi, en síðar bjugg- um við Rósa móðir mín í húsi þeirra hjóna við Ferjuvog í fjögur, fimm ár, mótunartímann. Gísli Gíslason var ákaflyndur maður sem þurfti að koma ýmsu í verk. Hann var mikið á ferðinni og sem sölumaður ferðaðist hann vítt og breitt til að hitta kaupfélags- stjóra og forkólfa minni verslana. Hann var aufúsugestur úti á landi og hafði á hraðbergi tíðindi og sög- ur sem spunnust hús úr húsi og komu til baka í breyttri mynd. Ég var sem gutti farþegi hans úr Vatnsdal suður og það var eft- irminnileg ferð en þó ekki með öllu hættulaus, því Gísli ók skrykkjótt út í kantana, gaf í og hægði á sér svo mér varð ekki um sel. Hann þekkti hvern bæ og vissi deili á fólki svo aldrei varð dauður punkt- ur í frásögninni. Þegar bogabrúin yfir Hvítá kom í ljós beygði Gísli inn á afleggjarann í Borgarnes og sagði: Þar elda þeir bestu hér- asteikina. Þegar ég hváði bætti hann við: Falskan héra! Þegar ég nú lít til baka hrannast upp minn- ingar sem ekki er hægt að gera skil, en þær hverfast margar um Gísla vin minn; hann hélt mér við efnið og hvatti mig til dáða. Það sem hann gaf mér er gullvægt og ómetanlegt: örlæti hjartans, sann- leikann. Hann stendur mér skýrt fyrir sjónum í ljósaskiptunum – eins og hann birtist fyrst – og lifir, þótt hann sé farinn. Níels Hafstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.