Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 62
|föstudagur|8. 12. 2006| mbl.is staðurstund Jólamyndin The Holiday er róm- antísk gamanmynd með þeim Jude Law og Cameron Diaz. Hún er frumsýnd í dag. » 67 kvikmynd Árni Matthíasson segir tilnefn- ingar til Íslensku tónlistarverð- launanna gefa villandi mynd af tónlistarárinu. »65 af listum Jóhann Helgason talar þrjú tungumál og er að hlusta á Jeff Buckley. Jóhann er aðalsmaður vikunnar. » 64 Fólk Tónlistarmaðurinn Keith Rich- ards er svalur að mati tónlist- artímaritsins NME, þrátt fyrir að vera sagður 326 ára. » 75 tónlist Gísli Árnason gefur plötu Svið- innar jarðar, Lögum til að skjóta sig við, þrjár stjörnur og segir gleðina víðsfjarri. » 69 dómur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Sull og skvett á plexígler,þar sem sköpun og eyðingfallast í óafturkræfan faðmlosta og umburðarlyndis.“ Þannig lýsir Bjarni Sigurbjörns- son eigin verkum sem verða á sýn- ingu sem opnuð verður í Anima galleríi í dag kl. 17. Bjarni verður ekki einn í Animu, því með honum sýna þeir Kristinn Már Pálmason og Jón Óskar. Kristinn Már lætur ekkert uppi um sín verk, annað en það að hann haldi áfram upp- teknum hætti við að mála og skafa aftur og aftur, inn að sálarkvikunni í verkum sem unnin eru með olíu á krossvið. Jón Óskar er jafn tæpitungulaus í lýsingum á eigin verkum og segir þau: „„allover“ krot í ætt við De- laware-málverkin sem hann sýndi í 101 ekki alls fyrir löngu.“ Opið er í Animu alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Tuttugu félagsmenn í Íslenskri Grafík sameinast í sýningu sem opnuð verður kl. 14 á morgun í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Eins og gefur að skilja með stóra samsýningu, þá eru verkin sem þar verða sýnd unnin með ýmiss konar tækni; þar verður grafík, teikningar, málverk, skúlptúr og fleira. Sýnendur eru Ásrún Tryggvadóttir, Bjarni Björg- vinsson, Björg Þorsteinsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Díana M. Hrafnsdóttir, Elva Hreiðarsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Iréne Jensen, Jó- hanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Kristín Pálmadóttir, Kristjana F. Arndal, Margrét Guðmundsdóttir, Pjetur Stefánsson, Rut Rebekka, Sigrid Valtingojer, Sigrid Osterby, Soffía Sæmundsdóttir og Valgerður Björnsdóttir. Sýningunni lýkur á Þorláks- messu, en salurinn er opinn fimmtudag til sunnudags frá kl. 14– 18. Verk sem veitir skjól Það er einmanalegri tónn í yf- irskrift sýningarinnar sem opnuð verður í Banananananas á Lauga- vegi 80, Barónstígsmegin kl. 18 á morgun. Hún heitir Einskismanns- land, og sú sem sýnir er Hye Joung Park. Listakonan er frá Suður-Kóreu, en býr og starfar í Reykjavík og í London. Viðfangsefni hennar í list- inni er skynjun okkar á tíma og rými og upplifun einstaklingsins á hlutskipti sínu. Hye Joung Park sýnir aðeins eitt verk í Bananan- ananas nú, en sérstakt, því það er skapað kringum íslenska skamm- degið og vetrarhörkur. Það stendur í porti gallerísins, og veitir sýning- argestum skjól. Unnur Mjöll Leifs- dóttir skrifar hugleiðingu í sýning- arskrána, og niðurlag hennar er svohljóðandi: „Holdið hrörnar og smám saman safnast fyrir reynsla og viska um einskisnýta hluti. Dýr- mætum tíma hefur verið fórnað. Það er öllum sama um það hvað einstaklingurinn hefur reynt og hvað hann veit – nú er mál að halda því fyrir sjálfan sig ef ekki er hægt að koma því skipulega frá sér. Það er alltaf nokkurra sekúndna áfall sem fylgir því að vakna og vita ekki hvar eða hver maður er.“ Smæð manneskjunnar Í Boxi á Akureyri verður Barn undir fjalli, opinberað á morgun kl. 14. Þetta er verk Kristínar Gunn- laugsdóttur, unnið með aldagamalli tækni – allt frá miðöldum, sem kall- ast eggtempera. Verkið er unnið á tré, en Kristín notar líka blaðgull. Stærð verksins er 74 x 108 cm, og á miðfleti þess blasir við stór stapi, eða stór hluti af fjalli, klofinn í þrennt. Undir fjallinu hvílir barn, verndað af ógnarstærð og aldastyrk þess. Verkið sýnir smæð og við- kvæmni manneskjunnar, umvaf- innar stórkostlegum kröftum, him- ins og jarðar. Sýning Kristínar í Boxi verður opin fram á þrettánda. Að lokum er vert að minna á sýningar Spessa og Rúnu í Hafn- arborg, og sýningar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Tuu- liu Vänämö í Dalí galleríi á Ak- ureyri Í vetrarmyrkrum einskismannslands Bananananas Hye Joung Park sýnir verk skapað kringum íslenska skammdegið og vetrarhörkur. Grafík, málverk og eggtempera meðal þess sem sjá má á sýningum sem opnaðar verða um helgina Skvettur, skaf og krot Bjarni Sig- urbjörnsson, Jón Óskar og Kristinn Már Pálmason sýna í Anima galleríi. ANNAÐ kvöld stendur útgáfufyr- irtækið Triangle productions fyrir tónleikum á Barnum á Laugavegi 22. Um er að ræða tónleika númer tvö í tónleikaröð fyrirtækisins, en til stendur að halda eina til tvenna tónleika í hverjum mánuði næstu mánuðina og að sögn aðstandenda munu flestar tónlistarstefnur fá að njóta sín. Á morgun verður hins vegar hip-hopið í fyrirrúmi, en þeir sem koma fram eru Beatmakin Troopa, B Ruff, Rain, Guðni Acous- tic og Original Melody. Pan Thor- arensen, einn af aðstandendum tón- leikanna, vill þó meina að ekki verði eingöngu um hip-hop að ræða. „Auðvitað er þetta fyrst og fremst hip-hop en svo verður líka smá blús-kántrí í þessu, þetta er bara svona hrærigrautur,“ segir Pan. Beatmakin Troopa er eins manns hljómsveit, B-Ruff er plötu- snúður, Rain er rappari, Guðni Acoustic spilar tilraunakenndan blús og Oricinal Melody er hip-hop sveit sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Pan segir að á næstu tónleikum sem haldnir verða þann 20. desember verði rokk og indí í hávegum haft. Þá segir hann að til standi að fá er- lenda listamenn til landsins á næsta ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og aðgangur er ókeypis. Blús og kántrí skotið hip-hop á Barnum Hljóðbæting Audio Improvement á Iceland Airvawes, en flestir meðlimir sveitarinnar koma fram annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.