Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 65 • SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI edda.is Íslensku barnabóka- verðlaunin 2006„Sagan er fjörug og skemmtileg.“Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Fyndin og ævintýralega raunsæ bók sem tekur á alvörumálum þannig að hún á erindi við alla.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fbl. „Vel skrifuð, spennandi og mjög fyndin saga sem höfðar til allra sem týnt hafa öðrum sokknum sínum.“ Bryndís Loftsdóttir „Óskabók þeirra sem eru nýbúnir að læra að lesa og vilja sögu sem þeir geta lesið sjálfir ...“ Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, bokmenntir.is Hvað veistu um Kína? Hinn fjórtán ára Aron Björn vissi ekki mikið um þetta fjölmennasta ríki heims þegar honum bauðst að fara þangað en ferðin varð þó ævintýralegri en hann hafði órað fyrir. „Látlaus saga sem hefur þó hvergi daufa punkta, felur í sér háska, glæpi og æskuástir. Hugrekki og útsjónarsemi aðalpersónunnar gegna þar töluverðu hlutverki. ... velheppnuð unglingasaga.“ Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaðinu 2. prentun komin í verslanir ...votez en 2007 Sans attendre, inscrivez-vous sur les listes électorales consulaires avant le 30 décembre 2006 Français de l’étranger Faites entendre votre voix... TOUS RENSEIGNEMENTS SUR LES SITES www.diplomatie.gouv.fr rubrique "Election du Président de la République 2007" et sur www.interieur.gouv.fr IN TÉ RI EU R/ D IC O M Þó listir séu ekki íþróttakeppnifinnst okkur gaman að raðalistamönnum í verðlauna- sæti, velja bestu bækur, plötur eða myndir, fjasa um þær söluhæstu og svo má telja. Öðrum þræði er slíkt markaðstengt, þ.e. blöð velja lista til að selja fleiri eintök, útvarps- stöðvar spila topplista til að fleiri hlusti og svo má telja.    Alllengi hafa bókaútgefendurhaldið úti bókmenntaverð- launum sem nokkur sátt gefur ver- ið um, en þau eru fyrst og fremst til að selja bækur, sýnist mér - eftir til- nefningu er merkimiða smellt á all- ar bækur sem tilnefndar hafa verið til að auka á þeim söluna. Íslensk tónlist á sér líka verðlaun, Íslensku tónlistarverðlaunin, sem fyrst voru veitt 1993.    Fyrir þeim sem fylgjast með ís-lenskri tónlist hafa íslensku tónlistarverðlaunin eiginlega alltaf verið hálf hallærisleg og tilnefn- ingar oft svo útúr kú að ekki er hægt annað en skella uppúr þegar þær eru lesnar. Tilnefningar vegna verðlaunanna 2005 þóttu mér til að mynda sérstaklega ankannanlegar, hljómsveit tilnefnd sem bjartasta vonin sem var að gefa út sína þriðju breiðskífu, tilnefnd hljómsveit sem ekki hafði gefið neitt út og svo má telja. (Vilji menn leita lengra aftur má nefna er Björk Guðmundsdóttir söng fyrir milljarða manna á Ól- ympíuleikunum Medúlluárið og fékk enga tilnefningu þó.) Þetta ár er líka slæmt hvað þetta varðar að mínu viti, tilnefningarnar gefa mjög skakka og villandi mynd af tónlistarárinu og fyrir vikið eru Íslensku tónlistarverðlaunin sama ruglið og endranær. Hvernig stend- ur til að mynda á því að Sigur Rós er ekki tilnefnd fyrir að hafa spilað fyrir þorra þjóðarinnar á þessu ári? (Ekkert tuð um að hún hafi ekkert gefið út, takk, annað eins hefur nú gerst.) Hvernig stendur á því að Jó- hann Jóhansson er hvergi að finna? Hvernig stendur á því að Pældu í því sem pælandi (ýmsir flytja Meg- asarlög) er tilnefnd sem dæg- urtónlistarhljómplata ársins en Skakkamanage kemst ekki á lista?    Á síðu tónlistarverðlaunanna másíðan lesa rökstuðning dóm- nefndar sem er hvorki vandaður né ítarlegur: „Frábær frumraun söngkon- unnar sem byrjaði að ferðast um heiminn með Gus Gus þegar hún var aðeins 15 ára gömul,“ segir til að mynda um plötu Hafdísar Huld- ar, en ekki ljóst hvort rökin fyrir til- nefningunni eru þau að frumraun hennar sé frábær eða að hún hafi ung lagst í ferðalög. „Popp með lúðrasveitaívafi er sjaldgæft og því sérstakt“ segir í rökstuðningi vegna tilnefningar Kajak, þeirrar fínu plötu Benna Hemm Hemm. Þess má geta að hann fékk Íslensku tónlist- arverðlaunin 2005 fyrir áþekka plötu. Annars eru þessar „röksemdir“ að mestu lýsingarorðaklám: „Af- skaplega mikill gleðigjafi“, „hljóm- sveitin sem íslenska þjóðin elskar að elska, aftur og aftur...“, „Ein ferskasta rokkplata sem komið hef- ur út á Íslandi í langan tíma“, „Heillandi nýliði ... “ „Frábær frum- raun ... “ (aftur!), „Skemmtileg fjöl- breytni ... “, „það er margt í mörgu“ (!), „"Hressandi plata með suðrænni stemmningu“, „Falleg tónlist ... Klassík fyrir popparana ... ?-)“ (!), „Einn óvæntasti gleðigjafi ársins ... Algjör gullmoli!“, „ ... frábærir textar og æðislegar útsetningar“, „SöngvarINN!“, „Næstum full- komið lag!“, „Hún er sjúkleg á nýju ... plötunni ... “, „Ein sérstakasta gulrótin í matjurtagarðinum þetta misserið“, „Óþarfi að segja meira“.    Óttalegur vaðall er þetta. Hvaðþýðir það til að mynda að ein- hver sé „SöngvarINN!“? Og hvað er átt við með þessum orðum: „ ... hljómsveitin sem íslenska þjóðin elskar að elska, aftur og aftur...“? Óneitanlega setur þessi „rökstuðn- ingur“ Íslensku tónlistarverðlaunin í ankannalegt ljós. Keppt í lýsingaorðaklámi Morgunblaðið/ÞÖK Viðburður Sigur Rós lék fyrir tugþúsundir á Klambratúni. AF LISTUM Árni Matthíasson » Fyrir þeim semfylgjast með íslenskri tónlist hafa Íslensku tónlistarverðlaunin eiginlega alltaf verið hálf hallærisleg. arnim@mbl.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HAUKUR Heiðar Ingólfsson píanó- leikari hefur í gegnum árin staðið á bakvið nokkrar af vinsælustu létt- hlustunarplötunum sem út hafa kom- ið hérlendis. Plöturnar sem eftir hann liggja eru Með suðrænum blæ (1984, endurútgefin á geisladiski 1991), Suð- rænar perlur (1995), Á ljúfum nótum (1999), Mánaskin (2001) og Glitra gullin ský (2004). Plötur þessar hafa selst vel og fljótt upp og er svo komið að fyrstu plöturnar eru með öllu ófáanlegar. Haukur hefur því ráðist í að endur- útgefa þær allar og komu þær í búðir fyrir stuttu. Haukur segir blaðamanni að fólk hafi verið að spyrja hann um þessar plötur og því miður hafi það komið að tómum kofunum. Rétt hafi því þótt að koma þeim aftur á markað enda eft- irspurn bæði heilnæm og góð. „Sumar þeirra eru búnar að vera ófáanlegar mjög lengi,“ segir Hauk- ur. „Plöturnar nýju eru allar nákvæm- lega eins í útliti, það er ekkert verið að breyta út af því. Hægri hönd mín í þessari vinnu, Árni Scheving, hefur séð um framkvæmdina á þessu, að senda plöturnar út í pressun og svo- leiðis. Fyrir stuttu tryggðum við okk- ur útgáfuréttinn á plötunum en þær hafa komið út á vegum Skífunnar og Zonet.“ Árni segir að hann furði sig stundum á því að fleiri hafi ekki lagt sig eftir því að gefa út svona tónlist. Plötur hans hafi þannig notið mikilla vinsælda og fréttum af þessari endur- útgáfu hafi verið tekið fagnandi. Aðspurður hvort að sjötta platan sé að fæðast segist Haukur ekki viss. Nóg sé þó til af efni, hann sé stöðugt að viða að sér lögum og hann hafi óskaplega gaman af því að leika þessa tónlist og vinna plöturnar. Því ætti aldrei að segja aldrei. Haukur Heiðar endurútgefinn Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Haukur Heiðar Hefur ráðist í að endurútgefa allar plötur sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.