Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustanátt 8–13 m/s, hvass- ara á annesjum austan til. Slydda eða él norðan- og aust- anlands, annars bjart. » 8 Heitast Kaldast 2°C -5°C Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EFTIRLITI með einkareknum læknastofum er ábótavant og hefur landlæknisembættið mun meira eft- irlit með heilsugæslu og sjúkrahús- um en einkareknu stofunum, segir Matthías Halldórsson landlæknir. Hann segir þetta standa til bóta. „Það eru til miklu meiri upplýs- ingar um hvað er verið að gera í heilsugæslunni og á sjúkrahúsunum, þar fáum við reglulegar upplýsingar. Það hefur vantað með stofurnar,“ segir Matthías. Hann segir að þetta eigi sér sögulegar skýringar, áður fyrr hafi verið minna gert á einka- reknum stofum, landlæknisembætt- ið þurfi að laga sig að breyttum að- stæðum. „Það verður að segjast eins og er að það er ekki viðunandi að við séum með minna eftirlit með einkareknum stofum en með heilsugæslunni og sjúkrahúsunum. Það er jafnvel ástæða til að fylgjast betur með þeim því þar vinna menn einir, en á spítöl- unum er líka innra eftirlit þar sem læknar vinna með kollegunum á spít- alanum,“ segir Matthías. Hann segir að nú sé unnið af krafti að þessu máli hjá landlæknisemb- ættinu og m.a. eigi að fara að auglýsa eftir starfsmanni sem fá muni það hlutverk að safna upplýsingum um einkareknar læknastofur. Ekki fylgst með kunnáttu Matthías segir alltaf álitamál hvað eigi að ganga langt í eftirliti. „Það er heldur ekki fylgst með kunnáttu lækna, þeir fá lækningaleyfið sitt en síðan er ekki fylgst með því hvort þeir fylgist með í sínu fagi. Það hefur verið í umræðunni hérna hvort það þurfi ekki að endurnýja lækninga- leyfi og sérfræðileyfi eftir ákveðinn tíma, þannig að læknar standist kröfur um símenntun.“ Frumvarp um landlæknisembætt- ið er nú í nefnd hjá Alþingi eftir að hafa farið í gegnum fyrstu umræðu í þinginu. Frumvarpið verður ekki af- greitt áður en þingmenn halda í jólafrí sem gert er ráð fyrir að verði á laugardag. Matthías segist vonast til þess að frumvarpið verði afgreitt á vorþingi en þar sé m.a. gert ráð fyrir því að embættið auki eftirlit. Geta misst leyfið Hann segir þó endalaust hægt að halda áfram með eftirlit, stjórnvöld verði líka að kunna sér hóf. Í tilviki einkarekinna skurðstofa sé til staðar staðall og læknar séu auðvitað ekki í góðum málum ef þeir fari ekki eftir honum. Ef kvörtun berist og í ljós komi að læknir hafi ekki farið eftir þeim stöðlum sem til eru geti hann átt von á áminningu, eða misst lækn- ingaleyfið.  Nýr gæðastaðall | 4 Eftirliti er ábótavant Landlæknisembættið hefur hingað til haft mun meira eftirlit með heilsugæslu og sjúkrahúsum en með einkareknum læknastofum, segir landlæknir Í HNOTSKURN » Landlæknisembættið gafút gæðastaðal fyrir svæf- ingar á einkaskurðstofum árið 2003. » Allir svæf-ingalæknar eiga að fara eftir staðlinum í sínu starfi, geri þeir það ekki eiga þeir á hættu að fá áminningu eða missa lækningaleyfið. » Ekkert eftirlit er haft meðþví að kröfum sem gerðar eru í staðlinum sé fylgt. » Aðeins er gert ráð fyrirúttekt á nýjum stofum, ekki stofum stofnuðum fyrir 2003. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands sýknaði í gær tvo menn af ákæru fyrir utanvegaakstur sunnan Haga- vatns í júníbyrjun í sumar, nánar tiltekið eftir mel á Biskupstungna- afrétti skammt sunnan Hagavatns- skála. Um var að ræða tvær bifreið- ir og var mönnunum gefið að sök að hafa myndað hjólför með akstr- inum. Þeir voru staðnir að akstri í þyrlueftirliti með utanvegaakstri í sumar. Að mati dómsins voru slóðar þeir sem mennirnir óku eftir skil- greindir sem götuslóðar eða vegir og því var ekki hægt að kalla hátt- erni þeirra utanvegaakstur. Hafi það verið tilgangur löggjafans að útiloka akstur á slíkum slóðum yrði verknaðarlýsing í náttúruvernd- arlögum og umferðarlögum að vera skýrari, að mati dómsins. Við fyrrgreindan slóða voru engar merkingar sem bönnuðu akstur vélknúinna ökutækja en full þörf væri á slíkri merkingu ef banna ætti akstur þar. Málið dæmdi Ástríður Gríms- dóttir héraðsdómari. Verjandi var Óskar Sigurðsson hrl. og sækjandi Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi. Ljósmynd/Kristján Árnason Sýkna Málið er þriðja utanvega- akstursmálið í röð sem sýknað er í. Saklausir af utan- vegaakstri GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir það áhyggjuefni að forstjóri Whole Foods á austurströnd Bandaríkjanna ætli að hætta að markaðs- setja íslenskar vörur vegna hvalveiða Ís- lendinga. Þótt enn sé ekki um mikinn út- flutning að ræða geti sala til Whole Foods orðið upphaf að ein- hverju stærra og meira. Í samtali við Morg- unblaðið sagði Guðni að það væri mikil og góð auglýsing fyrir Ís- land að vera sýnilegt í verslanakeðju á borð við Whole Foods. Því væri ákvörðun forstjór- ans bandaríska vissulega slæmar fréttir. „Það væri mikið áfall ef þetta átak, sem hefur staðið í nokkur ár og verið vaxandi, dytti út,“ sagði hann. Neikvæð áhrif til skamms tíma Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra sagðist harma ákvörðun fyrirtæk- isins en vakti athygli á að fyrirtækið væri ekki hætt að selja íslenskar vörur, heldur myndi taka niður auglýsingar og vegg- spjöld um Ísland. Einmitt í ljósi þess að starfsmenn fyrirtækisins töluðu fyrir sjálf- bærri nýtingu og náttúruvernd vonaðist hann til að þeir myndu endurskoða afstöðu sína þegar fram liðu stundir. „Ég bind enn miklar vonir við viðskiptasambönd sem komist hafa á milli Íslendinga og þeirra,“ sagði Einar. Hann hefði ávallt gert ráð fyr- ir að hvalveiðar kynnu að hafa neikvæð áhrif til skamms tíma litið. | 12 Upphaf einhvers meira Vona að Whole Foods endurskoði ákvörðun Einar K. Guðfinnsson Guðni Ágústsson ♦♦♦ SKAUTASVELL var opnað síðdegis í gær á Ingólfs- torgi í Reykjavík. Er svellið á vegum Trygginga- miðstöðvarinnar, sem heldur m.a. upp á hálfrar ald- ar afmæli sitt með þessum hætti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði formlega svellið, sem er ætlað Reykvíkingum og öðrum lands- mönnum til afnota út allan jólamánuðinn. Í tilefni dagsins sýndi borgarstjóri ákveðin tilþrif í íþróttinni krullu og einnig var sýndur skautadans fyrir fjölda áhorfenda. Skautaíþróttin er vaxandi grein hérlendis en tiltölulega stutt er síðan æfingar og keppnishald hófust í þessari grein sem Íslend- ingar hafa um langt árabil haft kynni af í gegnum sjónvarp. Ingólfstorg hefur gjarnan verið vettvangur hjóla- brettafólks en ljóst er nú að skautaíþróttin verður áberandi á aðventunni að því gefnu að veðrið hald- ist skaplegt. Þeir sem drífa sig á skauta strax í kvöld ættu að geta notið blíðunnar en síðan er spáð suðvestanstormi á morgun, laugardag. Morgunblaðið/Kristinn Skautasvell fyrir almenn- ing opnað á Ingólfstorgi UM 25 þúsund undirskriftir fólks sem krefst þess að Suðurlandsvegur verði breikkaður hið fyrsta verða afhentar við Alþingishúsið í dag. Bílalest mun leggja af stað með undirskriftirnar kl. 16 frá Tryggvaskála á Selfossi og verða undirskriftirnar afhentar við þinghúsið kl. 17. Eyþór Arnalds, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að safna 10 þúsund undirskriftum. Kraf- an um tvöföldun vegarins sé því mjög sterk. Hafna 2+1 vegi Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja nú þegar til hliðar allar hugmyndir um breikkun Suðurlandsvegar í 2+1 veg enda sé það sannfæring Sunnlend- inga og fjölmargra annarra lands- manna að ekki sé hægt að sætta sig við hugmyndir í þá veru. Skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar hefur einnig ályktað um málið og er einhugur um að 2+1 vegur sé með öllu óviðunandi á þessari leið. „Bæj- arstjórn Hveragerðis mun aldrei samþykkja annað en að umferðarör- yggi og flutningsgeta um Suðurlands- veg verði með besta mögulega hætti.“ Afhenda 25 þúsund undirskriftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.