Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 42/46 Staksteinar 8 Messur 47/48 Veður 8 Kirkjustarf 49 Viðskipti 16 Brids 49 Erlent 18/21 Skák 50 Menning 22/23 Menning 54/60 Akureyri 28 Leikhús 58 Landið 25 Myndasögur 60 Árborg 25 Dægradvöl 61 Austurland 25 StaðurStund 60/63 Daglegt líf 26/33 Dagbók 64/65 Forystugrein 34 Víkverji 64 Umræðan 36/41 Velvakandi 64 Bréf 39 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Andleg og líkamleg heilsa kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi, hvort heldur það er líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt, er marktækt verri en þeirra kvenna sem aldrei hafa orðið þolendur ofbeldis. Kynbundið ofbeldi hefur áhrif á heilsu kvenna bæði til skamms og langs tíma. » 6  Samkomulag er um að láta fara fram umhverfismat á að leggja fyrsta áfanga Sundabrautar í jarðgöngum úr Laugarnesi og yfir í Gufunes (Sundagöng), en skýrsla um jarð- gangagerðina var lögð fram á fundi samráðshóps um Sundabraut í gær. Yrðu jarðgöngin 4,4 kílómetrar að lengd eða 1,3 kílómetrum styttri en Hvalfjarðargöng og myndu kosta um 16 milljarða króna, sem er fjórum milljörðum meira en vegtengingin um Kleppsvík kostar. » 68  Við sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli hefur sl. tvö ár verið starfrækt fjögurra manna greining- ardeild sem sinnt hefur gerð reglu- bundins hættumats fyrir utanríkis- ráðuneytið í tengslum við verkefni Íslensku friðargæslunnar í Afganist- an, á Srí Lanka og víðar. Ekki hefur áður verið greint frá tilvist greining- ardeildarinnar en skýrslur hennar hafa að sögn sýslumannsins, Jóhanns R. Benediktssonar, nú þegar haft af- gerandi áhrif varðandi ákvarð- anatöku hjá friðargæslunni. » 1 Erlent  Þýska lögreglan skýrði frá því í gærkvöldi, að hún stæði fyrir leit að leifum geislavirka efnisins pólon-210 í íbúð í Hamborg sem hefði verið notuð af kaupsýslumanninum Dmítrí Kovt- ún, kunningja njósnaforingjans fyrr- verandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar í London í síðasta mánuði. »1  Formenn Íraksnefndar Banda- ríkjaþings hafa hvatt George W. Bush Bandaríkjaforseta til að fallast á allar tillögur hennar en forsetinn hefur gefið til kynna að hann sé ekki tilbúinn til að samþykkja tvær af meginniðurstöðum hennar. »19  Fulltrúar aðildarríkja Breska sam- veldisins ákváðu á fundi sínum í gær að víkja Fídjí-eyjum úr samtökunum í kjölfar þess að her landsins tók völdin þar fyrr í þessari viku. » 18 ÚTSALA - ÚTSALA 30-70% afsláttur Dæmi um verð: Áður Nú Tunika með áprentun 5.500 1.650 Flauelsjakki 6.500 3.250 Tweed Blazer jakki 7.900 2.390 Buxur 5.800 2.900 Leðurjakkar 14.900 6.990 Allar peysur með 50% afslætti Mikið úrval af nýjum fallegum fatnaði á lækkuðu verði Eldri fatnaður á 990 kr. Opnunartími fyrir jól Virka daga frá kl. 10.00 -18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 www.friendtex.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími 568 2870 Opið frá 10–18 Eftir Andra Karl andri@mbl.is YFIRRÉTTUR í London (e. The Royal High Court) ógilti í gærdag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og samþykkti rétturinn röksemda- færslu Hannesar, þ.e. að stefna í málinu hefði ekki verið réttilega birt honum samkvæmt íslenskum lögum. Vonast Hannes Hólmsteinn því til að fjárnámsgerð á hendur honum verði felld niður. Hannes hafði krafist ógildingar dómsins og jafnframt mótmælt því að hann yrði fullnustaður hér á landi en að kröfu Jóns gerði sýslumaður- inn í Reykjavík fjárnám fyrir dóm- kröfunni í skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsnæði sínu. Hannes var dæmdur til að greiða Jóni 65 þúsund pund fyrir meiðyrði auk um 25 þúsund punda í kostnað, samtals rúmar 12 milljónir króna að núvirði. Hannes fór með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og byggði m.a. á því að dómurinn væri ógildur. Tjón vegna ummæla Jón Ólafsson höfðaði málið fyrir breskum dómstól árið 2004 vegna ummæla Hannesar á ráðstefnu nor- rænna blaðamanna haustið 1999 og byggði á því að tjón hefði hlotist af þar sem ummælin voru vistuð á vef- svæði Hannesar. Meðal annars voru leidd fyrir dóminn vitni sem höfðu hikað við að stofna til viðskipta við Jón vegna ummælanna. Eftir að hafa leitað álits lögfræð- ings Háskóla Íslands og hjá dóms- málaráðuneytinu ákvað Hannes að taka ekki til varna í málinu en aðilar töldu að dómstóll myndi vísa málinu frá vegna skorts á lögsögu. Hins veg- ar var kveðinn upp útivistardómur og því fallist á kröfur Jóns. Málskostnaður enn óákveðinn Yfirréttur hafnaði þannig niður- stöðu undirréttardómsins sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá íslenskum reglum um löglega birtingu stefnu. Ákvörðun um máls- kostnað til handa Hannesi er til með- ferðar hjá breskum dómstólum og verður væntanlega kynnt innan skamms. Dómur yfir Hannesi Hólmsteini ógiltur Fyrri niðurstöðu í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar hafnað Í HNOTSKURN » Undirréttur í Bretlandidæmdi Hannes Hólmstein til að greiða Jóni Ólafssyni bætur og málskostnað vegna ærumeiðandi ummæla. » Ummælin lét Hannes fallaá ráðstefnu norrænna blaðamanna í Reykholti 1999. » Hannes hefur nú veriðsýknaður og bíður ákvörð- unar um málskostnað sér til handa. „ÞAÐ er mín skoðun að maðurinn hefði átt að sitja áfram í gæsluvarð- haldi vegna þess að nauðgunarbrotið sem hann var dæmdur fyrir var mjög hrottafengið,“ segir Atli Gíslason hrl., en Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á sextugsaldri sæti gæsluvarðhaldi til 20. desember nk. vegna gruns um að hafa framið hrottalega nauðgun gegn sambýlis- konu sinni á heimili hennar um síð- ustu helgi. Maðurinn var í október sl. dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðg- anir og hrottalegar líkamsárásir gegn fyrrverandi unnustu sinni auk frekari líkamsárása gegn annarri konu sem var sambýliskona hans um tíma. Maðurinn áfrýjaði dómnum og var í kjölfarið sleppt lausum. Að sögn Atla hefði að öllum líkindum verið búið að taka mál mannsins fyrir í Hæstarétti hefði hann verið úrskurðaður í gæslu- varðhald, því í slíkum tilfellum fái mál flýtimeðferð til þess að gæsluvarð- haldsvistin verði sem styst. Aðspurður segir Atli það á ábyrgð rannsóknaraðila, þ.e. lögreglunnar, að krefjast gæsluvarðhalds og segist þeirrar skoðunar að lögreglan hafi gert mistök í því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir manninum. „Mis- tökin byggjast á ótrúlegu skilnings- leysi á eðli nauðgunarbrota, því nauðgun jafngildir sálarmorði. Nauðgun er næstalvarlegasta brotið sem hægt er að fremja gegn einstak- lingi. Það er bara manndráp sem er alvarlegra í mínum augum. Konur sem lenda í þessu eru margar hverjar nánast eins og gangandi lík alla sína ævi,“ segir Atli og tekur fram að alls- herjar hugarfarsbreytingar sé þörf í réttarfarskerfinu öllu. Segir fórnarlömb nauðg- ana eins og gangandi lík Mistök að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir nauðgaranum EKKI er ráð nema í tíma sé tekið og því er hyggilegt að huga að jóla- hreingerningum utan húss áður en jólastressið gengur í garð af fullum þunga og þegar viðrar til þess eins og gert hefur síðustu tvo dagana sunnanlands. Hætt er hins vegar við að ekki viðri til að þrífa glugga um helgina því Veðurstofan spáir suðaustanhvassviðri í kvöld og heldur hægari sunnanvindi á morg- un. Morgunblaðið/ÞÖK Jólahreingerning KARLMAÐUR um tvítugt lést í umferðarslysi sem varð á Stykk- ishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt föstudags. Maðurinn var einn í bifreiðinni og ekki í bílbelti. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Stykkishólmi var mikil ísing á veginum þegar slysið varð og líkur eru á að maðurinn hafi misst stjórn á fólksbifreið sinni sökum hennar. Ekki liggur fyrir hvort akstur mannsins hafi verið ógætilegur en ljóst er að bremsu- för eftir bifreiðina voru afar stutt. Bifreiðin hafnaði utan vegar, á ljósastaur. Vegfarandi kom á slysstaðinn skömmu síðar og gerði lögreglu viðvart. Maðurinn var úrskurðaður látinn þegar hún kom á vettvang og er talið að hann hafi látist sam- stundis. Það sem af er ári hafa sjö manns á aldrinum 17 til 24 ára lát- ið lífið í umferðinni – en alls 28 í 25 banaslysum. Á síðasta ári létust nítján í umferðarslysum. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys á Stykkis- hólmsvegi                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.