Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEGNA athugasemda frá íbúum hefur verið ákveðið að frestur til að gera athugasemdir við auglýst- ar deiliskipulagsbreytingar á lóð kaþólsku kirkjunnar við Jófríð- arstaði í Hafnarfirði verði fram- lengdur til nk. mánudags. Mótmæli Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Hafn- arfjarðar, segir að kaþólska kirkj- an þurfi á peningum að halda og vilji selja út frá sér og samkvæmt auglýstri breytingu eigi að byggja þrjú fjölbýlishús á lóðinni. At- hugasemdir hafi borist vegna þessa, einkum vegna þess að byggja ætti á opnu svæði sem hafi verið notað sem leiksvæði, m.a. sem sleðabrekkur, en umrætt svæði sé á lóð kaþólsku kirkj- unnar og hafi því verið notað með hennar samþykki. Í mótmælabréfi foreldra barna í leikskólanum Hvammi í Hafn- arfirði segir m.a. að umrætt svæði sé eina samfellda, óbyggða svæðið á reit sem afmarkist af Reykja- nesbraut, Ásbraut/Strandgötu og Lækjargötu. Sem slíkt sé það mik- ilvægt með tilliti til útivistar og nýtist leikskólanum afar vel en þetta séu helstu sleðabrekkur hverfisins. Sagt er að verndargildi svæð- isins muni minnka, umferð aukast og mikið ónæði og röskun á starf- semi leikskólans verði meðan á framkvæmdum standi. Kynningarfundur Vegna óánægju íbúanna var ákveðið fyrir skömmu að fram- lengja frest til athugasemda til 11. desember og halda kynningarfund með íbúunum í lok nóvember. Bjarki segir að þar hafi komið fram eindreginn vilji íbúanna til að halda svæðinu opnu. Í þessu sambandi segir hann að í reynd mætti kaþólska kirkjan byggja á svæðinu án þess að samþykkja yrði skipulagsbreytingu en nú sé hugmyndin að reisa íbúðarhús í stað þess að kirkjan hafi leyfi til þess að byggja áfram. Málið kemur til afgreiðslu hjá skipulags- og byggingarnefnd Hafnarfjarðar þegar fresturinn rennur út eftir helgi. „Þarna stangast á hagsmunir kirkjunnar og óskir íbúanna,“ segir Bjarki. Morgunblaðið/Ásdís Skiptar skoðanir Svæðið á milli leikskólans Hvamms og Jófríðarstaða þar sem byggingar eiga að rísa. Hagsmunir kirkju og íbúa stangast á Foreldrar mótmæla byggingaráformum á opnu svæði við Jófríðarstaði Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ANDLEG og líkamleg heilsa kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi, hvort heldur það er líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt, er marktækt verri en þeirra kvenna sem aldrei hafa orðið þolendur of- beldis. Kynbund- ið ofbeldi hefur áhrif á heilsu kvenna bæði til skamms og langs tíma. Þetta var með- al þess sem fram kemur í frumnið- urstöðum rann- sóknar á heilsufarslegum afleiðing- um ofbeldis gegn konum sem Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, kynnti í gær. Þessi hluti rann- sóknarinnar náði til rúmlega hundr- að kvenna sem leitað höfðu til slysa- og bráðadeildar (SB) og rúmlega hundrað kvenna hjá Miðstöð mæðra- verndar (MM). Aðspurð segir Erla Kolbrún það hafa komið sér á óvart hversu marg- ir svarenda hafi orðið fyrir ofbeldi, hvort heldur það var andlegt, líkam- legt eða kynferðislegt. Þannig svör- uðu 33% kvenna á SB og 22% kvenna á MM því til að þær hefðu einhvern tímann verið beittar líkamlegu of- beldi. Um 20% kvenna bæði á SB og MM sögðust einhvern tíma hafa ver- ið beittar kynferðislegu ofbeldi af maka eða öðrum nánum einstaklingi. Rannsóknin leiðir í ljós að 40–50% kvenna sem verða fyrir ofbeldi hafa getað leitað sér aðstoðar og rætt of- beldið við stuðningsaðila, hvort held- ur það var einstaklingur nákominn konunni eða starfsmaður hjá stofn- un. Að sögn Erlu Kolbrúnar var það hins vegar sláandi að 14–16% kvennanna sögðust ekki hafa getað leitað til neins í því skyni að ræða of- beldið sem þær höfðu orðið fyrir. Að sögn Erlu Kolbrúnar getur spurn- ingalisti og kembileit á borð við þá sem fólst í rannsókninni stuðlað að opinni umræðu og veitt konum styrk til að leita sér aðstoðar og ræða of- beldið. Að hennar mati væri æskilegt að taka upp kembileit þar sem spurt er um ofbeldi á sem flestum heil- brigðisstofnunum, enda sýni erlend- ar rannsóknir að það að spyrja um ofbeldi hefur aldrei skaðleg áhrif, en geti þvert á móti hjálpað þolendum við að leita sér hjálpar. Margir þolend- ur hér á landi Kynbundið ofbeldi hefur áhrif á and- legt og líkamlegt heilbrigði þolenda Erla Kolbrún Svavarsdóttir Í HNOTSKURN » Tæplega 20% kvenna semleituðu til slysa- og bráða- deildar höfðu verið beitt lík- amlegu ofbeldi á sl. ári. » 20% kvenna á slysadeildog hjá MM höfðu einhvern tímann á ævinni verið beitt kynferðislegu ofbeldi. » 16% þolenda ofbeldissögðust ekki hafa getað rætt ofbeldið, sem þeir höfðu orðið fyrir, við neinn. að því að skýra og bæta stöðu er- lends verkafólks hérlendis. Í júní sl. hafi félagsmálaráðherra skipað starfshóp til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumark- aði. Í þessum starfshópi hafi átt sæti fulltrúar atvinnulífsins, þ.e. Alþýðusambands Íslands, Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Sam- taka atvinnulífsins, fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjár- málaráðuneytisins og félagsmála- ráðuneytisins auk fulltrúa Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Starfshóp- urinn hafi lagt fram það miklar breytingar við gildandi lög að ákveðið hafi verið að leggja fram frumvarp til nýrra laga í stað laga nr. 54/2001 um starfskjör starfs- manna sem starfa tímabundið á Ís- landi á vegum erlendra fyrirtækja. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem staðfestu hafa í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og send- RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp Magnúsar Stefáns- sonar félagsmálaráðherra um rétt- indi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfs- manna þeirra. „Með frumvarpinu er verið að herða tökin á þessum málum, skerpa ábyrgð fyrirtækjanna og treysta innviði vinnumarkaðarins,“ segir Magnús Stefánsson. Hann bætir við að markmiðið sé meðal annars að erlendir starfsmenn á ís- lenskum vinnumarkaði fái laun og önnur starfskjör í samræmi við ís- lensk lög og kjarasamninga. Þar með talin réttindi í sambandi við t.d. veikindi og slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkams- tjóns og tímabundins missis starfs- orku. Nýtt en ekki breytingar Félagsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu hafi lengi verið unnið ir starfsmann tímabundið til lands- ins í tengslum við veitingu þjón- ustu. Ennfremur gildir það um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög um starfsmannaleigur. Upplýsingaskylda Samkvæmt frumvarpinu hvílir ákveðin upplýsingaskylda á erlend- um fyrirtækjum, sem veita þjón- ustu hérlendis, sem og á notenda- fyrirtækjum. Eigi þjónusta að vara lengur en 10 daga hérlendis ber t.d. að upplýsa Vinnumálastofnun eigi síðar en átta virkum dögum áður en þjónustan er veitt. Vinnu- málastofnun staðfestir að hafa fengið upplýsingarnar og fyrirtæk- ið afhendir notendafyrirtækinu þessa staðfestingu. Fái notendafyr- irtæki ekki staðfestingu Vinnu- málastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsing- ar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita. Frumvarp um bætta stöðu erlends verkafólks samþykkt UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti landsbókavarðar rann út mánu- daginn 4. desember sl. Menntamála- ráðuneytinu bárust sex umsóknir um stöðuna. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur gegnt stöðunni í fimm ár og segir að þar sem hún sé komin á aldur sam- kvæmt 95 ára reglunni hafi hún ákveðið að notfæra sér það. Umsækjendur eru Axel Kristins- son, cand.mag í sagnfræði, Gísli Þór Gunnarsson, MA-próf í sálfræði, Steingrímur Jónsson forstöðumað- ur, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir sviðsstjóri, Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbókavörður, og Stein- unn Harðardóttir, BS.c í iðnrekstr- arfræði. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007. Sex um- sækjendur Í FRÉTT frá 1. desember síðastliðn- um um bókina Óvinir ríkisins, þar sem fjallað er um hleranir á tímum kalda stríðsins hér á landi, kom fram að heimild hefði verið veitt til að hlera síma fyrrverandi fréttastjóra ríkisútvarpsins, Margrétar Indriða- dóttur. Það er ekki rétt, hið rétta er að nafn Margrétar var að finna í spjaldskrá um svokallaða velunnara kommúnista en heimild til hlerana hjá Margréti var aldrei veitt. Morg- unblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétting ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo af fyrrverandi rit- stjórum blaðsins DV, þá Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, í 150 þúsund króna sekt hvorn fyrir umfjöllun um Jónínu Benedikts- dóttur. Telur dómurinn umfjöllun blaðsins hafa gengið það harkalega á friðhelgi einkalífs hennar að það hafi ekki verið réttlætanlegt. Jón- ínu eru jafnframt dæmdar 500 þús- und krónur í miskabætur. Í niðurstöðu dómsins segir m.a., að umfjöllun DV um einkalíf Jón- ínu, sem birtist í blaðinu 26. sept- ember 2005, hafi verið sértæk og ekki í þeim tengslum við frétta- flutning af svonefndu Baugsmáli að nokkur nauðsyn hafi borið til að birta hana. Fellst dómurinn á að gengið hafi verið nær einkalífi Jón- ínu en þörf var á vegna opinberrar umræðu um málefni sem varðaði almenning. Fyrrverandi ritstjór- ar DV dæmdir í sekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.